Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 13
Laugardagur 1. júní 1963 FRÁ TTNGTJ FÓLKI 13 Æskan styður Sjálfstæðisflokkinn að íslendingar hafi eignast gjald eyrisforða, sem nálgast það að vera viðunaadi miðað við hin miklu utanríkisviðskipti þjóðar- nnar. Um leið höfum við öðlast að nýju lánstraust erlendis. Er við göngum að kjörborð- inu þann 9. júní n.k., vitum við, hvað við eigum að velja. Við veljum viðreisn. Viðreisn í þágu æskunnar. ★ HAFNARFJÖRÐUR. Fundarstjóri á fundinum í Hafnarfirði var Sveinn Guð- bjartsson. p 1 Jens Jónsson, húsgagnabólstr- ari, formaður Stefnis, F.U.S. sagði m.a.: Hugsið ykkur þann glundroða, sem myndi skapast, ef þeir menn, sem nú eru í stjórnarandstöðu hefðu tækifæri til að ráða ein- hverju að aflokn um kosningum. Það, sem áunn- izt hefur á þessu kjörtímabili, mundi allt glatast niður. Eg skora á æsku þessa lands að standa vörð um uppbyggingu atvinnulífsins og það gerum við með því að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. >á getur viðreisnin haldið áfram. Reimar Sigurðsson, húsgagna- smiður, sagði m.a.: í nóvember 1961 voru lækkaðir tollar á all mörgum vöru_ tegundum, en þess hefur gætt mikið til lækk- unnar á neyzlu- útgjöldum alls almennings. Tollar á þessum vörum voru mjög háir eða frá 106% upp I allt að 315% á cif-verðmæti var- enna, en voru lækkaðir niður í 50% til 125%. Tilgangurinn var sá að lækka verð á ýmsum varn- ingi til hagsbóta fyrir almenn- ing og um leið að reyna að draga úr hinu geigvænlega smyglL • ' Ævar Harðarson, nerni,, sagði m.a.: Nú standa málin þannig, í landinu verið eins miklar vega og brúar- framkvæmdir og aldrei hefur skipa og bála- stóllinn verið elfdur annað eins og á síðustu 4 árum, hafnar- gerðir mikið auknar, stórtæk- gerðar á síldar- um land allt, verzlunin aldrei frjálsari en ein- mitt nú, lánveitingar til fram- kvæmda í landibúnaði meiri en mokkru sinni fyrr, stórauknar lánveitingar til ibúðabygginga, stóraukin útlán til lista-, vísinda og menntá. «ð aldrei hafa ar endurbætur verksmið j unum Þór Gunnarsson, bankaritari, sagði m.a.: Senn fer að styttast tíminn til kosninga og þegar að þeim kemur verða menn að vera búnir að gera upp við sig, hvort þeir vilja áframhaldandi velmegun og uppgang á öll- um sviðum, þar sem haldið verð ur áfram þeirri viðreisn og uppbyggingu, sem verið hefur í fullum gangi síð- an núverandi stjórn tók við völdum og á sinn stóra þátt í þeirri velmegun, sem nú er í landinu. Vilja menn áframhald- andi uppbyggingu atvinnuveg- anna. Vilja þeir fasta og örugga stjórn á fjármálum þjóðarinnar og traustan gjaldmiðil. Vilja þeir frjálsa verzlun án hafta og skömmtunar. Vilja þeir í fáum orðum: góða og trausta stjórn á málum þjóðarinnar í framtíð- inni. Ef svo er, þá kjósa þeir Sj álf stæðisf lokkinn. Ragnar Magnússon, prentari, sagði m.a.: Það er um það að ræða í kosningum 9. júní, hvort við íslendingar ar fáum að lifa og starfa í landi okkar sem frjáls ir menn í frjálsu landi. Alþýðu- bandalagið ætlar sér að koma hér á sama þjóð- skipulagi og er í RússlandL Ung verjalandi, Austur-Þýzkalandi og fleiri löndum austan tjalds. Bryn jólfur Bjarnason segir í ræðu, er birtist í Þjóðviljanum 18. maí s.l.: Það er lokatakmark okkar að koma hér á sósíalistisku þjóð- skipulagi. Br. Bj. segir ennfrem- ur: Víðtæk samstaða vinstri manna hefur tekizt, okkur grein- ir að vísu á um margt. Við höf- um ólík lífsviðhorf, ólíkan hugs- unarhátt, ólíka skapgerð. Já víst er það. Varla mun finn- lagið myndi end anlega bera sig- ur af hólmi í baráttunni við einræði og of- beldi. Kommún- •istar munu því láta undan síga hér eins og ann- ars staðar. Það er furðulegt, að kommúnistum skuli hafa tekizt að koma sér upp viljugri vika- stelpu, en