Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 5
Laugardaijur 20 aprfl 1963. MORCUNBT. 4 ÐIÐ 5 tjórnin fylgt stefnu varúöar hyggju gegn Efnahagsbandalaginu Lífshagsmuni má ekki gera að leiksoppi Ræða Bjarna Benediktssona r, dómsmála- ráðherra við útvarpsumræðornar ENGINN véfengir, að íslenzku þjóðinni hafi gengið flest í hag- inn hin síðustu misseri. Auðvit- að er þetta ekki eingöngu ríkis- stjórninni að þakka, enda halda háttvirtir stjórnarandstæðingar því fram, að það hafi orðið þrátt fyrir vondan vilja stjórnarinnar. Málflutningur þeirra verður ekki skilinn á annan veg en þann, að hið vonda, sem við vilj- um, gerum við ekki. Um okkur snúa stjórnarandstæðingar því alveg við lýsingunni, sem post- ulinn Páll gaf á sjálfum sér: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég.“ Batnandi hagur almennings og þjóðarheildar, miklar fram- kvæmdir og yfirfljótanleg at- vinna samfara stórum styrkari stöðu út á við, allt eru þetta Svo augljósar staðreyndir, að ekki tjáir um að þræta. Á þessum staðreyndum munu kjósendur hyggja dóm sinn yfir stjórnar- farinu. Stagl stjórnarandstæð inga um samdrátt, atvinnuleysi og örbirgð, sem við höfum vilj- að, en mistekizt að leiða yfir landslýðinn, lýsir þeirra eigin hugarfari. Slíkan málflutning meta kjósendur eftir því, sem hverjum þykir sennilegast. Þann dóm óttast stjórnarandstæðing- ar og þess vegna hafa þeir síð ustu mánuði mjög beint skeyt- um sínum að stjórninni fyrir mál, sem þeir hyggja, að íslenzk ir kjósendur eigi erfiðara með að dæma um af eigin raun með sama hætti og um ástandið inn- anlands. Stórmennin þrjú eða fjögur. Baráttuaðferðin er þó hin sama, því að eitt af hinu Vonda, sem stjórnarandstæðingar segja, að við höfum viljað en ekki gert, sé að sækja um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, og þar með ofurselja frelsi og lífs- hagsmuni þjóðarinnar. í veg fyrir þetta illvirki eiga tvö eða þrjú stórmenni að hafa komið. Fyrstur Adenauer, kanslari Þjóð verja, með því að tilkynna hæstv. fjármálaráðherra Gunn- ari Thoroddsén og hæstv. við- skiptamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslasyni I Bonn hinn 28. sept. 1961, að okkur þýddi ekki að sækja um fulla aðild að banda- laginu. Síðan á annað mikil- mennið til, eða öllu heldur tvö, eftir því hvor talar, Eysteinn Jónsson og eða eftir atvikum Þór arinn Þórarinsson, að hafa stöðv- að okkur eða a.m.k. tafið á braut misgerðanna. í öllum orðaflaum Framsóknarmanna þegja þeir hins vegar að mestu um fjórða stórmennið, de Gaulle Frakk- landsforseta, sem þó hefur óneit- anlega töluvert komið við sögu um fjölgun bandalagsþjóða, enda þótt á annan veg sé en Fram- sóknarmenn telja henta kosn- inghagsmunum sínum. Þegar de Gaulle synjaði I jan. sl. Bretum um aðild að banda- laginu, urðu flestir ókvæða við, ©g hafa fáir atburðir eftir stríðs- lok 1945 komið meira róti á hugi manna meðal lýðræðisþjóðanna. Að sjálfsögðu reyndú tals- menn aðildar Breta að gera sem minnst úr því, sem skeð hafði. Þeir lögðu og leggja enn kapp á að koma í veg fyrir að verra hljótist af, það er, að samvinna vestrænna ríkja rofni með öllu, eins og hinir svartsýnustu segja, að við hafi legið. Talsmenn fimm