Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 6
6 MORCV1SBLAÐ1D Fðstudagur 19. aprfl 1983 Breytingar á lagafrumvarpi mn TÆKNISKÓLA ISLANDS Vélskðlinn starfi áfram FUNDIR voru haldnir í báðum deildum Alþingis á miðvikudag auk fundarins í Sameinuðu A1 þingi um kvöldið, en útvarpað var frá honum. í Neðri deild urðu mestax um- ræður um frumvarp til laga um Tækniskóla íslands, en því hefur áður verið lýst hér í hlaðinu. Fyrir lágu breytingartillögur og nefndarálit frá menntamála- nefnd. Hafði nefndin talið „ókleift að afgreiða frv. án veru- legra breytinga“ og umsamið það í samráði við menntamála- ráðherra. Veigamestu nýjungarn- ar eru þær, að 1) Vélskóla Islands verði ekki blandað í þessa skólastofnun og starfi hann áfram sem sjálfstæð stofnun, og 2) ákvaeði um, að skólinn taki til starfa haustið 1963, er talið óraunhæft og því ekki rétt að lögfesta það. Annar liðurinn þýðir raunveru- lega að lögunum er breytt í heimildarlög, ef breytingartil- lögurnar ná fram að ganga. Með samþykkt slíkra laga „mundi Al- þingi staðfesta vilja sinn til, að 'fækniskóla íslands verði komið upp sem fyrst, og tryggja, að undirbúningi verði haldið áfram af fullum krafti“. í breytingartillögumim er not- að heitið skólastjóri, en ekki rektor. Þá er og gert ráð fyrir því, að undirbúningsdeildir megi starfa bæði í Reykjavík og á Akureyri. „Má telja, að þar með kæmi vísir að fullkomnum tækni skóla einnig á Akureyri“, segir í nefndarálitinu. Nokkrar umræður urðu um breytingartillögu tveggja þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra þess efnis, að skólinn yrði staðsettur á Akureyri, en ekki í Reykjavík. — Málinu var síðan vísað til 3ju umræðu. Tvr flugslys ó sumu sólurhring Álaborg, 17. apríl NTB-RB. TVÖ flugslys hafa orðið í Ala borg á síðastliðnum sólar- hring. Um hádegi á þriðjudag hrapaði þota af gerðinni F 86 D Sabre til jarðar, rétt fyrir lendingu, og í morgun, mið- vikudag, fór önnur þota af | sömu gerð með sama hætti. í báðum tilfellum voru flug- mennirnir einir í þotunum og björguðust báðir lifandi í fall- hlíf, en annar fótbrotnaði á báðum fótum. Báðir mennirnir hafa áður komizt lífs af úr flugslysum, annar þeirra, Ungar að nafni, varpaði sér árið 1961 í fall- hlíf út úr þotu, þessarar sömu gerðar, er vængirnir féllu af henni yfir Kattegat. Þrjár umræður fóru fram í N. d. um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tilkynn- ingar aðsetursskipta. Er þar um að ræða breytingar, sem gerðar eru vegna samstarfs Norðurlanda á sviði almannaskráningar. Frum varp þetta var samþykkt sam- hljóða. í N. d. fór einnig fram 1. um- ræða um frv. um ferðamál, 2. umr. um frumvarp um skemmt- anaskatt og þjóðleikhús (vísað til 3ju umr.), 3 umr. um frv. um almannatryggingar (vísað til Efri deildar), 2. umr. um frv. um meðferð einkamála í héraði (vís- að til 3ju umr.), og 2. umr. um frv. um gatnagerð bæjar- og sveitarfélaga. Öllum þessum frumvörpum hefur áður verið lýst hér í blaðinu. ★ f Efri deild var framhald 3ju umr. um frv. um lyfsölulög. Var frumvarpið samþykkt sem lög með 11 atkv. gegn 2. Þá var frh. 2. umr. um frv. til laga um