Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 14
14
MoncVWBL 4ÐIÐ
apríl 19G3
Magnús Árnason, Tröð
Fæddur 5. júní 1884.
Dáixtn 24. febrúar 1963.
„Drottinn nú lætur þú,
þjón þinn í friði fara“.
Þessj gömlu orð komu í huga
minn, þegar ég heyrði lát Magn-
úsar í Tröð. Mér var það full-
komlega ljóst, að heilsa hans var
biluð. Þó var það fyrir mér eins
og fleirum, að ég vonaðist til
hinztu stundar að hann fengi
heilsubót. Mennirnir óska, en
Drottinn ræður. „Einn er vor
ævivegur, allt ber að sama
punkti, fetar hann fús sem treg-
ur, hvort fellur létt eða þungt
Magnús í Tröð var einn af beztu
skilamönnum, sem ég hef kynnzt
Hann vildi borga hverja skuld á
réttum gjalddaga. Ég er viss um
að hann hefur búið sig undir það
að borga seinustu skuld lífsins á
réttum gjalddaga. Þrátt fyrir
erfið veikindi var hann alltaf
með hugann við heimili sitt og
þau verk, sem hann vildi ljúka
af, áður en hinzta kallið kæmi
Hann reyndi að fylgjast með öllu
og lagði á ráð hvernig haga
skyldi þeim verkum. Líka gerði
hann ráðstöfun til þess að allir
sem hjá honum unnu fengju
fulla borgun fyrir sín verk.
Hann þráði heitt að mega kom-
ast heim, og dveljast seinustu
ævidagana heima. Þegar hann sá
að hinzta stundin nálgaðist, tók
hann því með sálarró og undir-
gefni undir guðs vilja.
Ragna, dóttir hans, vakti hjá
honum seinustu nóttina sem hann
lifði, eins og svo riiargar aðrar
stundir, sem hún dvaldi við
sjúkrabeð hans og hlynnti að
honum í banalegúnni. Þá bað
harin hana að skíla kveðjum
frá sér til ástvina og kunningja
hér heima. Hann vissi að það
mátti ekki dragast lengur. Guð
gaf honum ráð og rænu fram á
andlátsstund. Andlátið hans má
líkja við fagurt sólarlag, þó sól-
aruppkoman sé dýrðleg, þá er
fagurt sólarlag engu að síður
friðsælt og dýrðlegt. Eftir sól-
ríkan dag verður jörðin alvot af
dögg, eins og hún gráti sáknaðar
tárum eftir sambúðina. Ég vil
líkja tárum syrgjandi ástvina
við náttdöggina, þau eru mann-
lífinu jafn mikils virði og dögg-
in er gróðri jarðar.
Magnús var fæddur i Holti í
Fróðárhreppi, það er hjáleiga
frá Brimilsvöllum. Föstudaginn
8. marz sl., var hann jarðaður í
Brimiisvallarkirkjugarði. Það er
nokkur hundruð metrum frá
þeim stað, þar sem vagga hans
stóð. Þrátt fyrir nærri því 79
æviár er svona stutt frá vöggu
til grafar.
Poreldrar Magnúsar voru
hjónin Karitas Magnúsdóttir og
Árni Árnason, þau voru bæði af
snæfellskum ættum. Mér var
kunnugt um að þau áttu 9 börn,
þó geta þau hafa verið fleiri.
Elztir voru tvíburarnir Magnús
og Bjarni, sem lengi bjó í Ein-
arsbúð, hjáleigu frá Brimilsvöll-
um, mikill dugnaðarmaður. Næst
ir voru tvíburarnir Þorsteinn og
Kristján faðir Lúðviks rithöf-
rún og Ása. Af þessu má sjá hve
fljótt hefur hlaðizt ómegð á þessi
fátæku hjón.
„Fast þeir sóttu sjóinn," það
var eina leiðin til að afla viður-
væris fyrir ört vaxandi fjöl-
skyldu, hjáleigan var of lítil til
þess.
