Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. aprn 1963.
MORGUNBL4D1D
15
Einar M. Jónsson:
tJr AusturEandafóv1
Ö, Jerúsalem, upp til þín
f Jeríkó
BÍLARNIR okkar hafa lagt hita-
beltisskóga E1 Ghor-dalsins að
baki. Stutta stund ökum við um
flatlendi, að mestu gróðurlaust
um þennan tíma árs. Brátt erum
við í Jeríkó, en þó enn 250 m
undir sjávarmáli. Við erum kom-
in inn á sögusvið Gamla testa-
mentisins og athafnasvæði Jesú
Krists. Hér var það, að hann
mætti Zakkeusi og dvaldist í
húsi hans. Héðan var það, sem
hann lagði upp í sína hinztu för
til Jerúsalem. í þann tíð var
borgin auðugri og fegurri en nú.
Annars eru líkur til, að alltaf
hafi búið dáðlítið og værukært
fólk í Jeríkó, því hitinn dregur
úr vinnuþreki og framtaki. Gróð
urvinin, sem er vökvuð af renn-
andi lindum, er gjöful því fólki,
sem þarna býr, og það virðist
ekki gera miklar kröfur til lífsins
fram yfir það að líða hvorki
svengd né kulda. Á stað sem
þessujn þyrfti dugmikið fólk og
framgjarnt. Eri hér yirðist flest
vera látið hakka í sama farið
Fólkið lifir yfirleitt í lélegum
híbýlum og leirkofum og er fá-
tækt. Vafalaust mætti nýta vatn
ið betur. Hér er hitabeltisgróð-
ur. Pálmar og bananatré svigna
undir ávaxtaþunga.
Ég virti fyrir mér nærliggjandi
fjöll. í útnorðri, 17 km frá Jeríkó.
er Karantanafjallið eða Freist
ingarfjallið, þar sem sagt er, að
Jesú hafi verið freistað. Júdeu
hálendið er í vestri. í landsuðri
6jást Móabsfjöll með Nebófjalli
i norðaustur af Dauðahafinu. —
Þaðan horfði Móse inn í fyrir-
heitna landið, þangað sem hann
var að leiða þjóð sína, en átti
ekki að komast sjálfur. Honum
hefur vaíalítið þótt girnilegt að
líta til Jeríkóborgar innilukta
þessari fögru vin, eins og egg í
dúnhreiðri. Þarna var landið,
sem guð hans og Abrahams hafði
heitið hinum deyjandi sjáanda.
Þarna, í hinni hrikalegu auðn
Júdeu, átti ljós heimsins að
kvikna, og í þessum litla hópi,
sem hann var foringi fyrir, voru
forfeður þeirra, sem margir
hverjir áttu að bera uppi verð-
andi heimsmenningu. Allt var
það með ólíkindum. En Jahve
brást ekki þjóð sinni og hún ekki
honum, þrátt fyrir margvíslega
árekstra og hrasanir.
Við komum að rústum hinnar
fornu Jeríkóborgar. Þjóðverjar
hafa grafið þessar stórbrotnu
rústir úr jörðu, og hafa þær leitt
margt í ljós. Meðal annars hefur
það sannazt, að Jeríkó er svo
gömul borg, að þar var búið
3000 árum fyrir Krists burð eða
1500 árum áður en ísraelsmenn
gerðu þar innrás. í Jósúabók
Gamla testamentisins er sagt frá
för ísraelsmanna yfir ána Jórdan
austur af Jeríkó og töku borgar
innar. Er frásögnin með allmikl-
um reyfarablæ. En uppgröftur
borgarinnar og frásagnir síðari
tíma um truflanir í rennsli ár-
innar Jórdan virðast sanna sann-
leiksgildi frásagnarinnar í megin-
dráttum. Þannig mundi og vera
um margt, sem rengt hefur verið
í okkar íslendingasögum, ef jörð-
in sjálf lumaði á meiru af rúst-
um og fornminjum frá dögum
atburðanna. Áin á að hafa skipt
«ér og lýðurinn að hafa gengið
þurrum fótum yfir. Það er eftir-
tektarvert við frásögnina, að
þess er getið, að áin hafi ekki
skipt sér þar á staðnum, heldur
hafi það vatn, sem að ofan kom,
hlaðizt upp sem veggur „mjög
langt burtu", en það sem fyrir
neðan var runnið til þurrðar út í
Saltasjó, þ. e. Dauðahafið. Þess
eru ekki fá dæmi, að áin hafi
þannig stíflazt, sérstaklega í
leysingum, enda er þess getið í
frásögninni, að áður hafi áin flóð
yfir alla bakka. ísraelsmenn tóku
þetta sem mikið tákn um hand-
leiðslu hins lifanda Guðs, sem
það og var, að áin skyldi þorna,
einmitt í þann mund, er ísraels-
menn þurftu á því að halda að
fara yfir hana. — Egypzkur sagn
ritari getur um það, að Bibars I.
soldán hafi einu sinni látið
byggja brú yfir Jórdan. En brú-
arstöplarnir gáfu sig, þegar til
kom. Soldán varð þá æfur og
skipaði brúarsmiðunum að gera
við brúna. En þetta var hægara
sagt en gert. Það var erfitt og
áhættusamt, vegna straumsins.