veldanna, bandamanna Frakka, keppast við að fullyrða, að allt muni þeta lagast áður en varir, og sjálfur tekur de Gaulle öðru hvoru undir það. Hann segir, að vandinn sé sá einn, að Bretar fallist skilyrðislaust á Rómar- samninginn. Utanríkisráðherra hans Couve de Murville flutti enn hinn sama boðskap á fundi í Brússel hinn 2. apríl sl., og varð þá ^karpur skoðanamunur milli hans og talsmanna Þjóð- verja, þeirra Schröders utanrík- isráðherra og Erhards efnahags ráðherra, að sögn Manchester Guardian Weekly frá 4. apríl. Þörf rækilegrar læknismeðhöndlunar. Erhard efnahagsráðherra Þjóð verja er einn af þeim, sem mest hefur lagt sig fram um að reyna að róa hugi manna eftir áfallið í janúar. En eins og fram kemur í frægu viðtali, sem hann átti við Súddeutsche Zeitung og birt ist hinn 5. febrúar, gerir hann sér fulla grein fyrir, að öll hans orð og yfirlýsingar eru einungis eins konar hjálp í viðlögum, — miklu meira þarf til fullrar lækn ingar. I því samtali spyr blaða maðurinn: „Hvað er hægt að gera til þess að England geti orðið hluti sam- einaðrar Evrópu? Var enda- punkturinn settur í Brússel?" Erhard svarar: „Nei, að mínu áliti er svo ekki. Mér virðist þetta vera eins og þegar slys á sér stað. Fyrst er kallað á hjúkrunarliða og hann er þegar reiðubúinn til að veita skyndihjálp, alveg eins og fyrir kemur á knattspyrnuvelli Hjúkrunarliðar eru hins vegar, ekki sóttir til þess að lækna sjúkdóminn, í þéssu tilfelli mjög slæman sjúkdóm." Síðar í samtalinu segir Er- hard: „Eg lít á mig sem skottulækni, ef ég héldi því nú fram, eftir áfallið mikla í Brússel, að ég réði yfir einhverju undrameðali Skoðun mín er þessi: Það þarf meira til en að klastra upp á hlut |na með plástrum. Rækileg lækn ismeðhöndlun er það eina, sem dugar." Erhard segir berum orðum hvert hann telji læknisráðið vera. Það er að leita til Banda ríkjamanna: „Þeir verða að hjálpa okkur að sprengja þá skel, sem Evrópa virðist aftur vera að lokast inn í. Slíkt getur aðeins tekizt fyrir tilverknað brennandi hugsjónar, sem fyllir fólkið eldmóði." Þetta eru orðrétt ummæli Er hards og hann bætir síðar við: »— — — meginviðfangsefni okkar verður áfram að sýna það ótvírætt, að ekkert fái rofið póli tíska samheldni okkar og vest rænna þjóða. Ekkert og enginn. „------ekkert er bundið sér- stökum fjárhagsskuldbindingum við önnur lond og mun ekki verða það í fyrirsjáanlegri fram- tíð.“ Hugsa sér ekki nýja samninga. Og það eru Bjarni Benediktsson vildi ég segja, því að hvar stæð- um við, ef við hefðum ekki get- að treyst bandamönnum okkar, einkum Bandaríkjum Norður Ameríku." Allt er orðið nýtt. Gegnum allt samtalið gengur það eins og rauður þráður, að það eru ekki fyrst og fremst Bretar, sem Erhard er að hugsa um, þó að hann vilji samstarf við þá, heldur eru það Banda- ríkjamenn og víðtækt samstarf undir þeirra forystu, sem hann leggur megináherzlu á. Annað telur hann skottulækningu, sem að litlu gagni muni koma. En það er ekki einungis Erhard, hinn fremsti meðhaldsmaður að ildar Breta innan Efnahagsbanda lagsins, sem telur, að alveg ný viðhorf hafi skapazt við synj- un de Gaulle. Einn af ákveðn- ustu andstæðingum aðildar Nor egs í Efnahagsbandalaginu er Verkalýðsflokksmaðurinn