Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 17
ijnugauagur £U. aprii u«03
« W Ktl/ÍTHI, 4 V I t»
17
Er grundvöllur fyrirjPál! S. Pálsson, skáld
óperu i Reykjavík?
Effir Vincenzo M. Demetz
Nýlega birtist í dagblaðinu
Vísi viðtal við leikarann og ó-
perusöngvarann, Jón Sigurbjörns
son. Hann kveður sér þar mynd-
arlega hljóð fyrir eigin hönd, og
annarra söngvara, söngkennara,
hljómsveitar, kórsöngvara, svo
og annarra, sem hlut eiga að
máli. Allt frá árinu 1955 hefur
Jón stundað söngnám hjá mér,
samtals meira en 4 ár. Þ>á varð
hann þess heiðurs aðnjótandi að
hljóta ítalskan ríkisstyrk til
framhaldsnáms, og í því sam-
bandi gafst honum tækifaeri til
að koma fram í 2 óperum á Ítalíu
við hinn bezta orðstír.
í viðtalinu í Vísi kom réttilega
fram allar óskir óperusöngvar-
ans, hvað snertir starfsþrá hans
og löngun til afreka og minnti
mig á, hvernig þær gæddust nýju
lífi hjá mér, er ég varð þeirrar
gleði aðnjótandi að mega hlaupa
undir bagga í óperunum Tosca
og Rigoletto hér í Reykjavík.
Ég leyfi mér í þessu sambandi
að vekja athygli á því, að hvern
einasta söngkennara dreymir um
að nemendur hans megi verða
miklir söngvarar, og meira að
segja óperusöngvarar, svo fram-
arlega sem hæfileikar þeirra
gefa tilefni til að ætla að svo
mætti verða. Á sama hátt mun
alla söngmenn dreyma um að
verða ljóða,- oratorium,- óper-
ettu- og óperusöngvarar, um leið
og þeir skynja og skilja, að í
þeim búi efni til slíks. Aðrir
setja sér það mark að verða góð-
ir dægurlagasöngvarar eða fyrir-
myndar kórsöngvarar. Sams kon-
ar óskir og drauma bera einnig
í brjósti upprennandi píanóleik-
arar, fiðluleikarar, hljómsveitar
stjórar o.s.frv. Þeir þrá að ná
því marki að halda hljómleika í
fullsetnum húsum áheyrenda, um
kringdir voldugri hljómsveit.
Tónskáldin bíða einnig með eftir
væntingu þeirrar stundar, að
verk þeirra verði flutt með mikl
um glæsibrag. Á vorum tímum
eru tólf fóna- og rafeindatón-
spekingarnir þar engar undan-
tekningar.
Draumur Jóns Sigurbjörnsson-
ar og söngkennara hans hefur
rætzt að því marki, að hann get-
ur nú með fullum rétti kallað
sig óperusöngvara. En þá hefst
hinni nýi draumur óperusöngv-
arans: Ópera í Reykjavík. Við
óskum þess öll af hjarta, að svo
megi verða, en í því sambandi er
margs að gæta. Ævintýrið kostar
mikinn tíma, mikla vinnu og enn
þá meira fé.
Tími og vinna
Ég hefi margs sinnis heyrt
fræga söngkennara og hljóm-
aveitarstjóra halda því fram, að
skilyrði góðs óperuflutnings séu
bundin því, þó þaulvanir söngv-
arar eigi í hlut, að æfingatíminn
mælist ekki í vikum, heldur
mánuðum. Söngvarinn verður
með þrotlausri vinnu að leysa
hin tæknilegu vandamál söngs-
ins. Hann verður að byggja við-
fangsefnin tón fyrir tón inn í
raddfærin, ef svo má að orði
kveða. Og þó vofir sú hætta yfir,
*ð honum fatist í viðureigninni
viS hæstu tónana. Söngvarinn
verður einnig að laða sig eftir
eðli, aldri og uppruna hlutverks-
ins. Svo fullkomnum tökum þarf
hann að ná á tónlistinni, að leik-
urinn geti orðið honum léttur og
eðlilegur. Nú á dögum vill eng-
lnn sjá eða heyra söngvara, sem
stendur eins og drumbur á svið-
inu og hreyfir sig eins og lög-
reglumaður í umferðarstjórn, þó
*ð það sé viðeigandi og geti ver-
ið fallegt á sinum stað. '
Hvers vegna vinnur fjöldi
hinna frægustu óperusöngvara
jafnvel 6—7 tíma á dag að hlut-
veikum sínum, og ai hverju
leita þeir flestir til söngkenn-
ara, þegar svo stendur á? Tví-
mælalaust vegna þess, að þeir
telja listamannssæmd sinni mis-
boðið með öðru en því, að bjóða
áheyrendum aðeins hina beztu
og fullkomnustu túlkun, sem tök
eru á.
