Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 13
apríl 1963
MORCVNBL4ÐIÐ
13
Landið
okkar
Það er sjaldgæft að koma í
íslenzkt sjávarþorp, þar sem
nær öll hús eru ný. Á flestum
stöðum tróna fleiri eða færri
gamlir kumbaldar, sem gefa
til kynna aldur þorpsins. í
Grundarfirði á Snæfellsnesi
er aðeins eitt hús, sem getur
talizt gamalt. Fyrir rúmum
tuttugu árum var ekkert þorp
í Grundarfirði. Elzta atvinnu-
mannvirkið þar er frystihúsið
sem byggt var á stríðsárun-
um. Allar aðrar byggingar
eru nýrri. Þarna hefir því á
Séð til Grundarfjarðar. Kirkjufell í baksýn
Grundarfjðrður er eitt yngsta og
grdskumesta kauptún landsins
Þar er afkoma góð og mikil atvinna
tæpum tveimur áratugum ris
ið upp blómleg byggð frá
grunni. Til staðarins hefir val
izt ötult fólk, enda ber hann
þess glögg merki.
Við hittum að máli Emil Magn-
ússon, framkvæmdastjóra Verzl-
unarfélagsins Grund, en hann er
einn af abhafnamönnum Grund-
arfjarðar, og spyrjum hann um
lífið og starfið á staðnum. Hon-
um sagðist svo frá:
— Grundarfjörður er í hreppi
þeim, sem einu nafni nefnist Eyr-
arsveit, en í þorpinu og sveitinni
búa um 500 manns. Þorpið bygg-
ir afkomu sína einvörðungu á sjó
sókn, og þar eru nú gerðir út
7 bátar frá 40 og upp í 115 tonn
að stærð. Sjómenn eru hér harð-
duglegir, margir aðfluttir, en þó
hefir þorpið nokkuð byggzt frá
sveitinni í kring. Tvær verzlanir
eru hér í Grundarfirði, Verzlun-
arfélagið Grund, og Kaupfélag
Grundarfjarðar. Verzlunarfélag'-
ið rekur fiskverkun, verkar salt-
fisk og skreið. Þá er Hraðfrysti-
hús Grundarfjarðar h.f., sem á 4
báta og áfast við það er beina-
mjölsverksmiðja. Hreppurinn á
myndarlegar verbúðir, sem rekn
ar eru sem hótel á sumrin. Mörg
hús eru í byggingu í Grundar-
firði. Þar er nýbyggður skóli. Þá
er verið að reisa kirkju og haf-
inn undirbúningur að byggingu
prestseturs, en Grundfirðingar
hafa átt kirkjusókn að Setbergi.
Gruhdfirðingar eiga nú ungan,
dugandi prest, sr. Magnús Guð-
mundsson, sem hefir haft for-
ystu um kirkjubygginguna. Kona
hans, frú Áslaug Sigurbjörns-
dóttir, hefir einnig verið byggð-
arlaginu mikil hjálparhella, því
ekki er neinn læknir í nágrenn-
inu, heldur þarf að leita_ hans
inn til Stykkishólms. Frú Áslaug
er hins vegar lærð hjúkrunar-
kona, og þarf því oft að leita til
hennar er bráðrar þörf er hjúkr-
unar. Frúin er einnig organisti
kirkjunnar og ötul í félagsstarfi.
Við spyrjum Emil um, hvort
sé raunverulegt nafn kauptúns-
ins.
— Grundarfjarðarkauptún er
byggt úr landi Grafar á ofurlitlu
nesi, sem nefnist Framnes. Þessu
hefir svo ranglega verið sullað
saman og nefnt Grafarnes, sem
er síðari tíma uppspuni, enda
nafnið bæði ljótt og leiðinlegt.
Það mun hafa verið landssíminn
sem kom þessu ónefni á staðinn,
og væri honum skylt að losa hann
við það aftur. Einfaldast er að
nefna staðinn Grundarfjörð, enda
sækir staðurinn líf sitt og tilveru
til fjarðarins, sem veitir honum
beztu sjálfgerðu höfnina, sem til
er á Snæfellsnesi.
Við spyrjum Emil Magnússon
um önnur fyrirtæki staðarins.
— Hér var fyrir tveimur árum
sett á stofn vélsmiðja og rekið
er hér trésmíðaverkstæði. Þá er
verið að reisa mjólkurvinnslu-
stöð, sem vinna mun úr þeirri
mjólk, sem framleidd er á norð-
anverðu Snæfellsnesi og kannske
víðar. Það er Mjólkursamsalan í
Reykjavík, sem annast um fram-
kvæmd þessa. Mjólkurstöðin mun
síðan annast um alla mjólk fypir
Stykkishólm, Grundarfjörð, Ól-
afsvík og Hellissand. Vegurinn
fyrir Búlandshöfða, brúin yfir
Hraunsfjörð, og uppbygging veg-
anna á innanverðu Snæfellsnesi,
breytir mjög allri aðstöðu til
sámeiginlegrar þjónustu fyrir
alla þessa staði í senn. Vegurinn
fyrir Ólafsvíkurenni, sem gerður
verður í vor eða sumar, mun svo
reka endahnútinn á samgöngurn-
ar um norðanvert Snæfellsnes og
gera þetta að nokkru leyti að
einni heild.
