Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 11
npríl !f>63 MORCVTSBL 4Ð1Ð 11 TÓNLEIKAR BJÖRN Ólafsson, Jósef Felz- mann, Jón Sen og Einar Vigfús- Eon léku tvo strengjakvartetta á tónleikum Kammermúsíkklúbbs ins í samkomusal Melaskóla fyr- ir nokkru. Kvartett í D-dúr (K. 499) eftir Mozart og kvartett í c-moll, op. 18 nr. 4, eftir Beet- hoven. Mörg tónskáld hafa samið beztu verk sín og þau, sem mest- ar músíkalskar kröfur gera, fyr- ir strengjakvartett. Enda er góð ■ur kvartett að mörgu leyti full- komnasta tæki til tónlistarflutn- ings, sem til er. Hánn hefir að sjálfsögðu hvorki hljómmagn né ldtauðgi hljómsveitarinnar. En í Etaðinn verður krafizt af honum stórum meiri nákvæmni um tón- myndun og hljóðfall, nærfærn- ari greiningar (fraseringar), fín- gerðari blæbrigða. Er þá raunar fátt eitt talið og aðeins það, sem liggur næstum í augum uppi. í>ær kröfur, sem kvartett- inn gerir til þátttakenda sinna, eru heldur ekki litlar. Að sjálf- sögðu verður hver þeirra að hafa fullt vald á hljóðfæri sínu. Það eitt hrekkur þó skammt. Sam- stillingin er aðalatriðið, ekki einungis ytri heldur og innri samstilling, sem aðeins fæst með stöðugu, nánu, löngu og ströngu samstarfi, þar sem allir leggja *l!t af mörkum og tillitið til meðspilaranna er leiðarstjarnan. Siíkt samstarf er naumast til á nokkru sviði mannlegs lífs nema í tónlist. Af þessu má vera Ijóst, að strengjakvartett verður ekki ,hóað saman“ með stuttum fyrir- vara, þegar þurfa þykir, og kom það greinilega í ljós á þeim tón- leikum, sem eru tilefni þessara orða. í bili virðast ekki vera hér fyrir hendi skilyrði til að halda uppi föstum kvartett, og er það ekki vanzalaust, svo mikil gróska sem er í íslenzku tón- listarlífi að öðru leyti. En þá er að skapa þau skilyrði. Kammermúsíkklúbburinn hef- ir á undanförnum árum haldið uppi merkilegu starfi, að mörgu leyti við erfiðar aðstæður og án þess að láta berja fyrir sér bumbur, svo að teljandi sé. Von- andi á starfsemi hans eftir að eflast á næstu árum, og munu ýmsir vilja styðja að því, að svo megi verða. Eastur strengjakvart ett er höfuðskilyrði fyrir kamm- ermúsíkflutningi. Klúbburinn ætti því að setja sér það mark, að koma sem fyrst á fót slíkum kvartett og skapa honum starfs- skilyrði. Að óreyndu máli tel ég víst, að samkomulag gæti náðst við aðra aðila um stuðning og samstanf í þessu mikilvæga máli. Jón Þórarinsson. Somsöngur Polyíónkórsins PÓLÝFÓNKÓRINN, undir stjóm Ingólfs Guðbrandssonar, hélt sam söng í Gamla bíói sl. þriðjudags- kvöld. Efnisskráin var að venju mjög vönduð og skipuleg, en hins vegar óvenju fjölbreytt. Um það bil helmingur hennar var helgað ur tónsmíðum frá síðari hluta sextándu aldar og byrjun hinnar seytjándu, hinn helmingurinn skiptist í tvo flokka, og vóru í hinum fyrri sex körlög eftir Paul Hindemith ásamt lagi eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en í hin um siðari fimm negrasálmar úr óratóríunni „A Child of Our Time“ eftir enska tónskáldið Michel Tippett. Er það í sam- ræmi við stefnu kórsins, að flytja annars vegar gamla tónlist en hinsvegar verk samtímamanna. Fer vel á þessu, enda er hér mik ill óplægður akur tónbókmennta, sem sjaldan heyrast, en fengur er að fá að kynnast, og em sum