fé- lagsheimili, 2. umr. um frv. til þátttöku Síldarverksmiðja ríkis- ins í útgerðarfélagi (vísað til 3. umr.), 2. umr. um frv. til laga um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins og framhald 2. umr. um drag- nótaveiði í fiskveiðilandhelgi. Olíubillinn, sem valt í Hrúta firði. Olíubíll veltur í Hrútafirði STAÐ í HRÚTAFIRÐI, 13. apríl. Sl. fimmtudag fór fullhlaðin olíuflutningabifreið út af vegin- um rétt hjá bænum Oddsstöð- um í Hrútafirði. Fór bifreiðin eina veltu, og er hún mjög mik- ið skemmd. Bifreiðarstjórinn var einn í bifreiðinni, og slapp hann ómeiddur. Grenjandi norðanstór hríð var á, er slysið varð. — m.g.g. Minningartónleikar dr. Urbancic Á MINNINGARTÓNLEIKUM um dr. Victor Urbancic, sem haldnir voru í Kristskirkju í Landakoti í gærkvöldi, lék austurríski organ leikarinn Anton Heiller verk eftir tvö 17. aldar tónskáld, Georg Muffat og Joh. Kaspar Kerll, kóralforspil og Passacagliu í c- moll eftir Bach og tvö verk eftir austurrískt samtímatónskáld, Jo- han Nepomuk David. Öll þessi verk voru flutt með ágætri tækni og talsverðum glæsibrag, þótt rök ræða mætti meðferð þeirra í ein- stökum atriðum, ekki sízt Passa- cagliu Bachs. Eldri verkin voru þau, sem mest áhrif höfðu á þann, sem þessar línur ritar. Partita Joh. Nep. Davids er áheyrilegt verk og hóflega nýst- árlegt, en „útlegging“ hans á „Dies iræ“ ber á pörtum svip skopstælingar, sem tæplega sýn- ist viðeigandi. Að lokum lék listamaðurinn „af fingrum fram“ og án undir- búnings „improvisation" um ís- lenzkt lag, sem honum var afhent á staðnum. Lagið var „Víst ert þú, Jesús, kóngur klár“. Varð það honum efni í langa „fantasíu“ en heldur lausrímaða, svo sem vænta mátti. „Improvisation" getur verið skemmtileg íþrótt, en hún ætti að flokkast með töfra- brögðum og sjónhverfingum fremur en alvarlegri listviðleitni. Og þessi töfrabrögð — eins og önnur — eru í rauninni stórum éinfaldari en áheyrandanum virð ist í fljótu bragði. Jón Þórarinsson. AÐFARANÓTT gkírdags var skeUAnöðru stolið frá bakihúsi við Grettisgötu 22. Hjólið var læst og talið bilað, svo að hér virðilst ekki um nytjastuld að ræðsu Hjólið er blátt og hvítt og skrásetningarmerki þess R-312. Lögreglan óskar upplýsinga. Snndunnn skrupuði bílunu ÞEGAR hvasst er í Skaftafells- sýslu getur orðið mikið sand- fok á söndunum, og veigra bíl- eigendur sér þá við að aka yfir, því þeir eiga á hættu að skemma lakkið á bílum sínum- Á skírdag var þarna hvass- viðri, og skrapaðist málning al bílum sem fóru um Mýrdals- sandinn. T.d. kom Volkswagen- bíll vestur yfir, og varð fyrir því óhappi að bila og tefjast um klukkutíma úti á sandinum. Var hann illa farinn á annarri hlið- inni á eftir, alveg ganslaus og málning skröpuð af, og rúðurnar svo rispaðar að varla sá út um þær. Eins lentu ferðabílarnir i Öræfin í sandbylnum á leið aust- ur og sá á sumum þeirra. T.d. sást ekki lakk á höggdeyfurum, en rúður sluppu heilar á þess- um háu bílum. Anna Borg MEÐ undarlegum hætti hefur þetta erindi eftir Bj arna Thor- arensen sótt á mig síðustu dagarva: >á eik í stormi hrynur háa, hamra þvú beltin skýra frá, — en þá fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má: en angan horfin innir fyrst, urtabyggðin hvens hefur misst. Bjami gerir ekki ráð fyrir þvi, að hljóðlátt fall ilmandi smáblóms og hrun hávaxins meiðar í stormiviðri geti ver- ið einn og sami atburður, að eikin og fjólan geti verið eitt. Og þó hefur fregnin um hið sviplega lát Önnu Borg, — meðal svo margra sorgartíð- inda, sem gerzt hafa á skönwn- um túna, — í senn bergmálað sem reiðarslag um ísland og vakið orðlausan söknuð eins og eftir horfna blómaangan. Þvi að Anna var einmitt hvort tveggja, eik og fjóla, — stór- brotin listakona, sem hafði klifið þrítugan hamar harðrar vinnu til frægðar og frama, markvfs og viljasterk, en um leið viðkvæm og ljúf og gædd ógleymanlegum kvenlegum yndisþokka. Eins og hún kunni að taka gæfu og gleði opnum örmum, gat hún líka með fágætu þreki boðið byrg- inn örðugleikum, sem virtust ofurefli. Hún reyndist fær um að standast áfall, sem varð ekki um flúið né yfirstigið, og breyta afleiðingum þess í nýja sigra á nýjutm sviðum. Engin hætta er á þvf, að ísland gleymi, hvað það lét af hendi rakna, þegar Anna Borg gerðist dönsk leikkona. En hins má ekki síður minn- ast, hvernig Danmörk reynd- ist henni. Framar öllu má ísland þakka eiginmanni henn ar, hinum aldna stórmeistara norrænnar leiklistar, Poul Reumert, sem var henni jafh- mikils virði í blíðu og striðu, örugg stoð og nærgætinn vin- ur og félagi. Til hans, af öll- um þeim sem mikils hafa misst, hljóta nú hugir okkar að leita með innilegastri sam- Sigurður Nordal. ' 1 :! * # Fyrirmyndarunglingr í SkáJafeIli „Skálafellsgestir" skrifa: , „Oft hefur verið deilt á ung- linga nú á dögum, og margt fundið þeim til foráttu. Vilj- um við því nokkrir gamlir KR- ingar, sem dvöldum um p>áska- helgina í skíðaskála KR í Skála felli, láta þess getið, að þeir unglingar, sem þar dvöldust. voru til fyrirmyndar í allri um- gengni og framkomu. Þetta var einstaklega félagslyndur og skemmtilegur hópur. Mega for- eldrar þeirra sannarlega vera stoltir af framkomu þeirra. Einnig vilju mvið nota tæki- færið, til þess að þakka þjóð- kirkjunni og æskulýðsstarfs- semi hennar fyrir þá ánægju, er okkur var veitt, með því að senda séra Braga Friðriksson í skálann til okkar á páska- ' dag. Flutti hann stutta en há- tíðlega messugjörð. Þökkum samveruna og von- umst til þass að sjá ykkur sem oftast á Skálafelli“. • Stolið á páskadagsmorguu „Undrandi“ skrifar: „Páskadagsmorgun 1963. Það setti óhug að mér nú fyr- ír stundu síðan. Er ég kom úr kirkju um kl. 9, fór ég og keypti blóm handa móður minni og tengdamóður. Þar sem þær eiga heima sín í hvorum bæjar- enda, skildi ég eftir blóm móð- ur minnar í bílnum, meðan ég skrapp rétt sem snöggvast inn til tengdamóður minnar. Þegar út var komið, voru blómin öíl á bak og burt. Verði þeim að góðu, sem tóku þau, en hver get urverið svo undarlega sam- an settur að hafa ánægju af þvi á sjálfan páskadaginn að skreyta heimili sitt með stoln- um blómum eða gefa þau vina- fólki?“ BOSCH Rafkerfi í bíla og báta. BRÆÐURNIR ORMSSON Vesturgötu 3 Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.