Morgunblaðið - 01.06.1963, Page 14

Morgunblaðið - 01.06.1963, Page 14
14 FRÁ UNGF FÓLKI Laugardagur 1. Jání 1968 Fundur ungu fólksins _ • í Sjúlfstæðishusinu í dug klukkun 2 e. h. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í upphafi fundarins. Átta forvígismenn ungra Sjálfstæðismanna flytja stutt ávorp. Eina og ýtarlegasta heildarkvikmyndin frá skrílslátum kommúnista og árás þeirra á Alþingishúsið 30. marz 1949 sýnd í fyrsta sinn opinberlega. — Fundarstjóri verður Þór Vilhjálmsson, formaður S. U. S. Birglr ísl. Gunnarsson, "Vv- borgarfulltrúi Bjarni Beinteinsson, formaður Heimdallar Eyjólfur Kon. Jónsson, ritstjóri Geir Hallgrímsson, borgarstjóri Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur i Gunnar G. Schram, ritstjóri Bagnhildur Helgadóttir, alþingismaður Pétnr Sigurðsson, alþingismaður Þór Vilhjálmsson, formaður S. U. S. Kynnizt hinu rétta eðli kommúnista með giví að sjá kvik- * myndina um skrílslæti þeirra og árás á Alþingi Islendinga 30. marz 1949 Ofbeldisárás kommumsta á Alþingi 30. marz 1949 Kvikmynd af atburðunum verður sýnd á fundi Heimdallar ■ dag VALDBEITING er og hefur ver- ið eitt helzta einkenni kommún- ismans, enda er það alkunna, •ð kommúnistar hafa aldrei komizt til valda nema með vald- beótingu. Enda þótt viss atriði í kenningum kommúnismans hafi verið tekin til endurskoðun- ar hin síðari ár, er sá þáttur, sem lýtur að valdbeitingu enn í fullu gildi. f hinni nýju stefnuskrá Komm únistaflokks Sovétríkjanna segir að vísu eftirfarandi um þetta atriði: ,Verkalýðsstéttin og forustn- lið hennar — flokkar þeir sem fylgja kenningum Marx og Len- ins — reyna að koma á sósíalist- iskri bylttngu á friðsamlegan hátt. Það er í samræmi við hags- muni verkalýðsstéttarinnar og allrar alþýðu og þjóðarhagsmuni hvers ríkis.44 (shr. bls. 40 í ís- lenzku þýðingunni). Fljótlega er þó sleginn var- nagli við þessu, því að á næstu síðu (bls. 41) stendur: „Þegar arðránsstéttirnar heita almenning ofbeldi ber að hafa í huga, að sósáalisma verður emn ig komið á með ófriði. Sagan hefur staðfest þá kenningu Len- ins, að yfirstéttimar sleppa ekki völdum sínum af frjálsum vilja.“ Síðar segir: „Árangurinn af bar- áttu þeirri, sem verkalýðsstéttin heyr fyrir sigri byltingarinnar er undir því kominn hversu gott vald verkalýðsstéttin og flokkur hennar hafa á öllum tegundum baráttu — friðsamlegri haráttu, þingræðisbaráttu og baráttu ut an þings — og hversu vel menn eru undir það búnir að ein teg- und baráttu taki við annarri með óvæntum og skjótum hætti.“ (sbr. bls. 41—42). Hér verður að hafa það í huga, að samkvæmt kenningu komm- únista hlýtur kommúnisminn að kwmast á fyrr eða siðar. í þessu, sem til var vitnað, felst því raun verulega það, að andstæðingum kommúnismans eru gerðir tveir kostir, annað tveggja gefizt þeir upp friðsamlega eða ofbeldi verði beibt En auðvitað segja kommúnistar að andstæðingar þeirra beri ábyrgð á valdbeiting- unni. Sá, sem ekki vill sjá eða fallazt á það, að undirgefni við koaximiúnismann feLst í þróun sög unnar, — hann beitir almenn- ing ofbeldi fyrr eða síðar, og gegn honum er ófriður heimill samkvæmt því, sem að framan greinir. Nú er það algengt viðkvæði biér á landi, að valdlbeiting geti ekki gerzt hér. Um þetta atriði þarf þó ekki að vera í neinum vafa. í>að er ekki einungis, að þetta geti gerzt hér, heldur þetta hefur gerzt hér. Hér á landi hafa kommúnistar beitt ofbeldi og ó- friði, — ef til vill hefur það aldrei komið betur í Ijós en 30. marz 1949. — ★ — Þann 28. marz 1949 lagði ríkis- stjórnin fram þingsályktunartil- lögu um þátttöku íslands í Norð- ur-Atlantshafsbandalaginu. — Skyldi tillaga þessi rædd við tvær umræður í sameinuðu þingi. Mál þetta hafði nokkurn aðdraganda og hafði Þjóðvilj- inn marzmánuð mestallan við- haft æðisgengin skrif gegn þátt- töku í bandalaginu og sparað hvergi hótanir. Þannig stóð í Þjóðviljanum 10. marz í ritstjóm argrein: „Vakandi þjóð oiun taka fram fyrir hendurnar á Alþingi og ríkisstjóm, ef þeir ætla sér að leggja á þjóðina hernaðarok að henni forspurðri.*4 í>ann 27. marz stóð í blaðinu eftirfarandi orð í frásögn af fundi, sem kommúnistar héldu: „Fundurinn sýndi, að þegar bandaríkjalepparnir leggja hinn nýja landráðasamning fyrir AI- þingi, munu Reykvíkingar tug- þúsundum saman koma ttl að hindra, að hann verði gerður.“ Hvað raunverulega fólst í orð- um blaðsins kom á daginn strax 29. marz, því að þegar þingfundi var slitið þann dag var gerð árás með grjótkasti á Alþingishúsið utan af Austurvelli. Ekki tókst að sanna, hverjir voru þar að verki. Næsta dag hófet fundur í Al- þingi kl. 10,00 um morguninn og stóð hann óslitið til kl. 2,30 e. h. Þá um morguninn hafðt fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Dagsbrún boðað til útifundar og skyldi fundur sá hefjast kl. 1 e.h. Formenn Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfetæðisflokskina skoruðu með dreifimiða og í út- varpi á friðsama borgara að koma á Austurvöll til þess með návist sinni að stuðla að því að Alþingi hefði starfefrið, enda uggvænt, að til óeirða mundi Frh. á næstu síðu f. íraman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.