Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 12
12
MORCVTS BL Afílfí
apríl 1963
„Évtúsenkó hefur saurgað
málstað byltingarinnar"
EINS og skýrt hefur verið
frá, stendur nú yfir í
Sovétríkjunum herferð
gegn ungum listamönnum,
sem foringjar kommúnista
flokks landsins saka um að
hafa látið hrífast af vest-
rænni menningu og freist-
azt til þess að beita túlk-
unaraðferðum, sem ekki
samrýmist stefnu komm-
únistaflokksins og séu
ekki í anda rússnesku þjóð
arinnar. Ljóst er nú, að
valdhafarnir í Kreml ætla
sér að halda til streitu
hinni sósíal-realísku stefnu
Stalínstímabilsins og því
andlega ófrelsi, sem henni
fylgdi.
Meðal þeirra ungu
skálda, sem mest hafa orð-
ið fyrir barðinu á gagn-
rýni flokksins að undan-
fömu, er Évgení Évtú-
senkó. Hefur hann t. d.
sætt harðri gagnrýni fyrir
greinaflokkinn, „Sjálfsævi
saga bráðþroska manns“,
sem hirtist eftir hann í
franska vikublaðinu L’
Express. Um greinaflokk
þennan hefur verið rætt á
rithöfundaráðstefnu í
Moskvu og um hann ritað
í málgagn ungkommúnista
í Sovétríkjunum.
Auk ungskáldanna hef-
ur kommúnistaflokkur
Sovétríkjanna gagnrýnt
hinn aldna rithöfund Ilja
Ehrenburg harðlega og á
fundi rithöfunda, lista-
manna, flokksleiðtoga og
fulltrúa stjómarinnar, sem
haldinn var í byrjun marz,
var hann t. d. ávítaður fyr-
ir hræsni á Stalínstímabil-
inu.
Hér á eftir fer útdráttur
úr nokkrum greinum, sem
birtst hafa á Vesturlönd-
um og fjalla um það nýj-
asta, sem vitað er um árás
imar á Évtúsenkó og Ehr-
enburg.
„Ósannar og villandi
fullyrðingar“
Sjálfsævisaga Évtúsenkós
er eitt af fáum ritverkum
sovétskálda, sem birzt hafa
á Vesturlöndum án þess að
hafa áður farið gegnum rit-
skoðun í Sovétríkjunum. —
Hún var fyrst rædd opin-
berlega í Sovétríkjunum á
rithöfundaráðstefnu í Moskvu
síðustu vikuna í marz. Meðal
þeirra, sem ræddu hana þar
var Yuri Zhukov, Frakklands
málasérfræðingur Pravda,
málgagns Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna. Ræða Zhu-
kovs var síðan hirt í sovézka
bókmenntatímaritinu „Litera-
turnaya Gazeta“. í ræðunni
sagði Zhukov m.a. um sjálfs-
ævisöguna: „Verkið úir og
grúir af ósönnum og villandi
fullyrðingum, ekki aðeins um
bókmenntalíf í Sovétríkjun-
um, en einnig um líf almenn
ings I landinu."
Zhukov sagði, að það væri
furðulegt, að maður, jafnvel
þó hann væri bráðþroska,
kysi að gefa sovézku þjóðinni
fyrst kost á að lesa minning-
ar sínar þegar þær hefðu
birzt í blöðum erlendis. Zhu-
kov benti síðan á að L’Ex-
press hefði einkarétt á sjálfs-
ævisögunni og sagði:
„Ef við vildum birta minn-
ingar Évtúsenkós, yrðum við
að biðja L’Express um að
gera okkur þann greiða að
selja okkur þær og greiða
fyrir þær það, sem blaðið
krefðizt"
Évtúsenkó segir rit-
stjóra L’Express hafa
bætt í og sleppt úr
Pravda birti einnar og hálfr
ar síðu frásögn af áður-
nefndri rithöfundkráðstefnu
og m.a. útdrátt úr ræðu, sem
Évtúsenkó hélt þar sér til
varnar. í ræðunni sagði skáld
ið m. a., að ritstjórár L’Ex-
press hefðu rangfært ýmis
atriði sjálfsævisögunnar, bætt
dnn í og fellt úr. Um þessa
staðhæfingu Évtúsenkós seg-
ir einn ritstjóra Pravda: „Það
er augljóst að Évtúsenkó
tókst ekki með ræðu sinni að
sannfæra fundarmenn. Orð
hans sýndu, að hann skilur
ekki af hvaða rótum mistök
hans eru runnin hvorki hvað
snertir minningarnar né sum
ljóð hans.“
Sem dæmi um það, sem
Évtúsenkó sagði að sleppt
hefði verið úr sjálfsævisög-
unni, nefndi hann niðurlagið
á eftirfarandi frásögn. Hann
sagðist hafa vitnað í orð
fransks stúdents, sem sagði:
„Þegar á allt er litið, er ég
á ráðstefnunni. Annar þeirra,
Andrei Voznesensky, sem hef
ur verið gagnrýndur eins og
Évtúsenkó, sagði aðeins: „Ég
mun aldrei gleyma þessari
lexíu. Ég ætla að vinna,
vinna og vinna til þess að
sýna hvaða hug ég ber til
þjóðar minnar og kommún-
ismans.“
Hinn ungi rithöfundurinn,
Vladimir Firsov, sem er mik-
ill andstæðingur vestrænna
áhrifa, tók undir gagnrýnina
á Évtúsenkó og Voznesensky.