af gömlu verkunum ekki síður forvitnileg en hin nýrri. Þegar af þessum sökum hefir Pólýfónkór- inn merkilega sérstöðu í íslenzku tónlistarlífi. Söngur kórsins er enn sem fyrr vel æfður og áferðarfagur en helzt til blæbrigðalítill. Munur- inn á því, hvort sungið er „Góðan dag, hjartað mitt“ eða „ . . svolgr eðu bjórinn, unz glasið er tæmt“, er hverfandi lítill. Harðast urðu úti að þessu leyti lögiri frá lö og 17. öld, sem einmitt þurfa á því að halda, að undirstrikuð séu þau fíngerðu blæbrigði, sem í þeim búa, ef þau eiga að ná eyr- um almennings nú á dögum. Af Bömu ástæðum urðu lögin eftir Paul Hindermith svipminni en efni standa til. Þetta hlýtur að skrifast á reikning söngstjórans og liggur, að ég hygg, jöfnum höndum í þeirri einhliða söngað ferð, sem hann hefir tamið kórn um, og í söngstjómaraðferð hans sjálfs. Eilítið léttara taumhald ennarsvegar, ákveðnara taktslag hinsvegar mundi fara langt með eð aflétta því mistri, sem oftast hvílir yfir söng þessa stórvel þjálfaða kórs. Þetta má ráða með el annars af meðferðinni á negra eálmum Tippetts, en þar komu fram tilþrif, sem ekki síður áttu rétt á sér í sumum hinna fyrri við fangsefna og hefðu þar þjónað fullt eins verðugum tilgangi. 1 negrasálmunum komu fram fjór ir einsöngvarar, tveir úr kórnum, þau Guðfinna D. Ólafsdóttir og Halldór Vilhelmsson, og tveir að fengnir, Svala Nielsen og Sig- urður Bjömsson. Gerðu þau öll góð skil hlutverlfum sínum. Lag Þorkels Sigurbjömssonar, „Hvískur“; samið á þessu ári, mun að sumu leyti hafa verið vanda- samasta verkefnið á þessum tón- leikum og mundi vera ströng próf raun fyrir hvaða kór sem væri. Eftir því, sem heyrt varð án fyrri kynna af laginu, stóðst Pólýfón- kórinn þá raun með prýði. Jón Þórarinsson. Kvennakór S.V.F.Í. og Karlakór Keflavíkur ÞESSIR tveir kórar, sem báðir starfa undir stjórn Herberts Hriberscheks Ágústssonar, efndu til sameiginlegra tónleika í Gamla Bíói í Reykjavík í síð- ustu viku. Flutt voru atriði úr óperum og óperettum eftir Web- er, Nicolai, Puccini, Donizetti, Lehár og Johan Strauss. Til að- stoðar kórunum voru ekki færri en sjö einsöngvarar: Eygló Viktorsdóttir, Þórunn Ólafsdótt- ir, Vincenzo M. Memetz, Erling- ur Vigfússon, Haukur Þórðar- son, Hjálmar Kjartansson og Böðvar Pálsson. Ásgeir Bein- teinsson aðstoðaði með undirleik á píanó. Kórarnir eru í góðri æfingu, og leynir sér ekki, að vel og dyggilega hefir verið unnið, bæði af söngfólki og söngstjóra. Sam- tök og samstilling kóranna mega heita með ágætum, þegar tillit er tekið til augljósra vand- kvæða á samæfingum, og munu þeir báðir vera í hraðri fram- för. Víða gætti skemmtilegra til- þrifa í söng þeirra. Annars hvíldi þungi þessara tónleika mjög á einsöngvurum, sem hér fengu ágæta æfingu undir önnui' og veigameiri verk- Leikfélag Akraness: Gildran Höfundur Robert Thomas Leikstj. Höskuldur Skagfjörð LEIKRIT það sem Leikfélag Akranes tekur til meðferðar að þessu sinnni er sakamálaleikritið „Gildran“ eftir Robert Thomas. Leikrit þetta er mjög vel sam- ið leikrænt og listrænt, og er stígandinn góður. Spenna mynd- ast strax. magnast og blandast óvissunni, og helzt það vel í hendur allt til loka. Heldur verk þetta áhorfandanum svo sannar- lega við efnið og