Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 20
20
MORGL'NTtLAÐlÐ
Laugardagur 20. apríl 1963.
Enn um flugvallar-
mál frá A til Z
Aðalfundur Frí-
ksrkjus afnaðar
>AÐ er einkenni lýðræðisþjóð-
íélags, að skoðana- og málfrelsi
er í heiðri haft, og þess vegna
gefast tækifæri til að kryfja ein-
stök mál til mergjar.
Flugvallarmál Reykjavíkur
ihefur borið all hátt í riti og
ræðum manna að undanförnu.
Þau hafa fengið á sig blæ kapp-
ræðna, þar sem misjafnar skoð-
anir hafa komið fram, oft íneira
af kappi en forsjá.
Það má ef til vill segja um
okkur „leikmennina“ að á okkur
sé ekki mark takandi um tækni-
leg og sérfræðileg atriði. í þessu
máli má þó segja að við getum
vel við unað, því margir hinna
sérfróðu manna um flugvallar-
mál hafa svo rækilega undir-
strikað okkar álit, að á betra
varð ekki kosið. Blöðin hafa leit-
að álits sérfræðinga um þessi
mál og þar hafa margar og mis-
jafnar skoðanir komið fram.
Bæði flugstjórar, flugmenn,
viðgerðarmenn flugvéla og aðrir
hafa ófeimið látið þá skoðun í
ljós, að Reykjavíkurflugvöllur sé
ekki fær um að gegna því hlut-
verki, sem honum er ætlað.
>að sem kom mér til að stinga
niður pænna um þessi mál, er
ekki það, að ég telji mig öðrum
fróðari um þau, heldur hitt, að
ég taldi vitneskju almennings
um þau, að mestu frá einni hlið,
komna út á all hála braut. Ör-
yggismál Reykvíkinga og allra
farþega er þar fara um völlinn
eru engin einkamál eins eða
fárra manna, þau varða þjóðina
alla. Öryggismál fámennrar þjóð-
ar mega aldrei verða að ósk-
hyggju, sem stangast á við stað-
reyndir.
Ég efast ekki um það, að álit
manna eins og Jóhannesar Mark-
ússonar yfirflugstjóra Loftleiða,
sem hefur langa reynslu að bajci,
hlýtur að verða þungt á metum
í þessu tilfelli. Þar er enginn
„leikmaður" á ferð. Sama má
segja um grein Brands Tómas-
sonar yfirflugvirkja hjá Flugfé-
lagi íslands. Það efast enginn
maður um að þessir menn viti
ekki hvað þeir eru að segja.
Brandur undirstrikar það sem ég
sagði í grein um þessi mál í
Morgunblaðinu 6. marz sl„ hvað
Viðkemur hindrunum og annað
er varðar öryggismál vallarins.
Aðflugsskilyrði, brautalengd,
hindranir og annað öryggi varðar
er að hans dómi í fullu samræmi
við það sem ég sagði um þetta
í áður áminntri grein. Allt þetta
stangast all verulega á við það,
sem flugmálastjóri sagði þjóð-
inni á blaðamannafundinum
fræga í útvarpinu á dögunum.
Þar er spu.rt: „En í samibandi við
öryggið flugmálastjóri, ég hef
heyrt flugmenn tala um það að
þeir telji alls ekki að öllu öryggi
sé íullnægt með því að lenda
hér á Cloudmastervélum“. „Það
er ekki rétt, segir flugmálastjóri,
og ég vildi mjög undirstrika það
eð ég skal með mestu ánægju
mæta þeim flugmanni eða flug-
mönnum, sem halda því fram.
Með stuttu millibili fæ ég frá mín
llm starfsbræðrum í austri og
vestri færustu sérfræðinga, sem
þeir hafa í þessum öryggismál-.
um og s.l. vor var hér starfandi
hjá okkur einn af allra færustu
sérfræðingum flugmálastjórnar-
Snnar bandarísku í þessu. Hann
fór yfir þetta mjög nákvæmlega
frá A til Z og það var ekki eitt
einasta atriði, sem ekki var full-
komlega innan réttra reglna.
Þetta er því alveg út í bálinn".
