Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 23
Föstudagur 19. apríl 1963 MORCVWM 4Ð1Ð 23 — Flugvélin Framhald af bls 24. rannsóknarnefndarinnar í Osló. Ég kem væntanlega heim með Flugfélagsvél á morgun til að útvega þeim í Ósló gögn að heim an varðandi slysið. Auk þess eru gögn hj'á F.í. hér í Höfn, sem þeir þurfa að fá. — Þegar rannsóknin verður lengra á veg komin býst ég við að skreppa aftur til Ósló. — Þegar ég fór frá Ósló hafði nefndin haldið þrjá fundi, sem ég sat alla. Sá fyrsti var snemma é 2. páskadag, næsti á þriðjudag og þriðji á miðvikudag. — Áður en ég fór í gær frá Ósló voru komnir þangað menn frá Vidkens verksmiðjunum í Bretlandi, alveg ótilkvaddir. Þeir voru búnir að setja sig í sam- band við nefndina og voru á leið út á slysstaðinn. — Nefndin var búin að taka með sér til skrafs og ráðagerða tvo menn frá Fred Olsen flug- félaginu, en það félag átti einu sinni 4 Viscount flugvélar, sem þeir eru að vísu búnir að selja núna. Fred Olsen er nú aðeins með flutningaflug, því félagið hefur ekki fengið leyfi til far- þegaflugs fremur en Braathen. — Þessir menn eru yfirflug- maðurinn hjá Fred Olsen, en hinn er tæknilegur sérfræðingur fyrirtækisins. Nefndin hefur not að þá sem ráðunauta, enda eru þeir mennirnir í Noregi, sem mest og bezt þekkja þessar vél- ar, auðvitað fyrir utan brezku sérfræðingana, sem eru nýkomn- ir. — Rannsóknin hefur hingað til aðallega beinzt að væng- börðum (flaps) vélarinnar og stjórntækjum þeirra og skrúfun- um og stjórntækjum þeirra. Þetta eru þau atriði, sem mér finnst vera búið að leggja höfuð áherzluna á eins og er. . . — Áður var búið að rannsaka lendingartæki Fornebu-vallar og hinn svokallaða ILS vita. Við vorum á flugi í tæpa tvo tíma í Convair Metropolitan flúgvél, sem var sérstaklega útbúin í því skyni að kanna -fyrrnefnd tæki, sem reyndust í fullkomnu lagi. — Samkvæmt alþjóðasam- þykktum verður rannsóknar- nefndin að skýra opinberlega frá ástæðunum fyrir slysinu, strax og þær liggja ljóst fyrir, til þes að forðast önnur slík slys. — Enn á eftir að finna marga hluti úr brakinu, sem skipta miklu máli, setja þá saman og prófa. Það getur tekið langan tíma, svo ómögulegt er að segja um, hvenær rannsókninni lýkur. Sumit verður jafnvel sent til Vickers verksmiðjanna í Eng- landi til rannsóknar og hreyfl- arnir til Rolls Royce. — Málið er í mjög'góðum hönd um að mínum dómi. Nefndin er mjög samvizkusömu í rannsókn- um sínum og nákvæm. Ég hef xnikið álit á þeim mönnum. ífthlutuii Sonning- verðlaunanna ’. Khöfn, 18. apríl, NTB-DPA. Sonningverðlaununum dönsku hefur verið úthlutað fyrir árið 1963 og hlaut þau að þessu sinni evissneski guðfræðingurinn Dr. Karl Barth, prófessor. Dr. Barth, sem er áfctræður feð aldri, hefur undanfarin fjöru- tíu ár haft mikil áhrif á guð- fræðilega hugsun á Vesturlönd- m. Fyrir valdafcíma Hitlers var hann prófessoir við háskólann í Bonn, en var vísað úr starfi érið 1934, er hann neitaði að vinna hinum nýju validlhöfum embæfctiseið, skilyrðislaust. Dr. Barth tekur við verðlaununum