Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 2
2
MORCJJISBT. 4ÐIB
Miðvikudagur 1. maí 1963
— Gunnar Thor.
Framhald af bls. 1.
sé í háska stefnt með þessum
miklu tollalækkunum.
Stjórnaj-andstæðingair komu nú
auga á eitt, sem þeir gerðu sér
mikinn mat úr. Ég hafði látið
þau orð falla í framsöguræðu
minni fyrir tollskránni, að þessar
lækikanir mundu ekki hafa veru-
lag áhrif á vílsitöluna.
í eldlhúsumræðunum komst Ey-
steinn Jónsson svo að orði: „lækk
unarskammturinn næir því ekki
að vera mælanlegur á dýrtíðar-
vogina. Hann hreyfir ekki vís-
inn“. Og því var svo haldið fram
að þax sem þessi 100 milljóna
lækkun á tollunum hreyfði ekki
visitöluvísinn, þá hefði hún þar
með engin áhrif á lífskjöx fólks-
ins í landinu.
Þessi röksemdafærsla ber vott
um ákaflega takmarkaðan skiln-
ing á þvi, við hvað lífskjör fólks-
ins í landinu miðast. En hún er
skiljanleg og skýranleg vegna
þess, hve lengi Eysteinn Jónsson
hefur verið að glíma við það að
leika á vísitöluna. Ár eftir ár
var hamazt við að hækka tolla
og gjöld á öllum vörum, sem
vísitalan náði ekki tiL
Skemmst er að minnast jóla-
gjafarinnar frá ’56, þá voru hækk
aðir tollar á flestum vörum, sem
eru utan við visitöluna. Og til
þass að fá sem mest af þessum
tekjum inn, þá voru „lúxusvör-
urnar“ svokölluðu látnar hafa
forgang um gjaldeyrL En þetta
dugði bara ekki af tveim ástæð-
um. Annars vegar vegna þess,
að gjaldeyririnn var á þeim tkna
af mjög skornum skammti, og
það var ekki hægt að láta til
lengdar gjaldeyrisleyfi fyrir lúx-
usvörurnar, tolHháum vörum,
ganga fyrir gjaldeyri til nauð-
synjavara eða rekstrarvara at-
vinnuveganna. Hins vegar leiddi
þessi gifurleg hækkun á hátolla-
vörum af sér að smyglið færðist
stórlega í aukana, og hinn lög-
legi innflutningur á þessum vör-
um minnkaði að sama skapi.
Þannig var hvað eftir annað
verið að leik á vísitöluna.
Það var því eðlilegt, að þessir
menn segðu: Fyrst þessi tolla-
lækikun hefur engin áhrif á vísi-
töluna, þá hefur hún engin áhrif
á lífskjör fólksins.
Bætt lífskjör
Framfærsluvisitalan, sem kaup
lagsnefnd reiknar út, er góður
mælir, svo langt sem hún nær.
Önnur er vísitala kaupmáttar
tíma kaupsins, sem kommúnistar
hampa mjög. En gefa nú þessar
tvær vísitölur, framfærsluvísital-
an og vísitala kaupmáttar tíma-
kaupsins, rétta mynd af lífskjör-
unum almennt? Það þarf engan
veginn að vera.
Það, hvort full atvinna er í
landinu eða geigvænlegt atvinnu-
leytsi, sést ekki á vísitölunni. Það,
hvort húsnæðisskortur er í land-
inu eða ekki, það sést ekki á
vísitöiunni. Það, hvort vöruúr-
val og framboð er nægilegt, eða
vöruskortur og svartur markað-
uir, það 9ést ekki á vísitölunni.
Hvort ellilífeyrir gamla fólks-
ins hefur hækkað eða lækkað,
það sést ekki á vísitölunni.
Það er vissulega athugunar-
efni, hvort hægt er að finna ein-
hverja vísitölu, sem gefur rétta
og glögga mynd af lífskjörum
fólksins í landinu í heild. Ef við
iítum t.d. á lífskjör verkamanna,
þá nægir þeim ekki, að þeir hafi
fengið einhverja hækkun á tíma-
kaupinu, ef þúsundir þeirra búa
við atvinnuleysi og húsnæðis-
skort.
