Morgunblaðið - 01.06.1963, Page 10

Morgunblaðið - 01.06.1963, Page 10
10 WORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. júní 1963 Bjarni Guðnason, mag. art. höfund og tel aS það geti verið Páll biskup Jónsson, sá sem ligg- ur í steinþrónni frá Skálholti. Danir sóttu ættartölur í islenzkar heimildir — Hvað nýtt kemur fram í rit- gerðinni? — Ég leitast viðað sýna fram á, að íslenzkar ættartölur séu not aðar hjá dönsku sagnriturunum Sveini Ákasyni, sem uppi var um 1180, og Saxa og hafi borizt með íslenzkum skáldum til dönsku hirðarinnar. Þannig hafi mikið af ættartölum þeirra verið sóttar í íslenzkar heimildir. Þetta held ég. að hafi nokkurt gildi. Þá reyni ég að sýna fram á að Skjöldungasaga sé angi af er- léndum bókmenntum. Sömu öfl eru að verki hjá höfundi hennar og Sveini Ákasyni- og Saxa. Með öðrum orðum að sagan sé þáttur í evrópskri menningartízku. ^ — Og svo eiga þeir próf. Einar Ólafur Sveinsson og dr. Jakob Benediktsson, sem báðir hafa skrifað um þetta efni, að þjarma að þér. Greinir ykkur mjög á? — Já, um ýmis atriði, eins og eðlilegt má þykja. Jakob, sem gaf út öll rit Arngríms og skrifaði um Skjöldunga- sögu í doktorsritgerð sinni, held- ur því fram að af sögunni sé að- eins til ein gerð, ég tvær. Þá er það gömui, hefðbundin skoðun Páll Jónsson, Skálholtsbiskup hefur getað skrifað Skjöldungasögu segir doktorsefnið Bjarni Guðnason í DAG ver Bjarni Guðnason mág. art. doktorsritgerð sína Um Skjöldungasögu við Háskóla fs- lands. Ritgerðin er nýlega komin út, og hafa ýmsir, sem málum eru kunnugir, haft orð á því, að það megi merkilegt teljast, að hægt sé að semja hátt á fjórða hundrað blaðsíðna ritverk um sögu, sem svo magrar og fáskrúðugar heim ildir eru til um. Áhugi á íslenzkri fræðimennsku er mjög ríkjandi í ætt Bjarna. Hann er sonur dr. Guðna Jónssonar, prófessors, og bróðir hans, Jón Guðnason, cand. mag., stundar fræðistörf, er t.d. núna að gefa út sögu verklegra framkvæmda á íslandi á vegum Verkfræðingafélags íslands. Þó Bjarni hafi sjálfur nú þeg- ar unnið nokkuð að fræðistörf- um, er hann enn sem komið er kunnari almenningi á íslandi fyrir annað, afrek á knattspyrnu- vellinum og í handboltasalnum. íþróttafréttaritari Mbl. segist varla muna eftir að hafa heyrt önnur eins fagnaðarlæti mæta íslendingi eins og þegar Bjami kom inn sem varamaður í lands- leik í Kaupmannahöfn árið 1953 og óð fram kantinn með boltann. Útlit hans og tilburðir minntu Dani á afrek sinnar eigin hetju, Knuds Lundberg. — Ég stundaði mikið íþróttir á námsárunum, keppti með Vík- ingi, sagði Bjarni, er við hittum hann að máli. — En ég var alltaf betri í handbolta en knattspyrnu. Þetta féll svo alveg niður hjá mér, þegar ég fór utan. Annars áttum við það aðal- erindi við Bjarna að ræða við hann um doktorsritgerðarefnið, Skjöldungasögu, og hann út- skýrði efnið í stuttu máli: — Skjöldungasaga fjallar um Danakonunga, en þeir kölluðust Skjöldungar. Sagan er ekki til heil, en henni bregður fyr- ir á víð og dreif í forn- um ritum. Helzta heimildin er á latnesku og frá því um 1600, en hana skrifaði Arngrímur lærði upp þegar hann samdi sögu Danakonunga fyrir danska sagna ritara. Á fleiri stöðum er svo að finna brot af henni, t.d. notar Snorri hana í sínum ritum. Þetta hef ég verið að skeyta saman, bæði með vitsmunum og af til- finningu og reynt að fá heila mynd úr því. Það merkilegasta við Skjöld- ungasögu er, að hún er með elztu rituðum sögum á fslandi, frá því á 12. öld. Ástæða er til að ætla að Oddaverjar hafi ritað söguna, eins og Einar Ólafur Sveinsson, prófessor, hefur bent á. En Odda- verjar röktu ætt sína til- Skjöld- unga og voru því að rita eigin sögu. í ritgerðinni gizka ég á að Skjöldungasaga hafi verið mjög fyrirferðarmikið skemmti- rit, en ég reyni að sýna fram á að hún hafi verið stutt sögurit. — Hafa margir fræðimenn skrifað um þétta? — Já, merkastur er Daninn Axel Olrik. — Hvernig stóð á að þú valdir þetta efni? Og hvað ertu búinn að vinna lengi að því? — Það var eiginlega meistara- prófsritgerð mín, sem kom mér á sporið. Hún hét „Frásagnir nor- rænna heimilda af Ragnari loð- brók“, Ragnar