Morgunblaðið - 01.06.1963, Síða 22
22
MORGUNBLAÐtll
Laugardagur 1. júní 1963
Iþrdttamiöstöö í hverju kjördæmi
Rætt við Gísla Halldórsson forset i Í.S.Í. um
óskir og ætlanir Í.S.Í. og stórauknar fram-
kvæmdir í íþróttamálum
ÍÞRÓTTIR, afrek og manndómur
hafa jafnan átt gott rúm í hug-
um íslenzkrar þjóðar. Það hefur
löngum verið hlutskipti næstum
sérhvers tslendings að duga vel í
baráttu við sitt umhverfi, eða
deyja ella. Á síðari áratugum,
þegar lífsbaráttan hefur orðið
auðveldari, hefur þessi þörf bar-
áttu og sigurvilja beinzt yfir á
svið leikja og tilbúinna íþrótta.
íþróttir, hverju nafni sem nefn-
ast, eiga hljómgrunn í bugum
velflestra manna, ungra sem gam
alla, karla sem kvenna. Afrek og
dáð á íþróttaleikvangi snerta við
kvæma strengi í hjarta hverrar
sálar. Islenzkur íþróttafrömuður,
sem kann utanbókar þúsundir
setninga og samtala úr íslend-
ingasögum, sagði nýlega: Hvað
væru okkar Islendingasögur, ef
íþróttaafrekum, og því sem til
þeirra getur talizt, væri sleppt?
En ætlunin var ekki að fara út
í heimspekilegar umræður um
gildi íþrótta eða skilning manna
á þeim. Staðreynd er að íþróttir
og útilíf eru í dag meðal þeirra
viðfangsefna, sem sérhvert þjóð-
félag leggur hvað ríkasta áherzlu
á — brunnur, sem þegnarnir
sækja til — forði, sem þjóð getur
lifað á. Það var m.a. af þessum
ástæðum sem við fórum á fund
æðsta manns íþróttahreyfingar-
innar á íslandi, Gísla Halldórs-
sonar, forseta ÍSÍ, og inntum
hann eftir því, hvað efst væri á
baugi hjá íþróttahreyfingunni og
til að fá fréttir af því, sem hreyf-
ingin vinnur að, og því, sem hún
helzt vill að komist í fram-
kvæmd.
— Það, sem efst er á baugi nú,
er bygging íþrótta- og sýningar-
hallar í Laugardalnum. Húsið
hefur nú mótazt, því að verið er
að járnbinda hvolfþakið. Þakið
verður steypt í júnímánuði.
Bygging hússins er næsta sér-
stæð vegna hins mikla flatar sem
þakið spannar án súlna.
Það þarf varfærni við, þegar
slíkt hvolfþak er steypt. T.d. er
það æskilegt, að sem minnst
rigni þá 3 sólarhringa, sem vinn-
an tekur. En þakið þolir vel ein-
hverjar skúrir á slíku tímabili,
því sérstaklega er gert ráð fyrir
breytilegu veðurfari hér og
steypt úr þurri steypublöndu.
Húsið verður fokhelt um jóla-
leytið og áfram haldið sleitulaust
við það, unz það er fullgert og
áætlunin nú er að það verði
fullgert um áramótin ’64—’65.
Það er búið að vinna í húsinu
fyrir um 12 millj. kr. Áætlað er,
að með núverandi verðlagi verði
heildarkostnaður við bygginguna
30 millj. kr.
íþróttahúsið fullnægir öll-
um ströngustu kröfum, sem
stórþjóðir gera til slíkra húsa.
Þarna fæst fullkomið keppnis
svæði fyrir þær íþróttagrein-
ar, sem mests rýmis þurfa, t.d.
handknattleiks, körfuknatt-
Ieiks, badmintons, tennis, auk
allra annarra greina, sem
minna rýmis krefjast.
í húsinu verður timburgólf
klætt plastefni. Plasthúðin er
sett sem slitlag vegna iðnsýninga
í húsinu, því að timburgólf sem
í leikfimissal þolir ekki þann á-
gang, er á sér stað við slíkar
•ýningar.
* SKRIFSTOFUHÚS
ÍSÍ OG ÍBR
Þá er unnið sleitulaust að
skrifstofubyggingu íþróttahreyf-
ingarinnar, og er húsið senn fok-
helt. Unnið er að múrhúðun ut-
anhúss og múrhúðun innanhúss
og miðstöðvarlagning hefst í júlí.
Reiknað er með, að húsið verði
tilbúið eftir eitt ár, og getur þá
öll yfirstjórn íþróttamálanna í
Reykjavík og fyrir landið allt
flutt aðsetur sitt þangað. Þar
verður ÍSÍ með sínar skrifstofur
og fundarsali sérsambanda sinna
og ÍBR með sín 7 sérráð auk
Ólympíunefndar.
Það, sem þegar hefur verið
unnið, kostar 1.4 millj. kr., en
kostnaður við fullgert hús er á-
ætlaður 3.8 millj. kr.
