Morgunblaðið - 19.04.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.04.1963, Qupperneq 13
Föstuáagur 19. apríl 1963 1RCUNBLAÐ1Ð 13 Fœreyjaflugin u seinkar og færeyska flugfreyian missti af strætisvagninum LJÓST er nú, að Færeyjaflug Flugfélags íslands getur ekki Ihafizt í maí eins og áætlað var. Að vísu munu vöru- og póst- flutningar geta hafizt þá, en far- þegaflutningar ekki fyrr en lok- ið er fyrirhuguðum endurbótum a flugvellinum á Vogey. Flugfélagið útbjó nákvæma ferðaáætlun fyrr í vetur og var Ihún prentuð í hundrað þúsund eintökum, sem dreift var á Bret- •landseyjum og á meginlandinu með þeim árangri, að þegar hef- ur mikið borizt af farmiðapönt- unum, bæði til skrifstofu félags- ins í Kaupmannahöfn, Skotlandi og annars staðar, — og margir hafa líka pantað far héðan frá Reykjavík. Á fundi þeim, er fulltrúar Flugfélagsins sátu með fulltrú- um dönsku flugmálastjórnarinn- ar í fyrri viku, kom það m.a. fram, að danski fjármálaráðherr ann hefur farið fram á það við fjárveitingarnefnd þingsins, að hún veiti hálfa milljón danskra króna til endurbóta á Vogeyjar- flugvelli, ennfremur 230 þús. d. kr. vegna dvalar tveggja danskra starfsmanna á flugvellinum i sumar. Jóhann Gíslason, deildarstjóri hjá FÍ, sem sat þennan fund, hefur tjáð Mbl., að svars sé ekki að vænta frá fjárveitinganefnd fyrr en í fyrsta lagi þann 20. þ.m. Sagði hann, að fulltrúar hins norska flugfélags, Björum- fly, hefðu einnig setið fundinn, þar á meðal Björum sjálfur. Þeir hefðu samt ekki látið lík- lega og sennilega yrði lítið úr fyrri ráðagerðum Norðmanna um Færeyjaflug. % Þá sagði Jóhann, að ýmis ör- yggismál hefðu verið rædd og á- kveðið að sníða allt eftir IAO- reglum. Teknar voru ákvarðanir um ýmislégt, er varðar öryggis- málin, og kom m.a. fram, að radarstöðin á Straumey mun Sæmdir Fálkaorðunni FORSETI ÍSLANDS hefir sæmt eftirgreinda menn riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu: 1. Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóra Alþingis fyrir embættisstörf. 2. Hörð Helgason, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu, fyrir embættisstörf. 3. Indriða Helgason, kaupmann Akureyri, fyrir störf í þágu íslenzkra raforkumála. (Frá Orðuritara). veita flugmönnum aðstoð, ef þörf krefur, en hún er opin allan sól- arhringinn. Veðurathuganir munu hafnar á flugvellinum og veðurlýsing send út á klukku- stundar fresti þá daga sem flogið er. Færeyingar hafa látið teikna flugtöðvarbyggingu, hina mynd arlegustu, og ætla að ljúka henni í júlímánuði. Þar verður bið- salur fyrir 50 manns, ennfremur aðstaða fyrir veðurþjónustu, fjarskiptastöð, sem Danir setja upp, og aðstaða fyrir tolleftirlit og útlendingaeftirlit, og herbergi sem Flugfélaginu er ætlað. Flugfélaginu er boðið að senda fulltrúa sinn til Færeyja til þess að fylgjast með framkvæmdum strax og þær hefjast, en vonir standa til að fjárveitingin fáist fyrir næstu mánaðamót. Þess má að lokum geta, . að Flugfélagið var búið að ráða eina færeyska flugfreyju, og átti hún að sitja flugfreyjunám- skeið félagsins í Reykjavík í vetur. Fór stúlkan með skipi til Kaupmannahafnar, en tafðist vegna ísalaga á dönsku sundun- um og komst því ekki hingað í tæka tíð. Snéri hún því aftur heim til Færeyja og verður að bíða næsta námskeiðs, á næsta vetri, svo að ekki hefur félagið færeyska flugfreyju í sumar. Hins vegar hefur félagið ráðið færeyskan starfsmann, Larsen, sem hér hefur starfað undanfar- ið og verið flugfélagsmönnum ó- metanleg stoð í skipulagningu þessara nýju flugleiða. Færeysk- ur