Trond Hegna, formaður fjárhagsnefnd- ar norska Stórþingsins. Hann skrifar í þriðja hefti Nordisk kontakt grein um hin nýju við- horf, sem skapazt hafi fyrir Norð urlöndin vegna atburðanna janúar. Þar rekur hann fyrst, hvernig mismunandi afstaða til Efnahagsbandalagsins hafi horft til nýs aðskilnaðar og klofnings milli norrænu landanna fimm, Síðan segir hann: „Og svo erum við komnir að fundinum í Ósló 1963. Hver sem ástæðan kann að vera — hvort sem það eru góð öfl eða ill, hvort sem það er tilviljun eða breyti- leiki heimsins, sem hefur leitt til niðurstöðunnar, — þá er einn hlutur viss: Hið liðna er horfið og allt er orðið nýtt.“ í framhaldi þessa segir hann síðar um norrænu löndin fimm: fleiri en beinir þátttakendur í deilunni um að- ild Evrópuþjóða að Efnahags- bandalaginu, sem telja, að slík fjölgun sé úr sögunni um fyrir- ■Sjáanlega framtíð. Bandaríski blaðamaðurinn Sulzberger, sér- fræðingur stórblaðsins New York Times í utanríkismálum, skrifaði grein í blað sitt um væntanlega heimsókn hins nýja formanns brezka verkamanna- flokksins Harold Wilsons til Bandaríkjanna rétt áður en hann kom til Washington. í greininni segir, að búast megi við Qvi, að Harold Wilson verði áð- ur en langt um líður forsætis- ráðherra Stóra-Bretlands. Efni greinarinnar er það að sýna fram á, að fiandaríkjastjórn þurfi ekki að kvíða samstarfi við Wilson. Þeim muni koma sam- an um flest annað en aðild Breta að Efnahagsbandalaginu, sem Wilson sé andvígur, en það skipti ekki miklu máli, því að eins og standi sé það mál ekki aðkall- andi. Þegar til Bandaríkjanna kom, lýsti Harold Wilson sjálfur yfir því, að sögn New York Times frá 2. apríl, að ef flokk- ur hans fengi völdin, mundi hann „á réttum tíma og með réttum skilyrðum" vera reiðubúinn til að taka upp samninga um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. En hann bætti því við, að ekki virtust neinar bráðar horfur á nýjum samningum. Málin standa því þannig nú, að de Gaulle segir, að Bretar geti hvenær sem er fengið aðild að bandalaginu, ef þeir falli frá þeim skilyrðum, sem núverandi ríkisstjórn í Bretlandi hefur sett. Hún telur sig hins vegar hafa teygt sig svo langt sem frekast er unnt og hefur ekki sízt fyrir þá undanlátssemi goldið afhroð meðal kjósenda. Það afhroð er svo mikið, að formaður andstöðu flokksins er þegar farinn að ferð ast um til að sýna sig sem vænt- anlegan forsætisráðherra Stóra Bretlands og sjá aðra, sem hann þá ætlar að hafa samvinnu við. Hann segir eins og de Gaulle, að víst komi aðild Breta að Efna hagsbandalaginu til mála, ef, og þá kemur það, sem skilur á milli og úrslitum ræður, Frakkar fall- ist á ný viðbótarskilyrði af hálfu Breta umfram þau, sem íhalds- stjórnin hefur sett og de Gaulle hefur þverneitað. Um afstöðu stuðningsmanna Bandalagsins í Bretlandi má lesa í forystugrein Manchester Guar- dian Weekly hinn 11. apríl. Þar segir: „-------ekki eru margir, sem geta hugsað sér að taka upp samninga, jafnvel eftir að de Gaulle er farinn frá. Brezkur iðnaður óskar ekki nýs langs óvissu-tímabils og brezkir stjórn málamenn hafa ekki lyst á að endurtaka Brússel-reynsluna Jafnvel þó að synjun de Gaulle hefði ekki komið til, þá hefðu