Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 3
M O R C V N R J * » I b 3 Ræða Gunnars Thoroddsen ffármála- ráðherra við útvarpsumræðurnar Samanburður f járlaga 1958 og 1963 varasamur. Herra forseti! Góðir áheyrendur! Hv. 1. þm. Austf., Eysteinn Jónsson, og hv. 6. þm. Sunnl., Karl Guðjónsson, gerðu báðir að umtalsefni, hve mjög útgjöld og álögur hefðu hækkað í tíð núv. ríkisstj. Hv. 1. þm. Austf. var þó öllu stórtækari og sagði, að álögur hefðu hækkað um 1400 millj. á kjörtímabilinu. Vænt anlega á hv. þm. við breyting- nua frá 1958, sem honum og flokksbræðrum han:s er tamt að tala um, og hafa þeir oft sagt, að þessi væri hækkunin frá 1958 til fjárlaga fyrir 1963. Saman- burður milli þessara ára er harla Vafasamur og varasamur. f>að stafar af því, að árið 1958 var iríkissjóðurinn klofinn í tvennt og annar parturinn kallaður út- fiutningssjóður. Útgjöld hans námu á árinu nær 700 millj. kr. en ríkissjóðsins sjálfs um 940 •nillj. Séu þessar upphæðir lagð- ar saman, urðu ríkisgjöldin um 1640 millj og hafa þvi miðað við þessar tölur, ekki hækkað um 1400, heldur um nær 540 millj. En málið er nú ekki svona ein- falt. Það er ekki rétt eða sann- gjarnt að bera saman rikissjóðs- gjöld 1958 og 1963, né heldur að bera sjóðina báða frá árinu 1958 samanlagða saman við ríkisgjöld- in nú. Það er heldur ekki rétt að nota í þessum samanburði tölur fjárl. fyrir árið 1958, held- ur ríkisreikningsins vegna þess, hve útgjöldin fóru þá stórlega tfram úr áætlun fjárlaga. Það gerir samanburðinn einnig erfið- an, að árið 1958 var mikill hluti af tekjum og gjöldum út.fmtn- ingssjóðs yfirfærslugjald og yf- irfærslubætur, en þetta var grímuklædd gengislækkun. í sanngjörnum samanburði er því væntanlega rétt að sleppa yfir- færslugjöldum og bótum, en eins og kunnugt er, kom rétt skrán- ing krónunnar í stað þeirra. Þegar samanburðurinn milli ár anna 1958 og 1963 er gerður á eðlilegan og sanngjarnan hátt, Jítur dæmið þannig út, að ríkis- gjöldin hafi hækkað um 1105 millj. en ekki um 1400 millj. Skakkar þar nærri 300 millj. í samanburðinum hjá hv. þm. En 1105 millj. eru vissulega há tala og stór fúlga, og því er rétt að kanna: í hvað hefur Iþetta fé farið? Hefur það horfið í einhverja eyðsluhít? Eða til Ihvers hefur það verið notað? Eramlög til félagsmála, en þar eru alimannatryggingar stærsti iiðurinn, hafa hækkað um 397 millj. kr. á þessum tíma. Framlög til að lækka vöruverð innan- lands og til uppbóta á útfiutt- ar afurðir landbúnaðarins, hafa 'hækkað um 282 millj. Framlög til skóla og fræðslumála hafa hækkað um 138 millj. Framlög til atvinnumála til sjávar og eveita og til bættra samgangna hafa hækikað um 133 millj. M. ö.o., af hækkun ríkisgjaldanna « þessum 5 árum hafa um 950 millj. gengið til félagsmála, kennslumála, niðurgreiðslna, at- vinnu- og samgöngumála, en öll önnur ríkisúitgjöld, þ.