Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 24
HIBYLAPRYÐI HF
Hallarmúla ilml 38 177
88. tbl. — Föstudagur 19. apríl 1963
nssimsxA-s rrí 8KW»<WW» Auglýsíngar 6 bífa Utanhussaugtýsingar 1 allskonarskilti oft
AUGLYSINGA&SKiLTAGERÐIN SE Berqþórugötu 19 Sinu 23442
Flugvélin í
er til rannsóknar
— sagði formaður norsku rann-
sóknarnefndarinnar
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær
tal við Gunnar Halle, ofursta,
og Sigurð Jónsson, yfirmann
loftferðaeftirlitsins, og spurð
ist fyrir um rannsóknina á
flugslysinu á páskadag. Kom
fram að orsakir slyssins eru
ófundnar ennþá og að flug-
vélin í heild er til rannsókn-
ar, eins og Halle ofursti orð-
aði það.
Ofurstinn sagði, að rannsókn-
in mundi taka langan tíma og
enn væri of snemmt að leiða
getum að þvi, hverjar vseru
orsakir slyssins. flugvélin í heild
vseri enn til rannsóknar.
Hins vegar væri enn unnið
af kappi við rannsóknina og nú
hefðu tveir sérfræðingar fró
Bretlandi bætzt í hópinn.
Halle sagði að lokum, að opin-
berlega yrði skýrt frá niðurstöð-
um rannsóknarinnar, strax og
þætr lægju fyrir.
★
Morgunhlaðið átti einnig í gær
fiflinn 25 þús.
tonnum meiri
nú en í fyrrn
HEILDARAFLI í verstöðvum
frá Hórnafirði til Stykkis-
hólms var á tímanum frá ára-
mótum til 1. apríl 91 þúsund
tonn, miðað við fisk, veginn
upp úr sjó. f fyrra var hann
ekki nema 66 þús. tonn, eða
25 þús. tonnum minna. Afli
Austfjarðarbáta mun vera
svipaður og í fyrra.
kvöldi tal við Sigurð1 Jónsson,
yfirmann loftferðaeftirlitsins, en
hann var þá staddur í Kaup-
mannahöfn. Sagðist honum svo
frá um rannsókn á orsökum
Hrímfaxaslyssins:
— Ég kom hingað til Hafnar
í gærkvöldi til að kanna ýmis
gögn hjá dönsku flugmiálastjórn-
inni varðandi birottför flugvélar-
innar héðan s.l. sunnudag. Fæ ég
pappíra og gögn hjá þeim á
morgun, sem ég sendi síðan til
Framhald á bls. 23.
' -m- -*■***—
Leitað í brakinu af Hrímfaxa að visbendingu um orsök slyssins.
Ferðafélagið ráðgerir 101
sumarleyfis-
og helgarterð
FERÐAFÉLAG fslands hefur
nú gert sumaráætlun sína um
sumarleytfis- og fkemmtiferðir
um helgaor. Eru alls áætlaðar 101
ferð sumarið 1963, og skiptast
þær í 37 fastar helgarferðir, 37
aðrar eins og hálfs dags helgar-
ferðir, 18 fjögurra til tólf daga
ferðir, 5 ferðir um verzlunar-
mannahelgi og 3 hvítasunnuferð-
ir, auk páskaferðarinnar, sem
þegar hefur verið farin. Auk þess
verða 6 skíðanámskeið í Kerl-
ingarfjöllum. Og ennfremur er
fólki gefinn kostur á að dvelja í
sæluhúsum félagsins eftir því
sem ástæður leyfa, og þarf fólk
að leita leyfis með góðum fyrir-
vara.
Fastar helgarferðir frá 1. júlí
Á hvítasunnunni verður ekið á
París í máli og myndum
Sýning í Ásmundarsal
Á SKÍRDAG var opnuð í Ás-
mundarsal við Freyjugötu sýn-
ingin „París í máli og mynd-
uim“, að viðstöddum forseta Is-
lands, sendiherrum erlendra ríkja
og fleiri gestum.
Sýning þessi er haldin á veg-
ttm félagsinis Alliance Francaise
og bauð Albert Guðmun-dsson,
forseti félagsins gesti velkomna.
