Morgunblaðið - 01.05.1963, Qupperneq 14
14
MORCVNBLAÐIB
Miðvikudagur 1. maí 1963
1. maí ávarp
til verkamanna ■
einræðisrikjunum
frá Omar Becu, aðalritara Alþjóðasam-
bands frjálsra verkalýðsfélaga
1
'i
1
-
VERKAMENN í löndum undir
einræðisstjórn!
í>ennan fyrsta maí eins og
undanfarin ár sendir Alþjóða
samband frjálsra verkalýðs-
félaga ykkur bróðurlegar
kveðjur.
Hvar sem þið eruð, hvort
sem þið eruð þrælkaðir af
kommúnistum, fasistum eða
hernaðarlegu einræði, hvort
sem þið búið á Spáni eða í
Ráðstjórnarrikjunum, í Kína
eða Póllandi, í Ungverja-
landi eða Paraguay eða í öðr-
um löndum undir einræðis-
stjórn, getið þið reitt ykkur á
að Samband frjálsra verka-
lýðsfélaga stendur með ykkur
í baráttunni fyrir frelsi og
lýðræði. Við erum samtök
frjálsra verkalýðsfélaga , af
því að meðlimir samtakanna
heyra ekki undir neitt ríki,
flokk eða atvinnurekanda.
Verkalýðsfélögin í ykkar
löndum eru ekki raunveruleg
verkaiýðsfélög, heldur verk-
færi í höndum stjórna eða
stjórnarflokka. Forystumenn
þessara svokölluðu verkalýðs-
félaga reyna að sannfæra ykk-
ur um að þið þarfnist ekki
réttarins til að bera fram
sameiginlegar kröfur, réttar-
ins til þolanlegra launa, rétt-
arins til verkfalls, vegna þess
að „verksmiðjurnar tilheyra
ykkur“ eins og þeir orða það.
Þetta er ekki rétt. Verksmiðj-
urnar tilheyra kúgurum ykk-
ar, sem fara með ykkur eins
og þræla, sem stöðugt er hægf
að reka áfram til að auka
framleiðsluna.
Þótt einræðisstjórnir hafi
það að reglu að viðurkenna
aldrei tilveru pólitískra fanga,
þá voru nýlega tilkynntar
sakaruppgjafir í nokkrum
löndum, og fjöldi pólitískra
fanga, sem verið höfðu árum
saman í fengelsum eða ein-
angrunarbúðum látnir lausir.
En sakaruppgjöf fólks, sem
hegnt er fyrir verk, sem álit-
in eru eðlileg og lögleg í hin-
um frjálsa heimi, þvær ekki
úr hugurn okkar minninguna
um ofsóknir, handtökur, dóma
i lokuðum réttarhöldum og
nauðungarflutninga á verka-
mönnum. Barátta samtaka
okkar hættir ekki við það, að
fólk, sem handtekið var á ó-
réttmætan hátt, er látið laust.
Við munum ekki unna okkur
hvíldar uns þeim markmið-
um, sem þessir verkamenn
börðust fyrir, er náð. Þessi
markmið eru réttur verka-
manna til að kjósa eigin félags
fulltrúa, frjálsir samningax
um sameiginlegar kröfur,
verkfallsrétturinn, rétturinn
til sómasamlegra launa, góðs
húsnæðis og vinnuskilyrða.
Við munum ekki hætta fyrr
en þjóðnýting á verkamönn-
um hverfur, svo sem sam-
keppni í vinnu, verkþvingun,
þvinguð framleiðsluloforð og
óborguð vinna, sunnudaga-
og næturvinna, án auka-
greiðslu, ómannúðlegur agi,
og verkamannalöggjöf, sem
beint er gegn verkamönnum.
Við munum halda baráttu
okkar áfram uns búið er að
þurrka burt þessi verkaiýðs-
félög, sem stjórnað er af rík-
inu í löndum ykkar og kom-
in eru í staðinn raunveruleg
samtök verkamanna. Alþjóða-
samband frjálsrar verkalýðs-
félaga er sannfært um, að sá
dagur muni koma, þegar þið
takið ykkar rétta sæti meðal
hinna frjálsu verkalýðsfélaga.
