Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBL 4ÐIB Miðvikudagur 1. maí 1963 „Þessi landsfundur á að kveikja eid hugsjóna og ÍJr Landsfundarræðu Þorvalds Garðars Kristjánssonar í UPPHAFI ræðu sinnar gaf í>or- valdur Garðar Kristjánsson yfir- lit um samtök flokksins og með- limafjölda hans, gat um aukn- ingu hans frá síðasta landsfundi og hvernig starf flokksskrifstof- unnar á þeim tíma hefur miðað að því að koma í framkvæmd hinu nýja skipulagi á uppbygg- ingu flokksins. Lokið var á síð- EINANGRUN Ódýr og mjög góð einangrun. Vönduð framleiðsla. J. Þorláksson & Norbmann h.f. Skúlagötu 30. Bankastræti 11. • Byggður úr þykkara body- stáli en almennt gerist. • Ryðvarinn — Kvoðaður. § Kraftmikil vél — Fríhjóla- drif — Stór farangurs- geymsla. • Bifreiðin er byggð með tilliti til aksturs á malar- vegum, framhjóladrifin. • Verð kr. 150.000,00. Með miðstöð, rúðuspraut- um, klukku í mælaborði o. fL • Fullkomin viðgerða- þjónusta. • Nægar varahlutabirgðir. Söluumboð á Akureyri: Jóhannes Kristjansson hf. Sveinn Björnsson & Co. Hafnarstræti 22 — Reykjavík Sími 24204. asta sumri að koma á þessari skipulagsbreytingu, sem kjör dæmabreytingarnar 1959 gerðu nauðsynlegar, til að efla sam takaheild flokksins í hverju kjördæmi. Síðan sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Það er þýðingarmikið fyrir alla stjórnmálaflokka að halda uppi áróðri og útbreiðslustarfsemi og móta skipulag og starfshætti sína þannig, að sem beztum árangri verði náð í þessu efni. Þetta er okkur Sjálfstæðismönnum nauð- synlegt og ég vil meina, að okk- ur sé það enn nauðsynlegra en öðrum íslenzkum stjórnmála- flokkum. Til þess liggja sérstak ar ástæður. Það liggur í eðli og uppbyggingut flokks okkar, sem er frábrugðin því, sem ger- ist hjá öðrum stjórnmálaflokk- um í landinu. Eitt megin ein- kenni annarra stjórnmálaflokka hér á landi er það, að þeir hafa byggt tilveru sína á því að nota, og þá fyrst og fremst misnota, ýms hagsmunasamtök almenn ings í landinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvernig Framsóknar flokkurinn hefur notað Samband íslenzkra samvinnufélaga í þágu flokksins. Þessi verzlunarsamtök eru í eðli sínu ópólitísk og hafa sem slík rétt á sér sem hver önnur samtök landsmanna. En Framsóknarflokknum hefur tek- izt að ná þeim tökum á Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga, að hann hefur getað í áratugi notað þetta fyrirtæki og kaup- félög landsins, sem er innan þess vébanda, til þess að efla áhrif flokksins um allt land. Sam- vinnuhreyfingunni hefur verið beitt af miklu harðfylgi út um hinar dreyfðu byggðir landsins til þess að ná einokunaraðstöðu í verzlun og atvinnurekstri, eða slíkum tökum, að hægt væri að beita ofurvaldi peninga og að- stöðu til að efla fylgi og áhrif Framsóknarflokksins. Það má heita, að skrifstofur kaupfélags- stjóranna út um land hafi verið gerðar að skrifstofum Framsókn arflokksins á hverjum stað. Fjár- magni og starfskröftum þessara verzlunarfyrirtækja hefur verið varið beint og óbeint í þágu Framsóknarflokksins. Þessa vorum við okkur mjög meðvitandi, þegar við höfðum gömlu kjördæmaskip.unina. Þá var ofurkapp og ófyrirleitni kaupvaldsins oft á tíðum svo augljós. Nú höfum við hin nýju stóru kjördæmi. Hverju breyta þau í þessu efni? Ekki miklu. Það væri sjálfsblekking að halda að í þessu efni hefði orðið mikil breyting. En ef til vill hættir okkur við að blekkja okkur sjálfa í þessu efni. Það er ekki eins augljóst í hinum stóru kjör- dæmum að barizt sé um hvert atkvæði eins og áður var. En víða eru vinnubrögðin nákvæm- lega eins og áður var. Fram- sóknarflokkurinn hefur sömu aðstöðu gegnum kaupfélögin og áður. Við breyttum kjördæma- skipuninni með því að sameina gömlu kjördæmin, en við sam- einuðum ekki byggðalögin. Landslag og staðhættir eru þeir sömu og áður. Hvert byggðalag heldur sér fyrir sig. Það er enn sem fyrr efnahagsleg og atvinnu leg heild. Þótt kjördæmin hafi