Þá bar það til tiðinda um mið-
nættið 8. desember 1267, að ána
þraut og farvegur hennar þorn-
aði. Smiðirnir gripu þá tækifærið
þegar í stað og gerðu við brúna.
Menn voru í skyndingu sendir
ríðandi upp méð ánni, til þess
að komast fyrir orsök þessa at-
burðar. Þeir komust að raun um,
að mikil skriðuhlaup höfðu stífl-
að ána. Hún fékk ekki eðlilega
framrás fyrr en „um fjórðu
stundu dags“.
Það var undarlegt að sjá þess-
ar gömlu rústir löngu horfinnar
borgar koma aftur upp á yfir-
borð jarðar og vitna um það
mannlíf, sem einu sinni var á
þessum slóðum. Borgin hefur
verið lítil um sig, og enn má sjá
móta fyrir mjóum og hlykkjótt-
um strætum. Þessi uppgröftur
fyllir upp í eyður skráðra heim-
ilda, sem eru harla smáar að
vöxtum. Helzt er að finna frá-
sagnir um Jeríkóborg í Biblíunni,
og þegar þær eru bornar saman
við þá vitneskju, sem uppgröft-
urinn hefur leitt í ljós, er þar
merkilega margt samhljóða, t. d.
tímaákvörðun Biblíunnar, að
múrinn hafi hrunið — og það
rækilega — af einhverjum
ástæðum og það, að húsin hafi
staðið fast við borgarmúrinn.
Flestir munu kannast við þær
frásagnir Ritningarinnar, að
ísraelsmenn undir forustu Jósúa
hafi gengið í kringum borgina
einu sinni í sex daga og sjöunda
daginn sjö sinnum og þá þeytt
lét vinna úr rauðan andlitsfarða.
Hún heimsótti Heródes mikla, og
sögur fara af því, að hann hafi
ætlað að láta drepa hana á laun,
sennilega í óbyggðum Júdeu. En
hún slapp. Seinna tók Heródes
Jeríkó á leigu af Kleópötru fyrir
of fjár. Þar reisti hann sér vetr-
arhöll. í Jeríkó var hægt að
njóta sumarhlýinda, þótt kaldir
vetrarnæðingar blésu uppi í
Jerúsalem.
Það, sem mér þótti ánægjuleg-
ast í Jeríkó, var að vera við-
andi meðal aldraðs fólks, en
þarna í Jeríkó virtist hún al-
menn. Aftur komu nokkrir ungir
menn til okkar og sögðust vera
sendir frá yfirvöldum borgarinn-
ar með þau skilaboð, að okkur
hafi verið óheimilt að taka
myndir á þessum stað, og við
yrðum að láta filmurnar af
hendi. Sigurður A. Magnússon
brást reiður við og hélt kröftug-
an ræðustúf yfir hausamótunum
á þessum piltum. Sagði hann
þeim meðal annars, að ef yfir
völd staðarins stæðu bak við
þessa synjun, þá bæri þeim
skylda til að láta aðkomumenn
vita um slíkt um leið og þeir
kæmu á staðinn, en engm aug-
lýsing eða áletrun af nokkru
tagi, sem bent gæti í þessa átt
væri sýnileg. Bað hann um, að
sér væri bent á slíkt. Dauða sín-
um áttu piltarnir von á, en ekki
Arabískir hirdingjar við tjald sitt.
staddur, þegar konur borgarinn-
ar komu að kvöldlagi, að sækja
sér vatn í Elísabrunninn. Þangað
komu ungar konur og miðaldra
með vatnsílát, sem þær létu hvíla
á samanbrotnum dúk á höfði sér,
án þess að styðja við þau hið
allra minnsta. Teinréttar og
þokkafullar í hreyfingum örkuðu
þær til brunnsins. Við nálguð-
umst þær með myndavélarnar á
lofti, því nú þóttumst við hafa
fengið meira tilefni til mynda-
tcku en nokkru sinni áður í
ferðalaginu. En þær hörfuðu
Séð yfir Dauðahaf. Saltskarirnar sjást greinilega.