Það er fleira en mjólkurbú,
sem þessum sveitum og þorpum
er þörf á sameiginlega. Hér hefir
verið starfræktur sparisjóður í
Eyrarsveit í 9 ár. Hins vegar
þarf hér að koma bankaútibú, til
þess að annast lánastarfsemi fyrir
framleiðsluna. Það er mjög ó-
hægt að þurfa að fara hverju
vinnuvegi Grundfirðinga, sjáv-
arútveginum.
— Smábátaútgerð hefir verið
frá aldaöðli stunduð héðan úr
Grundarfirði. Stærsta útræðið
var hér áður fyrr frá Kvía-
bryggju. Þessi staður var ekki
til, ef svo má segja, áður en vél-
bátaútgerðin byrjaði hér fyrir
2Ö árum. Þá færðist mikið líf í
allt hér. Gfundarfjörður er skil-
yrðislaust bezta höfnin á Snæ-
fellsnesi frá náttúrunnar hendi.
Hingað hafa oft sótt fjöldi skipa
undan veðrum. Ég man, það var
1934 eða 5, að hingað flúðu 60
norskir línuveiðarar undan suð-
vestan veðri.
Til þess að gera hér góða líf-
höfn fyrir 20 báta þarf ekki
nema hálft togaraverð, eða um
20 milljónir króna. Þessi höfn
getur einnig nægt 10 togurum, ef
menn vilja heldur miða við þá.
Okkur vantar hingað í dag
duglega og framtakssama fjár-
málamenn, sem flyttu hingað
meiri atvinnutæki og stærri
framkvæmdir. Félagsútgerð hefir
gefizt illa hér, en hins vegar hef-
ir einkaútgerð gengið vel. Hér
er næg atvinna fyrir alla, sem
vettlingi. geta valdið. Afkoma
fóiks er góð enda er það harð-
duglegt Og vílar ekki fyrir sér
að leggja á sig mikla vinnu.
Okkur vantar hér síldarverk-
smiðju, því síldarævintýrið hefir
að mestu farið fram hjá okkur,
þótt aflinn sé langtímum saman
aðeins fárra stunda siglingu
héðan. Það er ekki hægt að salta
hér síld nema geta einnig tekið
á móti bræðslusíld. Okkur vant-
ar fiskvinnslustöðvar og þá get-
um við nýtt allar gerðir afla.
Fiskstaflar í fiskverkunarhúsi í Grundarfirði
Emil Magnússon, framkv.stjóri
sinni til Reykjavíkur, sem er í
góðu færi 6 tíma ferð, til þess að
annast veðsetningu afla og reka
önnur bankaviðskipti, sem ekki
eru framkvæmanleg nema í fram
leiðslulánabönkum.
— Uimið er að framkvæmd-
um við höfnina hér, en hún er,
sem fyrr segir, hin langbezta á
Snæfellsnesi frá náttúrunnar
hendi, og eina trygga lífhöfnin.
Þá mun það samdóma álit skip-
stjórnarmanna á flutningaskip-
um okkar, að hér sé bezta útskip
unarhöfnin, trygg til út- og inn-
siglingar, hvernig sem viðrar, og
hingað nær úthafsaldan ekki, svo
ekki er hætt við súg við bryggj-
urnar.
— Og svo að' síðustu, Emil,
hvernig er stjórnmálaástand stað
arins og samvinna framkvæmda-
manna?
— Sjálfstæðismenn eru í meiri
hluta í hreppsnefnd og samkomu
lag er gott meðal framkv.manna,
enda er það lífsnauðsyn staðar,
sem er í örri uppbyggingu, og öll
orka verður að nýtast til fulls og
ekkert er aflögu til að níða skó-
inn niður af öðrum. Afkoma
fólk;s er hér góð, en það þarf
mikið að vinna, enda er hér
miklu meira en nóg að gera.
Einna tilfinningalegastur er
skortur á iðnaðarmönnum til
hinnar öru uppbyggingar.
Er við höfum um stund rætt
við Emil Magnússon, hittum við
aS máli Soffanías Cecilsson, skip-
stjóra. Hann er kunnur aflamað-
ur og á Grundfirðing II. Sof-
fanías segir okkur frá lífsat-
Þróunin virðist sú, að fiskaflinn
færist meir og meir yfir á bát-
ana í stað togaranna. Það verður
því að stefna að því að bátunum
sé búin sú aðstaða að þeir geti
róið frá heimahöfn sinni. Hér
höfum við orðið að sækja að
heiman megin hluta ársins, nema
blá vertíðina, sem þó er alltaf
að styttast.
Það er vitað, að byggja verður
síldarverksmiðju við Breiða-
Framh. á bls. 14.
•Í5V..XO.W... •..'••s. $$$& s, S.S N s ^
Soffanias Cecilsson, skipstjórl