flugvirki, sem unnið hefur hjá SAS í Kaupmannahöfn, mun og ganga í þjónustu félagsins í Færeyjum. Leikril eftir Ionesco frumflutt á Akureyri AKUREYRI, 17. apríl. — Bók- menntakynningarnefnd málfunda félagsins Hugins í M.A. mun flytja leikritið „Sköllótta söng- konan“ (La cantatrice chauve) eftir Eugene Ionesoo fyrir nem- 1 GÆR átti Mbl. stutt samtal við Óskar Guðmundsson, sem kom heim frá Zermatt í Sviss hinn 1. apríl sl., er þar kom upp taugaveiki skömmu áður. Að ósk borgarlæknis var Óskar þá settur í sóttkví og endur skólans annað lcvöld (fimmtudag). Leikstjóri er Karl Guðmundisson leikari, sem jafn- framt hefir snúið leikritinu á íslenziku .Flutningur leikritsins verður í samlestraformi. Þetta er fyrsta leikrit höfundarins og einnig fyrsta sinn, sem það er flutt hér á landi. Það var fyrst sýnt í Paris 1950 og var fálega tekið í fyrstu, en hefir nú gengið þar í 6 ár samfleytt. Það ger- ist á heimili miðstéttarfólks í Englandi og fjallar um hið fárán- lega í hinu venjubundna í lífi venjulegs fólks. Lesarar eru Rristinn Jóhannsson Helga E. Jónsdóttir, Katrín Friðjóns- dóttir, Stefanía Arnórsdóttir, Brynjar Viborg og Rögnvaldur Hannesson, en kynnir er Gunnar Rafn, formaður bókmenntakynn- ingarnefndar. Formaður mál- fundafélagsins er Gunnar Eydal. í ráði er að flytja leikritið fyrir almenning á næstunni, en það er þó ekki fullráðið enn. — Sv. P. Óskar Guðmundsson í sóttkvínni: ÉG LES, OG SVO HEF ÉG SÍMANN hefir setið þar síðan. — Eru ekki daufir dagar í sóttkvínni, Óskar? — Ekki verður þvi neitað að fátt er hér tilbreytingar og lítið að gera meðan maður er lokaður inni í litlu herbergi. — Hver hefir verið atvinna þín Óskar? Þú verður náttúr- lega fyrir tjóni af þessu? — Ég hef verið bílstjóri á eigin bíl, en hann er lokaður inni eins og ég. Svo hef ég unnið svona hjá hinum og þessum. Já, auðvitað er þetta tjón, en maður getur ekki tekið tillit til samborgaranna á þennan hátt, án þess að verða fyrir tjóni. — Og heilsan? — Hún er ágæt. Ég kenni mér einskis meins. En þetta er eins og hvert annað óhapp. Mér fánnst skylda mín að verða við þeim tilmælum að sitja í sóttkví til að vekja ekki ótta samborgaranna. Varasemi er öll góð og sjálf- sögð, en það er spauglaust áð verða fyrir þessu. En þetta er ný reynsla, sér kapítuli í lífi manns. — Og þú ferð ekkert út? — Nei, ég fer ekki einu sinni fram á ganginn. Allt er svo sótthreinsað, sem kemur í snertingu við mig. — Og fátt til dægrastytt- ingar segir þú? — Ég var að skemmta mér við að lesa Moggann þegar þú hringdir. Maður er ekki vanur að taka blöðin jafn kröftuglega í gegn eins og ég geri nú. Svo er ég að brjótast í að lesa erlend mál, það er góð dægradvöl að æfa sig í þeim. Ég hef talsvert að lesa og þannig drep ég tímann. Og svo hef ég símann. Hann styttir mér margóu- stundir. — Og hvenær sleppurðu svo út? / — Ég vil ekkert um það segja. Það er læknanna að segja til um það. Við þökkuðum Óskari. Við öfluðum okkur upplýsinga um að hámarks einangrunar- tími fyrir þá sem verið hafa á taugaveikisvæði er 3 vikur. Eftir því að dæma ætti Ósk ar að sleppa út um helgina. BRÉF TIL SELMU FRÚ Selma Jónsdóttir, forstöðu- kona Listasafns ríkisins. Kæra vinkona, — stórgöfuga og listelska frú! Þér kann nú að finnást ávarp- ið í lengra lagi, en mér finnst þó einhvern veginn, að það geti varla verið styttra. Ég meina þetta allt, og vel það. Eins og þér mun vera kunnugt um, þá á að selja eitt ágætasta málverkasafn, sem verið hefur í einkaeign í Evrópu, á uppboði hjá Sotheby’s í London á mið- vikudaginn kemur, síðasta