Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 22
22 MORC. VNBLAÐIÐ Laugadagur 20. apríl 1963 ABaífundur Félags íslenzkra rafvirkja AÐALFTJNDUR Félags íslenzkra rafvirkja var haldinn 30. marz s.l. í Félagsheimilinu að Freyju- götu 27. Formaður félagisins, Óskar Hallgrímsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi frá þeim margvíslegu verkefnum. er fél- agið hefur unnið að á s.l. ári. Félagsmenn eru nú 402 talsins, þar af í Reykjavík og nágrenni 299 en utan þess svæðis 103. Fél- agssvæðið er allt landið. Við nám í rafvirkjun og rafvélavirkjun voru um s.l. áramót 169 nem- endur á öllu landinu, á móti 149 á sama tiíma í fyrra. Gjaldkeri félagsins, Magnús K. Geirsson, las og skýrði end- urskoðaða rei'kninga félagsins, er sýndu að fjárhagur þess er góður. Skuldlaus eign félagsins nam kr. 2.245.042,34 og hefur eignaaukning á s.l. ári numið kr. 328.248,67. Félag íslenzkra rafvirkja rek- ur ásamt Múrarafélagi Reykja- vikur, félagsheimili að Freyju- götu 27, og gékk rekstur þess vel á árinu. Á fundinum var lýst úrslitum stjórnarkjörs, sem fram átti að fara að viðhafðri allsherjarat- kvæðagreiðslu. Aðeins einn listi kom fram, listi stjórnar og trún- aðarmannaráðls, og varð hann því sjálfkjörinn. Stjórnina skipa nú þessir menn: Formaður, Óskar Hallgríms- son, varaform., Pétur K. Árna- eon, ritari, Sigurður Sigurjóns- son, gjaldkeri, Magnús K. Geirs- son, aðstoðargjaldkeri, Sveinn V. Lýðsson. Varastjórn: Krist- inn K. Ólafsson og Kristján J. Bjarnason. Trúnaðarmannaráð skipa auk stjórnar: Jón Hjörleifsson, Ólaf- ur V. Guðmundlsson, Olfert J. Jensen og Leifur Sigurðsson. Varamenn: Björgvin Sigurðsson, Jón Páll Guðmundsson, Magn- ús Guðjónsson og Gunnar Baoh- mann. (Frá Fél. ísl. rafvirkja). — Dragnótaveiðar Framhald af bls. 10. að álasa fiskifræðingana fyrir seinlæti. Mér er það fyllilega Ijóst, að allar vísindalegar niður- stöður verða að byggjast á lang- varandi rannsókn. Það kemur berlega í ljós að til þeirra rann- sókna eru fiskifræðingar okkar vanbúnir, hvað aðstöðu snertir, og af því mótast svör þeirra þeg- ar til þeirra er leitað. Þeir þurfa að vera meir á sjó en verið hefir. Til þess þurfa þeir þar rannsókn arskip, sem löngum augum er mænt yfir. Sveiflur í fiskstofnum koma dragnótamálinu ekkert við. Þar er um að ræða ákveðið veiðar- færi og verkanir þess á ákveðin fiskimið, þar sem reynslan sýnir að fiskur gengur brátt til þurrð- ar eða helst ekki lengur við á, eftir að farið er að veiða með því. Þetta eru engar ágizkanir eða tilbúningur, heldur staðfest reynsla hvar sem dragnót er notuð. Sigurjón Einarsson skipstjóri. - Afli Framh. af bls. 2 Hnífsdalur: Mímir (lína/net) 222,2 lestir í 13 róðrum; Rán (lína/net) 169,1 í 22 róðrum; Páll Pálsson 163,9 í 22 róðrum; Einar 114,1 í 18 róðr- um. fsafjörður: Guðbjörn (lína/net) 255,7 í 16 róðrum; Guðbjartur Kristján 203,5 í 23 róðrum; Hrönn 189 í 24 róðrum; Ásúlfur 168,8 í 23 róðr- um; Guðný 156,7 í 20 róðrum; Víkingur II. 152,9 í 23 róðrum; Guðrún Jónsdóttir 145,4 í 19 róðr um; Gunnvör 136,4 í 22 róðrum; Straumnes 136,1 í 21 róðri; Gunn hildur 129,6 í 21 róðri; Borgþór 68 í 15 róðrum; örn 65,1 í 16 róðrum; Gylfi (net) 30,7 í 7 róðrum. Súðavík: Trausti 147,1 lest í 24 róðrum; Svanur 144,9 í 21 róðri; Óli 28,8 , í 12 róðrum. Aflahæstu bátar: Aflahæstu bátarnir í Vestfirð- ingafjórðungi frá áramótum eru: Helgi Helgason Patreksfirði 908 lestir í 50 róðrum; Dofri Patreks firði 835,6 í 52 róðrum; Einar Hálfdáns Bolungarvík 591,1 í 65 róðrum; Guðbjörg ísafirði 565,7 í 55 róðrum; Hrafnkell Þingeyri 539 í 44 róðrum; Andri Bíldudal 532,9 í 55 róðrum; Guðbjartur Kristján ísafirði 527,3 í 63 róðr- um; Hinrik Guðmundsson Flat- eyri 524,8 í 48 róðrum; Pétur Thorsteinsson Bíldudal 522 í 55 róðrum, og Sigurfari Patreks- firði 477,3 í 55 róðrum. Rækjuveiðum lokið ísfirzku bátarnir öfluðu 85 lestir af rækju frá 1.