ekki væri unnt að kalla Framsóknarflokkinn ann- að. Örlög þess flokks væru orð- in slík vegna þess, að hann væri alltaf á báðum áttum og væri einungis hentistefnuflokkur, sem segði eitt í dag og annað á morg un. Jökull Guðmundsson, bifreiða- stjóri, gerði grein fyrir þeim stjórnmálastefnum, sem nú væri kosið um. Nú- verandi ríkis- stjórn væri fyrsta ríkis- stjórnin um langt árabil, sem setið hefði kjörtímabilið á enda. Þetta kjör tímabil hefur einkennzt af stórstígari framförum en áður hafa þekkzt hér á landi. Ungt fólk verður ekki í neinum erfið leikum með að velja í kosning- um þeim, er nú standa fyrir | dyrum. Ellert Schram, stud jur., for- maður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands. Ræddi hann einkum um þau mál, sem efst hafa verið á baugi í kosn- ingabaráttunni og sýndi fram á, hvernig stjórn- arandstæðingar hefðu verið hraktir úr einu í annað og blekkingar þeirra afhjúpaðar. Nefndi hann sérstaklega í því sambandi hin- ar ósvífnu blekkingar Fram- sóknarmanna í húsnæðismálum. Skoraði hann á alla unga Sjálf stæðismenn að duga vel, því að sigur þeirra væri sigur fram- tíðarinnar því að þeirra væri framtíðin. Birgir fsl. Gunnarsson, hdl, sagði m.a.: Ástæðan fyrir hinum stórstígu framförum síðustu 4 ára er sú að nú hefur verið tek- in upp ný stefna í efnahagsmál- um. Stefna, sem umfram annað byggir á fram- taki einstákl- ingsins í þjóð- félaginu. Hvaða ungur maður vill endurreisa hafta og skammtana-farganið, sem hel- reið þjóðfélaginu fyrir nokkr- um árum? Hvaða ungur maöur vill nýja vinstri stjórn, eins og þá sem hljóp af hólmi, er vanda málin steðjuðu að? — Lárus Jónsson Frarnih. af bls. 11 samlega frá blekkingarstefnu vinstri stjórnarinnar í gengismál- unum. Þjóðin varð að eignast gjaldeyrisvarasjóði og endur- vekja traust á gjaldmiðli sínum. Til þess að svo mætti verða var nauðsynlegt að skrá gengi krón- unnar á réttu verði. Þessi ráð- stöfun hefur haft í för með sér, að verulegur gjaldeyrisvarasjóð- ur hefur þegar myndazt og traust erlendra þjóða á íslenzkum gjald- miðli nú svo mikið, að útlend- ingar kaupa íslenzk skuldabréf í erlendum bönkum jafnvel fremur en annarra þjóða. Sann- aðist þetta, er hið svonefnda enska lán var boðið út. Þannig er grundvöllur fenginn til þess að taka erlend lán til stórfram- kvæmda, sem ekki er hægt að ráða við á grundvelli innlends sparnaðar. Þetta hefur verið gert og er yfirlýst að gert verði áfram, og flýtur þetta hinni efnahags- legu uppbyggingu ennþá meir en sparifjáraukningin ein. ast ósamstæðari flokkur, þótt víða sé leitað. Árni Grétar Finnsson, héraðs- dómslögmaður, ræddi almennt hina efnahagslegu viðreisn, er orðið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hann benti á hið ömurlega ástand, er hafði skapazt í efna- hagsmálum landsmanna, þeg ar vinstri stjórn lét af völdum. Það var erfitt verk að reisa við þjóðarbúið. Ríkisstjórninni hef- ur tekizt að skapa efnahagsleg- an grundvöll, sem unnt verður að byggja á frekari aðgérðir, sem stuðla munu að aukinni far- sæld, stórefldu atvinnulífi og bættum lífskjörum alls almenn- ings í landinu. Guðmundur Garðarsson, við- skiptafræðingur greindi frá því, að Landsfundur Sjálfstæðisflokks ins 1959 hefði markað þá stefnu, sem við- reisnartillögur núverandi ríkis- stjórnar . væru byggðar á. Ríkis stjórnin hefði lagt áherzlu á að leysa vanda- mál þjóðarinnar á sviði efnahagsmála, þar sem til- vera og sjálfstæði þjóðarinnar byggðist á heilbrigðu efnahags- lífi. Tryggt hefur verið jafnvægi í peningamálum, atvinnulífið eflt, tryggð full atvinna, komið á frjálsri verzlun og tollar og skattar lækkaðir. Það að tryggja framgang þessara atriða og á- framhald þessarar stefnu hefur megin þýðingu fyrir framtíð ungs fólks