ÍSÍ og ÍBR leggja fram meiri
hluta þess fjár. Ríkið leggur til
hússins vegna ÍSÍ 450 þús. kr., og
var sú upphæð tilkynnt sem af-
mælisgjöf til ÍSÍ á 50 ára af-
mæli samtakanna. Reykjavíkur-
borg leggur fram styrk bæði til
ÍSÍ og ÍBR alls um 800 þús. kr.
Afganginn leggja samtökin til og
afla fjárins með ýmsu móti. Þeg-
ar þetta hús er fullgert á íþrótta-
hreyfingin sína miðstöð, þar sem
allt er innan sömu veggja, er að
íþróttum lýtur.
— Laugardalurinn verður þá
innan skamms hið fullkomna
íþróttasvæði? spyrjum við Gísla.
— Þegar þeim framkvæmdum,
sem ég hef lýst, er lokið, svo og
byggingu sundlaugarinnar (50
metra), en unnið er nú að því að
fullgera teikningar og útboðs-
skilmála fyrir mannvirkið. Mun
þeim undirbúningi brátt lokið
og verður þá verkið boðið út í
heild. Þarna er gert ráð fyrir
keppnislaug, almenningslaug og
stórri vaðlaug fyrir börn.
Árlega hafa verið lagð-
ir til hliðar fjármunir, sem
ætlaðir eru til laugarinnar og eru
í þeim sjóði um 6 millj. krónur.
Kemst því skriður á framkvæmd
irnar strax að loknu útboði
og ætti sundlaugin að geta verið
fullgerð um áramótin 1964—’65.
Eftir að sundlaugin hefur ver-
ið fullgerð, er brýn nauðsyn á að
hraða byggingu síðari hluta
stúku Laugardalsvallarins. Þegar
því verki er lokið, eigum við í-
Gísli Halldórsson
þróttasvæði í höfuðborginni, sem
myndi sóma sér vel í hvaða höf-
uðborg sem værL
Á STARF EINSTAKRA
FÉLAGA
— En hvað viltu segja okkur
um framkvæmdir einstakra í-
þróttafélaga?
— Þróttur er að fá sitt athafna-
svæði við Skipasund. Félagið fær
rúmgott svæði og hyggst byggja
velli og félagsheimili. Á lóðinni
er fyrir æfingavöllur unglinga.
Reiknað er með því, að Þróttur
geti hafið æfingar fyrir sína ung-
lingaflokka á svæðinu þegar á
þessu sumri.
TBR hefur sótt um lóð og mun
fá úthlutað lóð í Laugardal. Fé-
lagið leggur höfuðáherzlu á bygg
ingu húss, en einnig er gert ráð
fyrir byggingu útivalla.
Þá hefur ÍR sótt um lóð. Bent
hefur verið á Fossvogsdal sem
ákjósanlegan stað, en Laugardal-
ur kemur einnig til greina, ef
ÍR-ingar hverfa að því að byggja
aðeins íþrótta- og félagsheimili.
Önnur stærri félög, s. s. Valur,
Ármann, KR og Víkingur halda
áfram uppbyggingu á sínum
svæðum. KR hefur unnið fyrir
og byggt sem nemur 3.5 millj.
kr., Valur fyrir sömu upphæð,
Ármann fyrir 2.0 millj, en þeir
eru nú að hefja framkvæmdir
á nýju svæði, Víking-
ur fyrir sömu upphæð og Fram
fyrir um 500 þús. kr., eða alls
um 12.5 millj. kr. Auk þess eiga
félögin skíðaskála og aðrar eign-
ir sem kostuðu í byggingu uim
5,5 miRj. kr. Samitals nemur þvá
byggingarkostnaður mannvirtkja
íþróttafélaganna í Reykjavík um
18 mllj. Síðan mannvirkin voru
byggð hefur verðlag breytzt, svo
að óhætt mui) að tvöfalda krónu-
töluna til að fá fram raunhæfa
kostnaðartölu í dag, og eiga þá
félögin eignir sem nema 36 millj.
kr. að verðgildL
* STARFFÉLAGA
ÚTI Á LANDI
— En hvað er um starfið úti
á landi að segja?
— Víða úti á landi er unnið
myndarlega að sundlaugarbygg-
ingum og íþróttavallargerð, en
íþróttahús hafa þeir ekki getað
ráðizt í. Notazt er við íþróttahús
skólanna, en þau eru ónóg starfi
íþróttafélaganna.
Síðari árin hafa bæjar- og
sveitarfélögin lagt verulegt
lið og mikið fjármagn til bygg
ingar íþróttamannvirkja og
starfs íþróttafélaga — en þó
engan veginn nóg. Stafar það
einkum af því, að íþróttasjóð-
ur hefur ekki haft fjárráð,
sem vonir stóðu til í upphafi
Framkvæmdir allar hafa því
hvílt þyngra á félögunum
sjálfum — og sveitarfélögun-
um — en ætlað var í upphafi.