Nú hefur flugmálastjóri séð
framan í þessa flugmenn á eftir-
minnilegan hátt, svo ekki verður
um villzt, að þeir eru honum
ekki sammála um öryggisreglurn-
ar. Það er þá ekki nema eðli-
legt að „leikmaður" spurji: Er
hugsanlegt að þaulvanir flug-
menn og starfsmenn flugmála
viti ekki um hvað þeir
eru að tala? Ég get ekki
betur séð, eftir ummæli
þessara manna, sem stang
I ast svo algjörlega við ti-
færð ummæli flugmála-
stjóra en hann sé neydd-
ur til að afsanna þau, eða láta
þögnina geyma sitt samþykki að
öðrum kosti. Raunar hefur hann
nú þegar tekið síðari kostinn með
því að neita að svara spurning-
um blaðamanna um þessi mál
opinberlega. Hann segir að einn
allra færasti sérfræðingur Banda-
ríkjanna hafi farið yfir þetta frá
A til Z. Okkar stafróf er þremur
stöfum lengra og eftir ummælum
áðurnefndra flugmanna og flug-
starfmanna má lesa úr þrem síð-
ustu stöfum stafrófsins þetta:
Þol brautanna er lélegt vegna
veikrar undirstöðu.
Æskilegir stækkunarmöguleik-
ar ekki fyrir hendi. /
Öryggismálin ekki í samræmi
við reglur alþjóðaflugmálastofn-
unar.
Brandur Tómasson segir í upp-
hafi greinar sinnar: „Ég er ásamt
mörgum öðrum mönnum, sem að
flugmálum starfa, orðinn ugg-
andi útaf flugvallarmálum höfuð
borgarinnar, og ekki síst vegna
þess algjöra stefnuleysis, sem
virðist ríkja í þeim málum. Við
sem störfum á flugvellinum að
staðaldri sjáum það. ljóslega að
þar er svo mörgu ábótavant að
furðu sætir að ekki skuli vera
hafizt handa fyrir löngu síðan
um að byggja nýjan flugvöll, þar
sem alþjóða öryggisreglum er
fullnægt“. Síðan telur hann upp
lið fyrir lið í hverju öryggis-
málunum er áfátt.
Mig langar til að nefna aðeins
tvö atriði í grein vinar míns Jó-
hannesar Snorrasonar. Hann tel
ur upp vegalengdir í kílómetrum
í nokkrum stórborgum Evrópu
frá borg til flugvallar. S4 saman
burður er gerður til að sýna
fram á hver fjarstæða er að nota
Keflavíkurflugvöll. Það lítur vel
út á pappínum að sýna fjarskyld
ar tölur og telja sig sanna með
þeim að leiðin hingað suðureftir
sé frá tvisvar til fjórum sinnum
lengri en í/'þeim borgum, sem
hann til tekur. Hann sagði hins
vegar ekki frá því, að þessar
vegalengdir. sem hann nefnir eru
frá tvisvar til fjórum sinnum
seinfarnari en leiðin frá Reykja-
vík til Keflavíkur vegna geysi-
legrar umferðar. Þetta vita hins
vegar þeir, sem hafa þurft að
ferðast um þessa staði.
Annað, sem hann nefnir, til
þess að vekja tortryggni á nýja
veginum til Keflavíkur var það,
að nú þegar — hafa orðið á hon-
um tvö bifreiðaslys. Að draga það
fram, er að mínum dómi mikill
skortur á háttvísi, og mig rak
í rogastanz er ég sá það koma
úr penna Jóhannesar Snorrason
ar. Þessi slys urðu bæði fyrir-
villimannslegan akstur bílóðra
unglinga. Annan þeirra sögðu
blöðin að hefði verið nýbúið að
taka fyrir 110 km. hraða á Miklu
braut nokkru áður. Þegar svona
langt er seilzt til raka, á mál-
staðurinn orðið erfitt uppdrátt-
ar.
Gunnar Sigurðsson flugvallar-
stjóri í Eaykjavík telur unnt að
gera 12000 feta langa braut á
núverandi Reykjavíkurflugvelli
með litlum tilkostnaði. Ég býst
við að hann sé einn um það álit
og læt hann um að dunda við að
leysa það verkefni. Dreg þetta
aðeins fram sem samnefnara á
allt hans langa mál í Morgun-
blaðinu.
