Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIB
Laugardagur 20. apríl 1963.
Þórarinn glúpnar
á stdryröunum
Hvar er hetjan Hermann nú?
„TtMINN" hefur nú alveg:
gefizt upp á því að standa við
stóru orðin frá því í marz
1961, þegar sigurinn vannst í
landhelgismálinu, en ekki var
sú uppgjöf með öllu sársauka
laus, eins og blaðið hefur
borið vitni um undanfarið.
Á tveggja ára afmæli sig-
ursins rifjaði Morgunblaðið
upp ýmsar yfirlýsingar Þjóð-
fylkingarmanna, Framsóknar-
manna og kommúnista, frá því
fyrir tveimur árum. Framsókn
arflokkurinn lýsti því form-
lega yfir á þingi 1961, að hann
liti á samninginn sem hreinan
nauðungarsamning (þ.e. ógild
an frá upphafi), og mundi
réyna að nota fyrsta tækifæri
„til að leysa þjóðina undan
oki hans,“ þ.e. reyna það við
næstu kosningar. Hermann
Jónasson, þáverandi formað-
ur flokksins, lýsti því yfir á
þingi, að samningurinn væri
„markleysa ein.“ Þetta átti að
verða stefna Framsóknar-
flokksins „í framtíðinni“, og
um þetta átti að berjast í
næstu kosningum.
Morgunblaðið skoraði þvi á
Framsóknarmenn að svara því
frammi fyrir þjóðinni, hvort
þeir ætluðu að standa við hin
tveggja ára gömlu gifuryrði
við næstu kosningar. Þjóðin
ætti heimtingu á að fá að
vita, hvort þeix hygðust rifta
samningnum, næðu þeir meiri
hlutaaðstöðu ásamt kommún-
istum á næsta þingi. Spurn-
ingin var því einföld og af-
dráttarlaus.
En Þórarni Þórarinssyni
vafðist tunga um tönn. í tvö
ár hefur hann ekki þorað að
hreyfa málinu, • því að hann
veit, að þjóðin er ánægð með
samninginn. Nú var hann
skyndilega beðinn um að lýsa
afstöðu Framsóknarflokksins
yfir, hreint og ótvírætt, en
auðvitað hlýtur það að vera
erfitt fyrir Framsóknarmann.
Fyrst í stað svaraði „Tím-
inn“ spurningunni ekki einu
orði. Ritstjóri „Tímans", Þór-
arinn Þórarinsson, utanríkis-
ráðherraefni flokksins, var
önnum kafinn við að þýða
greinar úr ,Newsweek“ eftir
Þ.Þ., greinar úr „Christian
Science Monitor" eftir Þ.Þ.,
og greinar úr „Berlingske
Aftenavis“ eftir Þ.Þ.
f stað þess að svara spurn-
ingunni, tók blað hans að tala
um landhelgismálið í eftirlæt-
isstíl Þórarins. Komu þar
helzt við sögu Jón Sigurðsson
(1811—1879) og Adolf Hitler
(1889—1945). Taldi Þórarinn
þann fyrrnefnda vera leiðar-
stjörnu Framsóknarflokksins
í landhelgismálinu, en hinn
síðarnefnda leiðarstjörnu Sjálf
stæðisflokksins í sama máli.
Ekki var þessi frumlega kenn-
ing þó rökstudd nánar, og eig
inlega skýrir hún fremur and-
legt þroskastig ritstjóra „Tím-
ans“ en landftelgismálið. —
Annars er þetta ekki í fyrsta
skipti, sem Þórarinn blandar
Jóni Sigurðssyni og Hitler í
hin óskyldustu mál. Er minn
ingu hins fyrrnefnda takmark
aður greiði gerður með því,
— en hver fyrir sinn smekk.
Það er ekki fyrr en 13. marz
sl., að „Tíminn" tekur af skar-
ið. Er Þórarinn þá gallharður
og lýsir því yfir harla kok-
hraustur, að við öll fyrri um-
mæli verði staðið. Hafði Morg
unblaðið þá daglega krafizt
skýrra svara af Framsóknar-
mönnum, og hér lágu þau
loksins fyrir.