á.m. hin eiginlega stjórnsýsla, hafa vaxið um 155 milfj., eða sem næst 30 millj. á ári að meðaltali. Miðað við fjölgun landsmanna og si- vaxandi framkvæmdir og þjón- ustu rikisins, getur sú aukning útgjalda ekki taliat úr hófi fram. Og eins ber að hafa það í huga, eð fólksfjölgun, aukning þjóðar- tframleiðslu, innflutnings, veltu og velmegunar skila ríkissjóði ue sveitarsjóðum auknum tekj- um ár frá ári, að óbreyttum toll- og skattstigum*, án þess að siikt sé á mæltu máli kallað tolla- eða skattahækkanir. v Framlög til verklegra framkvæmda meira en tvöfaldast. Hv. 1. þm. Austf., Eysteinn Jónsson, sagði, að framlög til verklegra framkvæmda væru nú mjög af skornum skamrríti og vegamálin í hreinu öngþveiti. Og Karl Guðjónsson sagði, að fram- Lög til venklegra framkvæmda hefðu í tíð stjórnarinnar verið lækkuð hlutfallslega. Við skul- um nú athuga sérstaklega hinar verklegu framkvæmdir. Undir það hugtak eru venjulega felld- ir vegir, brýr, hafnir, flugvellir, skólar, sjúkrahús. Ég tek hér eingöngu framlög til nýflram- kvæmda, en ekki til viðhalds. Tölurnar eru þá þær, að árið 1958 var varið til þessara fram- kvæmda 90. millj. kr., en í fjár- lögum 1963 197 millj. kr. Hækk- un er því 107 millj. kr. Þessi framlög hafa í krónutölu meira en tvöfaldazt. En tilkostnaður- inn hefur hækkað, og ef um- reiknað er eftir vísitölu bygg- ingarkostnaðar, verður samt raunveruleg hækun 42%. Það er því ekki aðeins meira en tvö- földun að krónutölu, heldur og hækkun yfir 40% að notagildi. Manni virðist því harla ein- kennileg þau ummæli þessara tveggja hv. þm., að framlög til verklegra framkvæmda séu nú mjög af skornum skammti og hafi lækkað hlutfallslega frá því, sem áður var. Þær tölur, sem ég nefndi um það, í hvað þessi aukning á ríkis- gjöldum hefur farið á undan- förnum árum, bregða upp nokk- urri mynd af því, sem gerzt hef- ur í þjóðmálunum þetta tímabil. Stóraukin fjárframlög til verk- legra framkvæmda, vaxandi stuðningur við atvinnuvegi og menningarmál og margföldun á almannatryggingum. Tekjuafgangur hjá ríkissjóði. En hvernig hefur þá afkoma ríkissjóðs orðið á þessum tíma? Það er alltaf mikils um vert, að fjárlög séu afgreidd hallalaus og ríkisbúskapurinn sé rekinn í samræmi við það. Og greiðslu- afgangur hjá ríkissjóði var mikil vægur hlekkur í viðreisninni, hlekkur, sem ekki mátti bresta. A árunum 1950—1958 að báðum meðtpldum, varð halli hjá ríkis- sjóði 5 árin, en tekjuafgangur 4 árin. Öll þessi 9 ár var Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra, og eina heila árið, sem vinstri stjórnin lifði, var tekjuhalli. Síðan hefur orðið tekjuafgangur öll árin, 1959, 1960, 1961 og 1962. Engar lausaskuldir. Þegar rætt er um lántökur ríkisins, verður að greina sund- ur, hvort tekin eru eðlileg hag- kvæm lán til langs tíma eða safnað lausaskuldum. Lausar skuldir þykja hvarvetna til vanza og hinn mesti þrifnaður að hreinsa þar til og borga þær upp. Lausaskuldir, meiri og minni, hafa um langan aldur verið hjá ríkissjóði, eins og sjá má í ríkisreikningum. Það er eðlilegt, að ríkissjóður hafi við- skiptaskuld hjá Seðlabankanum mikinn hluta árs, þar sem út- gjöldin falla fyrr á en tekjur koma inn. En til þess er ætlazt, að slík viðskiptaskuld, eins og Gunnar Thoroddsen aðrar lausaskuldir, séu greidd- ar upp fyrir reikningslok og svo hefur verið gert í tvö undanfar- in ár. í árslok 1961 og 1962 skuldaði ríkissjóður engar lausa- skuldir. Lánstraust og löng lán. En hvað þá um föst lán til langs tíma? Ég vil nefna tvennt, sem sýnir breytt viðhorf erlendis gagnvart ísLenzkum fjármálum. Alþjóðabankinn, sem verið hafði okkur Lokaður í 8 ár, hefur opn- að okkur dyr sínar að nýju og þegar Lánað tiL langs tíma 86 miLLj. kr. tiL hitaveitufram- kvæmda. Og framkvæmdalánið