er einmitt Skjöld- ungur og það fyrsta sem um hann er skrifað er I Skjöldunga- sögu. Því fór ég að grúska í þessu og örvaði Einar Ól. Sveins- son mig mjög til þess. Ég var í 6 ár lektor í Uppsölum í Svíþjóð og kenndi auk þess á vorin við Stokkhólmsháskóla og hef verið að vinna að þessu sl. 5 ár þar. Þar eru öll ytri skilyrði til vísinda- starfsemi hin ákjósanlegustu, en Carolina-bókasafnið er stærsta htáskólabókasafn á Norðurlönd- um. — Kominn í þig glímuskjálfti? — J-a, það verður sjálfsagt erfitt að hugsa frammi fyrir á- heyrendafjölda og sitthvað getur staðið í manni. Nýr doktor í nýja íbúð Bjarni Guðnason varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1948, las síðan ensku við háskóla í London í eitt ár, inn- ritaðist þá í norrænudeild Há- skóla íslands og lauk þaðan magistersprófi árið 1956. Strax að prófi loknu var hann ráðinn lektor við Uppsalaháskóla, þar sem hann kenndi þar til í fyrra að hann fluttist heim með fjöl- skyldu sína, og hefur kennt í Menntaskólanum í Reykjavík í vetur. — Hvernig kanntu við kennsl- una? — Ljómandi vel, nema hvað heimavinnan er gífurleg fyrir ís- lenzkukennara. í Menntaskólan- um er mjög góður andi og gott að kenna þar. Auðvitað hafði ég miklu minni kennslu í Uppsöl- um, 6—7 tíma í viku á móti 40 tímum hér. En það er nú bara eins og gengur og gerist. Og það kom aldrei til greina annað en setjast að hér heima. Eiginkona Bjarna er Anna Guðrún, yngsta dóttir Tryggva heitins Þórhallssonar og Önnu Klemenzdóttur. Þau hjónin eiga 3 börn, Tryggva, sem er 7 ára, Gerði 5 ára, Auði á öðru ári. í S Æ N S K A R Hljóðeinangrunarplöiur Mjög hagstætt verð. Helgi Magnússon & Co Hafnarstræti 19. — Símar 13184 og 17227. Elzta byggingavöruverzlun landsins. þessari viku eru ekki aðeins þáttaskil á starfsferli Bjarna, heldur einnig tímamót hjá allri fjölskyldunni, því í vikunni eftir hvítasunnu flytur hún í nýja í- búð. Þau hjónin réðust sem sagt í byggingu strax við heimkom- una. — Hvernig hefur gengið að« koma upp íbúð? — Ágætlega, segir Bjarni. — Aðalatriðið er að hafa aðgang að lánasjóðum og okkur gekk mjög vel að fá lán. Við keyptum íbúð í blokk, tilbúna undir tréverk, og ekki hafa orðið neinir erfiðleikar á að fá menn til að vinna við hana. Sjálfur hef ég ekki haft tíma til að gera meira en annast fyrirgreiðslu, enda getan engin til að vinna við byggingar. Byrjað var á húsinu í september og við erum farin að flytja þangað dót og setja upp gluggatjöld núna, svo ég held að ekki sé ástæða til að segja annað en allt hafi geng- ið framúrskarandi vel. Og um leið og húsið er komið upp, stendur íbúðin meira en fyrir sínu. — Og svo eftir nokkra daga, þegar kennslu er lokið í Mennta- skólanum, þið flutt í nýju íbúð- ina og þú orðinn doktor, hvað ætlarðu þá að hafa fyrir stafni? — Vinna að útgáfu á Sögum Danakonunga, sem á að verða eitt bindið í FornrjtaútgáfunnL Ég er rétt byrjaður á því verk- efni og ætla að vinna að því i sumar. — E. Pá. s'; Hjónin Jón Johannsson og Margrét Gísladóttir í íbúð sinni í Hrafnistu — Hrafnista Framhald af bls. 9. Á hverjum gangi er bað og einnig lítið eldhús, þar sem vistmenn geta hitað sér kaffi o. fl. Það er gaman að ganga þarna um og sjá hvað öll um- gengni virðist góð, allir gang- ar tandurhreinir og myndar- bragur á öllu. Sigurjón var áður skipstjóri á sínu skipi, og hefur ekki slakað á kröf- unum. LÁSI KOKKUR Við þökkum honum kær- lega fyrir aðstoðina, og kveðjum hann frammi í for- salnum. Þar úti við glugga situr Lási kokkur, sem margir kannast við af sögum og sögn um, uppi á borði og er að skemmta þeim Birni Hall- dórssyni eða Ketilbirni, eins og hann er kallaður, og Hró- bjarti Hannessyni með gam- ansögum. Þegar okkur ber að er einmitt verið að spyrja Lása hvort sagan sé sönn. Hann veit hvað við er átt og svarar játandi. En það sem við var átt er sagan af því þegar einhver karlinn laug því að Lása að skipið væri að sökkva. Þá varð Lása að orði: ■— Guð minn góður, og ég, sem er ekki búinn að þvo upp. Úr matsal. Fremst á myndinni er Lárus Rist Allar. ljósm.: Sveinn Þormóðssor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.