Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐÍÐ
Laugardagur 1. júiií 1963
ÞEGAE siglt er inn til Ólafs-
fjarðar, er ekki annað að sjá, en
hann sé ósköp venjulegur bær,
kannski heldur í minna lagi til
að vera kaupstaður. Það hópast
fólk niður að skipinu, eins og í
öðrum bæjum, þar sem ekki eru
miklar samgöngur, og höfnin
sjálf virðist ekki bera vott um
sérstaklega mikið athafnalíf.
Það er ekki fyrr en komið er
upp í bæinn, að vart verður við
sérstakan blæ snyrtimennsku og
velsældar. Þegar gengið er eftir
aðalgötunni sjást fjórar stórar og
fallegar nýbyggingar, tvö þriggja
Séð yfir höfnina í Ólafsfirði
Frjálst framtak undirstaða allra
framfara á Ölafsfirði
hæða verzlunarhús, nýtt stöðvar-
hiús Pósts og s'ma og glæsilegt
félagsheimili, sem öllum hefur
verið byrjað á og lokið við á síð-
ustu árum.
Utar í bænum eru að risa upp
ný íbúðarhverfi, bæði uppi í hlíð
inni og niðri á eyrinni, þar sem
tugir húsa eru í smíðum og nokk
ur hefur þegar verið lokið við.
Allt ber þetta vott um traustan
vöxt og viðgang bæjarins.
Þegar spurzt er fyrir um at-
vinnulífið á Ólafsfirði er það eitt
atriði, sem öðrum fremur vekur
fljótlega á sér athygli aðkomu-
manna. Öll atvinnufyrirtæki í
bænum eru í eigu einstaklinga.
Öll uppbygging atvinnuveganna
er í höndum einstaklinga eða fé-
laga, sem þeir hafa myndað með
sér, en bæjaryfirvöldin leggja
kapp á að skapa sem bezt vaxt-
AmgSýsing frá Bæjarsímaniim
Ný götuskrá fyrir Reykjavík og Kópavog, símnot-
endum raðað eftir götuheitum, er til sölu hjá Inn-
heimtu Landssímans. Upplag er takmarkað, enda
sérstaklega ætlað fyrirtækjum og stofnunum.
Verð skrárinnar er kr. 140.00 eintakið.
BÆJARSÍMINN.
good/year
HJÓLBARÐAR
P. Stefánsson hf.
Laugavegi 170—172.
0
GOOD^f^fEAR
3
Magnús Gamalielsson
arskilyrði fyrir atvinnufyrirtæk-
in á staðnum.
Einstaklingsframtakið er Ólafs
firðingum svo í blóð borið að
jafnvel frambjóðandinn Arnór
Sigurjónsson gat á kosninga-
fundi kommúnista fyrir
skemmstu ekki annað en lýst yf-
ir, að framtak, já frjálst fram-
tak, hefði verið undirstaða allra
hinna miklu framfara á Ólafs-
firði.
Ólafsfjörður byggir afkomu
sína á útgerð, fiskverkun og síld-
arvinnslu, og meðfram höfninni
eru átta fiskverkunarstöðvar,
þar af tvö hraðfrystihús, og þrjú
síldarsöltunarplön.
Niðri á bryggju rekumst við á
einn elzta útgerðarmann Ólafs-
fjarðar, Magnús Gamalíelsson,
og göngum með honum upp í
fiskverkunarstöð hans, sem hann
er að stækka til mikilla muna.
Fram að þessu hefur Magnús
verkað saltfisk og skreið, en í
vetur hefur hann komið fyrir
hraðfrystitækjum í viðbyggingu
við fiskverkunarhúsið, enda þótt
það hafi upprunalega ekki verið
ætlunin. Og nú er hann enn að
steypa allstóra viðbyggingu við
kæliklefann.
— Hvenær byrjaðir þú að gera
út?
„Ég byrjaði að gera út stærri
báta 1928 og verkaði þá allan
aflann í salt. Það hefur frá upp-
hafi verið föst regla hjá mér, að
selja fiskinn aldrei frá mér óunn-
inn, og það hefur aldrei brugðið
út af því nema um skeið í stríð-
inu, þegar ég varð að láta sigla
með hann beint til Bretlands.“
— Hvenær byggðir þú þessa
fiskverkunarstöð?