vetr- ardag. Þetta er safn hins látna auðmanns, Alfred Wolf frá Stutt- gart. Hann rak margháttuð við- skipti, átti m. a. nautgripi á haga í Argentínu og seldi Englend- ingum kjöt 'af búum sínum, sennilega með einhverjum hagn- aði. Að minnsta kosti sparaði hann aldrei fé til ihálverka- kaupa og í safni hans, sem nú fer undir hamarinn, eru verk ýmsra frægustu málara, m. a.: van Gogh, Gauguin, Renair, Monet, Pissaro eldra, Picasso, Corot, Utrillo og Chagall svo nokkrir séu nefndir. Hafa frétt- ir um þetta fyrirhugaða uppboð vakið mikla athygli í heims- pressunni og sízt minni en þeg- ar Sommerset Maugham seldi listaverk sín í vetur, án þess að íslendingar eignuðust nokkurt þeirra. Enda er hér um miklu stærra og fjölskrúðugra safn að ræða. Nú er það erindi mitt við þig, sem hefur snúið svo mörgum hraustum dreng um fingur þér, að þú vekir máls á því við þá virðulegu ráðherra Gunnar Thoroddsen og Gylfa Þ. Gísla- son, hvort þeir gætu ekki séð af svo sem einum tekjuafgangi úr eldhúsdagsumræðunum til þess að kaupa þjóðinni gott verk eft- ir einhvern þessarra höfuðsnill- inga málaralistarinnar. Þó að þú fengið ekki nema eina mynd eft- ir einhvern framantalinn mál- ara, þá hefðum við þó eignazt listaverk, sem allir vildu sjá, þó ekki væri fyrir annað en for- vitni, — og þér yrði kleift að endurgreiða hana með aðgangs- eyri á tiltölulega skömmum tíma. Ef ráðherrarnir kynhu að vera með múður og segja við þig, að þetta sé alltof dýrt fyrir okkur — eða það sé ekkert vit að vera að kaupa á uppboðum (þeir eru vísir til að vera með alls konar vöflur), þá er því til að svara, að fræg og eftirsótt listaverk fást yfirleitt aldrei keypt nema á uppboðum. Þar búast eigendur við bezta verði og minnstu um- stangi við að koma eignum sín- um í handbært fé. Ennfremur máttu bera mig fyrir því, að það sem þeir kaupa í ár af málverk- um eftir framantalda málara geta þeir selt með sæmilegum ágóða að ári, ef þjóðin sér sér ekki fært að eiga neitt sem aðra munar í að eiga. Gerðu þetta nú, Selma mín, — og láttu þér ekki vaxa í augum að lokka heimildina út úr ráð- herrunum. Þú þarft að fá 4—6 miljónir, en með því lyftir þú listasafninu okkar í virðingar- sess meðal ungra safna, og eyk- ur þjóðarauð íslendinga til ó- trúlegra muna í framtíðinni. Ef þér tækist t. d. að klófesta „La Coiffure — Trois Femmes“ eftir Picasso, sem þarna verður seld, þá koma hingað fleiri túristar I framtíðinni til þess að sjá þessa mynd, heldur en hinir, sem koma til að sjá Gullfoss og Geysi! Þetta listaverk er víð- frægt af bókum og myndum, gert 1923. En því hvet ég þig nú til dáða, að það nást ævinlega hagstæðari kaup, þegar mörg dýr mæt og eftirsótt verk eru á sama • uppboðinu, heldur en þegar þeim skýtur upp, einu og einu, á með- al minna eftirsóttra hluta. Treysti ég því, að þú komist að takmarkinu með ráðherrana. Það vill nú svo vel til, að þeir eru báðir framúrskarandi list- elskir menn og eiga sjálfir góð listaverk, sem þeim þykir ákaf- lega vænt um. Ef þú sér þér ekki fært að fara sjálf til London, þá býr ís- lenzki \ sendiherrann í næst- næstu götu við uppboðsstaðinn, og honum er vel trúandi til að gera góð og hagstæð kaup, þvi að hann er mikill málverkaunn- andi og veit eins vel og hver annar, hvað óhætt er að bjóða í samkeppni við heimsbyggðina. ★ Og svo á að selja „Káta lútu- leikarann“ eftir Frans Hals í New York 1. maí — en við skul- um ekki hugsa um það fyrr en eftir sumarmál. Með kærri kveðju og einlægri ósk um góðan árangur. S. B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.