Margir, sem eitthvað kunna í
tónlist, telja það fjarstæðu, að
hinir óbrotnustu áheyrendur
skynji ósjálfrátt, hvað er full-
komin list og greind milli þess,
sem er gott, miður gott og lélegt,
Vincenzo M. Demetz
en svona er það nú samt, ham-
ingjunni sé lof, vegna þess að
margir gagnrýnendur, sérstak-
lega hinir ungu óreyndari, mega
ekki án þess lifa að trufla með-
fædda tilfinningu hins ólærða
áheyranda, með því að grýta og
bölsótast út af smæstu misfell-
um, sem engu máli skipta, og
leita að þeim eins og nál í hey-
stakki. Á þennan hátt finnst þeim
þeir e.t.v. vera að hefja sig upp
á hátind menningarinnar og lýsa
fullkomnun sinni og flekkleysL
Einasta vörnin er: Mikill tími,
mikil vnna og þrotlausar æfing-
ar.
Eittfhvert bezta fordæmi frá-
bærrar samvizkusemi og list-
rænnar vinnu hefur sennilega
tenórsöngvarinn Aureliano Per-
tile, gefið okkur. Um leið og
Toskanini hafði ákveðið honum
hlutverk, gekk Pertile í bóka-
söfnin til að kynna sér allt varð-
andi sögulegan uppruna þess og
sköpun persónanna. >ví næst
lærði hann textann utan að, en
að því loknu leitaði hann til
Ermete Zacconi, einhvers fremsta
leikara Ítalíu, sem þá var uppL
til þess að temja sér fullkomna
meðferð hans, og að hvert orð
kæmi fram meitlað og skýrt. Þá
fyrst tók hann að fást við tón-
list óperunnar. Það hljómar sem
ævintýri, en hver sem einu sinni
naut túlkunar hans, gleymdi
honum aldrei.
Þó við lifum á hraðans og ann-
anna öld, er þó gamli málshátt-
urinn ennþá miskunnarlaust í
gildi: Það verður hverjum að
list, sem hann leikur.
Einhver mesti óperusöngvari
vorra tíma, Franco Corelli, hlaut
nýverið óvenjulegt lof fyrir fá-
dæma vandaðan undkbúning og
glæsilegt söngafrek í óperunni II
Trovatore, við Scalaóperuna.
Hagyrðingar leyfa sér að mæli
vísur af munni fram. Þess konar
listtúlkun leyfir hinn mikli lista-
maður sér ógjarnan og helzt
ekki. Og því skyldu ekki þeir,
sem listir iðka, fara að dæmi
hans?
Ég hef orðið þess var, að ís-
lendingar kunna að gera strangar
kröfur og fordæma það, sem
ekki er fullkomin list, jafnvel á
nemendatónleikum, þar sem ekki
verður þó með sanngirni krafizt,
að komizt verði hjá óhöppum og
mistökum.
Yrðu fluttar hér 3 óperur á ári,
hefði það í för með sér að
minnsta kosti tveggja mánaða
undirbúnings- og æfingatíma
fyrir hverja óperu, með þeim
einöngvurum og kórfólki, sem
við höfum á að skipa. Helzt
lengri tíma, ef vel ætti að vera.
Hvað margar sýningar koma svo
til greina? Það mættu ekki vera
færri en 20 sýningar á hverri
óperu, ef vel ætti að fara, en þá
bættust þar 3 mánuðir við undir-
búningstímann. Sem sagt: Mikill
tími og mikil vinna.
Kostnaður
Hvað kostar óperusýning í
Reykjavík á kvöldi með öllu
því, sem hún krefst, húsaleigu,
kórs, búninga, leiktjalda, hljóm-
sveitar, hljómsveitarstjóra, æf-
inga o.s.frv.? Sennilega 80—
90.000,00 kr., eða jafnvel enniþá
meira.
Segjum svo, að góður erlendur
söngvari væri fenginn og myndu
þá bætast við 7—8 þúsund kr. á
kvöldi, í laun hans, ferðir og
dvalarkostnað. Hvar á að flytja
óperurnar? Er Þjóðleikhúsið,
með síha fastráðnu leikara, reiðu
búið að fórna 60—50—40— eða
aðeins 30 kvöldum í þágu þess-
ara óperu- eða óperettusýninga,
auk tímans, sem fer í hina ár-
legu óperu- eða óperettusýningu
þess sjálfs? Kæmi til greina að
skera niður leiksýningar þess,
sem þessu næmi? Hvað er hægt
að sýna í Iðnó eða Tjarnarbæ?