hugmyndaflug hans fær lausan tauminn. Það er annars ótrúlegt að þetta skuli vera fyrsta verk höfund- ar, og er ekki ofsögum sagt að þetta sé eitt snjallasta og mest spennandi sakamálaleikrit er samið hefur verið á seinni árum. Og engan skal undra þótt það fari nú eins og eldur í sinu um öll Norðurlönd og víðar. Hér- lendis hefur það m.a. verið sýnt í Kópavogi, á Húsavik og á Ólafsfirði, 'en á síðast nefnda staðnum var Höskuldur Skag- fjörð leikstjóri, og harin setuir það einnig á svið hér. Hvert og eitt hlutverk í þessum leik er þrauthugsað og mjög vel skrifað, og þarf því að vera valinn mað- ur á hverjum stað, enda gerir hvert hlutverk miklar kröfur. Hlutverkin eru fá, og gerir það sitt til að samspil leikaranna þarf að vera enn nánara og markvissara. Um val í hlutverk má deila hér, eins og því miður alltof oft hjá L.A. en í heild hef- ur þó allvel til tekist. Hlutur leikstjórans, Hösikuldar Skag- fjörð, er stór. Heildarsvipur leiksins er góður og staðsetning- ágætar, þó er ég ekki alls kost- ar ánæ-gður á stundum með þær hjá Daníel Corban og lögreglu- foringjanum. Sama máli gegnir um gerfi lögregluforingjans. En lieikstjóranum hefur tekist að laða fram það bezta í fari hvers leikara a.m.k. hefur undirritað- ur ekki séð þá leika betur áður. Verk hans eru unnin með hægð, liðlega, en þó ákveðið og útkom- an er góð. Andi hans svífur aLis staðar yfir vötnunuim. Hann hef ur einnig annast andlitsförðun og er hún yfirleitt prýðileg. Daníel Williamsson frá Ólafs- firðd leikur aða-ihlutverk leiks- ins sem „gestur“ en s.l. ár lék hann þetta sama hlutverk með sínu félagi. Er skemmst frá því að segja, að leikur hans er með stórágætum í hinu mjög svo erfiða hlutverki Daniels Corbans. Beztur finns-t mér hann í eintöd- unum og í mestu æðisköstun- um Þó er hann full unglegur og hreyfingar hans dálítið óeðlilegar stundum. Lögregluforinginn í meðhöndl- an Júlíusar Kolbeins vantaði meiri respekt. Leikari-nn er full ungur og hefur útlitið á rnóti sér, svo og gerfið. En það er sbígandi í leik hans, og sterkast- ur er -hann þegar mest á reynir. Rödd hans er góð og framburð- efni, þeir af þeim, sem lítt eru reyndir áður. Skiluðu þeir hlut- verkum sínum yfirleitt mjög vel, og er líklegt, að einhverjir úr þessum hópi eigi eftir að láta méira að sér kveða, er fram líða stundir. Um verkefnaval af þessu tagi orkar jafnan tvímælis. Þó verð- ur ekki annað sagt, en að fyrri hluti efnisskrárinnar — óperu- atriðin — hafi sómt sér allvel. En „útdráttur“ úr óperettum með píanóundirleik, án leik- sviðs og búninga, er naumast tónleikaefni. Þess vegna varð efnisskráin í heild heldur „nið- urmjó", og hefðu tónleikarnir vafalaust orðið svipmeiri og eft- irminnilegri, ef öðru vísi hefði verið á haldið. Jón Þórarinsson. HIÐ vinsæla barnaleikrit Þjóðlcikhússins Dýrin í Hálsaskógi hefur nú verið sýnt 38 sinnum við mjög góða aðsókn. Um það bil 33 þús- und leikhúsgestir munu þá hafa séð sýninguna. Nú eru aðeins eftir þrjár sýningar á leiknum og verð- ur næsta sýning á sunnudag- inn á venjulegum tima. Siðustu sýningarnar verða svo á sumardaginn fyrsta á degi barnanna kl. 3 og kl. 6. Myndin er af Bessa Bjarna- syni í hlutverki .JVlikka refs“. ur mjög skír. Og í heild gerir hann því gó