verið stækkuð eru áróðursmið- stöðvar Framsóknarflokksins á- fram hver á sínum stað — eins og áður —, og verða það meðan Framsóknarflokkurinn hefur þau sömu tök og hann hefur haft á samvinnuhreyfingunni. Á hliðstæðan hátt og Fram- sóknarflokkurinn hefur misnotað samvinnuhreyfinguna hafa hin- ir svokölluðu verkalýðsflokkar frá fyrstu tíð misnotað verka- lýðshreyfinguna eftir því sem þeir hafa við komið. Það er að vísu liðinn sá tími, að Alþýðu- samband íslands og Alþýðuflokk urinn sé skipulagslega ein heild, og í dag er það ekki Alþýðu- flokkurinn sem hér á fyrst og fremst hlut að máli heldur kommúnistar eins og við öll þekkjum. Þeir hafa hreiðrað um sig í þessum hagsmunasamtök- um almennings og nota og mis- nota hvert verkalýðsfélag, sem þeir ráða og alþýðusamtökin í heild með hjálp Framsóknar- manna. Aðstöðu og fjármunum verkalýðsfélaga víðs vegar um landið er beitt miskunnarlaust í þágu kommúnista, þar sem þeir koma því við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt, né viljað, nota sam- vinnuhreyfinguna og verkalýðs- hreyfinguna í áróðurs- og út- breiðslukerfi sínu. Við Sjálfstæð ismenn teljum, að þessi hags- munasamtök almennings í land- inu eigi að vera óháð stjórnmála flokkum og ekki eigi að beita þeim til framgangs neinum sér- stökum stjórnmálaflokki. í stað þess að njóta þannig styrks frá þessum hagsmunasamtökum hef ur mikið af baráttu og starfi flokkssamtakanna þurft að bein- ast að því að hamla gegn mis- notkun þeirra. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur leitazt við að losa um tök vinstri flokkanna á þess- um hagsmunasamtökum, og beina starfsemi þeirra að þeim Halldór Ólafsson rafvirkjameistari ÞRIÐJUDAGINN 23. þ.m. var til moldar borinn Halldór Ólafsson, rafvirkjameistari, Rauð&rárstíg 20 hér í borg, en hann andaðist á föstudaginn langa, 12. þ. m. eft ir stutta legu í Landakotsspítala. Halldór var fæddur að Hauka- gili í Hvítársíðu í Borgarfirði 12. september 1907. Foreldrar hans voru þau Ingunn Gísladóttir og Ólafur Halldórsson, sem voru þar í vinnumennsku eins og títt var í þá daga. Halldór missti föður sinn, þegar hann var á barns- aldri, og naut því ekki lengi þess styrks og þeirrar verndar, sem flest börn eiga að mæta frá feðrum sínum á bemskuárum. En hann var svo lánsamur að eiga góða og dugmikla móður, og ólst hann upp með henni á Akranesi og síðar í Hafnarfirði. Má með vissu telja, að móðir hans hafi glætt hjá honum þá atorku- semi og starfsþrá, sem síðar urðu svo snarir þættir í lífi hans. Síðar hóf þessi ungi maður nám í rafvirkjun hjá hinum þjóð- kunna meistara, Eiríki Hjartar- syni, Laugavegi 20b, hér í Reykja vík. Sagði mér eitt sinn samnem andi Halldórs um þann feril á þessa leið: „Hann var talinn hinn færasti verkmaður í faginu, og líkaði mér ágætlega að vinna með honium. Halldór var framfarasinn aður, enda góðum gáfum gædd- ur, og fýsti til framhaldsnáms og utanfarar að iðnnámi loknu. Einkunnir hans voru yfirleitt „prýðilega“ eða „ágætlega“. Þá voru einkunnir gefnar með orð um en ekki með tölum eins og nú tíðkast, en þetta myndi jafngilda I. einkunn eða I. ágætis einkunn nú á dögum“. Sveinsprófi sínu lauk Halldór haustið 1932, en strax að því loknu fór hann að búa sig til ut- anfarar. Lýsir það glögglega dugnaði hans og framfaraþrá, því að slíkt var næsta fátítt þá og enginn leikur fyrir félausan mann, sem standa þurfti algerlega á eigin fótum, óstuddur af öðr- um á þeim erfiðu tímum. Hann gerðist þá starfsmaður hins heims kunna fyrirtækis Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn og vann þar í þrjú ár. Tók nú hver áfang- inn við af öðrum. Dönsku raf- virkjaprófi lauk hann 26. apríl 1936, kom síðan heim til íslands, og íslenzkt meistarabréf hlaut hann 27. júlí sama ár. Þegar um haustið, á afmælis- degi sínum 12. september 1936 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og starfaði í fyrstu jöfnum hönd- um sem rafvirkameistari við raf lagnir