Sagði hann m.a.: Af bókum þeim
eem hér eru sýndar er hægt að
fylgjast með sögu Parísar og
þróun, allt frá bemsku þessarar
glæsilegu borgar og fram til
vorra daga. Við vonum að með
þðssari sýningu takist okkur að
veita þeim sem París þekikja
ánægjustund. Að þeir endurlifi
sína Parísardaga. Ennfremur
vonum við að sýningin veki á-
huga þeirra sem ekki þekkja
Pa-rís og verði til þess að þeir
kynnist þessari yndislegu borg
og fagra landi, Frakklandi. Af-
henti hann síðan forseta íslands
fagrar mynda-bækur frá París
með skrautáritun frá Alliance
Francaise.
Þá flutti Jón Óskar Ijóð eftir
fjögur frönsk skáld, þá Baudela-
ire, P-revert, Eluard og Apoll-
inaire, í eigin þýðin-gu og hafa
3 þeirra aldrei fyrr komið fyrir
eyru almenningis fyrr. Franski
sendikennarinn M. Re-gis Bayer
flutti ljóðin á frummálinu.
Sýningin verður opin fyrir al-
menning kl. 6—22 daglega til
15. april.
Snæfellsnes og farnar m.a.
göngu- og skíðaferðir á jökulinn,
og eins farið í Þórsmörk og Land
mannalaugar. í Þórsmörk og
Landmannalaugar verða fastar
helgarferðir frá og með 1. júní
til ágústloka og fastar helgar-
ferðir um Kjalveg og í Kerling-
arfjöll frá 6. júlí. Um verzlunar-
mannahelgina verður farið á
þessa þrjá staði og að auki til
Breiðafjarðar og um Fjallabaks-
veg syðri.
Af öðrum helgarferðum má
t.d. nefna gönguferðir á Hengil
(21. apríl) og Esju (25. apríl),
Skarðsheiðarför, Suðurnesjaför,
Krísuvíkurferð, ferð á Hvalfell,
í Brúarskörð, á Brennisteinsfjöll,
Eyjafjallajökul, Eiríksjökul,
Tindfjöll, Heklu, Þjórsárdal og
fjölmarga aðra staði. Eru þetta
helgarferðirnar sem taka hálfan
annan dag.
4—12 daga sumarleyfisferðir
Sumarleyfisferðirnar taka 4—
12 daga og hefst sú fyrsta 22.
júní. Þó verður 6 daga ferð á
Barðaströnd, Látrabjarg, og í
Arnarfjörð. 25. júní verður lagt
upp í 7—8 daga ferð um Horn-
strandir. Þá er 9 daga ferð í
Herðubreiðarlindir og Öskju þ.
29. og sama dag 8 daga ferð í
Hornafjörð og öræfi. í byrjun
júlí verður 4 daga ferð á Snæ-
fellsnes og í Dalasýslu, og þ. 6.
9 daga ferð í Vopnafjörð og á
Melrakkasléttiu. Þann 11. júlí
hefst 4 daga ferð um Síðu. og
Miklir fjárskaðar
við Isafjarðardjúp
ÞÚFUM, 18. apríl. Óveðrið þann
8. þ.m. skall skyndilega á hér
úm slóðir. Sauðfé var víða kom-
ið alllangt frá bæjum og hefur
gengið mjög erfiðlega að ná því
saman aftur.
Á Snæfjallaströnd vantar 17
kindur, eign Engilberts Ingvars-
sonar á Mýri. Er óttazt, að féð
sé fennt.
Vestan Djúpsins er venjulega
minni hætta á fjársköðum, þótt
fljótt bresti á. Vantar enn nokk-
uð af fé frá Hörgshlíð og allt
féð frá Sveinshúsum, sem hefur
ekki enn fundizt þrátt fyrir mikla
leit.
í Nauteyrarhreppi vantar fé
frá Rauðamýri, en ekki er enn
ljóst, hver skaðinn hefur orðið,
því veður er hið versta hér enn-
þá — P. P.