Ungur fluttist Magnús með
foreldrum sínum til Ólafsvíkur,
og snemma varð hann að vinna
fyrir sínu brauðL Hann var lán-
aður sem smali suður í Staðar-
sveit og inn á Skógarströnd, kaup
ið var það sem hann fékk að
borða á hverjum stað. Þegar
hann var orðinn svo tápmikill
að hann hefur búið sig undir það
að róa með föður sínum. Á þess-
um árum, sem hér um ræðir, var
mór eingöngu notaður til elds-
neytis í Ólafsvík og víðar. Bæði
var móverkað á Ólafsvíkurfjalli
og inn á Haukabrekku. Frá
Ólafsvík ^ að Haukabrekku er
um klukkutíma ganga aðra leið-
ina. Þegar Magnús var langt
fyrir innan fermingu fór hann
margar ferðir þessa leið að
sækja mó í poka og bar hann á
bakinu til Ólafsvíkur. Kaupið
var ein rúgkaka með einhverju
viðbiti fyrir ferðina. Það sagði
hann sér hefði þótt vel borgað.
Rúmlega tvítugur fór Magnús
sem vinnumaður að Guðlaugs-
vík, BæjarhreppL Strandasýslu,
þar er hann eftir því sem ég
bezt veit í tíu ár, nokkuð sem
vinnumaður og seinast lausa-
maður. Stundaði hann sjóvinnu
við ísafjarðardjúp á vetrum. Þá
fóru menn gangandi í verið og
báru föt sín og fleira. Margar
þessar ferðir voru erfiðar og
reyndu á þol manna og þraut
seigju. í þeim ferðum dugði
Magnús alltaf vel. Á lausamanns
árunum var hann á skútum á
vorin fram að slættL Á þessum
árum kom hann sér upp allgóð-
um fjárstofni, því að hann ætlaði
að verða sveitabóndi. Á seinni
árunum sem hann var í Guð-
laugsvík, kom þangað ung
stúlka sem vinnukona, Ragnheið-
ur Skarphéðinsdóttir. Þeirra
kynning fór á þann veg að þau
gengu í hjónaband í apríl 1914.
Vildu þau þá fá sér jörð og
byrja búskap, en engin jörð var
þá laus til ábúðar. Næstu tvö
árin eiga þau heimili hjá for-
eldrum Ragnheiðar. Þau höfðu
byggt sér bæ í túninu í Guð-
laugsvík.
Svo liggur leið Magnúsar vest
ur á Snæfellsnes að finna ætt-
fólk sitt. Þá er laus til kaups og
ábúðar jörðin Tröð í Fróðár-
hreppi. Hann afræður að kaupa
hana, þá er fæddur elzti sonur
þeirra, Árni. Snemma vors 1916
er lagt upp í ferðina vestur og
heim í átthaga Magnúsar.
Kafaldsbylur er þegar þau
fara ýfir LaxárdalsheiðL Ragn-
heiður reiðir Árna litla í kjöltu
sinni. í Búðardal er farið um
borð í m.b. Hans fxá Stykkis-
hólmL Það var lítil skonnorta
með hjálparvél. Með honum er
farið til Ólafsvíkur, þá er stutt
heim að Tröð. Síðan hafa þau
búið þar. Tröð er lítil jörð, eins
undar. Alls voru bræðurnir sex j og fleiri jarðir á þeim tíma, ó-
en systurnar 3, af þeim dó ein á ræktuð og illa hýst. Bústofninn
bernskuskeiði. Af þessum syst-
kinahóp lifa tvær systur, Guð-
*- Landið okkai
Framhald af bls. 13.
fjörð, enda rrkir skilningur á því
meðal ráðamanna. Það þarf ekki
að benda á annað en þá miklu
hættu, sem er samfara því að
sigla með drekkhlaðna báta,
hvernig sem viðrar að vetrinum,
yfir þveran Faxaflóa. Það leiðir
svo af sjálfu sér að slíka verk-
smiðju verður að byggja, þar
sem hafnarskilyrði eru bezt.