Það virðist vera ákaflega örð-
ugt að finna slíka allsherjar lífs
kjaravísitölu. En það verða menn
jafnan að hafa í huga, þegar rætt
er um vísitöluna og kaupmátt
tímakaupsins, að það eru fjöl-
mörg önnur veigamikil atriði,
sem áhrif hafa á lífskjörin.
Ég nefndi ellilífeyrinn, en hann
kemur ekki fram í vísitölunni.
Til glöggvunar á því, hvernig
búið hefur verið að gamla fólk-
inu nú á þestsu kjörtímabili, vil
ég upplýsa þetta: Árið 1958 höfðu
hjón sem bæði nutu ellilífeyris,
14.700 kr. á ári í ellilífeyri, nú
hafa þau 32.800. Hann hefur
meira en tvöfaldazt. Þetta er á
I. verðlagssvæði, sem er Reykja-
vík og stærstu kaupstaðirnir. Ef
við tökum hins vegar 2. verðlags
svæði, þar sem lífeyririnn var
iægri þangað til nú, þó lítur mál-
ið þannig út, að hjón höfðu 1958
II. 000,00 en nú 32.800,00. M. ö.
o. þrefaldazt.
Miklar tollalækkanir
Nú eru tollar læklkaðir á fjölda
mörgum vörum, sem allur al-
menningur notar og þarf að nota,
þó að þær komi ekki inn í vísi-
töluna ,Ég hef iátið taka saman
örfá dæmi, sem sýna, hvernig
verðlag hefur breytzt á vissum
vörum vegna tollalækkananna
1961 og nú. Kvenkápa, sem
mundi kosta 3.100,00 kr. ef eng-
ar tollabreytingax hefðu orðið,
kostax nú 2.400,00 kr. — lækk-
un um 700 krónur. Karlmanns-
hattar, sem hefðu kostað 690
krónur, ef engar tollalækkanir
kæmu til, fara niður í tæpar 500
krónur. Armbandsúr, sem ég ætla
að sé nauðsynjavara fyrir unga
og gamla, mundi kosta 1750 krón-
ur, ef engar lækkanir faefðu orð-
ið, en fara nú niður í 1.060 krón-
ur. Niðursoðnir ávextir, sem
hefðu kiostað 39 krónur að ó-
breyttum tollum, fara niður í 29
krónur. Ef engin breyting hefði
verið gerð, kostaði píanó 52 þús-
und, en lækkar vegna tollabreyt-
inga niður í 36 þúsund. Þannig
má lengi telja vorur, sem ýmist
eru almennar nauðsynjavörur
eða sem mjög margir landsmenn
nota og þurfa að nota, og sem
lækka verulega í verðL Vita-
skuld bætir þetta lífsikjör fólks-
ins í landinu, þó að ekki komi
það inn í vísitölu framfærslu-
kostnaðar.
Sparnaður og
hagsýsla
Annað meginboðorð í fjármála-
stjórn er aðgát um útgjöld, skipu
lag, sparnaður, hagsýsla. Ég hef
oft áður gefið yfirlit um það,
hvað gert hefur verið og er til
athugunar í þeim efnm og skal
ekki rekja það hér að ráði. Það
er unnið að þvi skipulega aí sér-
fróðum mönnum, hvernig megi
skipuleggja málin betur, hagræða
vinnubrögðum þannig, að hvort
tveggja vinnist, betri þjónusta
fyrir almenning og spamaður fyr
ir það opinbera.
Glögigt dæmi er sú breyting
sem gerð hefur verið í vegamál-
um. Á núverandi kjöptimabili
hafa fjárveitingar til vega verið
stórhækkaðar, ekki aðeins að
krónutölu, heldur að notaglidi.
Um leið hefur verið fækkað
vinnustöðum, til þess að nýta
vélar og mannskap betur, og
stærri fjárveitingar í hvem stað.