ðskil og kemur dá- líitið skeanmtilega á óvart. Jóhanna Jóhannsdóttír i hlut- verki Florenoe (EWsabet Corban) er mjö-g góð, glæsileg, og með- höndlar byssur eins og þaul- reyndur cowboy. Svipbrigðaleik- ur hennar er hreinit afbragð. Bróðir Maximin í túlkun Hann- esar Jónssonar er all góður, út- litið vel við hæfi svo og hreyf- ingar. Þó hefði „mimikk" leikur hans mátt vera mun meiri. Þórður Hjálmsson í hlutverki Brtesard Poul eða „Steinbítsins“ er eins og fæddur flækingur, og gerir hlutverkinu hin prýðileg- ustu skil, en þó má hann vara sig á að ofleika ekki. Berton hjúkrunarkona í með- förum Sigurbjargar Halldórsdótt- ur var ágæt, og mjög sannfær- andi. Röddin góð og framburður skír. Lögregluforingjana tvo leika þeir Einvarður Jósefsson og Jón R. Runólfsson. Leiksviðið (Kotfinn) er mjög góður, svo og ljósin, og er skylt að geta þeirra manna er að því standa, því verk þeirra eru mjög góð nú, sem svo oft áður, en því miður hefur þeirra ekki verið getið að verðleikum, en þeir eru: Lárus Árnason, Gisli Sigurðsson, Jóhannes Gunnarsson og Ingl- bergur Árnason. Leikfélag Akraness hefur nú um skeið verið í öldudal, félag- inu hefur verið heldur lélega stjórnað, og eins hefur framkoma ýmissa tforráðamanna félagsins og annnarra meðlima og leikara verið mjög miður t.d. stórbokka- háttxir á mörgum sviðum, og klíkuskapur varðandi hlutverka- skipanir, þannig að nær ógem- ingur hefur verið að fá ýmsa af okkar beztu kröftum til að leika, nema þá ákveðið hlutverk og með ákveðnum mönnum. Og hefur t.d. núna orðið að grípa til þeas öþrifaráðs að fá aðkomu- mann til að leika gestaleik til að hægt væri að koma upp einu stykki í ár, og það með aðeins 6 persónum. Leikarar og aðrir velunnnarar leiklistar verið minnug þess að „Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föll- um vér“. Samtaka nú, undir merki ThaMu, um að gera Leik- félagið á ný að því menningar aukandi afli sem því ber að „vera í bæ okkar. Að lökum vil ég þakka L.A. ánægjulega kvöldlstund og vona að þetta leikriT verði sótt seim skyldi. því það er sannarlega þess virði. K. T. S. Ingvar J. Sigurðsson F. 23. des. 1949. — D. 2. apríl 1963 Kveðja frá frændsystkinum Hjarðarholti 18, Akranesi. Svo oft í vorsins hörðu hretum hníga til jarðar viðkvæm bló<m. Við stöndum eftir ekkert getum angurværð fyllir hugans tóm. Við spyrjum: því var þetta svona? þá gildir eitt, að trúa og vona. Hve gott að eiga minning mæra. Margt er svo ljúft á bernsku tíð við munum drenginn, djarfa kæra, dásamleg bros og augun blíð. Hve sæl og glöð og léit var lundin leið fyrr en varði sælustundin. Nú sésit ei lengur sól á glugga. Sorgin hún kom og tár á brá. Hvað má nú hjörtun mæddu hugga, mun nokkurs staðar hjélp að fá? Mun sjást á bak við sortans myrkur, sólskin er verði okkar styrkur. Já lof sé Guði líkn í hörmum lætur hann sorgarbörnin fá. Hann þerrar tár af þreyttum hvörmum það er svo gott að treysta á. í ástarfaðm sinn alla tekur engan hann þaðan burtu hrekur. Hve dýrðlegt er hjá drottni að geyma drenginn sinn kæra, litla stuncL I ljóissins dýrð hann lifír „heima“ þar læknast hver ein sorgar stund. Ó faðir þér við þakka viljum. Þó að við enn þá litið skiljum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.