skilyrðin, sem líkleg voru, verið skaðsamleg. Betra kynni að hafa verið fyrir okkur að fallast hreint og beint á Rómar-sáttmál ann og semja innan frá í Banda- laginu, en eftir fjögur eða fimm ár héðan í frá mun Bandalagið hafa tekið þeim þroska, að slfkt mundi óframkvæmanlegt." Kosningar á íslandi endurlífga ekki hið liðna. Þessar eru staðreyndir málsins. Fram hjá þeim verður með engu móti komizt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. íslending- ar ráða engu um þróunina í þessu og við gerum okkur bros- lega, ekki einungis í augum ann- arra, heldur okkar eigin, ef við imyndum okkur, að við vegna væntanlegra kosninga hér get- um lagað atburðarásina í okkar hendU Nauðugir viljugir verð- um við að bíða og sjá hvað set- ur. Hið liðna er horfið og eng- inn veit hvað við tekur. Þess vegna sýnist flest l>arfara en að eyða orku og tíma í að þræta um það, sem liðið er, hvað þá nú eftir á að vera að búa til ágreining um það, sem aldrei var ágreiningur um að efni til milli lýðræðisflokkanna. Því að þegar menn tala um amjað hvort auka aðild að Efnahagsbandalaginu eða viðskipta- og tollasamning við það, ef til hefði komið, þá er það einungis ágreiningur um form en ekki efni. Háttvirtir Framsóknarmenn játa sjálfir, að þeir hafi lengi vel talið auka- aðild æskilegt form, en horfið frá því, þegar þeir seint og um siðir fengu vitneskju um, að hugsanlegt væri að gera tolla- og viðskiptasamning við banda- lagið. Það tjáir ekki nú, eftir elleftu stundu, að láta svo sem aukaaðild hljóti að hafa einhverj ar ákveðnar, okkur óhagkvæmar skuldbindingar í sér fólgnar. Framsóknarmenn vita jafnvel og aðrir, að aukaaðild getur náð yfir 1—99 af hundraði skuldbind inga Rómarsamningsins. Það fer allt eftir því hvernig um semst. Framsóknarmenn vita einnig of- urvel, að aukaaðildarsamningur þarf alls ekki að leiða til fullr- ar aðildar síðar, svo sem glögg- lega hefur komið fram í viðræð- um Svía, Svisslendinga og Aust- urríkismanna við fulltrúa Efna- hagsbandalagsins. Þá er það og hrein fjarstæða, að viðskipta- og tollasamningur tryggi, að við- semjendur fitji ekki upp á ýmiss konar réttindaveizlum sér til handa gegn því að veita við- skipta- og tollaívilnanir. Hvern- ig sem að er farið, þá reynir hvor aðili í þessum samningum sem öðrum að gæta sinna hags- muna, lætur ekkert af höndum nema hann telji sig fá jafnvirði í staðinn. Slíkur er lífsins gang- ur, frá honum sleppum við ekki fremur en aðrir. Vanda vikið frá. Aðild annarra Vestur-Evrópu- ríkja að Efnahagsbandalaginu mundi óhjákvæmilega hafa skap að okkur mikinn vanda. Frá þröngu eiginhagsmunasjónar- miði íslendinga getum við þvl grátið þurrum tárum yfir því, að úr þessari stækkun banda- lagsins virðist lítt ætla að verða í bráð. Ég segi þetta ekki vegna þess, að við Sjálfstæðismenn hefð um skotið þessum vanda fram af okkur, ef hann hefði að höndum borið. Slíkt er ekki okkar hátt- ur. Þó að við teljum þýðingar- laust að deila um það, sem ekki hefur orðið, þá gerum við okk- ur fullljóst, að aukið sanístarf þjóða í milli, einnig í efnahags- málum, er fyrr eða síðar mögu- legt í einhverri mynd. Á meðan Fraonihald á bls. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.