Það vita og viðurkenna ailir
menn, sem með þessu fylgjast,
að miklu meira hefur orðið úr
peningunum, vegaféð nýtzt bet-
ur heldur en áður.
Annað dærni er sameining á
gjaldlheimtu. Með því að sam-
eina hér í borg innheimtu tekju-
skatts og eignasikatts, útsvara,
tryggingagjalda, sjúkrasamlags-
iðgjalda ojfl. hafa sparazt millj-
ónir króna. Þannig mætti lengi
telja. Margt af þessu er komið
þegar í framkvæmd, að ýmsu
er unnið.
Rétt er að nefna ríkisábyrgð-
irnar, sem voru komnar út í það
öngþveiti, að bráðlega hefði slig-
að ríkissjóðinn, ef haldið væri á-
fram á þeirri braut ábyrgðarleys-
is. Nú hefur þar verið gjörbreytt
um, komið á meiri festu varðandi
veitingu ríkisábyrgða og eftirlifcs
með því, að aðilar standi í skil-
um. Ein breyting er þegar farin
að segja til sín, sem menn hafa
kannski ekki almennt áttað sig
á í byrjun. Svo er mál með vexti,
að ríkið hefur áður yfirleitt veifct
svokallaða „sjáifskuldaábyrgð“.
Það þýðir að standi skuldari ekki
í skilum, getur lánveitandi snú-
ið sér beint að ríkissjóði, án þess
jafnvel að gera tilraun til þess að
innlheimta skuldina hjá skuldar-
anum. Þessu var breyfct þannig,
að nú er almenna reglan „einföld
ábyrgð“: Ef skuldarinn stendur
ekki í skilum, verður lánveitand-
inn fyrst að reyna til þrautar inn-
heimrtu hjá skuldaranum sjálfum
og þvi aðeins, að það beri ekki
árangur, getur hann snúið sér að
rikissjóði.
Síðan lögin um riíkisábyrgð
voru sett 1961, hafa í meginatr-
iðum verið veittar aðeins ein-
faldar ábyrgðir. Það hefur brugð-
ið svo við, að ég ætla, að ekki
hafi fallið á ríkissjóð ein einasta
af þessum ábyrgðum. Hinar
gömlu sjálfskuldaábyrgðir halda
gildi sínu, svo að það tekur lang-
an fcíma, að þessi komi að fullu
gagni. En reynslan sýnir, að rétt
er stefnt.
Þebta er ekki aðeins mál rík-
issjóðsins, heldur nauðsynjamál
fyrir allt fjármálasiðferði í land-
inu. Það var verið að koma þeim
hugsunarhætti inn, að sveitarfé-
lög, atvinnufyrirtæki og aðrir
aðilar gætu fengið ríkisábyrgð-
ir og þyrftu jafnvel ekkert að
hugsa um þá skuld, lánveitand-
inn hann mundi bara rukka rík-
issjóð. Það er óhollt og háska-
legt að gera fjölda aðila í land-
inu að vanskilamönnum.
Hallalaus
ríkisbúskapur
Þriðja atriðið er hallalaus rík-
isbúskapur. Ég tel, að það eigi
að vera stefnan hjá faverri ríkis-
stjóm, að fjárlög og ríkisbúskap-
ur sé hallalaus. Að vísu halda
sumir fróðir menn því fram, að
undir vissum skilyrðum geti ver-
ið rétt, að ríkissjóður sé rekinn
með halla. Um margra ára skeið
hefur ríkissjóður Bandaiíkjanna
verið rekinn með halla. En þar er
ólíku saman að jafna, svo auð-
ugu þjóðfélagi sem Bandaríkjun-
um og okkur. Ég held að við eig-
m að halda okkur ákveðið að
þeinri stefnu, að ríkissjóð eigi að
reka hallalausan. Við höldum því
fram, að abvinnuvegirnir eigi að
ganga styrktarlaust, og að allt
eigi að bera sig. Hvernig gæti þá
ríkisstjórn, sem rekur ríkissjóð-
inn með halla, kannski ár eftir
ár, heimtað það af öðrum, að
þeir láti allt bera sig?