Þótt gott væri að vita vissu
sína í þessum efnum, setti ó-
hug að almenningi við þessa
stríðsyfirlýsingu. Átti enn á
ný að tefla landhelgismálinu
í fullkomna tvísýnu, gera það
að bitbeini í kosningum, skapa
um það ófrið innan lands og
einnig utan lands, tækist
Framsóknarflokknum að ná
hinum langþráða meirihluta
á Alþingi Islendinga ásamt
kommúnistum? Svarið var
því almennt fordæmt þegar 1
stað.
Þetta munu hinir hyggnari
Framsóknarmenn hafa fundið.
Þeir sáu, að þetta svar átti
engan hljómgrunn með þjóð-
inni. Þórarinn hefði verið of
fljótur á sér, látið æsa sig
upp til þess að gefa hið versta
hugsanlega svar. Honum hefði
verið nær að reyna að láta
Tímalesendur gleyma gömlu
gífuryrðunum, en halda sér
heldur við gamla heygarðs-
hornið, þar sem hann var haga
vanur eins og hver önnur nið-
ursett skotta, og fjasa meira
um Jón Sigurðsson og Hitler.
Og Þórarinn var tekinn til
bæna, eins og stundum áður.
Og Þórarinn var skammaður,
eins og stundum áður. Og Þór
arinn lyppaðist niður, eins
og svo oft áður.
Árangurinn er hinn átakan-
legi leiðarastubbur, sem hann
skrifar í blað sitt. Þar
er allt étið ofan í
sig, og aftur farið að tala
Um gamla og góða Hitler. Þar
segir orðrétt: „Það, sem Fram
sóknarmenn hafa sagt, er það
(sic !), að þeir ætli að vinna
að því að fá Breta til að falla
frá samningnum."
Leiðarinn endar á þessum
eftirtektarverðu orðum, sem
áreiðanlega eru töluð beint úr
hjarta ritstjórans:
„Þjóðin er illa komin ef hún
fordæmir ekki slíkt siðleysi.“
Dragnótaveiðar / Faxaflóa
VIÐ UMRÆÐUR á alft)ingi,
eem spunnust út af fyrirspurn
Jóns Skaftasonar, um dragnóta-
veiði í Faxaflóa, kom í ljós það
sem kunnugir vissu en ókunn-
ugir ekki, að næsta lítið er hið
vísindalega eftirlit með þeim
veiðum og afleiðingum þeirra
fyrir uppvaxandi fisk og fiski-
göngur sem leita inn á grunnmið
in í flóanum.
Við opnunina fyrir dragnót,
má öruggt telja, að alþingi gerði
það í því trausti, að með vís-
indalegu eftirliti mætti sjá um,
að enginn skaði hlytist af þeim
veiðum. Mörgum þótti þetta und
arleg ráðstöfun, sem engin nauð-
syn bæri til, að leyfa þá aftur
notkun þessarar botnvörpu, sem
áður hafði verið bönnuð, til að
hlífa viðkvæmum uppældisstöðv-
um í Faxaflóa. En við höfðum
áður rökstutt friðun flóans með
því að öllum kæmi síðar meir í
hag, að stöðva rányrkju þar, og
fengið útlenda menn til að fall-
ast á þá röksemd.
Alþingi leyfði þessar veiðar að
nýju gegn mikilli andstöðu fé-
laga og einstaklínga að fengn-
um meðmælum fiskifræðinga,
sem ekki virtust langminnugir á
fyrri ára reynslu, af dragnót á
grunnmiðum hér við land. Þeir
gengu fram fyrir skjöldu í nýrri
herferð á ungviðið á grunnmið-
um, og sögðu öllu óhætt undir
sinni vísindalegu handleiðslu,
sem nú kemur í ljós að hefði
mátt vera meirL
Þegar farið er að skyggnast
eftir handleiðslu vísindamann-
anna upplýsir sjávarútvegsmála-
ráðherra, Emil Jónsson, að á
síðustu 10 árum hafi verið farnar
4 rannsóknarferðir á ári hverju,
iem ekki nægi til ákvörðunar,
þar sem sveiflur séu svo miklar
í fiskigöngum, m.a. þorsksins og
ýsunnar.