é morgun, föstudag, við hátíð- lega afchöfn í Hafnarháskóla. Sonning-verðlaunin voru veifct 1 fyrsta sinn 1949. Meðai þeirra er þau hafa hlotið, eru Albert Schweitzer, Niels Bohr, Bertrand Russel, Alvar Aalto og Igor Btrawjnskíij. < OpelbíUinn eftir áreksturinn á páskadag. (Ljósm.: Sv. Þ.). Umferðarslys um helgina NOKKUR umferðarslys urðu um helgina, tvö í nágrenni Reykja- víkur og þrjú í Reykjavík. Skömmu eftir hádegi á páska- dag valt fólksbifreið nálægt skíða skálanum í Hveradölum. Bíllinn var á austurleið, fór út af veg- inum og valt heila veltu, svo að hann kom aftur niður á hjól- unum. Bílstjórinn slasaðist á höfði, en tveir farþegar hans lít- ið eða ekkert. Síðdegis II. dag páska valt Volkswagen-bíll út af veginum hjá Hraðastöðum í Mosfellssveit. Tveir menn voru í bílnum. Slas- aðist hvorugur. Annar var ölv- aður, og kveðst hann ekki hafa verið undir stýri, en hann hafði tekið bifreiðina á leigu. Á föstudagskvöld skall 6 ára drengur á hjólhesti á bíl á gatna mótum Snekkjuvogar og Nökkvavogar. Lenti reiðhjólið undir bílnum, en drengurinn kastaðist áður af þvi og mun ekki hafa meiðzt teljandL Á Páskadag um hádegisbil varð árekstur á Hringbraut við Gamla Garð. Strætisvagn nam þar snögglega staðar, svo að Opel-bíll, sem ók á eftir, skall harkalega á honum. Opel-bíll- inn skemmdist mjög mikið að framan. Krakki, sem sat við hlið ökumannsins, skarst töluvert í andliti. Enn fremur meiddist drengur í strætisvagninum, er hann kastaðist fram á við. Á páskadagskvöld varð kven- maður fyrir bifreið á móts við húsið nr. 178 við Laugaveg. Meiddist hún eitthvað og var flutt í Slysavarðstofuna. Dágóð aflabrögð HAFNARFIRÐI. — Á annan í páskum var landað úr togaran- um Apríl 250 tonnum af karfa og þorskL sem hann fékk við austur Grænland, en þar var um daginn dágóð veiði. Ágúst kom svo miðvikudagsmorgun með eitthvað yfir 200 tonn. Miklar ógæftir voru hjá neta- bátunum yfir páskahátíðina og treg veiði þegar þeir komust út. Hinn 7. þ.m. hafði Arnarnesið fengið mestan afla 551,4 tonn óslægt í 54 róðrum. Hafnfirðing- ur var næstur með 536,3 í 59 róðrum. Þá höfðu 20 bátar héð- an farið í 750 róðra og aflað 6611,9 tonn. Lætnr Giobke af embætti í bonst? Bonn, 18. apríl. — NTB-AP. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Bonn, að Hans Globke, sem svo oft hefur verið nefndur „hægri hönd“ Adenau- ers, kanzlara V-Þýzkalands, hafi í hyggju að segja lausu í haust r Ovenja léleg sel- veíði Norðmanna SELFANGARINN Vestis frá Ála sundi kom hingað í gær með brotna skrúfu í fylgd með öðr- um selfangara, Selungen, einnig frá Álasundi. Hafði eitt blað skrúfunnar af þrem brotnað í ís. Er skipið nú til viðgerðar í Slippstöðinni á Akureyri. Fréfctamaður Mbl. átti í dag tal við skipstjórann á Selungen, Oskar Sandvi'k. Kvað hann ver- fcíðina með eindæmum lélegia, það sem af er, enda hafa iLl- viðri hamlað veiðum lengst af. Um 40 norsk skip munu stunda selveiðar í Jsnum í grennd við Jan Mayen á þessari vertíð, og kvað hann aðeins 3—4 þeirra 'hafa fengið sæmilega veiði