Þórarinn Jónsson kemur fram
á ritvöllinn í dag og segir. „Hitt
er svo annað mál, að í þessum
blaðagreinum hefur verið látið
að því liggja, að mikil hætta sé
borgarbúum búin vegna stað-
setningar flugvallarins og hafa
þessi skrif vakið talsverðan ugg
hjá mörgum. Þessi skrif eru
heldur óviðkunnanleg, sérstak-
lega þegar menn, sem takmark-
aða þekkingu hafa á þessum mál
um koma fram með fullyrðing-
ar sem hafa við lítil rök að
styðjast. í einu dagblaðanna seg-
ir greinarhöfundur að hann vilji
ekki hugsa þá hugsun til enda,
ef einn hreyfill þessara flugvéla
bilaði, þegar hún væri að hefja
sig til flugs, en það er einmitt
þetta, sem kom mér til að skrifa
þessar línur“.
Út frá þessum orðum mínum
leggur Þórarinn í tvegigja dálka
grein. Eg vil strax undirstrika
það, að ég hef aldrei í greinum
mínum sneitt að íslenzkum flug
mönnum, tel þá þvert á móti
muni vera á heimsmælikvarða
góðir flugmenn, sem m.a. hafa
fengið óvenjulega góða þjálfun
við erfið skilyrði í okkar vinda
sama og fjöllótta landi. Hins veg
ar eru það óvenjulegu aðstæðurn
ar, sem hér geta komið til greina
eins og hvar annarsstaðar, þar
sem flugslys hafa borið að
höndum, við margfalt betri flug
skilyrði en hér eru fyrir hendi.
Það er kannske kaldhæðni ör-
laganna, að í sama blaði og Þór
arinn skrifar grein sína birtist á
öftustu síðu fjögra dálka mynd
af flugvél, sem klesstist niður á
húsþök. Undir myndinni stendur
þetta: „Þessi óvenjulega mynd
sýnir, hvernig reynsluflugi lauk
við Gloucester á Englandi um
miðja vikuna. Flugmennirnir
tveir er létu lífið í slysinu voru
að æfingu með annan hreyfil vél
arinnar í gangi, en höfðu stöðvað
hinn. Þá brást sá er gekk.
Straukst flugvélin við skólahús
og lenti á þaki í nágrenninu.
Þrennt var í húsinu, sem vélin
rakst á, en enginn lét lífið utan
flugmennirnir.“
Þetta veit Þórarinn og allir að
alls staðar getur hent, en hvar
er hættan samt mest, ef ekki
þar, sem flugvöllur er staðsettur
inni í miðri borg, þar sem flug-
tak stórra véla af stuttum braut
um er beina línu yfir íbúðar-
hverfi.
Þórarinn spyr: „Hvað halda
menn að flugfélögin og loftferða
eftirlitið sé að gera? Halda þeir
raunverulega að menn hafi ekki
gert sér grein fyrir afleiðingum
ef hreyfill bilar í flugtaki? Trúir
fólk því í raun og veru, að flug
félögin og flugmálastjórnin leiki
sér þannig að hættunni?"
Eg vil í beinu tilefni af þessu
spyrja Þórarin og aðra flug-
stjórnarmenn: Teljið þið að flug
stjórnarmenn í Gloucester og ann
ars staðar sem svipuð slys hafa
átt sér stað, hafi verið að leika
-sér að hættunni?
Gæfa okkar er slík til þessa, að
ekkert svipað þessu hefur komið
fyrir hjá okkur. Kæmi það hins
vegar fyrir, sem allir góðir og
réttsýnir menn vona að ekki
verði, eru þá allir lausir við
ábyrgð?
Það er þetta, sem ég Og aðrir
eru að benda á, hvernig sem
reynt er að snúa útúr orðum
okkar og vega 'og meta okkar
þekkingarleysi.
Keflavíkurflugvelli 30/3 1963.
Þórður E. Halldórsson
SJÖTÍU OG FIMM ár eru nú lið-
in frá því að Leikfélag Sauðár-
króks, hið eldra, var stofnað. 16
menn undirskrifuðu stofnskrá fé-
lagsins, en aðalhvatamenn að
stofnun félagsins munu hafa verið
þeir kaupmennirnir Valgarð
Claessen og Popp eldri. Stofndag
urinn var 13. apríl 1888.
