Morgunblaðið - 01.06.1963, Page 5

Morgunblaðið - 01.06.1963, Page 5
Laugardagtir 1. júní 1963 MORGVNBLAÐiÐ * m „Aldrei að telja sig svo gdðan að ekki megi Á SÍÐARI árum hefur því heyrzt æ oftar fleygt, að tími sá, sem íþróttamenn verja til æfinga, sé svo mikill, að þeir, sem vilja skara fram úr, verði að vanrækja dagleg skyldu- störf. Þessu er þó ekki þannig farið með alla. Einstöku virðast geta sinnt fjöl- skyldu, atvinnu og öðrum áhugamálum, ekki síður en þeir, sem aldrei hafa í æfingabúning komið. Einn úr þeirra hópi er Gunnar Guðmannsson. Sl. mánudagskvöld lék hann 250. leik sinn með félag- inu, sem hann hefur keppt með, undanfarinn þálfan annan áratug. Meðal félaga sinna er hann kallaður „Nunni“, og allir þeir, sem sótt hafa knattspyrnuleiki hér í borg á liðnum árum, kannast óðar við hann. Einkum og sér í lagi Vest- urbæingar og KR-ingar. Það getur ekki hjá því far- ið, að þeim, sem aldrei hef- ur sparkað bolta nema í húsagörðum á yngri árum, þyki eitthvað forvitnilegt við mann, sem leikið hefur hálft þriðja hundrað leikja. Svo var a.m.k. um fréttamann Mbl., og því gekk hann á fund Gunn ars, nú í vikunni. Hvenær lékstu fyrst í keppni? „Ég skal segja þér það, meira að segja nákvæmlega upp á dag. Það var 20. ágúst 1947.“ Var það fyrsta keppnin, sem þú tókst þátt í? „Nei, það var fyrsta skipti, sem ég keppti með meistara- flokki. Annars lék ég fyrst með yngri flokkunum. Það hefur sennilega verið 1939 eða ’40, sem ég keppti fyrst.“ Hvað segir þú um atvinnu- mennsku, sem ert búinn að keppa svo lengi. Hana er allt- af að bera á góma, í einhverri mynd, meira að segja hér heima? Það hlýtur að vera kostnaðarsamt, 'svo ekki sé meira sagt, að stunda knatt- spyrnu svo langan tíma? „Jú, þetta er búið að taka mikinn tíma frá öðru. Það er þó reyndar svo um flest á- hugamál, þótt þetta sé ef til vill erfiðara, en flest önnur. Tíminn er dýr, og það hefur oft orðið að sleppa vinnu, bæði vegna æfinga og keppni. Þó hef ég ekki trú á at- vinnumennsku. Hins vegar bæta mætti hugsa sér, að hafa mætti annað fyrirkomulag á, en verið hefur. Það er mín trú, að það mætti bæta knatt- spyrnuna, já stórbæta hana, ef hægt væri að hagræða æf- ingatímanum dálítið. Nú sem stendur er venjulega æft á kvöldin. Væri hægt að koma því við að byrja æfingar um 4-leytið á daginn, og æfa t.d. til kl. 7, þá myndi mikið vinn- ast, að minum dómi. Þetta fyrirkomulag myndi þá byggjast á því, að hætt yrði að vinna fyrr á daginn, þ.e. kl. 4. Það mætti þó vinna upp með því að byrja fyrr á morgnana, eða sérstöku sam komulagi við þá, sem unnið er hjá. Hitt finnst mér víst, að æfingar á kvöldin gefi aldrei sama árangur. Ég held, að með breytingu, líkri þessari, megi e.t.v. ná tvöfalt betri árangri, en hingað til. Atvinnu- mennska held ég þó að eigi enga framtíð hér“. Hvaða stöðu fellur þér bezt að leika? „Það er skemmtilegt að vera innherji, og það gefur mikla möguleika, en hins veg ar er þó oft skemmtilegra að leika „á kantinum", þó það sé komið undir þeim, sem leikið er með“. Er „kanturinn“ þá þín uppáhaldsstaða? „Já, ég er ekki frá því, — annars hef ég leikið allar stöð ur í framlínunni“. íþrótta. Heldur þú, að hún væri ánægðari, ef honum væri varið til „nytsamlegra hluta?“ „Þetta hefur gengið nokkuð vel hjá okkur. Við eignuð- umst íbúð fyrir nokkrum ár- um — annars hefur hún aldrei kvartað. Hún keppti sjálf í handknattleik með KR á sín- um tíma“. Þú hefur gefið þé tíma til að stunda húsbyggingar, þrátt fyrir, ja, þrátt fyrir knatt- spyrnuna? „Það tók nokkur ár, en það tókst. Það er e.t.v. einkenni- legt, þegar litið er um öxl, en einhvem veginn, þá gafst þó timi til að sinna því.“ Að lokum Gunnar: Hvaða ráðleggingar gefurðu þeim yngri, sem nú eru að „vinna sig upp“ í knattspyrnunni? „Þeir eiga aldrei að telja sig svo góða, að þeir geti ekki bætt sig“. Gunnar segist ætla að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í haust. Hann hefur vel til „hvíldar" unnið, því að auk þess, sem að ofan er talið, þá hefur hann 7 sinn- um orðið íslandsmeistari, 7 sinnum Reykjavíkurmeistari og 3svar bikarmeistari. Honum hefur tekizt það, sem fágætt verður að teljast nú á tímum, þegar allir eru í kapphlaupi við tímann. Hann hefur sinnt íþróttum í hálfan annan áratug, en samt haft tíma til að byggja yfir sig og sína. Mætti það verða öðrum til fyrirmyndar. Gunnar og kona hans, Anna Guðmundsdóttir, með börnunum Hvað myndir þú segja, að væru skemmtilegustu minn- ingarnar frá keppni, eftir öll' þessi ár? „Það er erfitt að segja, í fljótu bragði. Skemmtilegasta tímabilið var e.t.v. 1958—’63, þegar KR-liðið var upp á sitt bezta. Svo eru það utanferð- irnar. Ég var fyrst með í utan- ferð 1949, þá fórum við til Noregs. ’56 fórum við til Bandarikjanna og kepptum þar í þremur borgum, Fíla- delfíu, Baltimore og New York. Eftirminnilegasti landsleik- urinn held ég þó að hafi ver- ið leikurinn við Svía 1951, þegar við unnum með 4 mörk um gegn þremur’. Hvað hefurðu oft leikið með landsliðinu? „Það er víst 8 sinnum*. Ef ég man rétt, þá hefur enginn leikið oftar með Reykjavíkurúrvali, en þú? „Já, það er rétt. Við Karl Guðmundsson höfum leikið með því jafn oft, 27 sinnum". Hvað eigið þið hjónin mörg börn? „Þau eru fjögur, strákur 10 ára, og þrjár dætur, 8, 6 og 4 ára“. Hvað segir konan þín við öllum þeim tíma, sem fer til KR-ingar hylla Gunnar Guðmannsson að unnum sigri í fslandsmóti. # I. DEILD * Islandsmótið á Akranesi Laugardaginn 1. júní kl. 18. Akranes(Í.A.) — Valur Dómari: Ólafur Hannesson. Línuverðir: Guðmundur Haraldsson og Frimann Gunnlaugsson. í Keflavík á grasvellinum í Njarðvíkur 2. hvítasunnudag kl. 15. Keflavík(ÍBK)-Akureyri(ÍBA) Dómari: Valur Benediktsson. Línuverðir: Jón Kristjánsson og Róbert Jónsson. MÓTANEFND. Látum engan miða dseldan - Geriö skil HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.