til þessa, hin litla sem enga. Osk- ar Sandvik er búinn að stunda selveiðar í vesturísnum síðan 1923, að undanskildum stríðsár- unum, og minnist hann ekki jafn lélegrar vertíðar. Hann kvað á að gizka 6—7 rússnesk selveiðiskip vera á svipuðum slóð um og Norðmennina, en ekki var honum kunnugt um afla þeirra. — Sv. P. Breytingar á stjórn inni í Leopoldvilie Bomboko lætur af embætti utanrikisráðherra Leopoldville, 17. apríl NTB—AP. CYRILLE Adoula, forsætisráð- herra Kongó hefur gert umfangs miklar breytingar á stjórn sinni og fjölgað ráðherraembættum úr 22 og 26. Nokkrir ráðherrar skipta um embætti, meðal annars lætur Justin Bomboko af embætti utan- ríkisráðherra og verður þess í stað dómsmálaráðherra. Bomboko hefur verið utanríkisráðherra Kongó frá því landið fékk sjálf- stæði sumarið 1960. Liðnir eru um það bil 20 mán- uðir frá því Adoula myndaði stjórn í Kongó og meiriháttar breytingar hafa ekki verið gerð- ar frá því í fyrrasumar. Tilgang- ur hans mun vera sá að kljúfa stjórnarandstöðuna og vinna fylgi fleiri stjóriunálaafla. Síð- ustu mánuði hefur margsinnis legið við að stjóm Adoula félli, vegna sívaxandi andstöðu í þing- inu. Með stjómarbreytingunni koma eilefu nýir menn inn í stjómina, þar á meðal fjórir frá Katanga og fleiri ráðherrar verða en áður úr flokki Lumumba, (Mouvement National Congo- laise). Þar á meðal nýr vara-for- sætisráðherra, Joseph Kasongo embætti sínu, sem hann hefur gegnt frá því árið 1953. Globke verður 65 ára í september næst- komandi. Síðustu ár hefur harðri gagn- rýni verið beint gegn Globke vegna starfsemi hans á valda- tímum Hitlers og hefur hann niargsinnis boðið að segja af sér embætti, en Adenauer neitað að sleppa honum. Globke var ráð- gjafi í innanríkisráðuneytinu þýzka frá 1932 til 1945. Árið 1935 skrifaði hann opinibert skýringarrit með Núrnberg-kyn- þáttalögunum, þar sem Gyðing- ar voru sviptir mörgum ríkis- borgarréttindum. Sagt er í Bonn, að Adenauer og vestur-þýzka stjórnin staðhæfi, að ýmsir forvígismenn rómversk-kaþólsku kirkjunnar hafi mælzt til þess við Globke að gegna embætti sinu áfram. Stúdentafélagið á Akureyri kyimir verk Gunnars Akureyri 17. apríl. STÚDENTAFÉLAGIÐ á Akur- eyri gengst fyrir kynningu á verkum Gunnars Gunnarssonar í setustofu heimavistar M. A. næstkomandi sunnudag kl. 3.30. 'Skáldið sjálft mun lesa úr verk- um sínum og Ólafur Jónsson 'bókmenntafræðingur flytur er- indi um Gunnar Gunnarsson ög skáldskap hans. Auk þess annast félagar úr Leikfélagi M. A. upp- lestur úr sögum hans. Stúdent- um og gestum þeirra er heimill aðgangur. Síðasta vetrardag efnir stúd- entafélagið til kvöldfagnaðar að Hótel KEA. Þar flytur Tómas Guðmundsson skáld aðalræðuna. Formaður Sfcúdentafélagsins á Akureyri er Björn Bjarman — Sv.P. Kaffidrykkja hjá Víkingum í GÆR var skýrt frá því að Vík- ingar minntust 55 ára afmælis félagsins með kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu n.k. laugardag. Kaffidrykkjan hefst kl. 3, en ekki kl. 5, eins og sagt var. All- ir félagar eru velkomnir. og