Hér með látum við staðar
numið viðræðum við framkv.-
menn Grundarfjarðar. Sýnilegt
er, að sá staður á blómlega fram-
tíð fyrir sér, enda ráði þar áfram
ríkjum dugandi menn og sam-
heldnir. — vig.
var lítill, þær skepnur sem þau
áttu fyrir norðan, seldu þau þar,
nema þrjá hrúta. Keyptu svo
bústofn hér. Sá bústofn varð að
miðast við kaupgetuna, sem ekki
var nógu mikil, til að koma upp
nógu stóru búi og jörðin ekki
heldur í þeirri rækt að hægt
væri að framfleyta á henni þeim
skepnufjölda sem nægði til lífs-
viðurværis fjölskyldunnar. Varð
Magnús því að stunda sjóinn
með búskapnum, og kom þá í
hlut konunnar að sjá um heimil-
ið í fjarveru hans. Þannig voru
kjör sveitakonunnar á þeim ár-
um. Þau hjón voru aldrei rík að
krónutali, en þau áttu í ríkum
mæli þann auð, sem mölur og
ryð fær ei grandað. Hús þeirra
stóð opið hverjum vegfaranda,
sem að garði bar, sem oft kom
fyrir. Þá ferðuðust margir gang-
andi og báru björg til heimilis
síns á sínu eigin bakL Á fyrstu
búskaparárum þeirra í Tröð
sóttu Ólafsvíkurbúar beitu í
fjöruna á Búlandshöfða, og lá
leið þeirra eins og fleiri um hlað-
ið í Tröð. Þessir menn voru oft
þurfandi fyrir aðhlynningu og
hvíld. Þeim þótti gott að koma
að Tröð, þar stóð skóli um þjóð-
braut þvera. Magnús sagði:
„Mitt verður ekki minna, þótt
ég gefi manni bita eða sopa“. Á-
nægjan yfir því að veita veg-
farendum, var þeim hjónum
fullkomnasta greiðslan. Borgun
þáðu þau aldrei fyrir veittan
greiða.
Þau hjón eignuðust 7 börn; 4
þeirra eru á lífi: Margrét, gift
Sigurði Brandssyni, Fögruhlíð,
Fróðórhreppi; Karl, giftur Láru
Ágústsdóttur, þau búa í Tungu,
Fróðárhreppi; Ragna, gift Alfons
Sigurðssyni, þau eru búsett í
Kópavogi; og ÁrnL elzta barnið,
ekkjumaður í Keflavík. Auk þess
ólu þau upp tvö fósturbörn, Guð-
rúnu Lárusdóttur, systurdóttur
Ragnheiðar, hún er gift Eiríki
Eiríkssyni og eiga heima í Kefla-
vík, og Guðmund Pálsson, ó-
giftur -heima hjá fóstru sinni.
Magnús var þéttur á velli og
þéttur í lund og þrautseigur í
hverri raun, hann var söngelsk-
ur og gleðimaður í góðra vina
hóp. Þá þótti honum góð vísa
aldrei of oft kveðin. Hann var
góður og umhyggjusamur heim-
ilisfaðir, sem allt vildi á sig
leggja, til þess að geta séð sem
bezt fyrir fjölskyldu sinni. Marg
vísleg óhöpp á eignum og heilsu-
leysi á fjölskyldu hans, þjökuðu
hag hans, en aldrei heyrðist að
honum væri uppgjöf í huga. Jörð
ina sína bætti hann eins og rækt-
unarmöguleikar leyfðu, en þeir
eru takmarkaðir. Skepnuhús og
hlöður eru nýuppbyggt í hlut-
falli við það, sem jörðin gefur
af sér.