Lómagnúp, og 13. 9 daga ferð
um Vesturland og 16. júlí hefst
lengsta sumarleyfisferðin, 13
daga ferð um Norður- og Aust-
urland. Um Kjalvegssvæðið verð
ur farið á 6 dögum, 20. júlí, og 9
dögum Fjallabaksveg nyrðrL
Öskjuferð hefst 23. júlí og þann
27. ferð um Kjalaveg, Goðdali
og í Merkigil. Ferð um Syðri-
Fjallabaksveg verður 27 j júlí,
Miðlandsöræfaferð 7. ágúst öskju
ferð lú. ágúst og Veiðivatna-
ferð 22. ágúst.
Hestaferð og skíðaferðir.
Þá er ráðgerð ferð á hestum
þann 13. júlí. Hefst hún í Hrepp-
um og verður dvalið nokkra
daga í ArnarfellL
Skíðanámskeiðin hefjast 7.
júní og verða íþróttakennarnir
Eirikur Haraldsson og Valdimar
Örnólfsson þar við skíðakennslu
eins og undanfarin ár.
Frekari upplýsingar um ferð-
irnar gefur skrifstofa Ferðafé-
lagsins í Túngötu 5.
líópavogur
FULLTRÚ ARÁÐ Sjálfstæðisfél-
aganna í Kóþavogi heldur fund
kl. 20,30 í kvöld. Fundarefni:
Kos-nin-g fulltrúa á landsfund.
Fimm merk
lög oigreidd
í gær
FUNDUR var haldinn í Neðri
deild Alþingis á fimmtudag,
og voru þar samþykkt fimm
merk lög: Lög um almanna-
tryggipgar, lög um vátrygg-
ingarfélög fyrir fiskiskip, lög
um heimild til að afhenda
þjóðkirkju íslands Skálholts- I
stað, lög um þátttöku Síldar- ,
verksmiðju ríkisins í útgerð-
arfélagi og lög um Kennara-
skóla íslands. Öllum þessum
lögum hefur verið lýst áður |
hér í Mbl.
11 skákin varð
jafntefli
PETROSJAN og Botvinnik sætt-
ust í gærkvöldi á jafntefli í 11.
einvígisskák þeirra. Staðan er þá
6 gegn 5 vinningum Petrosjan
í vil.
Ellefta skákin fór í bið á mið-
vikudagskvöld eftir 41 ieik og
5 tíma tafl. Boivinnink bauð
jafntefli án frekari taflmennsku
og á það féllst Petrosjan.
Flugmaður æfður á
uýju flugvélina
H IN nýja flugvél Björns Páls-
sonar, TF-LÓA, var góða stund
á flugi yfir Reykjavík í gær.
Lenti hún um 28 sinnum á flug-
vellinum. Ástæðan var sú, að
verið var að æfa Kristján Gunn-
Iaugsson á flugvélina, en hann
mun fljúga henni fyrir Björn.
Brezkur flugmaður, Bright
kapteinn, sá um æfingarnar.
Fyrstu ferðina á nýju flugvél-
inni fór Björn Pálsson sl. mið-
vikudag, en þá flaug hann vest-
ur til Stórholts í Dalasýslu á-
samt Bright og var einn farþegi
með vélinni. Við Stórholt er lít-
ill flugvöllur og þurfti flugvél-
in aðeins 50 metra til lendingar.
Fimm farþegar fóru um borð
í TF'-LÓU og svo var flogið til
Reykhóla, en þar bættust í hóp-
inn farþegar svo öll sæti flug-
vélarinnar, 16 talsins, voru skip-
uð. Síðan var flogið til Reykja-
víkur og tók ferðin 45 mínútur.
3 drengir steln
úr ólæsfum
bílum
ÞRÍR drengir á aldrinum 12 og
13 ára hafa undanfarnar vikur
stolið ýmsu úr ólæstum bílum í
miðbænum eða nágrenni.
Rannsóknarlögreglan hefur nú
í fórum sínum ljósmyndavél,
ferðaútvairpstæki (transistor) og
skotfærapa-kka, sem drengirnir
stálu síðari hluita marzmánaðair
og fram til páskia.
Eigen-dur þessara muna eru
beðnir að vitja þeirra til rann-
sóknarlögreglunnar og sanna þá
jafnframt ei-gnarótt sinn.