hrútshorn, en lýðurinn rekið
upp heróp. Hrundu þá múrar
borgarinnar að sögn. Það eru
þessir múrar, sem grafnir hafa
verið upp. Biblían segir, að
ísraelsmenn hafi brennt borgina,
og heifa sézt þess glögg merki í
rústunum. Frá því segir í Jósúa-
bók, að Jósúa hafi lýst bölvun
yfir hverjum þeim, sem reisti
Jeríkó úr rústum. Reiði Jahve
hvíldi yfir staðnum, sökum þeirr-
ar spillingar, sem verið hafði
meðal borgarbúa. Þessum fyrir-
mælum var hlýtt í nokkrar aldir
eða allt til daga Baalsdýrkandans
Akabs konungs, en frá honum
segir í 1. Konungabók 16. Smátt
og smátt náði borgin fram til
mikillar velmegunar. — Kleó-
patra Egyptalandsdrottning fékk
eitt sinn Jeríkó að gjöf frá
Antoníusi hinum rómverska.
Drottningin kom sjálf til borgar-
innar í eitt skipti um 35 f. Kr.
til að líta eftir plantekrum sín-
um, en þar óx planta, sem hún
undan, sneru sér frá eða gengu
rakleiðis heim til sín aftur, engu
líkara en þær hefðu mætt árás-
arliði. Var nú komið til okkar
ferðalanganna og við alvarlega
áminnt um það að taka ekki
myndir þarna við brunninn, því
konum staðarins líkaði það ekki.
Og hver var ástæðan? Sú, að
myndavélin er auga djöfulsins.
og konurnar kærðu sig ekki um
að ánetjast honum á þennan
hátt. Þær eru sem sé allar Mú
hameðstrúar. Hræðslan á þessum
slóðum við „hið illa auga“ er
mjög útbreidd, ekki aðeins auga
myndavélarinnar, heldur og
manna og dularvera. Mikill hluti
fórnargjafa er gefinn í þeim til-
gangi að öðlast guðlegan styrk
til þess að standast vald og gjörn
inga „hins illa auga“. Og það
þarf ekki Múhameðstrúarfólk til
þarna austur frá. Grikkir óttast
mjög „hið illa auga“, þótt ekki
séu þeir hræddir við myndavél
ar. Þessi hjátrú er aðallega ríkj
hólmgöngu
orðlausir og
svona orðfimum
manni. Þeir urðu
lögðu niður rófuna. Þeir gátu
ekki borið neitt fram máli sínu
til stuðnings. Líklegt þykir mér,
að þetta hafi verið ráðabrugg,
fundið upp til þess að hafa út úr
okkur peninga fyrir að fá að
halda filmunum gegn mútum.
Við Jétum nú Djöfsa loka sínu
illa auga og gengum niður að
brunnunum. Aðallega voru þetta
ungar og brosmildar stúlkur,
sem þarna voru að sækja vatn.
Þær mösuðu og hlógu og gerðu
að gamni sínu. Þetta er þeirra
samkomustaður að kvöldlagi.
Ein roskin kona var þarna, og
virtist hún vera að reksa eitt-
hvað í hinum. En þótt stúlkurn-
ar hlæju, mösuðu og hnipptu
jafnvel hver í aðra, sátu krukk-
urnar og benzínbrúsarnir jafn-
stöðugir og óhagganlegir á koll-
inum á þeim. Þarna voru líka
arabískir karlmenn í skósíðum,
flaksandi kuflum. En það er
ekki þeirra starf að sækja vatn
í brunn og bera það í leirkrukku
á höfði sér. Það mundi þykja
viðburður hjá Aröbum og saga
til næsta bæjar. Þeir bera sitt
vatn í geitarskinnsbelgjum, ef á
þarf að halda. Þarna var líka
gömul kona, sem sat á steini við
veginn og virtist veita ferðafólk-
inu nána athygli. Hún klæddist
svörtum lörfum og var dulu vaf-
ið um höfuðið. Hana dró hún fyr-
ir andlitið öðru hverju, sérstak-
lega, ef henni þóttu komumenn
veita sér fullmikla athygli, og
sást þá ekkert nema augun út úr
umbúðunum. — Hún var eins og
skuggi, eins og hús, þar sem búið
er að draga alla hlera fyrir
glugga.
, Unglingspiltur, vel klæddur,
kom til mín og tók mig tali. Hann
talaði ágætlega ensku. Þegar
hann fékk að vita að við værum
norðan frá íslandi, vildi hann fá
nafn mitt,. en ég sagði honum,
eins og satt var, að ég væri ekki
með ritföng, þau væru úti í bíln-
um. Hann fylgdist með mér og
bað mig að gefa sér peninga. Ég
sagði, sem þó ekkd var satt, að ég
væri ekki með neina peninga á
mér, þeir væru líka úti í bílnum.
En um leið damlaði ég í ógáti á
vasa mína. „I hverju hringlar
þá?“ spurði stráksi.