Leikfélagið starfaði til ársins
1907, en þá var því formlega slit-
ið. Leikstarfsemi lagðist þó aldrei
niður, enda hafa Sauðkræklingar
jafnan staðið framarlega í hvers
kyns félagsstarfsemi, og þá ekki
sízt leikli^t.
Leikfélág Sauðárkróks var end
SEXTUGASTI og þriðji aðal-
fundur Fríkirkjusafnaðartns í
Reykjavík var haldinn sunnudag
inn 24. marz 1963 í FríkirkjunnL
Fundarstjóri var kjörinn Óskar
B. Erlendsson, lyfjafræðingur og
fundarritari Siguroddur Magnús
son, rafvirkjameistarL
í fundarbyrjun minntist prest
ur safnaðarins þeirra safnaðar-
manna er látizt höfðu á árinu og
tóku safnaðarmenn undir þau
orð með því að rísa úr sætum.
Úr skýrslu formanns
safnaðarins:
Rekstrarafkoma safnaðarins var
góð á árinu og tekjuafgangur
viðunandi, eftir að afskriftir
höfðu verið frádregnar. Við-
haldskostnaður með mesta móti
þar sem gagnger viðgerð hafði
farið fram á kirkjunni að utan
og mun kirkjan verða máluð á
komandi sumrL
Eignin Njálsgata 41 var seld
Borgarsjóði á sl. ári. Söluverðið
var kr.- 300.000,00, sem skiptist
til helminga ipilli Hallgríms-
kirkju og Fríkirkjunnar. Var
andvirðinu bætt við hina rausn-
arlegu dánargjöf frú Sigríðar
heitinnar Tómasdóttur, og nem-
ur gjöfin nú kr. 171.533,14.
Fræðslunefnd Safnaðarins
gekkst fyrir samkomu í kirkj-
unni 25. maí sl. Meðal annars
flutti Páll Kolka, læknir, afar
fróðlegt erindi um þróun kristn-
innar hér á landi, organisti flutti
verk eftir Bach, kirkjukórinn,
ásamt einsöngvara, skemmti o.s.
frv.
Bréf barst frá Kvenfélagi Frí-
kirkjunnar, þar sem félagskonur
bjóðast til að láta mála kirkj-
una að innan og standa straum
af öllum kostnaði. Var þessu veg
lega boði tekið með þökkum.
Fær söfnuðurinn seint fullþakk-
að kvenfélaginu allar þær rausn-
arlegu gjafir og aðstoð, sem það
h^fur veitt kirkju sinni bæði
fyrr og síðar.
Bræðrafélag Fríkirkjusafnað-
arins hefur boðizt til að láta
mála kirkjuna að utan og greiða
allan kostnaðinn. Hefur Bræðra-
félagið ávallt verið boðið og búið
til að leggja lið sitt öllum fram-
kvæmdum, kirkju sinni til fegr-
unar og blessunar.
Slippfélagið í Reykjavik hefur
lofað að gefa söfnuðinum alla
utanhússmálninguna. Var þessi
rausnarlega gjöf þökkuð af heil-
um hug.
Nefnd hefur verið skipuð til
að athuga sætabúnað í kirkj-
unni og möguleika á því að
kaupa nýjan sætabúnað líkt og
er í Neskirkju. Leitað verður til
safnaðarfólks um fjárhagsaðstoð,
með það fyrir augum að safnað-
armenn og konur gefi sem svar-
ar andvirði eins eða tveggja
sæta. Mikill áhugi ríkir meðal
safnaðarmanna um að þessar
framkvæmdir megi takast. Nefnd
urvakið árið 1941 og hefur starf-
semi þess verið í blóma síðan. Nú
verandi stjórn þess skipa: Kári
Jónsson, formaður, Jónas Þór Páls
son, ritari og Kristján Skarphéð
insson, gjaldkeri.
Vegna afmælisins hafði leikfé-
lagið sérstaka hátíðasýningu 31.
marz. Leikinn var „Fjalla-Eyvind
ur“. Með hlutverk fóru: Kári
Jónsson, Eva Snæbjörnsdóttir og
Haukur Þorsteinsson.