—29. marz. Var heildaraflinn frá vertíðar- byrjun þá orðinn 400 lestir eða það aflamagn, sem leyft var að veiða í fsafjarðardjúpi á þessum vetri. Mestan afla í marz hafði Einar 13,4 lestir. Hámarksafli Bíludalsbáta var hækkaður úr 180 lestum í 210 lestir, og höfðu bátarnir lokið við að veiða þann afla um mán- aðamótin. Er rækjuveiðinni því lokið á báðum þessum stöðum að sinni. — H.T. E.A.BERd Verkfærin sem endast \ LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANN^ 3 bætti hann við. „Nei það er bezt, að ég flýti mér af stað“ sagði Gunnar og lagði af stað með beisli um öxl. Kátur fór með honum. Loks fundu þeir hross- in sunnan við vatn eitt, sem er lengst upp á hálsi. Gunnar sá strax að Brúnku vantaði. „Nú er hún liklega farin eitthvað frá hinum hrossunum til að kasta, og þá þyrfti ég að fara að gá að henni“, hugsaði arengurinn. Það er bezt, að ég' svipist um hérna í kring, en ef hún er ekki neins staðar ná- lægt, þá fer ég heim með hestana og fer svo aftur að leita", sagði hann og klappaði Kát. Hann fór upp á lágan hól, sem var þarna nálægt og skimaði eftir Brúnku. Þarna var eitthvað við norðurenda vatnsins, það var Brúnka, sem stóð þarna. „Ég verð að skreppa og ná í hana og koma henni til hross- anna“, hugsaði Gunnar og lagði af stað. Þegar hann kom til Brúnku, stóð hún við fen eitt, sem þarna var. Hann rétti að henni brauðbita, en hún leit aðeins á brauð ið og horfði svo út í fenið og hneggjaði lágt. Gunn- ar leit líka í fenið, og sá þá bleikt folaldahöfuð. Hugsanir flugu í gegnum huga hans. Aumingja fol- aldið, það hafði álpast út í fenið og síðan sokkið svo djúpt, að það komst ekki upp úr hjálparlaust. Hann yrði að reyna að bjarga því. Þó hann tæki Rauð og flýtti sér heim að sækja hjálp, þá gat það orðið um seinan- Hér yrði að hefjast handa þegar í stað. Brúnka horfði á hann vonaraugum, eins og hún vildi segja: „Bjargaðu barninu mínu.“ Gunnar gekk varlega út í fenið og jörðin titraði undir fótum hans. Þegar hann kom að folaldinu hreyfði það aðeins haus- inn. Það var sokkið svo djúpt að aðeins höfuðið og bakið stóðu upp úr. Gunnar fór að tosa í fol- aldið, en það hreyfðist ekkL Þá hneggaði Brúnka hátt og folaldið tók við bragð og kom framfótun- um upp úr. Gunnar tók nú utan um folaldið og dró það upp. Það rétt gat staðið á litlu fótunum sínum, en Gunnar studdi það og síðan gengu þau til Brúnku. Þetta var Ijómandi fallegur bleikur hestur. Brúnka hneggjaði vina- lega við folaldinú og það fór að sjúga. Gunnar tók mosa og fór að þurrka forina og bleytuna af fol- aldinu. En nú var að koma kvöld og það þurfti að koma þeim mæðginum heim. Gunnar lagði beislið við Brúnku og teymdi hana af stað, en folaldið elti- Þegar þau komu, þar sem hest- arnir voru, tóku þeir sprettinn og hlupu heim á leið. Gunnar sá, að ekki þýddi að reyna að ná þeim. Brúnka og fol- aldið, sem nú var orðið sæmilega sprækt, skokk- uðu af stað. Gunnar hafði verið búinn að taka beisi- ið af Brúnku. En brátt fór folaldið að þreytast, því var orðið kalt og það fór að skjálfa. Gunnar reyndi að koma þeim eins hratt og hann gat, en miðaði hægt. Gunnar var orðinn mjög þreyttur, þegar hann sá mann koma á móti sér það var Jón pabbi hans. Hann sagði, að hann og mamma Gunnars hefðu orðið hrædd, þegar hest- arnir komu einir heim, en þó hefði sér dottið í hug, að hann hefði farið að leita að Brúnku, þegar hann sá, að hana vant- aði. Gunnar sagði pabba sínum frá folaldinu og Brúnku, og Jón hlustaði þegjandi, en sagði síðan: „Þú mátt eiga folaldið, því það er þér að þakka, að það er lifandi. Gunnar þaut upp um hálsinn á pabba sínum og sagði: Þetta er bezta og skemmti legasta gjöfin, sem ég get nokkru sinni fengið." Síðan fór hann til fol- aldsins og hvislaði í eyra þess: „Þú skalt heita Bleik- ur.