í sambandi við hallalausan rík-
isbúskap, vil ég nefna furðulegt
dæmi, sorglegt og skringilegt í
semn, um viðlhorf vinstri stjórnar
innar.
Einstök eymd
Þegar fjárlagafrumvarpið fyr-
ir árið 1958 var lagit íram í októ-
ber ’57, var greiðsluihalli þess
71% milljón króna. í greinargerð
frumvarpsins segir svo: „Ríkis-
stjórnin telur sér engan veginn
fært að ákveða það, án náins
samstarfs við þingflokka þá, sem
hana styðja, hvernig leysa skuli
þann vanda sem við blasir í
efnahagsmálum landsins, þar á
meðal, hvernig mæta eigi þeim
mikla halla, sem fram kemur á
f j ár] agafrumvarpinu“ ... Síðan
segir: „Ríkisstjórnin hefur ekk-
ert tækifæri haft til að ráðgast
við stuðningsflokka sína á Al-
þingi um fjárlagafrumvarpið né
viðhorfið í efnahagsmálunum
eins og það nú er eftir reynsl-
unni á þessu ári. Þess vegna er
fjárlagafrumivarpið lagt fram
með greiðsluhailanum, en ríkis-
stjórnin mun í samráði við stuðn
ingsflokka sína á Allþingi siðar
taka ákvörðun um það, á hvern
faátt tryggð verði afgreiðsla
greiðsluíhallalausra fjárlaga“.
Ég held að sjaldan hafi sézt
meiri eymd í nokkurri greinar-
gerð fyrir nokkru frumvarpi
Stjómin leggur fram fjárlaga-
frumvarp með stórkostlegum
halla, af því að hún hefur ekki
getað talað neitt við stuðnings-
ftokka sóna allan þann tíma, sem
hún var að undirbúa fjárlögin.
En hún ætlar, þegar hún fær
færi á þeim á þinginu, að jafna
þetta og eyða hallanum. Og hvern
ig var það svo gert? Fjárlögin
voru afgreidd hallalaus með því
að tekinn var meginparturinn af
útgjöldum til dýrtíðarmálanna
og fleygt fyrir borð. Þannig var
jafnaður hallinn á fjáriögum. En
eftir áramótin yrði Alþingi að
finna einhverjar leiðir til þess að
kioma atvinnuvegunum til hjálp-
ar og til þess að standa undir
þessum dýrtíðargreiðslum.
Þau fjögur ár, sem núverandi
ríkiastjórn hefur starfað, hefur
því boðorði verið fylgt, að leggja
alltaf hallalaus fjárlög fyrir Al-
þingi, afgreiða þau hallalaus og
framkvæma þau þannig, að þau
skiluðu afgangi.
Fleiri aðferðir en ein hafa ver-
ið notaðar við að reikna út
greiðslujöfnuð ríkissjóðs. Eftir
þeirri aðferð, sem viðurkennd
er af aliþjóðastofnunum og sem
Seðlabankinn hefur nú um
margra ára skeið notað, varð
tekjuafgangurinn 1960 35 millj-
ónir, 1961 72 milljónir og árið
1962 verður hann ekki undir 140
milljónum.
En þá spyrja menn, þegar fyrir
liggur tekjuafgangur, hvernig á
að ráðstafa honum. Þá komum
við að mjög þýðingarmiklu at-
riði í efnahagsmálum okkar. Á
undanförnum áratug, þegar
greiðsluafgangur hefur orðið, var
yfirleitt keppzt við að setja hann
í verklegar framkvæmdir og við-
skiptalífið sem allra skjótast,
hvernig sem á stóð, þó þensla
væri og verð'bólga 1 landinu.
Safnað í forðabúr
Eins og aitvinnu- og efnahagls-
ástandið er hjá okkur í dag, tel
ég, að það væri óverjandi, að
setja greiðsluafgang frá síðasta
ári út í viðskiptalífið og verk-
legar framkvæmdir, ofan á það
mikla fé, sem bæði er samikvæmt
fjárlögum og af lánsfé varið til
framkvæmda á þessu ári, og of-
an á hið blómlega afcvinnuástand
í landinu. Slíkt myndi verða til
þess að gefa verðbólgunni byr
undir báða vængi.