Sveiflur í fiskigöngum eru eng
in nýung, það mátti því strax
reikna með þeim, þegar drag-
nótaleyfið var veitt. En það var
bara ekki þorskurinn og ýsan,
sem dragnótaleyfið var veitt út
á. Það var kolinn sem átti að
veiða, og hann átti að vera orð-
inn svo mikill að hann stæði
öðrum fiski fyrir þrifum, og til
þess að ráða skjóta bót á því, var
helzta ráðið að eyða honum með
dragnót.
Um þorskinn og ýsuna gegndi
öðru máli. Enginn hafði áhyggj-
ur af þeim, eða því, að þeir stofn
ar væru of stórir, enda höfðum
við nóg önnur veiðarfæri til að
grisja á stofna með, en dragnót-
ina, sem ekki eru eins róttæk.
Kolinn reyndist svo lítill þegar
til kom, að enginn dragnótabát-
ur mundi vera gerður út á þær
veiðar einvörðungu.
Ráðherrann gat þess ekki í
hve mörg ár enn yrði að bíða
eftir niðurstöðum vísindamann-
anna, en nær er mér að halda að
sú bið sé þýðingarlaus með sömu
vinnubrögðum. Það verði sama
útkoman og ef kviknar í og
brunaliðið kemur ekki á staðinn
fyrr en of seint. Á meðan beðið
er, brennur húsið.
Emil Jónsson hafði verið að
snupra Jón Skaftason fyrir að
vera að hlusta á það, sem gaml-
ir sjómenn segðu eða á þá leið
höfðu orð hans fallið út af fyrir-
spurn Jóps.
Gamlir sjómenn hafa hvað
eftir annað tekið eftir því að
ýmsir fyrirmenn taka lítið tillit
til þess sem þeir segja eða vilja
leggja tii af sinni reynslu. Það
fór þó svo að þessu sinni vegna
þess að Jón Skaftason hlustaði á
gamlan sjómann , að ráðherrann
varð að punga út með eina hina
neyðarlegustu upplýsingu, næst-
um því að segja gjaldþrotsyfir-
lýsingu á vísindalegu eftirliti
með dragnótaveiðum og áhrifum
þeirra á fiskistofna í Faxaflóa.
Eftirminnilegar var ekki hægt
að rífa grundvöllinn undan drag
nótarleyfinu í flóanum, og nú er
ekkert annað að gera en að af-
nema það strax, til að taka ekki
frekari áhættu eða tjón en orðið
er, þar sem ekki hefir verið hægt
að sana það með vísindalegu aft-
irliti, að dragnótaveiðar á grunn
miðum í Faxaflóa séu skaðlaus-
ar.
Það verður nú að hlusta á
gömlu sjómennina, og þarf ekki
gamla til, sem stundað hafa
veiðar á þessum miðum til
margra ára. Þeir ljúka allir upp
sama munni um það, að drag-
nótina eigi að banna. Allir nema
þeir fáu sem eiga bátana sem
dragnótina stunda.
Vitnisburður allra þeirra
manna sem stundað hafa veiðar
frá innanverðum Faxaflóa fyrir
og eftir að dragnótin var leyfð,
er á einn veg um það, að þar
sem áður var góður og reytings-
afli, fáist nú varla bein úr sjó.
Þeim þýði því ekki lengur að
fara á sjóinn. Bátar þessara
manna voru litlir og miðaðir við
stutta sókn. Þeir liggja nú naust-
aðir og grotna niður hundruðum
saman, meðan örfáir einstakling-
ar láta greipar sópa um miðin á
stórum bátum, sem byggðir eru
fyrir meiri og lengri sókn. Minn-
ir þetta óþægilega á það, er út-
lendir togarar skófu alla firði og
flóa upp í landsteina, með þeim
afleiðingum að landsmenn sjálfir
misstu af þeim aflaföngum sem
þeir sárlega þörfnuðust.