Ibúðarhús byggði hann fyrir
30 árum, stækkaði það nokkru
seinna. Veturinn 1961—1962 færð
ust óthöppin í aukana. í nóvem-
ber brann meirihlutinn af kúa-
heyinu, en hlöðunni var bjarg-
að. I janúar brann íbúðarhúsið
með öllu innbúL Magnús slapp
naumlega, en þó brenndur, út úr
eldinum. Þá var hann fluttur á
sjúkrahús í Stykkishólmi. Eftir
3 vikur kom hann heim. Þá byrj-
aði hann strax að hreinsa til í
brunarústunum og undirbúa
nýja byggingu. Þegar honum
fannst hann ekk i geta unnið
meira gagn heima, fór hann í
fiskaðgerð í Ólafsvík, þangað til
hægt var að byrja á byggingu
nýs íbúðarhúss. Þetta síðasta
dæmi lýsir óvenjulegum dugn-
aði og kjarki hjá manni, sem er
að verða 78 ára. Um uppgjöf var
ekki að tala frekar en fyrr. Þeg-
ar hann fór að heiman voru ýms-
ar ráðstafanir fyrir því sem ó-
gert var við húsið. Þeim ráðstöf-
unum hélt hann áfram til hinztu
stundar. Þegar hann fór að heim-
an var kona hans búin að vera
undir læknishendi um nokkrar
vikur í Kópavogi. Áður en hún
fór að heiman var hann farinn
að kenna lasleika, vildi hún að
þau færu bæðL en hann vildi
láta ganga fyrir að leita henni
lækninga. Vildi vera heima og
vinna að byggingunni.
Við höfum þekkzt í 31 ár, af
þeim tíma verið nágrannar í 17
og hálft ár. í ársbyrjun 1960 urð-
um við samferða til Reykjavík-
ur, báðir að leita okkur lækn-
inga. Við vorum svo heppnir
báðir að fá lækningu á meinum
okkar og urðum samferða heim.
Þegar hann fór í sína síðustu
ferð að heimari fylgdi ég honum
til Ólafsvíkur. Nú er samfylgd-
inni lokið. Hann er farinn á
undan mér yfir hafið sem skilur.
„Ég kem á eftir, kannske í
kvöld,“ þá getur samfylgdin
byrjað aftur. „Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi, hafðu
þökk fyrir allt og allt“.
Magnús var einlægur trúmað-
ur. Það var trúin á algóðan guð,
er gaf honum þrek til að yfir-
vinna alla erfiðleika lifsins. Hér
er góður drengur genginn. Við,
samferðamenn hans, kveðjum
hann með söknuðL Ragnheiði í
Tröðum og öllum hans nánustu
flyt ég samúðarkveðju okkar
hjónanna.
Ágúst Lárusson.
Hrepptu versta
veður
Bíldudal 17. apríl.
HEILDARAFLI línubáta, sem
róa héðan frá Bíldudal er frá ára
mótum til 15. apríl sem hér segir:
Andri 604 tonn í 63 sjóferðum.
Pétur Thorsteinsson 589 tonn í
63 sjóferðum.
Hér hefir að undanförnu verið
leiðinda veður, hvass NA og A
en ekki úrkoma.
Línubátar réru héðan að kvöldi
2. páskadags og komu að í nótt
og höfðu hreppt eitt versta veð-
ur á vertíðinni, urðu þó ekki
fyrir línutapi, en afli var tregur
5—8 tonn. Landlega er í dag. —
Hannes.
172 af 254 félögum
eiga íbúðir
AÐALFUNDUR Byggingafélags
alþýðu var nýlega haldinn I
S.Í.B.S.-húsinu Bræðraborgar-
stíg 9.
Formaður félagsins Erlendur
Vilhjálmsson gerði grein fyrir
störfum stjómarinnar á liðnu
starfsári og reikningum félagsins
en endurskoðunarskrifstofa B.
Steffensen og Ara Thorlacius,
hafði annast enduirskoðun reikn-
inga, ásamt kjörnum fuldtrúum
félagsins. Reikningarnia’ sýndu
góðan bag félagsins og vaxandi
sjóðasöfnun.
í félaginu eru nú 254 félagar
og hafa 172 þeirra fengið ibúðir.
Úr stjórninni áttu að ganga
formaður, og var Erlendur Vil-
hjálmsson endhrkosinn i einu
hljóði. Aðrir í stjórninni eru
Guðgeir Jónsson, bókbindari og
Reynir Eyjólfsson kaupmaður.
bengio a ijorur
við Eyjaf jörð
DALVÍK, 16*. apríl.
EKKI hafa enn fundizt rekin
lík manna af bátunum, sem för-
ust hér við Eyjafjörð, nema lík
Bjarmars Baldvinssonar, eins og
áður hefur verið greint frá. Enn
er gengið á fjörur, en víða er
óhægt að koma því við vegna
snjóþyngsla, og sums staðar tal-
in hætta á snjóflóðum undir
sjávarhömrum. — Kári.