í Engiandi að upphæð 240 milij. til 26 ára, sem fékkst á hinum frjálsa peningamarkaði í Lund- únum, verður á þessu og næsta ári afigjafi mikilvægra fram- kvæmda víðs vegar um Land. SLík ián til langs tíma þarf ís- Land að taka á næstu árum til margháttaðra framkvæmda, en til þess að þau fáist, þarf að varðveita lánstraustið, efnahags- og fjármálagrundvöilinn. Ný tollskrá. En hvernig er svo afiað tekna til að standa undir ríkisbúskapn- um, og hvaða breytingar hafa þar á orðið á stjórnartíma nú- verandi ríkisstjórnar? MeginhLutinn af tekjum ríkis- sjóðs fékkst áður með toiium og tekjuskatti. Báða þessa tekju- stofna þurfti að endurskoða frá grunni og aiia iöggjöf um áiagn- ingu þeirra. innheimtu og fram- kvæmd. TiL þess Lágu margar ástæður. Toiiarnir voru smám saman orðnir svo margir, marg- breytiiegir og flóknir, og reikn- aðir á svo margvísiegan hátt, að það var orðið á fárra manna færi að kunna þar fuLL skil á. Ósamræmið var óviðunandi. Sem dæmi má nefna, að sams konar hiutur bar ýmist 21% toll eða 34% eða 77% eftir því, hvort átti að setja hann sem varahlut í bát, dráttarvél eða bíl. Og tollarnir á ýmsum vör- um voru komnir svo úr hófi, að stórfelldur ólöglegur innflutn- ingur átti sér stað, og var það á allra vitorði. í nóvembermánuði 1961 var ráðizt í lækkun tolla á ýmsum vörutegundum, sem höfðu borið mjög háa tolla. Reynslan af þeirri tollalækkun varð sú, að hún færði almenningi lægra verð á ýmsum vörum, hún dró úr smyglinu og jók tekjur ríkis- sjóðs. Eftir þriggja ára starf hefur nú verið lögð fyrir Alþingi ný tollskrá, sem sníður aðalágall- ana af núverandi tollakerfi, ger- ir það einfaldara, samræmdara, mun enn draga úr smyglinu til viðbótar þeim tollalækkunum, sem lögleiddar voru fyrir hálfu öðru ári. Og í heild, miðað við innflutning ársins 1962, mun tollskráin nýja létta tollabyrð- ina um 100 millj. kr. Háttvirtur 1. þingmaður Aust- fjarða, Eysteinn Jónsson, sagði áðan: Bæjar- og sveitarfélögun- um er ætlað að bera helming af þessari 100 millj. kr. lækkun. Þessi staðhæfing er alröng. Bæði í grg. tollskrárfrumvarpsins og í framsöguræðu minni í hátt- virtir efri deild kom það svo skýrt fram, að ekki verður um villzt, að í stað hluta sveitarfé- laganna af innflutningssölu- skatti, — en sá skattur verður nú felldur niður, — skyldi jöfn- unarsjóður sveitarfélaganna fá fullar bætur. Um árið 1963 er beint ákvæði í tollskránni, en varðandi framtíðina verða jöfn- unarsjóði ætluð 5% af verðtolls- tekjum ríkissjóðs. En þá er skör- in farin að færast upp í bekk- inn, þegar sá maður, Eysteinn Jónsson, sem í áratug synjaði óskum sveitarfélaganna um nýj- an tekjustofn og hótaði eitt sinn afsögn úr ráðherradómi, sem því miður varð ekki af, ef sveit- arfélögin fengju hluta af sölu- skatti, — þá er skörin farin að færast upp í bekkinn, þegar sá hinn aami Eysteinn Jónsson brigslar þeim mönnum, sem beitt hafa sér fyrir lögfestingu hins nýja tekjustofns, um, að þeir ætli nú að ræna sveitarfé- lögin helmingi þessara tekna. Þegar Eysteinn var að leika á vísitöluna. Hv. þ.m. viðurkenndi, að um tollalækkanir væri að ræða með nýju tollskránni. En það stafaði bara af því, að nú væri látið undan pressunni frá framsóknar mönnum. Þar nefndi hann sem dæmi lækkunina á tollum af dráttarvélum. Við skulum skoða það mál nánar. Nú í dag eru heildartollar af dráttarvélum 34%. 