Mér þótti, að aldrei hefði ég I
ferðalaginu sem nú komizt í
jafnnána snertingu við það líf,
sem lifað hefur verið í Austur-
löndum um áraþúsundir, og ein-
mitt þarna við brunninn í Jeríkó
þessa kvöldstund. Ég sá þarna
þjóðlífsmynd, ekki aðeins frá
dögum Krists, heldur örófi alda
fyrir hans burð. — Þessi brunn-
ur á sína sögu í Gamla testa-
mentinu. Elísa spámaður kom til
borgarinnar, og borgarmenn
sögðu við hann: „Borg þessi ligg-
ur að vísu vel, eins og þú sjálfur
sérð, herra, en vatnið er vont og
landið veldur því, að konur
fæða fyrir tímann. Hann sagði
við þá: Færið mér nýja skál og
látið í hana salt. Þeir gjörðu svo.
Og hann gekk út að uppsprettu
vatnsins, kastaði saltinu í hana
og mælti: Svo segir Drottinn: Ég
gjöri vatn þetta heilnæmt; upp
frá þessu skal það eigi valda
dauða né ótímaburði. Þá varð
vatnið heilnæmt samkvæmt orði
Elísa, því er hann hafði talað, og
er svo enn í dag“.
Nú var meir en kominn timi
til að yfirgefa þessa unaðslegu
gróðurvin og halda enn á ný út
á miskunnarlausa auðnina. Við
yfirgáfum mórberjatré og grát-
viðarlunda. Lágvaxnar eikur
með digra stofna sáust á stangli
og kyrkingslegir runnar. Við
mættum hirði, sem fylgdi hjörð
sinni eyrnasíðri og rófubústinni.
Hann hélt niður eftir. Ég minnt-
ist hjásetu minnar austur á
Rangárvöllum, þegar ég var 10
ára. Þá hlupu ærnar undir rof-
bakka, másandi og blásandi,
þegar heitir dagar voru og sól-
ríkir. Hvernig mun ánum líða
hér í þessari látlausu sólar-
breiskju alla daga? Uppi á sand-
öldu sást úlfaldalest, sem stefndi
í áttina til borgarinnar. Það var
eitthvað svo austurlenzkt við þá
sýn. Nú tók hálendi Júdeu við,
harðneskjulegt, hrjóstrugt og
þurrt. Þegar bíllinn ók yfir ása
og í brekkum hæða, sást græn
rönd E1 Ghor-dalsins og Dauða-
hafið, sem lá að baki með kyrr-
an flöt sinn og glergrænan. Nú
hafði hann fengið á sig dimm-
bjáan lit fjarlægðarinnar.
Það er erfitt að leggja vegi í
landslagi slíku sem hér er. Veg-
urinn verður að liggja í alls kon-
ar bugðum, vegna kletta og mis-
hæða. Víða er ekið í skorning-
um. Þetta hrikalega hrjóstur
hefur frá ómunatíð verið óska-
land ræningja og ofbeldismanna.
Hamraskútar og hellar á þessum
veglausu öræfum hafa verið
þeim athvarf. Náttúran sjálf hef-
ur búið þar til sannkölluð skálka
skjól. Eins og ránfuglar, sem
kasta sér yfir bráð sína, komu
illvirkjamir aðvífandi úr skúma-
skotum sínum, hlakkandi yfir
auðfengnum gróða, þegar auð-
menn og úlfaldalestir kaup-
manna áttu þarna leið um. Þá
voru átökin oft hörð og manns-
lífin ekki mikils virði. — Við
ökum fram hjá Gistihúsi hins
miskunnsama Samverja, sem
svo er nefnt. Það stendur á öldu-
hrygg, og er líklegt, að gistihús
hafi staðið þarna á Krists dögum
og enn lengra aftur I tímann.
Allt bendir til þess, að þaraa
hafi gistihúsið verið, sem Jesús
minnist á í dæmisögu sinni um
miskunnsama Samverjann. Og
hin gamla dæmisaga fær nýtt líf
í huga mínum: „Maður nokkur
ferðaðist frá Jerúsalem niður til
Jeriko, og hann féll í hendur
ræningjum, sem flettu hann klæð
um og börðu hann og fóru síðan
burt og létu hann eftir hálfdauð-
an<<- Um hinn miskunnsama
Samverja er þetta sagt meðal
annars: „Hann setti hann upp á
sinn eigin eyk og flutti hann til
gistihúss". Það hefði verið á-
nægjulegt að hafa tækifæri til
þess að staldra við andartak á
þessum stað, en til þess vinnst
ekki tími, því dagur er að kvöldi
kominn. Hér fram hjá þessu gisti
húsi hefur vegurinn alltaf legið.
Ég sé í hug mér þá mörgu, sem
gengið hafa þennan veg. Jesús
Framh. á bls. 16