Hjörleifur
Kristmannsson
HJÖRLEIFUR Kristmannsson ánægjunni af niðjum sínuim. Hjör,
var fæddur að Lambhúsum a
Aikranesi 21. septemiber 1896,
sonur hjónanna Kriistmanns
Tómassonar yfirfiskknatsmanns
og Helgu Nielsdóttur. Óls>t hann
upp í foreldrahúsum til 16 ára
aldurs, en fluttist þá til Reykja-
víkur til náimis í skósmiðaiðn,
Að námi loknu varð þessi iðn
hans ævistarf. Kom hann sér
upp verkstæði, sem hann rak
'hér í bæ fram á síðustu ár, lengst
í húsi sínu að Þórsgötu 23.
Árið 1918 kvæntiist Hjörleif-
ur eftirlifandi konu sinni, Krist-
ínu Þorleifsdóttur frá Þverlæk í
Holtum, stórmyndarlegri dugn-
aðarkonu, sem hann æ síðan unni
hugástum og virti afar mikils.
Eignuðust þau hjónin 6 börn, og
eru fimm þeirra nú uppkomin,
en einn drengur lézt í bernsku.
Hið fallega heimili þeirra
hjóna bar vitni um starf þeirra
og atorku. Eítir því sem fjöl-
skyldan stækkaði, lengdi húsbónd
inn vinnudag sinn og vann oft
nótt með degi af fádæma þreki,
þót-t ekki gengi hann heiil til
skógar. Það var ekki skap Hjör-
leifs að láta sitt eftir liggja.
og var honum mikið kappsmál
að koma börnum sinum til
þroska og styrkja þau til náms
eftir því, sem hugur stóð til.
Enda varð hann sá gæfumaður
að hljóta laun erfiðis sins í
leifur var hlýr maður og barn-
góður, og nutu barnabörn hans
bezt viðkvæmni heitra skaps-
muna hans. Hann unni þeim
með ærslum og leik sem vinur
og félagi, og mátti vart sjá, hver
hafði mesta ánægju af samskipt-
unurn — slík gleði var honum að
hinum ungu vinum sínurn.
Þótt Hjörleifur væri búinn
miklum iíkamlegum gjörvileik
var isá hængur á, að fætur hans
voru illa bæklaðir. Má þvi
nærri geta, hver raunabaggi þar
var bundinn tápmiklum og
kappsfúllum manni til leiks og
starfs. Markar það glöggt, hversu
styrkri skaphöfn og æðrulausri
karlmennsku Hjörleifur var
gæddur, að aldrei lét hann þrúg
ast eða beygjast til biturleika
eða aumikunar með sjálfum sér
af þessum orsökum, þótt hann
vissulega aldirei sættist við
annmarka. Glaður og reifur gekk
hann dag hvern til starfa.
Hjörleifur var greindur vel,
skemmtilegur í viðræðum og
hrókur alls fagnaðar í glöðum
hópi kunningja. Hann var söng
rnaður góður og Ihafði miikið
yndi af söng og hljómlist. Söng
hann lengi í kinkjukór Fríkirkju
saifna J acrins og með Kariakór
Reykjavíkur og var alls staðar
virtur og vinsæU. félagi. Hann
var áhugamaður mikill um í-
þróttir og lét sig sjaldan vanta
á álhorfendapalla íþróttavallarins
þegar von var á góðum knatt-
spyrnulei'k, og hreifst hann jafn
an mjög af leikni og irækn-
leik góðna íþróttamanna.
Nú þegar vinur minn, Hjör-
leifur Kristmannsson, er á
brautu genginn, færi ég hom-
um þaikkir minar fyrir trausta
vináttu hans og bið honum bless
unar guðs. Mun mér likt fara
og þeim, er minntist fóstra síns
þessum orðum: „Þá mun hann
mér í hug koma, er ég heyri
góðs manns getið“.
Frú Kristínu Þorleifsdóttur og
niðjum Hjörleifs öllum flyt ég
mánair einlægustu samúðar-
kveðjur.
Ragnar Stefánsson