★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★
Q
55
>|
>
★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR
<
K
C
t—•
to
★
Nýja Bíó:
FYRIR ÁRI í MARIENBAD
HÉR ER UM að ræða mjög
sérstæða og einkennilega, heill-
andi franska mynd, sem fékk 1.
verðlaun, Gullna Ijónið, á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum árið
1961. Leikstjórinn er Álan Res-
nais, hinn frumlegi snillingur,
sem hlaut heimsfrægð fyrir
mynd sína, Hiroshima — ástin
mín, sem sýnd var hér í Nýja
Bíói ekki alls fyrir löngu og
vakti.feikna hrifni áhorfenda.
„Fyrir ári í Marienbad“ hefur
í raun og veru engan samfelldan
söguþráð og er því erfitt að
rekja efni myndarinnar á venju-
legan hátt. Myndin hefst með
því að um skuggalega en skraut-
lega sali hallar einnar í barok-
stíl, með löngum göngum, skreytt
um gömlum málverkum, og breið
um tröppum, reikar margt þög-
ulla og dularfullra manna. Áhorf
andinn veit ekki hver eða hvar
þessi höll er né heldur hvaða
fólk er þarna á ferð eða í hverj-
um tilgangi. Úr þessum mann-
fjölda greinast brátt þrjár mann.
verur, ein kona og tveir karl-
menn. Annar karlmannanna
virðist vera eiginmaður eða unn
usti konunnar, en hinn er mjög
áleitinn aðdáandi hennar, er
hegðar sér á næsta undarlegan
hátt. Hann leitar til konunnar
hvar sem hún er stödd og fullyrð
ir við hana að þau hafi hitzt áð-
ur og hafi þá átt saman ástar-
ævintýri og hún lofað að hitta
hann síðar. Konan neitar þessum
í fyrstu, en þessi dularfulli mað-
ur heldur stöðugt áfram þessum
fullyrðingum sínum og eltir hana
eins og skuggi, dag eftir dag, um
höllina og í hinn mikla lystigarð
þar fyrir utan. Og alltaf heldur
hann sér við sama efnið, um
fyrri fund þeirra. Hann talar
hægt og hvíslandi með blæ-
brigðalausri rödd eins og dávald
ur, enda fer svo að lokum að
hann virðist hafa sannfært kon-
una og náð henni á sitt vald.
í þessari mynd helst allt í
hendur, dularfullt umhverfi,
dularfullar persónur, lágt tal og
hægar hreyfingar, sem sagt, allt
með einhverjum annarlegum og
seiðmögnuðum blæ og andrúms-
lofti. Ég held að myndinni verði
ekki betur lýst en með orðum
leikstjórans og samstarfsmanns
hans. Hinn fyrrnefndi segir:
„Marienbad“ er kviksjá lífsins,
margræð eins og lífið sjálft“, en
hinn síðarnefndi segir: „Áhorf-
andinn verður að gefa sig mynd-
frásögninni á vald og afneita
allri venjulegri, hefðbundinni
rökvísi. Geri hann það, mun
hann, hvort sem hann er karl
eða kona, uppgötva smámsaman,
að myndin, sem í fyrstu sýnist
undarleg og á ringulreið, er í
rauninni ekki annað en túlkun
þess, sem hann eða hún geta
athugað og finnur bærast í
fylgsnum sinnar eigin sálar ....
Þegar áhorfandinn tekur þannig
sjálfur þátt í atvikaröðinni, er
hann einnig sjálfur með í að
fullkomna hana.“
Aðalleikendur eru: Konan,
Delphine 'Seyring; eiginmaður-
inn eða unnustinn, Sacha Pitoeff
og dularfulli maðurinn, Giorgio
Albertazzi.
Það er ekki mikil spenna í
þessari mynd, en hún er heill-
andi listaverk, snilldarvel gerð
og afbragðsvel leikin. Sérstætt
verk, sem allir vandlátir kvik-
myndaunnendur ættu að sjá.
Hafnarfjarðarbíó:
Buddenbrootk-fjölskyldan.
HINN heimsfrægi þýzki rithöf-
undur og nóbelsverðlaunaskáld,
Thomas Mann, samdi um síð-
ustu aldamót hina miklu
ættarsögu um Buddenbrooks-
fjölskylduna, sem mynd þessi
er gerð eftir. Hinn þýzki
titill sögunnar var: Budden-
brooks: Verfall einer Familie.