1958, þegar vinstri stjórnin skildi við, voru jollarnir 2314%, en samkv. nýju tollskránni verða þeir 10%, eða tæpur helmingur af því, sem þeir voru í stjórnar- tíð vinstri stjórnarinnar. Hv. 1. þm. Austf. undraðLst að tollalækkunin muni ekki lækka framfærsluvísitöluna að ráði. Þessi undrun hans er eðli- leg. Þessi hv. þm. hafði nefni- lega, meðan hann var í stjórn- arsessi og var að hækka tolla og skatita, sem kom alloft fyrir, aðalsjónarmið, það, hvernig væri hægt að komast framhjá vísitöl- unni ,að leika á vísitöluna, leggja tolla á þær vörur, sem ekki væru taldar í henni. En auðvitað var hann að rýra lífskjör fólksins með þessu engu að síður. Nýja tollskráin miðar ekki að því að leika á vísitöluna. En hún felur auðvitað engu að síður í sér kjarabót fyrir fólkið í land- inu. Skattasiðferðið batnar. Tekjuskattslögin voru einnig meingölluð. Skatturinn var það hár, bæði á einstaklingum og at- vinnufyrirtækjum, að hann dró úr framtaki, vinnusemi og fram- kvæmdum. Skatturinn var það ósanngjarn, að hann leiddi til allt of almenns undandráttar undan skatti. En þar sem tekjur launa- manna eru yfirleitt taldar fram að fudlu, þá lenti skatbþunginn á þeim í ríkara mæli en réttlátt var Allsherjarendurskoðun skatta laganna hefur farið fram og tekjuskaftur lækkaður bæði á al- menningi og atvinnurekstri. Við þær umbætur hefur skattasið- ferðið batnað mjög í landinu. Til þess að vega á móti tekju- tapi ríkissjóðs af skattalækkun, til þess að afla fjár til sveitar- félaganna, svo að þau gætu lækk að útsvörin, og til þess að afla fjár til almannatrygginga og ann arra nauðsynja, var á fyrsta ári stjórnarinnar lögleiddur 3% smásöluskattur, en sú tegund fjár öflunar hefur í flestum ná- grannalöndum verið upp tekin og þykir réttlátari, handhægari og ódýrari í framkvæmd en háir beinir skattar, og ólíkt vinsælli en þeir, ef nefna má orðið vin- sældir í sambandi við skatta. En smásöluskatturinn er miklu lægri hér en annars staðar, t.d. er hann 6% í Svíþjóð og 11% í Noregi, en 3% hér. Síðan þessi söluskattur var lög leiddur vorið 1960, hafa engir tollar eða skattar verið hækk- aðir né nýir álagðir. Þrenn fjár- lög, fyrir árin 1961, 1962 og 1963 hafa því verið afgreidd án nýrra tolla eða skatta. Sveitarfélögum fengnir nýir tekjustofnar. En jafnhliða endurskoðun á fjármálum ríkisins fór fram gagnger endurskoðun á fjár- hagsmálum sveitarfélaganna og fyrstu heildarlög voru sett um tekjustofna sveitarfélaganna. Út svarsstigar voru samræmdir, einn ákveðinn útsvarsstigi Lögfestur fyrir öll sveitarfélög, í stað eldri reglu um að jafna niður eftir efnum og ástæðum. Sveitarfé- lögum voru fengnir nýir tekju- stofnar, landsútsvör og hluti af söluskatti. Söluskatturinn hefur fært sveitarfélögunum nýjar tekjur, sem hér segir: Árið 1960 56 millj., 1961 71 millj., 1962 83 millj., og 1963 104 millj. Samtals á þessum 4 árum 314 millj. kr. Þessi ráðstöfun hefur gert hvort tveggja í senn, að gefa sveitar- félögunum aukið svigrúm til at- hafna og gert þeim kleift að lækka útvörin. Verzlunorhúsnæði Húsnæði, 70—100 ferm., óskast strax til leigu fyrir heildverzlun. Æskilegt er að 50 ferm séu á jarðhæð eða í kjallara. VéSar & Verkfæri h.f. Sími 12760.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.