Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 22
22 MORGU1SBL4Ð1B Fostudagur 19. apríl 1963 Keppni um íþrótta merki í. S. /. hefst i kvöld a móti ihróttafréttamanna od Hálogalandi STAÐIÐ hefur til um nokkurt skeið að koma á keppni um íþróttamerki ÍSÍ, hefur sérstök reglugerð verið samin, gerð merki og þátttökuspjölð og öðr- Uffl undirbúningj lokið. íþróttamerki íþróttasambands íslands er ætlað að vekja og við- halda áhuga manna fyrir alhliða íþróttaþjálfun. íþróttamerkið get ur hver íslenzkur ríkisborgari unnið sé hann 16 ára eða eldri. íþróttamerkið er gert úr eir, silfri og gulli. íþróttaafrek þau sem hver mað ur skal vinna til þess að eiga kost á að fá merkið eru miðuð við það að íþróttirnar geti náð til sem flestra, Er íþróttaafrekunum skipt nið- ur í fimm flokka. Skal leysa af hendi eitt af- rek innan hvers flokks og er það frjálst val kepp- andans, að öðru leiti hvaða verk efni hann velur sér en fimm þrautir samtals verður hann að inna af hendi til þess að eiga rétt til að kaupa íþróttamerkið. Slíkar keppniT um iþrótta>- merki hafa farið fram á Norður- löndum um langan tíma og bor- ið mikinn og góðan árangur. Ákveðið hefur verið í sam- bandi við íþróttakeppni þá sem fram fer í íþróttahúsinu á Hé- logalandi í kvöld (föstudags- kvöld) að gefa þeim þátttakend um í körfuknattleikskeppninni sem þess óska, kost á að vinna fyrsta flokkinn af fimm sem þarf til þess að vinna Jþróttameríkið. Er þar með hafin keppni um íþróttamerki ÍSÍ. Molar BÚLGARÍA, Norður-írland, Skotland og England hafa komizt i undanúrslit í hinni umfangsmiklu alþjóðlegu ungl ingakeppni í knattspyrnu sem stendur yfir í London. í und- anúrslitum mætast Skotnr og Englendingar á White City og Búlgaría og N-írland í Sout- hampton. HOLLAND vann í gærkvöldi Frakkland í knattspyrnulaads- leik í Rotterdam með 1—0. Það var Henk Croot h. innh. sem skoraði markið IX min. f>rir leikslok. ☆ — MÉR fannst þetta svo sæt- ur strákur með þennan bikar og pening, að ég mátti til með að taka mynd af honum, sagði Sveinn Þormóðsson fyrir all- löngu og lét okkur hafa með- fylgjandi mynd. Síðan gleymd ist hún, en nú þegar knatt- spyrnan er aftur að hefjast þá þeim fjölgar bráðlega, bætti hann við ákafur. — Þú ert í Víking? — Já. Við erum það allir strákarnir þarna innfrá. Svæðið er rétt heima hjá mér. — Áttu sjálfur fótbolta? — Já, já. Ég hef átt niarga. Þeir slitna svo fljótt, því ég nota þá svo mikið. — Hefurðu efrú á þessu? — Já, ég vinn á sumrin. En þeir eru dýrir. Ég vil heldur kaupa góða bolta en lélega. Þeir eru svo miklu betri. — Og hvað kosta þeir. — Þetta 4—500 krónur. En það eru góðir boltar. — Hefurðu tekið „brons“- próf KSÍ? — Nei, en ég ætla að reyna við það í sumar. Við sýndum Kára ljósmynd ina sem birtist hér með. Það var engin svipbrigði á honum að sjá. Þó hlýtur það að vera gaman fyrir 12—13 ára dreng að sjá mynd af sér með bik- ar og pening í barmi fyrir af- rek sem eru eftirtektarverð. — Þú ætlar kannski að reyna að vera aftur marka- hæstur í ár, svo við getum aftur hitzt og spjallað um af- rek þitt? — Já, það veit ég ekki. Það eru margir góðir í liðinu, t.d. Georg fyrirliði. Hann er voða góður. Hann var víst næstur, held ég. — Ferðu oft að horfa á fót- boltaleiki? — Nei, ekki mjög. En ef það eru góðir leikir eins og t.d. KR eða Fram og svoleið- is, þá fer ée. Það skiptir ekki máii hver skorar segir markakóngur Víkings, Kári Kaaber varð hún á vegi okkar og minnti okkur á sumar og sól, fótbolta og spenning í sam- bandi við hana. Pilturinn á myndinni er Kári Kaaber og myndin var tekin er Víkingar heiðruðu afreksmenn sína á liðnu ári. Kári