(En meðal annarra orða: Hjart-
ans þakkir fyrir ágætan leik og
verkefnaval Musica Nova í Tjarn
arbæ). Hvað er framkvæman-
legt í Háskólabíói og Austurbæj-
arbíói annað en óperuflutningur
í hljómleikaformi?
Já, það þarf ógrynni fjár til
þess að framkvæma hugmynd
ina og drauminn um stóraukinn
óperuflutning í Reykjavík.
Að öllu samanlögðu og yfir-
veguðu, án nokkurrar tilfinn
igasemi, væri slikt fyrirtæki á-
hættusamt og næstum óhugs
andi, án ríflegra rikisstyrkja
eða mikilla framlaga frá fjár-
sterkum óperuaðdáendum. Áuk
þess þyrftu þessar sýningar að
vera sérstaklega vandaðar, ef á-
heyrendafjöldinn úr 75 þúsund
íbúa borg og umhverfi hennar,
ætti að nægja til að standa
straum af, þó ekki væri nema %
hlutum kostnaðarins. Og fer það
ekki oftast svo í leikhúsrekstr
inum, að ágóði eins árs marg
ézt upp á því næsta?
Sem erlendur söngkennari vil
ég leyfa mér að bera fram al-
gerlega hlutlausa uppástungu —
í von um að hún mætti verða is-
lenzkum söngvurum gagnleg á-
bending. — En mér er kunnugt
um, að þeir stofnuðu með sér
samtök í fyrra í þeim tilgangi
að koma fótum undir starfsemi
sína og rétta sinn hlut sem söngv
ara.
Ég brá mér, ekki alls fyrir
löngu, inn í íþrótahöllina, sem nú
er í smíðum, og þegar ég var að
skoða hana datt mér í hug: Hér
er hægt að korna upp óperusýn-
ingum, með miklu meiri áheyr-
endafjölda á hverri sýningu en
kostur er annars staðar, og senni
lega við ágæt hljómburðarskil-
yrðL Eins og sakir standa, má
telja næstum óhugsandi að reisa
óperuhús í Reykjavík. En vilja
nú ekki listin og íþróttirnar
tengjast vinarböndum og leysa
þennan vanda, þar til öðruvísi
skipast?
Við skulum vera bjartsýn og
treysta því að fiskurinn og aðr
ar auðlindir þessa ævintýralands
er bíða lítt nýttar, svo að segja
við hvers manns dyr, megi senn
koma málinu til bjargar.
Nú sendi ég orð Jóns Sigur-
björnssonar, eins bezta nemanda
míns, að nýju til flugs í trausti
þess að þau verði ekki gleymsk
unni og sinnuleysinu að bráð.
Fæddur 17. september 1882.
Dáinn 6. janúar 1963.
Láts þessa merka og ágæta
manns var fyrir nokkru getið
hér í blaðinu örfáum orðum, en
full ástæða er til að minnast
hans nánar.
Hann var fæddur að Norður-
Reykjum í Hálsasveit í Borgar-
firði, og ólst þar upp með for-
eldrum sínum, Skarphéðni bónda
sleifssyni og Sigurbjörgu Helga-
dóttur, konu hans. Unni Páll
heitt átthögum sínum og kenndi
siðar eitt safn Ijóða spna við
Norður-Reyki. Eru sum beztu
kvæði hans þeim helguð. Þeir
voru fjórir Norður-Reykja-bræð-
ur, allir skáldmæltir: Hjörtur,
Jónas, Páll og Kristján, og hafa
birzt eftir þá alla ýmis ljóð.
Leið þeirra og móður þeirra lá
vestur um haf. Var þá Páll á 18.
ári. Okkur stallbræðrum hans
var söknuður að brottför hans
en tryggð hélt hann við okkur
til æfilotka. Það var eins og
heimahagarnir og fólkið rynni
saman í eitt í huga honum. Hann
gat töfrað fram fegurð náttúr-
unnar í búningi sumars og vetr-
ar og dregið upp ljósar og lif-
andi rnyndir af vinum hans þar.
Um ýmsa þeirra orti hann minn-
ingarljóð, og eitt hið síðasta um
háaldraðan bónda í Reykholts-
dal, mjög fagurt.
Leiðir okkar lágu saman vest-
an hafs þrisvar sinnum. Kynnt-
ist ég þá konu hans, frú Ólínu
Egilsdóttur frá Borgarfirði eystra
og heimili þeirra. En það stóð
lengst af í Winnipeg, þar sem
Páll starfaði fyrir blaðið Heims-
kringlu. Það var frábært að
rausn og gestrisni og hvers kon-
ar myndarskap. Mátti telja það
eina af höfuðmiðstöðum félags-
lífs íslendinga í Winnipeg. Þar
var oft fjölmennL og leið öllum
vel.