‘ Inga Þ. Lárusdóttir. 13- ára. Ný myndasaga I þessu blaði byrjar ný myndasaga, sem er tekin úr íslenzkum þjóðsögum, og heitir Sagan af Vel- lygna-Bjarna. Þröstur Magnússon hef ur teiknað myndirnar. David Severn; Við hurfum inn í framtíðina Dick virtist vera nið- ursokkinn í hugsanir sín- ar. „Hvílíkur tími er lið- inn frá okkar dögum,“ sagði hann, „það hlýtur að vera stutt til ársins 3000!“ Mér voru örlög okkar sjálfra ofar í huga. „Hvað gera þeir við okkur?,“ spurði ég. Valtýr yppti öxlum. „Geyma okkur á afvikn- um stað fyrst um sinn. Reiknimeistararnir eru sem stendur óvinsælir hjá almenningi í Ondin og Foringinn veit það. Hann á eftir að lenda í erfiðleik um, ef ég sé rétt. Þið segist hafa verið við- staddir, þegar veslings Tom Spode var bundinn á hjólið? Þá hafið þið líka séð æsingu fólksins á eftir. Og hvað hafði þessi maður brotið af sér? Eftir okkar mælikvarða, hafði hanit aðeins gert gott. Litli drengurinn hans var veikur og til að hafa ofan af fyrir hon- um smíðaði hann hon- um leikfang, skoppara- kringlu, sem mátti snúa. Hann var smiður og hafði bæði áhöld og kunnáttu. Einhver sagði Vörðunum frá þessu, því alls staðar eru njósnarar, — og hús- rannsókn var gerð hjá honum. Hann var tekinn fastur, ákærður fyrir að hafa búið til hjól, sekur fundinn og dæmdur til dauða.“ s Við hlustuðum með hryllingi á þessa frásögn. „Fólkið vill ekki lengur una þessu. Dauðadómarn- ir eru önnur ástæðan. Við erum hin. Almenn- ingi finnst, að Foringinn hafi engan rétt til að flytja okkur hingað og halda okkur föngum um aldur og ævi. Þess vegna erum við faldir hérna. Uppreisnarmönnum væri of mikill styrkur að okk- ur, ef við værum frjálsir. Diok hallaði sér ákafur fram. „Verður upp- reisn?" spurði hann og augun glömpuðu. „Það gæti farið svo,“ sagði hann hægt. „Vegna alls Englands og okkar sjálfra, verðum við að vona, að hún heppnist. Á meðan Foringinn fær að kúga landslýðinn, verð ur okkur aldrei sleppt. Hann hefur aðeins á- nægju af að kvelja okk- ur.“ „Hann er sá viðbjóðs- legasti máður, sem ég hefi nokkru sinni séð,“ sagði ég. Valtýr stakk nú hend- inni í vasann á kyrtlin- um sínum. „Ég hafði næst um gleymt, að ég er með orðsendingu til ykkar. Einn af mönnum Haralds Dublons fékk mér hana . . Orðin dóu út á vörum hans og við hiustuðum allir á fjarlægan klið ótal radda, sem hófst og hneig, sterkur, ógnandi og ósigr andi. Valtýr snerist á hæli og hljóp um opnar dyrn- ar út í garðinn. Við fylgd um honum eftir. Hér heyrðist rödd hins mikla múgs ennþá greinilegar og barst alls staðar að úr borginni. „Vitið þið, hvað þetta þýðir?“ spurði Valtýr og augu hans ljómuðu. „Hinni löngu bið er lok- ið! Byltingin er þegar hafin!“ 11. Kafli Flótti Byltingin var hafin! Þjóðin hafði risið upp gegn harðstjórninni í Talnahöllinni og kúgun hinna mörgu Foringja. Okkur Dick var ljóst að örlög okkar og Valtýs voru undir úrslitunum komin. Ef Foringinn og menn hans brytu upp- reisnina á bak aftur, mundum við verða að eyða því sem eftir væri æfinnar fjarri vinum okk ar og ættingjum sem ó- frjálsir menn. Þetta var merkið um uppreisnina, sagði Val- týr. Dublon, foringi og leiðtogi borgaranna hafði nú þegar lokið öllum und irbúningi og menn hans höfðu lagt til altlögu. „Mér datt ekki í hug, að þetta byrjaði svona fljótt,“ sagði Valtýr. „En nú man ég, að ég átti að flytja ykkur orð- sendingu." Framhald í næsta blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.