í tilefni afmælisins var afhjúp
uð brjóstmynd af Sigurði Guð-
mundssyni málara á Sauðárkróki,
en hann fæddist á Hellulandi fyr
ir 130 árum.
ina skipa Kristján Siggeirsson,
formaður; Vilhjálmur Árnason,
frú Pálína Þorfinnsdóttir, frú
Elín Þorkelsdóttir og Friðsteinn
Jónsson.
Úr safnaðarstjórn áttu að
ganga Þorsteinn J. Sigurðsson,
kaupmaður, og Magnús . Brynj-
ólfsson, forstjóri. Voru þeir báð-
ir endurkjörnir.
Safnaðarstjórnin er nú þannig
skipuð: Kristján Siggeirsson, for-
maður, Valdemar Þórðarson,
varaform., Magnús . Brynjólfs-
son, ritarL frú Ingibjörg Stein-
grimsdóttir, frú Pálína Þorfinns-
dóttir, Vilhjálmur Árnason, Þor-
steinn . Sigurðsson. Varamenn:
Óskar B. Erlendsson og Magnús
Blöndal Jóhannesson.
Um heyverkun
Framhald á bls. 19.
unum, færa það upp fyrir hey-
brúnina í turninum og ganga
frá því aftur eins og áður. Einn-
ig þarf að losa vírnetið úr
strompinum, með því að kippa
upp járnteininum og færa það
upp á móts við hið fyrrnefnda.
Að því búnu er haegt að taka á
móti heyi að nýju, fylla upp
næsta turnsmótið og byggja
turnínn upp á nýjan leik. Þannig
héldi verkið áfram, með eina
heyfæruna af annarri, þar til
heyturninn væri kominn í þá
hæð, er þurfa þætti hverju sinnL
Að nokkrum dögum liðnum
frá því að gengið hefur verið frá
heyinu í turninum, fer hiti og
gerð að koma fram í því. Hvort
tveggja heldur jafnan áfram að
aukast næstu daga um nokkurn
tíma. Til þess að koma í veg
fyrir að sú þróun gangi
lengra en góðu hófi gegnir, hafa
tilraunir leitt í Ijós, að með því
að greiða fyrir útrás hitagufunn-
ar í heyinu, minnki gerðin í þvi
að meira eða minna leyti, og fóð-
urefnatapinu er þar með minni
hætta búin en ella.
Ljóst má vera af framansögðu,
að breidd turnveggsins skiptir
miklu máli í umræddu sambandL
Þó hún hafi hér verið tilgreind
2,10 m, er ekki hægt að segja ná-
kvæmlega þar um, án frekari
reynslu, enda færi það nokkuð
eftir heytegundum o.flí, hverju
sinni. Nokkurn veginn rétt hug-
mynd um breidd veggsins, er
samt mikilvægt atriði í þessu
sambandi.
Þegar grasþurrt hey, eða eftir
lítinn þerrL hefur staðið nokkra
daga í heyturninum, fer hiti og
gerð að verka í því. Eftir því
sem hitinn færi hærra, ornar
heyið tilsvarandi meira eða
minna. Þegar hann hefur komizt
upp í 70—80 gráður C, dökkornar
heyið, samkvæmt fyrrnefndum
tilraunum. Og við það hefur
tapazt fóðurgildL að nokkru
leyti. Við læg'ra hitastig en hið
fyrrnefnda, ornar heyið tilsvar-
andi minna en áður. Þegar hér
væri miðað við nokikurn veginn
ljósornaða töðu, og því mark-
miði, ætti að vera auðvelt að ná
með því að notfæra sér heppilegt
heyturnsform o.fl. aðgerðir, sem
að því stuðla, má fullyrða, að
nothæfni brúnheysverkunar er
er vel borgið hér á landi. Því
samkvæmt gamalli notkun hefur
léttornuð taða reynst lystugt og
kjarngott fóður handa mjólkur-
kúm og öðrum búpeningi, sem
til greina kemur, í því tillitL
Heystrompa ættu bændur að
notfæra sér í óþurrkatíð, þegar
laklega þurrúm heyjum hefur
verið dembt í hlöður, og hætt er
við að eldur geti brotizt út i
þeim, fyrr eða síðar. í heystromp
um myndast oft töluverður loft-
trekkur, sem dregur úr hitanum
og brunahættunni í heyjunum.
Lúðvík Jónsson.
75 ára leikstarf-
semi á Sauðárkróki