En mestu þótti mér varða um
íslenzkan vorblæ, sem þar ríkti,
og hefi ég ekki fundið annars
staðar heitari ættjarðarást en
þeirra hjóna. ísland var þeim
Landið helga.
Frú Ólína hafði með sér heim-
an að nokkuð af mold, sem varp*
skyldi á sínum tíma á kistur
þeirra hjóna og náinna ástvina
þeirra í Vesturheimi. ísland var
umræðuefni þeirra, landið og
þjóðin, nútíma hagur og framtíð.
Ástin til þess var dýpsti tónninn
í hörpu Páls. Heima hjá honum
vorum við líka heima á íslandi.
Ástarjátning hans var þessi:
Já, þú er ísland ódauðleika háð,
svo aldrei muntu fyrnast börn-
um þínum,
og um þig verða ótal kvæði skráð
um aldaraðir, þó við flestum
týnum,
svo þó oss skilji lögur bæði og
láð,
í ljóði og söng við minning þína
krýnum.
Þau hjónin þráðu það mjög að
heimsækja fsland og vini sína
þar, og loks gátu þau það sáman
sumarið 1954. Ferðin varð þeim
unaðsleg, og gaf Páll út minn-
ingar sínar frá henni. Hann sá
eins og Stephan G., íslands hvítu
móðurhönd og fann, hve hún var
hlý og góð.
Aðrar kvæðabækur Páls eru
Skilarétt og Eftirleit. Virðist
hann hafa orðið því betra skáld,
sem árin færðust meir yfir hann,
og eru mörg góð kvæði frá efstu
árum hans. Hann var prýðilega
gáfaður og einlægur trúmaður,
víðsýnn og bjartsýnn. Hann var
viðkvæmur í lund og sannur ,
vinur vina sinna. Naut hann
mikils ástríkis konu sinnar,
dóttur og dótturbarna.
Fyrir því taldi hann sig til
æfiloka mikinn gæfumann.
Árið 1952 fluttu þau hjónin al-
farin frá Winnipeg til Gimli I
Nýja íslandi og dvöldust þar upp
frá því. Þau nefndu húsið sitt
litla Álfaborg, eftir Álfaborginni
í Borgarfirði eystra, og áttu þar
saman björt og unaðsleg ár í
skini kvöldroðans.
Lýsi honum og ástvinum hans
huggun trúarinnar:
Sól rís að morgni. Andar, sem
unnast, fá aftur að finnast á feg-
ins degi, þar sem Guð er allt i
öllu og dauðinn mun ekki fram-
ar til vera.
Ásmundur Guðmundsson.
íslendingar sprengja
jarðgöng á Grænlandi
Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ kom
'hingað til lands Guðjón Stein-
grímsson, rafvirki frá fyrirtæk-
inu Pihl & Son í Danmörku. Er
Guðjón á leið til Godthaab á
Grænlandi þar sem hann mun
ásamt tveimur íslendingum öðr-
um . vinna að lagningu stórrar
vatnsleiðslu ofan úr fjöllum til
'handa fiskiðjuverum staðarins.
Er hér um mikið verk að ræða,
og verða m. a. sprengd þrenn
jarðgöng, 150 til 300 metra löng.
Þeim hluta verksins m-un stjórna
Hörður Magnússon, sem undan-
farin tvö ár hefur stjórnað
sprengingum jarðganga í Fær-
eyjum. Þriðji íslendingurinn við
verkið verður Magnús sonur
Guðjóns.
Guðjón Steingrímsson skýrði
fréttamanrti Mbl. svo frá að
vatnsleiðslan í Godthaab ætti að
verða 3 km. löng. Mundi verkið
hefjast um 20. þ. m. og væri
ráðgert að því mundi ljúka á
‘5 mánuðum.
Guðjón Steingrímsson hefur
starfað hjá Pihl & Son í 14 ár,
lengst af hér heima, þar sem
hann hefur m. a. unnið að bygg-
ingu allra aflsstöðvanna við Sog.
Sl. tvö ár hefur Guðjón starfað
á vegum fyrirtækisins í Dan-
mörku.
— Évtúsenkó
Framhald af bls. 12
láta og umhyggjusama röd'd
flokksins nær til hinna
skapandi gáfumanna, gefur
þeim tækifæri til þess að
hugsa um þýðingarmesta
verkefnið, sem bíður þeirra
í heimi listanna og aukinn
styrk í baráttu þeirra fyrir
kommúnismanum. Við höfum
og munum eftirleiðis hafa
einn og aðeins einn andleg-
an leiðtoga þjóðarinnar og
æskunnar, hinn öfluga komm
únistaflokk vorn.“