Greiðsluafgangurinn árið 1961
var fyrst og fremst notaður til
þess að greiða upp lausaskuldir
hjá ríkinu. En síðasitliðinn áratug
hafa lausa'skuldir jafnan verið
hjá ríkinu í árslok, frá 28—105
milljónir. f árslok 1961 gerðist
það í fyrsta sinn um lanagn aldur
að engar lausaskuldir voru hjá
ríkissjóði, og sama varð í árs-
lök 1962.
Fyrir þrjáfcíu árum rúmum var
það mjög til umræðu á Alþingi,
að þá stefnu bæri að taka upp,
að safna í góðærum til erfiðu ár-
anna. Þetta var út af fyrir sig
ekki ný hugmynd. Það hefur ver-
ið hygginna manna háttur um
langan aldur að geyma _ frá góð-
æri til mögru áranna. Öllum er
kunnug sagan af Faraó og Jósef,
þegar Faraó dreymdi drauminn
um feitu kýrnar og hinar mögru.
Hann dreymdi að upp úr ánni
kæmu 7 kýr, feitar og holdugar
og sællegar, en nokkru síðar
komu upp úr sömu á 7 magrar
kýr, ljótar og illar útlits, þær átu
upp þær feitu, en skánuðu ekkert
né fríkkuðu við það. Jósef réð
drauminn þannig, að 7 vænu kýrn
ar merkfcu 7 góð ár, og mundu
þá vera miklar nægtir um allt
Egyptaland, en 7 mögru kýmar
merkfcu 7 hallærisár, sem mundu
eftir þau koma, og þá mundi
hungrið eyða landið. Og fyrir
því réð Jósef konungi Egypta til
að safna vistum í nægtaárunum,
og vistirnar skyldu vera forði
fyrir fólikið og landið á hallæris-
árunum, sem á eftir myndu
koma. Og Faraó hlýddi ráðum
Jósefs, og 7 nægtaárin liðu á
enda og 7 hallærisárin gengu í
garð. Þá var hallæri í öllum
löndum, en í öllu Egyptalandi
var brauð.
Það mun hafa verið árið 1929,
sem sú hugmynd kom fram frá
Jóni Sigurðssyni fyrrum alþing-
ismanni á Reynistað, að taka af
tekjum góðu áranna til hallæriis-
áranna. Ungir Sjálfstæðismenn
tóku upp í stefnuskrá sína árið
1931, „að nokkur hluti af tekjum
góðæra verði lagður til viðlaga-
sjóðs, er síðar verði varið til að
bæta afkomu erfiðu áranna".
Aiþýðu'flokksmenn fluttu í þrjú
ár frumvarp um þetta efni og
var hugsunin sú, að í góðum ár-
um yrði tekið nokkuð af tekju-
afganginum og lagt í sérstakan
sjóð, Jöfnunarsjóð ríkisins, og
verði það notað, þegar atvinnu-
brestur verður, til þess að bæta
og auka afcvinnu. Að lokum voru
samiþykkt lög um þetta á þingi
1932, að vísu í breyttri mynd frá
því, sem Alþýðuflokkurinn lagði
tiL Æbla ég, að Jón Þorláksson
hafi ráðið miklu um það, favem-
ig frumvarpið varð að lokum.