Benti hann á að Lenin hefði
varað kommúnista við því að
birta ritverk sín í borgaraleg-
um blöðum.
Ummælum Évtúsenkós um
að skrif hans hefðu verið
rangtúlkuð í vestrænum blöð
um, svaraði Firsov á þá leið,
að fleiri ungir sovézkir rit-
höfundar hefðu orðið fyrir
barðinu á hinum rotnu starfs
aðferðum vestrænna blaða,
en þó hefði engum þeirra
dottið í hug að nota skrif
þeirra sér til réttlætingar.
Öskur vélanna
yfirgnæfðu stunurnar
úr fangabúðunum
Að rithöfundaráðstefnunni
afstaðinni birti „Komsomol-
skaya Pravda“, blað ung-
kommúnista í Sovétríkjun-
um, grein þar sem ráðizt var
á Évtúsenkó fyrir sjálfsævi-
söguna. Greinina skrifuðu
þrír rithöfundar, en tveir
þeirra eru ritstjórar ung-
kommúnistablaðsins. Þeir
reyna að sverta Évtúsenkó og
»
Ehrenburg
fýlgjandi sósíálisma, en ég
ætla ekki að byrja að berjast
fyrir honum fyrr en þið eigið
verzlanir eins og „Galaries
Lafayette“ (stórverzlun í
París).“
Évtúsenkó sagðist hafa bætt
við: „Ég skammaðist mín
fyrir þennan ungling. Hann
vildi að framtíðin væri bor-
in fyrir hann á silfurdiski svo
hann þyrfti ekki annað en
stinga gaffli sínum í hana.
Yið sköpuðum framtíð okkar
sjálfir, neituðum okkur um
það, sem við þörfnuðumst
mest, við þjáðumst, okkur
urðu á mistök, en aðalatriðið
er að við sköpuðum framtíð
okkar sjálfir." Þessu segir
skáldið að ritstjórarnir hafi
sleppt.
„Ég ætla að vinna,
vinna og vinna“
Pravda skýrði einnig frá
því,' að tveir aðrir ungir rit-
höfundar hefðu tekið til máls
Évtúsenkó
stimpla hann andkommúnista
með því að slíta ýmsar setn-
ingar sjálfsævisögunnar úr
samhengi og birta glefsur úr
henni.
Rithöfundarnir saka Évtú-
senkó um að hafa saurgað
málstað byltingarinnar með
því að segja, að hún hafi auk-
ið þjáningar og tár rússnesku
þjóðarinnar.
Einnig segja þeir hann rang
túlka iðnvæðingu þjóðarinn-
ar á þriðja tug tuttugustu
aldarinnar með eftirfarandi
orðum: „Rússneska þjóðin“,
skrifar Évtúsenkó, „kaus
fremur að vinna, en velta fyr
ir sér gátum tilverunnar. Með
hetjulegri þrautsegju, sem á
sér fáar hliðstæður í verald-
arsögunni, reisti hún orkuver
eftir orkuver, verksmiðju eft-
ir verksmiðju. Hún vann af
beiskju og öskur vélanna,
landbúnaðartækjanna og jarð
ýtanna yfirgnæfðu grátinn og
stunurnar, sem bárust gegn-
um gaddavírsgirðingar þræla
búðanna í Síberíu.*
Einnig fannst hinum komm
únísku rithöfundum eftirfar-
andi lýsing Évtúsenkós á
rússnesku þjóðinni á stríðs-
tímum svik við málstað flokks
ins:
„Það veldur sársauka, að
neyðast til þess að viður-
kenna, að frá andlegu sjónar-
miði var líf sovézkú þjóðar-
innar auðveldara á stríðsár-
unum vegna þess að þá var
hún einlægari. Það er ein
meginástæðan til sigurs okk-
ar.“
Étúsenkó lýsir hátíðahöld-
um Moskvubúa í lok síðari
heimsstyrjaldarinnar á eftir-
farandi hátt: „Það var sér-
stæður dagur. Flugeldum var
skotið til himins, uppgjafa-
hermenn, sem vanir voru að
selja mönnum vindlinga gáfu
þá. Ég sá hershöfðingja kaupa
allar birgðir rjósaíssala og ,
skipta þeim milli barnanna. 1
Menn kysstust, grétu og hlóu.