í hús og við hverskonar raf vélaviðgerðir. Þetta fyrirtæki hans dafnaði síðan jafnt og þétt, en með síaukinni notkun vélknú inna farartækja skapaðist meiri og meiri þörf fyrir sérstaka þjón ustu við rafmagnskerfi þessara tækja. Þetta var Halldóri ljóst og byrjaði hann því snemma á því að útbúa vinnustofu sína þannig, að hægt væri að leysa af hendi þessi verkefni. Þarna var um brautryðjanda- starf að ræða, þar sem þetta var fyrsta verkstæðið hérlendis, sero verkefnum, sem eru þeim eig- inleg, en það er að vinna að hagsmunamálum meðlima sinna eftir því sem við á. En af þessu leiðir, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur orðið að byggja eingöngu á eigin flokks- kerfi, hinum beinu flokkssamtök um og starfsemi þeirra. Sjálf- stæðisflokkurinn hvorki vill né getur viðhaft aðferð hinna flokk anna að nota hagsmunasamtök al mennings í sína þágu. En þeim mun fremur ríður á að hafa flokksskipulag okkar og starf svo öflugt hverju sinni sem nokk ur kostur er. En svo mikilvægt sem skipu- lagið er, er þó annað enn nauð- synlegra. Og án þess er skipu- lag flokksins lítils virði eða einskis virði. Án þess er skipu- lagið hjóm eitt og hismi. Það er maðurinn sjálfur. Það eruð þið, sem starfið og vinnið. Það eruð þið, sem af eldmóði og óeigin- girni vinnið fyrir hugsjónir ykk- ar og flokk. Það eru þið, sem i blíðu og stríðu leggið flokknum lið. Það eruð þið, sem starfið fyr- ir flokkinn af þrautseigju og þolinmæði. Það eru flokksmenn- irnir, konur og karlar um land allt sem með ótrauðri baráttu sinni hafa fært flokki okkar fylgi, áhrif og völd. Enn sem fyrr reynir nú á ykk- ur. Alþingiskosningar eru fram- undan. í þetta sinn verður lands- fundurinn upphaf þeirrar kosn- ingabaráttu, sem í vændum er. Þessi landsfundur á að setja flokknum kosningastefnuskrá. Þessi landsfundur á að kveikja eld hugsjóna og áhuga. Þessi landsfundur á að skera upp þá herör, sem leiðir okkur fram til sigurs. gerði þessa þjónustu að sérgrein sinni. En Halldór gekk að því með þeirri elju og dugnaði sem honum var svo eiginleg. Hann fylgdist eftir föngum með nýjung um í þessari grein og fór oft utan til þess að sjá hlutina með eigin augum og skiptast á skoðunum við framleiðendur og seljendur. Samtímis aflaði hann verkstæði sínu allra nauðsynlegra tækja til þessarar starfsemi, og má tví- mælalaust telja vinnustofu hana í heild hina bezt búnu að tækjum og áhöldum til þessara starfa, sem um er að ræða hér á landi. Margir eru þeir, sem notið hafa leiðsagnar Halldórs í iðngrein þessari og þekkingar hans á þvi sviði. Má þar fyrst og fremst nefna nemendur hans í rafvirkj- un og rafvélavirkjun, en þeir eru orðnir mjög margir, og stunda nú sumir atvinnu sem sjálfstæðir meistarar í iðninni. Halldór var dulur maður, sem flíkaði lítt tilfinningum sínum. Var fáskiptinn um annarra hagi, en gegndi eigin störfum og skyld um með þeim mun meiri alúð. En hann var glaður, söngvinn og kátur í vinahóp meðan heilsan leyfði. Síðustu árin, eftir að hann kenndi sér þess meins, sem dró hann til dauða, var hann oft mjög þjáður, en þegar af bráði, sást hann ekki fyrir og lagði þá oft meir að sér en hollt var og heilsa leyfði, þar sem starfsgleðia og atorkan var ætíð fyrir hendL Halldór var tvíkvæntur. Fyrri kona ha-ns var Lovísa Pálsdóttir, en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Ásta, gift Óla Páli Kristjánssyni, ljósmyndara, Ragn ar, kvæntur Þórunni Björgúlfs- dóttur og Sverrir, kvæntur Stein unni Ingvarsdóttur. Síðari kona Halldórs er Jónína Jónsdóttir, og áttu þau tvær dætur, sem báðar eru ógiftar hjá móður sinni. Halldór fylgdist af mikilli alúð með velferð barna sinna og vildi vera þeim til leiðsagnar í hví- vetna. Það er vissulega skarð fyrir skildi í íslenzkri rafvirkj astétrt, þegar Halldór Ólafsson er fallinn frá. — Eg votta eftirlifandi kon« hans og öðrum vandamönnum fyllstu samúð mína. H. Ó. L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.