á íslandL ★ ÍSAFJÖRÐUR Á fundinum þar var Garðar Einarsson, formaður Fylkis, F.U.S., fundarstjóri. Úlfar Ágústsson, verzlunarmað ur, sagðL m.a., að á því væri enginn vafL að lýðræðisskipu- — Ofbeldisárás Framhald af aftari siðu draga vegna atburða daginn áð- ur og skrifa Þjóðviljans undan- farna daga. Útifundinum lauk kl. 1,30 og gengu fundarmenn þá til Al- þingishússins, en nefnd hafði ver ið kosin á fundinum til að koma á framfæri samþykkt hans, þar sem skorað var á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Á Austurvelli hafði mann- fjöldi safnazt saman og fram til kl. 1,30 hafði þar verið tiltölu- lega rólegt. Þegar fundarmenn voru komnir tók hins vegar að bera á háreysti, síðan var tekið að kasta eggjum og mold og loks grjóti. Þegar atkvæðagreiðsla hófst um kl. 2,00 jókst mjög moldar- og grjótkastið í Alþing- ishúsið, lögreglumenn þá, sem til varnar voru og borgara þá, er þar stóðu. Flugu steinar og glerbrot um þingsalinn og hlutu nokkrir þingmenn áverka af — að vísu ekki stórvægilega. Var lögregla nú látin ryðja fólki brott, þar sem hætta var á stór meiðsluim, en hún mætti harð- snúinni mótstöðu grjótkastliðs- ins, sem beitti bæði grjóti og bareflum. Var árásarliðið hrakið útundir styttu Jóns Sigurðsson- ar, en þaðan hélt grjót og mold- arhríðin áfram. Atkvæðagreiðslunni lauk um kl. 2,30, en um leið og fundi var slitið bar forseti þingsins þá ósk fram, að þingmenn færu ekki úr búsinu fyrr en lögreglustjóri teldi óhætt vegna þess upp- hlaups, sem úti var. Kommún- istar höfðu meðan á grjótkastinu stóð haft bifreið með hátalara, en gegnum hann var liðið æst upp og eggjað. Þegar úrslit at- kvæðagreiðslunnar voru kunn, var frá þeim skýrt í hátalara þessum, en þess látið getið um leið, að þingmenn Sosíalista- flokksins væru fangar í Alþing- ishúsinu. Við þessi orð espaðist ófriðarliðið mikið, grjóthríðin jókst að miklum mun og stein- ar þeir, sem kastað var urðu stærri. Var bæði lögreglumönn- um og þeim, sem við Alþingis- húsið stóðu, mikill háski búinn af grjótkastinu. Voru þá ekki önnur ráð fyrir hendi til að af- stýra stórslysum en að grípa til táragass og það gert, en ekki gafst tóm til að aðvara fólk áð- ur, eins og æskilegt hefði ver- ið. Tæmdist Austurvöllur skjót- lega eftir að gasinu var beitt. Öll framhlið Alþingishússins var ötuð mold og auri eftir árásina og velflestar rúður í framhlið þess brotnar. í Kirkjustræti lágu steinar, margir hnefastórir og stærri, en einkum hafði verið notað hraungrýti af Austurvelli. Af lögreglumönnum hlutu 6 all- veruleg meiðsli og margir utan lögregluliðsins urðu fyrir meiðsl- um, sem þó voru minni. í réttarhöldum sem fram fóru eftir tburð þennan samnaðisit. að hér höfðu verið að verki ýms- ir kommúnistar og hlutu þeir síðan dóma fyrir verknað sinn. Á því er þó enginn vafi, að ekki hefur tekizt að sanna sök margra þeirra, sem sekir voru, því að í íslenzku réttarfari gildir sú regla, að ákæruvaldið hefur ó- skoraða sönnunarbyrði og allur minnsti vafi er sakfelldum manni til hagsbóta. — ★ — Auðvitað verður seint úr þvi skorið, hvað raunverulega hafi vakað fyrir kommúnistum með ofbeldisverki þessu, t. d. hvort þeir hafi raunverulega ætlað að hindra Alþingi með valdi en hætt við það, þegar þeir sáu, að þeir höfðu ekki nægan styrk til þess, eða hvort áform þeirra hafi jafn vel verið enn víðtækari. Hinu er þó óhætt að slá föstu, að hér hafi kommúnistar verið að þreifa fyr- ir sér um það, hver styrkur þeirra væri til ofbeldisverka. Ef þeim hefði orðið að einhverju leyti ágengL er enginn vafi á þvL að þeir hefðu fært sig frek- ar upp á skaftið. Hefur slikt gerzt í mörgum löndum. Hluti af ofbeldisliði kommúnista 30. marz 1949.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.