Þeir töldu að það versta væri
afstaðið og loksins biði þeirra
betra líf.“
í ungkommúnistablaðinu
eru tölur prentaðar með
breyttu letri, til þess að vé-
fengja, að Évtúsenkó finnist
ástandið í Sovétríkjunum
hafa batnað frá stríðslokum.
1 lok greinar sinnar segj-
ast rithöfundarnir þrír ekki
vera að reyna að sanna,
að eitthvað illt hafi leg-
ið að baki athæfi Évtús-
enkós (þ. e. að birta greina-
flokk sinn í erlendu blaði),
en þeir halda áfram: „Hann
verður þó að minnast þess,
að öllu eru takmörk sett, þar
á meðal stjórnmálalegum
barnaskap. Hann verður að
gera sér ljóst, að hann getur
ekki endalaust haldið áfram
að hrasa, standa upp aftur og
hrista sig eins og ekkert hafi
í skorizt. Sá tími getur kom-
ið, að honum reynist ókleifc
að rísa á fætur.“
Þér þögðuð ekki
Nýjustu fregnir af árásum
á hinn aldna sovétrithöfund,
Ilja Ehrenburg, bárust að af-
loknum fundi rithöfunda,
listamanna, flokksieiðtoga og
fulltrúa sovétstiórnarinnar,
sem haldinn var ‘ marz. Þar
réðst Leonid Iljitjov, ritari
kommúnistaflokksins og for-
maður nýstofnaðrar nefndar,
sem fjalla á um hugsjónaleg
vandamál, mjög harkalega á
Ehrenburg fyrir afstöðu hans
á valdatímum Stalíns. Eins
og kunnugt er, varð Ehren-
burg einnig fyrir gagnrýni á
fundi rithöfunda og flokks-
foringja í des. sl. Síðan hefur
hann ritað nokkrar greinar
sér til varnar og átt í ritdeil-
um við Vladimir Jermilov,
gagnrýnanda Izvestija, blaðs
stjórnarinnar. Jeremilov sak-
ar Ehrenburg m. a. um að
hafa með yfirlýsingum sínum
undanfarið „traðkað á og sví-
virt heila kynslóð sovétborg-
ara um leið og hann reyni að
afsaka sjálfan sig.“
I ræðu sinni á áðurnefnd-
um fundi leggur Iljitjov út af
endurminningum Ehren-
burgs, þar sem skáldið segist
hafa kosið að þegja um ógn-
arstjórn Stalíns og bendir á
að margir aðrir hafi gert slíkt
hið sama.
Iljitov sagðist vilja taka
það fram, að þögn hefði aldrei
verið á stefnuskrá fiokksins
og Ehrenburg hefði heldur
ekki þagað. Hann beindi orð-
um sínum beint til Ehren-
burgs og sagði: „Þegar þér
sjálfur og verk yðar áttu 1
hlut, II ja Gregorevitj, þá
þögðuð þér ekki. Þér beittuð
öllum rithöfundahæfileikum
yðar til þess að lofa Stalín
eins og aðrir gerðu. Er það
þögn þegar þér skrifið um
Stalín 1951: „Ei ns og hann
hjálpaði okkur öllum, hjálp-
aði hann mer t:l þess að
skrifa það merkasta, sem ég
hef skrifað, en hver getur
skrifað það, sem njig dreymir
um?“
Iljitjov hélt áfram: „Eftir
dauða Stalíns var það aúki
vilji annarra heldur tilfinn-
ingar yðar sjálfs, sem fengu
yður til þess að lýsa Stalín
sem manni, er ,elskaði þjóð-
ina, þekkti veikleika hennar
og styrk, sem skyldi ótta móð
urinnar við að missa son sinn
í styrjöld, skildi kolanámu-
mennina og steinhöggvarana
.... sem þekkti hugsanir og
tilfinningar hundruð milljóna
manna, vilja þeirra til þess að
lifa hamingjusömu lífi og þrá
þeirra eftir friði.“
Ég vitna ekki í orð yðar
vegna þess, að ég vilji ávíta
yður fyrir þau. Við töluðum
allir eins á þessum tima, en
án bræsni. Við trúðum og
skrifuðum, en það hefur
komið í ljós, að þér trúðuð
ekki, en skrifuðuð samt. Það
er meginmunur á þessu
tvennu.“
Fundarmenn fögnuðu þess-
um ummælum ákaft.
Einn andlegur leiðtogi,
kommúnista-
flokkurinn
Iljitov lét síðan svo um
mælt, að gagnrýni flokksins á
nútímalist hefði verið mis-
skilin. Sakaði hann lista-
mannasamband Moskvu um
að hafa reynt að halda hlífi-
skildi yfir hinum uppreisnar-
gjörnu listamönnum og það
hefði gefið „ýmsum ábyrgð-
arlausum lýðskrumurum tæki
færi til þess að vaða í vill-
unni.“
„í heild sinni eru bók-
menntir og listir Sovétríkj-
anna óspilltar'V hélt Iljitjov
áfram, „við erum hamingju-
samir vegna þess að hin rétt-
Framh. á bls. 17.