Hann segir, þegar málið er af-
greitt, að frumvarpið feli nú að
talsverðu leyti í sér „þær grund-
vallarreglur, sem þarf að fylgja
til þess að fjármálastjórnin verði
heilibrigð hér í okkar landi, þar
sem afkoma atvinnuveganna og
ríkissjóðs er svo mismunandi frá
ári til árs.“ í þessum lögum um
JöfnunarBjóð rikisins er svo á-
kveðið, að þegar tekjuafgangur
rílkissjóðs fer fram yfir visst
mark, skuli leggja hann í þenna
jöfnunarsjóð. Úr honum má að-
eins verja fé í fyrsta lagi, til þesa
að borga greiðsluhalla hjá ríkis-
sjóði, í öðru lagi að auka verk-
legar framkvæmdir, þegar hæfcta
er á, að þær dragist saman, og
í þriðja iagi til aukaafborgana
af skuldum ríkisins. Það er ekiki
rikisstjórnin, heldur Alþingi, sem
á að ákrveða greiðslu úr sjóðn-
um.
Leggjum í
Jöfnunarsjóð
Nú má það vera, að ýmsir
muni í dag ekki eftir atvinnu-
leysinu eða böli þess. Formaður
Sjálfstæðisflokksins lýsti þvi i
fáum orðum á fundinum í gær,
hvílíikt geigvænlegt böl afcvinnu-
leysið faefði verið á árunum 1930
40, þegar þúsundir manna hér í
bæ gengu atvinnulausir. Sem bet-
ur fer hefur siíkt ástand ekki
komið aftur síðan, að öðru en því,
að á árunum 1951 og 52 var nokk-
urt atvinnuleysi um hríð hér i
Reykjavák. En nú í rúman ára-
tug höfum við átt því láni að
fagna, að þess hefur ekki orðið
vart. Og vissulega er á íslandi
unnið að því, jafnt og þétt, að
búa svo í haginn með nýjum
og afkastamiklum framleiðslu-
tækjum, að til atvinnuleysia
þurfi aldrei að koma. En þrátt
fyrir alla þá viðleitni, þá geta
dunið yfir ógæftir, aflaleysi,
markaðstregða, verðfall og ým-
is konar ólán og óáran. Slíkir
afcburðir hafa því miður oftlega
að höndurn borið í sögu lands-
ins. Og þegar úr afcvinnu kynni
að draga af þess háttar orsök-
um, kæmi sér vel fyrir verka-
rnenn, fyrir iðnaðarmenn, fyrir
þjóðina alla, ef ríkið ætti þá
gildan sjóð frá góðu árunum til
þess að auka framikvæmdir og
skapa vinnu.
En tekj'uafgangur hjá rikis-
sjóði hefur margvislega þýðingu
aðra heldur en þá sem ég hef
nú lýst. Hann er mikilvægur
hlekkur í viðreisninni. Af öllum
okkar sérfræðingum, innlendum
og erlendum, var lögð á það rík
áherzla, þegar viðreisnin hófst,
að tekjuafgangur hjá ríkissjóði
væri ómissandi hlekkur í þeirri
keðju. Sá afgangur, sem orðið
hefur hjá ríkissjóði hefur einnig
hjálpað tii þess að byggja upp
gj aldeyrisvarasjóð þjóðarinnar,
Ef ríkissjóður hefði verið rekinn
með halla, þá hefði það kallað
fé að láni úr Seðlabankanum og
dregið úr möguleikum hans til
þess að mynda gjaldeyrissjóðinn.
Með þeim tekjuafgangi sem orð-
ið faefur, hafa einnig skapazt
möguleikar til að lækka skuldir
ríkisins. Það hefur orðið til þess
að lækka vaxtabyrði ríkissj óðs.
Kemur það fram í því m.a. að
á árinu 1962 gerðu fjárlög ráð
fyrir að vaxtagreiðslur ríkissjóðs
yrðu 9 millj. króna, en urðu
tæpar þrjár millj. eða 6 millj.
minni heldur en fjárlög gerðu
ráð fyrir.
Um leið og reynt er að gæta
hófs um útgjöld ríkisins, sparn-
aðar og hagsýni, þá verða menn
að hafa víðsýni og frjálslyndi
til þasis að skilja, að nauðsynlegt
er að ríkið stuðli að velgengni ait-
vinnu'veganna, verklegum fram-
kvæmduim, menningarmalum,
líknar- og félagsmiálum.
Varðandi atvinnuivegina hefur
ríkissjóður getað veitt þeim at-
Framfaald á bls. 19.