var einn þeirra, þó ekki sé hann nema 13 ára. Hann var markhæsti maður félags- ins, skoraði 50 mörk alls >á þremur mótum 5. flókks að meðtöldum mörkum sem hann skoraði í æfingaleikj- um. — Ég varð 13 ára 18. febrú ar, sagði Kári er við hittum hann í gær. • — Ég spila sem miðherji. Annars byrjaði ég sem hægri ving. Ég var 9 ára þegar ég byrjaði. Ég byrjaði með B- liðinu í 5. flokki en ég komst strax sama sumarið upp í A- liðið. Og í hitteðfyrra varð ég center. — Er gaman að vera „cent- er“? — Já, mér finnst það nú skemmtilegast. Ég veit ekki af hverju. — Kannski fleiri mörk? — Það skiptir nú engu máli. Það geta nú ekki allir verið að skora mörk. — Ertu mikið í fótbolta? — Alltaf þegar ég get. Æf- ingarnar núna eru einu sinni inni og einu sinni úti. En —• Heldurðu upp á ein- hvern sérstakan? — Ég veit það ekki. Garð- ar í KR er voða góður og líka Þórólfur Beck. — Eru bræður þínir líka fótboltamenn? — Nei. Sá eldri er ekkert í fótbolta, en litli bróðir minn hefur dálítinn áhuga. Hann er 8 ára. Svo á ég tvær syst- ur. Frámhald á bls. 23. Stjórnarmenn ÍR. og KR í — fréttamenn gegn Fram HÁPUNKTUR íþróttarevíu íþróttafréttámanna í kvöld verður að telja leik frétta- manna sjálfra við íslandsmeist ara Fram. Og fréttamennirnir hafa fengíð því áorkað, að meistaramir verða pokaklædd ir að neðanverðu — verða því að hoppa um gólfið eins og pokadýr. I>að vantar bara pok- ana ennþá. Framarar vilja helzt fá pofta merkta „Santos“ eða öðru heimsfrægu brasil- ísku kaffinafni, en blaðamönn um hefur ekiki en tekizt að út vega þá. Ef þeir ekki bjóðast verður að notast við kartöflu- poka. En það eru fleiri aíriði sem lokka á þessari reviu. Ný „íþróttagrein" verður kynnt — og segja þó sumir að hún sé jafngömul mannkyninu. Henni hefur verið gefið nafnið „glenna“ og etr fógin í því að klofa sem lengst í 9 skrefum eða glenna sig sern mest í hverju skrefi. Þessi íþrótt er sérlega góð fyrir þá sem búa við pollóttar götur eða eru að missa af strætó en þola ekki að hlaupa. - \ I „glennunni" taka þatt sveitir KR og ÍR og ef til vili fleiri. En þátttaka var bönnuð öðmm en stjómarmönnum í þessum félögum. Þessir gömlu keppinautar mætast því í kvöd á nýjum vettvangi — glensast og glennast. Fyrirliðar sveitanna em for menn félaganna Einar Sæ- mundsson fyrir KR og Reynir Sigurðsson kaupmaður í Sokkabúðinni fyrir R. Meðal líklegra liðsmanna Eipars em Sveinn Björnsson kaupmaður í Skósölunni Laugavegi 1 og ,glennu' ípokum Birgir Þorvaldsson hnefaleika kappi og jámsmiður. Meðal líklegra liðsmanna Reynis em Finnbjörn Þorvaldsson hinn gamalkunni hlaupagarpur, Haukur Clausen og Vignir Guð mundsson b,aðamaður. Um endanlega sveitaskipun er ekki vitað. Alvara kvöldsins fellst 1 miklum körfuknattleik milli unglingaandsiiðsins, þess er utan fer til Parísar í haust til margra landsleikja og lands- liðs karla. Það skipa Hólm- steinn Sigurðsson, Guðm. Þor steinss og Sig. P. Gíslason úr ÍR, Davíð Helgason og Birgii- Birgis Ármanni, Ólafur Thorla cius og Einar Matthíasson KFR, Bjarni Jónsson ÍKF og Einar Bollason og Guttormur Ólafsson úr KR en þeir eru báðir nýliðar í landsliði. Þetta verður án efa spennandi og góður leikur. Með þessum leik er vígð keppnin um íþróttamerki ÍSÍ og heldur Gísli Haidórsson for seti ÍSÍ stutta ræðu um það og afhendir körfuknattleiks- mönnum i leikslok. Magnús Pétursson hinn góð- kunni dómari verður aðaikynn ir kvöldsins og lætur brandar- ana fljúga ef hægt er og von- andi geta allir fundið góða ánægju á revíunni sem er létt- ari að sniði en íþrótlamót yfir leitt — en þó full af kappi. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.