upplýsingamálaráðherrajm Antoine Roger Bolamba. ★ ★ ★ Við embætti Bombokos tekur þrítugur stjórnfræðingur Auguste Mabika Kalanda. Hann átti aðild að umboðsnefndinni, sem skipuð var til að stjórna Kongó í árs- byrjun 1960. Kalanda er ekki þingmaður. Innánríkisráðherra verður Joseph Maboti, úr áhrifa- miklum stjórnmálasamtökum i neðra Kongó, svonefndri Abako hreyfingu, sem í mörg ár var undir forystu Kasavubus forseta. Tveir aðrir ráðherrar verða úr Abakó-hreyfingunni. Varnarmálaráðherrann Jerome Anany og fjármálaráðherrann Emanuel Bamba halda stöðum sínum, svo og Joseph Ileo, sem er fastur fulltrúi Leopoldville stjórnarinnar i Suður-Kongó. Kamitatu fyrrverandi innanríkis- ráðherra tekur við ráðherraem- bætti er fjalla skal um fram- kvæmda- og efnahagtóætlanir. Viðskiptamálaráðherra verður Albert Nyembo, frá Katanga, fé- lagi í Conakat-flokki Tshombes, fylkisstjóra. ★ ★ ★ Þá segir í AP-frétt frá Leo- poldville, að lílcur bendi til þess, að Antoine Gizenga verði brátt látinn laus, — en hann hefur sl. 14 mánuði verið f varðhaldi á eyju nokkurri 1 mynni Kongó-fljóts. Carlo Ponti kvik- myndar Dr. Sívagá New York, 18. apríl. NTB-Reuter. ÍTALSKI kvikmyndafram- leiðandinn, Carlo Ponti, eigin maður Sophiu Loren, hefur keypt kvikmyndaréttinn á skáldsögunni Sívagó lækr-ir eftir Boris Pasternak. Hefur hann í hyggju að gcra kvik- myndina í samvinnu við bandarískt kvikmyndafélag, en talið er að hún muni kosta tim 3—400 milljónir ísl. kr. Ponti sagði í viðtali við fréttamenn í gær, að samn- ingar um kvikmyndaréttinn hafi staðið lengi yf'r og hann hafi einnig leitað fyrir sér við yfirvöld í Sovétríkjunum og Júgóslavíu, hvort taka megi útiatriði þar. Þá upp- lýsti hann, að leikarinn Burt Lancaster hefði látið í ljósi áhuga á að leika hlutverk læknisins. Hænsni farast í eldi Siglufirði, 17 apríl. KLUKKAN rúmlega 8 á skírdags kvöld kom upp eldur í þrílyftu timburhúsi fyrir innan bæinn. Hús þetta er notað í sambandi við rekstur hænsnabús og munu þar hafa verið á þriðja hundrað hænsrd. Nálægt 100 hænur, sem voru á efstu hæð hússinS dráp- ust úr reyk. Það tókst fljótlega að slökkva eldinn og urðu litlar skemmdir á húsinu. Gert er ráð fyrir að eldsupp- tök hafi orðið út frá rafmagni. Eigandi búsins er Óskar Sveins- son, Siglufirði. — Stefán. IÞROTTIR Framhald af bls. 22. — Og hverjir eru foreldrar þínir? — Pabbi heitir Knud Kaab er og vinnur hjá Árna Jóns- syni heildsala. Þar vinn ég líka á sumrin. Mamma heitir Jónína Ásgeirsdóttir. — Unnuð þið Víkingar mörg mót sl. sumar? — Við unnum Reykjavík- urmótið, urðum nr. 2 á ís- landsmótinu, þá vann Valur og svo urðum við nr. 3 á haust mótinu. — Fer ykkur aftur? — Nei, nei. — Þú hefur ekki skorað nóg? — Við vorum dálítið ó- heppnir. Annars þarf ekki einn að skora. Það eiga bara allir að reyna að leika vel. Það skiptir engu máli hver skorar markið, sagði þessi ungi markakóngur Víkinga að lokum og flýtti sér í strætó, sennilega til að komast inn í smáíhúðahverfi — í fótbolta. -L A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.