Fleiprið um hinn óskaplega
mikla kola sem kominn átti að
vera í Flóann, sýnist hafa verið
tálbeita ein, til þess upp fundin
og sett á oddinn, að snúa út
dragnótaleyfið. Það vantaði ekk-
ert á dramatískar lýisngar, kol-
inn átti að vera orðinn svo mik-
ill, að haglendið væri þrotið og
hann farinn að eta sjálfan sig.
Það voru formælendur drag-
nótarinnar, sem héldu þessu
fram. Það má hugsa sér að þeir
hafi viknað við yfir þessari vitn-
eskju sinni um þetta hryllilega
ástand hjá íbúum hafsins, svona
rétt við bæjardyrnar, sem þeir
voru ófúsir að líkna. Og þetta
hreif. Þeim var veitt leyfi til
dragnótaveiði í mestu uppeldis-
stöðinni sem við eigum, að marg-
ir álíta.
\
Þegar svo dragnótabátaeigend-
ur og skipstjórar tóku til við
veiðarnar, og komu að landi með
góðan afla, ekki af kola, heldur
af þorski og ýsu, sem þeir ekki
voru sendir út til að vinna neitt
miskunnarverk á, en veiddu nú
samt í stærri stíl en kolann. Þá
sendu þeir þeim tóninn, sem á
móti dragnótaleyfinu höfðu lagzt
með þeim orðum, hvort þessi
feita ýsa og stóri þorskur mundi
ekki vera orðin nógu vaxin, til
að syndlaust væri að drepa þau.
Þeir voru fáorðir um kolann,
og hafa síðan alltaf verið það
enda aldrei getað sannað full-
yrðingar sínar um hann.
Þeir voru hins vegar hróðugir
yfir því að hafa þrengt sér inn
að borði fátæka mannsins, á litla
bátnum, og gæddu sér svo á
feitri ýsu og fallegum þorski,
sem hann hafði haft atvinnu af
að öngulveiða, sem er tvímæla-
laust vægasta inngripið í fiski-
stofnana, og gerir því minnstan
usla, sem er mjög þýðingarmikið
í þeirri uppeldisstöð, sem Faxa-
flói er.
Enginn skyldi álasa fiskifræð-
ingunum þó að þeir geti ekkert
fullyrt um fi^kimagn eða stofn-
inn árvíslega, byggt á 4 stikk-
prufum á pri.
Hún væri einfaldari, fiski-
mennskan, en hún er, ef ganga
mætti að fiskinum vísum á
sama stað og sama tíma upp á
dag ár hvert.
Það sannar t.d. ekkert um
minna fiskimagn í ár, þó ég fái
engan fisk núna þann 12. maí,
þar sem ég fékk nógan fisk á
sama tíma, eða 12. maí í fyrra.
Það er margt sem gripur þarna
inn í og algengt er það, að eitt
skip fiskar betur en önnur á
sama stað. Og með botnvörp-
una er þar svo, að stundum fæst
fiskur í hana á örlitlum bletti, þó
að ekkert sé að hafa þar í kring.
Nokkrar stikkprófanir með botn
vörpu, eins og fiskifræðingarnir
hafa verið að gera undanfarin
ár, eru því ekki sigurstranglegar
til úrskurðar um fiakstofninn.
Það má svo hins vegar benda
á, að flotinn í heild er í raun og
veru alltaf að gera þessar athug-
anir óbeint með veiði sinni, og
út frá veiðinni dæma svo fiski-
mennirnir sjálfir um fiskigengd-
na á miðin, og þeirri fyrirhöfn
sem þeir verða að hafa fyrir á-
kveðnu fiskimagni, og hvernig
það kemur út frá ári til árs, eða
um áraraðir.
Þeir eru þvi alltaf á undan
fiskifræðingunum að mynda sér
skoðun um, ástandið og þær skoð
anir hafa reynzt svo réttar, að
fiskifræðingarnir hafa ekki
hrundið þeim þegar þeir eftir
dúk og disk hcfa verið búnir að
gera sínar athuganir.
Með þessum orðum er ég ekki
Framh. á bls. 22