„Ég byggði hana á árunum
fyrir 1950, og það má segja að
það hafi á margan hátt orðið mér
dýrt spaug. Þegar ég byrjaði var
haftastjórnin í algleymingi, og
það var ekki við það komandi,
að ég fengi að setja steypt loft
í húsið. í staðinn varð ég svo að
byggja loftið upp á stálgrind- til
þess að geta notað það eitthvað,
og þegar í upphafi varð það mun
dýrara. Nú sé ég fram á að þurfa
að rífa þetta tréloft úr í sumar og
steypa í staðinn, og það geta all-
ir dæmt um hvort nokkrum hafi
verið hagur í þessum höftum.“
— Þú ert að stækka fiskverk-
unarstöðina?
„Ég ætlaði að skapa beiting-
araðstöðu fyrir þrjá báta í við-
byggingu við fiskverkunarhúsið,
en þegar til kom þótti mér betra
að nota þetta húsnæði til að
koma fyrir í því hraðfrystitækj-
um. Aðstaðan er reyndar ekki
sem bezt enn, og ég hef í hyggju
að flytja sjálfan vinnusalinn sem
fyrst upp á hluta af efri hæðinni.
Hinum hlutanum vil ég ekki ráð-
stafa strax, því ég bind miklar
vonir við, að fljótlega verði hægt
að vinna betur það hráefni sem
síldin gefur okkur. Ég hafði svo
hugsað mér að bæta við þriðju
hæðinni, og hafa þar húsnæði fyr
ir aðkomufólk, sem ég ræð til
starfa hjá mér. Auk þess er ég
svo að stækka hjá mér frysti-
geymsluna.“
— Hvað gerir þú út marga
báta núna?
„Ég geri ekki nema einn bát út
sjálfur, Guðbjörgu. Hún var á
línu í vetur og fékk rúm 500
tonn, en varð fyrir alvarlegri vél
arbilun, þegar hún var að koma
úr einum bezta róðrinum. Ég veit
ekki hvort ég kem henni af stað
á síldina. Annars eru hér á Ólafs
firði nokkur hlutafélög, bæði £
útgerð, fiskverkun og síldarsölt-
un, sem við eigum saman hinir
og þessir."
— Hvaða framkvæmdum telur
þú vera brýnust þörf fyrir á
næstu árum?
„Það liggur mest á að bæta
hafnaraðstöðuna og koma á nokk
uð öruggu vegarsambandi við
Akureyri. Með því móti mundi
aðkomubátum fjölga til muna.
Nú þegar leggja margir bátar
frá Akureyri upp hérna, vegna
þess hvað það er miklu styttra
að fara af miðunum, en þeim
mundi fjölga, ef hafnarskilyrðin
yrðu bætt. Múlavegur mun
tryggja okkur öruggt vegarsam-
band að minnsta kosti mestan
hluta ársins þótt hann virðist
nokkuð hrikalegur. Auk þess
þyrfti að stækka verulega síld-
arbræðsluna hérna. Það er und-
irstaðan fyrir aukinni söltun, því
við getum ekki ætlazt til að bát-
arnir leggi söltunarsíldina á land
hérna, en sigli síðan með það sem
þeir hafa af bræðslusíld til Siglu
fjarðar og lendi jafnvel í all-
langri löndunarbið á báðum
stöðum.“
— Að lokum, Magnús, hvernig
hefur gengið að fá fólk til
vinnu?
„Það er allt í lagi núna, eftir
að skólarnir eru búnir, en það
voru hreinustu vandræði í vet-
ur. Verkefnin hérna eru svo
mörg og verið að vinna að svo
mörgu, að við búum við mjög
tilfinnanlegan skort á vinnuafli.
Á því sviði, sem fleirum, hefur
orðið mikil breyting síðustu ár-
in.“ — þh.
'< ' OWOW" AJ. X. • * tf. f s s
Fiskverkunarhús Magnúsar Gamalielssonar
Dregiö um
bíla þann
júní