Með þessu skáldverki hófst
rithöfundarfrægð höfundarins,
enda var sagan þýdd á flestar
menningartungur heims og hlaut
hvarvetna einróma lof. Hinn
þýzki titill sögunnar gefur til
kynna meginefni hennar (og
myndarinnar). Er þar rakin
saga nokkra kynslóða Budden-
brooks-ættarinnar, sem á 18. og
19. öld átti mikið verzlunarfyrir-
tæki í Lúbeck, sem naut trausts
og virðingar allra viðskipta-
manna sinna innan lands sem
utan. En þegar þar er komið
sögu, er myndin hefst um- miðja
sl. öld, er eigandi og stiórnandi
fyrirtækisins, John Buddenbrook
konsúll, kominn á efri ár. Hann
foýr ásamt konu sinni og fjórum
bðrnum þeirra hjóna í glæsilegu
húsi og á heimilinu er haldið
uppi gömlum virðuleik ættar-
innar samfara mildi og góðvild
húsmóðurinnar. Eldri sonurinn,
Thomas, hefur mikinn áhuga á
fyrirtæki ættarinnar, enda á
hann að taka við stjórn þess,
ef hann lifir föður sinn. Yngri
foróðirinn, Christian, er sérvitur
og framtakslítill og stundar
einkum gleðilíf borgarinnar í
óhollum félagsskap. Fer svo að
faðir hans sendir hann til Lond-
on til starfa við verzlunarfyrir-
tæki þar. Dóttirim Antonie, köll-
uð Tony, er frið og glaðvær
stúlka, en Clara, sem er yngst
systkinanna, er mjög hæglát og
heilsutæp. örlög þessa fólks
verða önnur en búast hefði mátt
við í öndverðu. En allt á sínar
orsakir. Fjölskyldan er ekki
undir það búin að átta sig á
foreyttum tímum og hugsunar-
hætti, nýtt blóð hefur gefið
yr gri kynslóðinni nýjar hneigðir
og áhugamál og hinna traustu
ættareiginleika gætir minna en
áður, en allt þetta leiðir til
hnignunar og að lokum til falls
Buddenbrookanna. Thomas, sem
tekið hefur við fyrirtækinu eftir
-lát föður síns reynir að halda í
horfinu og jafn vel færa út kví-
arnar, en heppnast það ekki af
ýmsum ástæðum. Chritian geng-
ur að eiga vandræðadrós, sem
kemur honum að lokum fyrir í
geðveikrahæli. Tony verður
óhamingjusöm í tveimur hjóna-
foöndum og býr að lokum frá-
skilin hjá Thomasi bróður sín-
um. Clara giftist og déyr seinna
af berklum í höfði. Thomas
kvænist glæsilegri konu og eign-
ast með henni dreng, sem deyr
ungur, en hjónaband Thomasar
verður er frá líður ekki eins
ástúðlegt og hann hafði vænzt.
Eiginmenn systra hans kvænast
þeim eingöngu til fjár og gera
miklar fjárkröfur á hendur fyrir
tækisins. Að lokum deyr Thom-
as skyndilega og er þá svo komið
að auður ættarinnar er upp ur-
inn og harðvítugasti keppinautur
•hennar kaupir eignina. i
Mynd þessi er geysilega efnis-
mikil og vel gerð, enda sá Erika
Mann, dóttir Thomas Mann, um
gerð handritsins af mikilli snilld.
Margir af mikilhæfustu leikur-
um Þýzkalands fara með veiga-
mestu hlutverkin, svo sem
’Nadja Tiller, sem leikur eigin-
konu Thomasar, Liselotte Pulver,
sem leikur Tony systur hans, Lil
Dagover, sem leikur móður hans
og Hansbjörg Felmy, er leikur
Thomas. Margir aðrir góðir leik-
arar fara þarna með hlutverk,
enda er myndin í heild sérstak-
lega vel leikin. Þá er og leik-
stjórn Alfred Weidamann’s með
miklum ágætum. Það verður
enginn svikinn, sem sér þessa
miklu og afbragðsgóðu mynd.
& UMROÐIÐ KH. KRISIJÁNSSDN H.F
SUDURLANDSBRAUT 2 • SIMÍ 3 53 OÓ