Framkvæmdirnar hafa líka
tekið margfalt lengri tíma eða
jafnvel stöðvazt um lengri
eða skemmri tima af þessum
sökum.
Menntamálaráðherra hefur
nú skipað nefnd til að athuga
fjárþörf íþróttasjóðs og gera
tillögur um, á hvern hátt sjóð-
urinn geti staðið við skuld-
bindingar sínar, og væntir
íþróttahreyfingin þess, að mik
ill og góður árangur verði af
starfi þeirrar nefndar.
★ VAXANDIFJÖLDI
AÐHYLLIST ÍÞRÓTTIR
— En hvað er almennt um
íþróttastarfið í landinu að segja?
— Það hefur vaxið á undan-
förnum árum. Það háir starfinu,
að verulegur skortur er á þjálfur
um og leiðbeinendum úti um
landsbyggðina. Áætlað er, að
tekin verði upp námskeið og
kennsla á vegum ÍSÍ og íþrótta-
kennaraskólans til að bæta úr
þessum skorti.
Það talar sínu máli, að inn-
an vébanda ISÍ eru 26.000
skrásettir félagar — þar af um
15.000 virkir — í 230 félögum.
Félögin skiptast á 27 héraðs-
íþrótta- og sýningarhöllin í Lan gardatnum í byggingu
sambönd og 7 sérsambönd auk
sérráða. Innan allra þessara
samtaka eru mjög góðir starfs
kraftar, sem þjóðin hefur
ekki efni á að láta ónotaða.
En aukin átök verða ekki gerð
án aukins fjármagns.
Við höfum gert lauslega á-
ætlun um, að 1500—2000 karl-
ar og konur innan íþrótta-
hreyfingarinnar vinni ótrú-
lega mikið starf í sjálfboða-
vinnu og allt það starf er unn-
ið í þágu æskulýðs til heilla
fyrir Iand og þjóð.
■k OPINBERIR STYRKIR
— Veitir hið opinbera hér
minni eða meiri styrki til íþrótta-
hreyfingarinnar, en t.d. á Norð-
urlöndum?
— Þetta er ekki gott að bera
saman. íþróttahreyfingin á
Norðurlöndum fær mjög myndar
lega styrki frá getraunastarfsemi
þar — slíka styrki þekkjum við
ekki. En bein fjárframlög úr op-
inberum sjóðum munu álíka há
hér miðað við félagatal íþrótta-
hreyfingarinnar hér og á Norður-
löndum.
Nú hefur hið opinbera hækkað
styrki við íþróttahreyfinguna
þannig að ÍSÍ getur í fyrsta sinn
úthlutað styrkjum til námskeiða
og annars rekstrar félaga eða fé-
lagasamtaka. Einnig mun í fyrsta
sinn í ár úthlutað stórauknum
styrk til rekstrar félaganna úti
um landsbyggðina.
■k UNGLINGASTARF
— Hvert telur þú veiga-
mesta framtíðarverkefni ÍSÍ?
— Það er að gefa öllum þeim
aukna fjölda unglinga hér á
landi kost á að geta iðkað íþrótt-
ir. Samkvæmt hagskýrslum mun
unglingum fjölga hér meira á
næsta áratug en nokkurt annað
jafnlangt tímabil fyrr. Á ára-
tugnum 1950—1960 er áætluð
fjölgun unglinga á aldrinum 7—.
15 ára 21%. Á áratugnum 1960—
1970 er gert ráð fyrir 50% fjölg-
un unglinga á sama aldri. ÍSÍ
fær þar með stórum aukið verk-
efni — og ÍSÍ vill standa við sína
skyldu í því.
Sem byrjunarstarf hefur ÍSÍ
skipað unglingaráð, sem ætlað er
að örva þátttöku æskunnar í í-
þróttum. Fjármagn er lagt til
hliðar til þeirrar starfsemi og
gert ráð fyrir, að erindrekar geti
farið út um landið og leiðbeint
æskufólki til íþrótta og útileikja.
Slíkt starf var tekið upp í Rvík
fyrir 6 árum og ætíð haldið uppi
í júní/júlí. Æ fleiri unglingar
leita til slíkra námskeiða og urðu
þeir 1400 á sl. sumri — og undu
allir vel og fundu eitthvað við
sitt hæfi. Slíkt er mikilsvert í-
þróttunum — og einnig foreldr-
um og unglingunum sjálfum.
★ GÓÐUR SKILNINGUR
— Sem forseti ÍSÍ um árs-
skeið hefur þú kynnzt þörf-
um og óskum íþróttahreyfingar-
innar og fundið hug annarra til
hennar?
— Alls staðar hef ég mætt góð-
um skilningi fyrir þarfir íþrótta-
hreyfingarinnar — en þær eru
helzt fjárhagslegar. En til þess
að ÍSÍ geti gegnt hlutverki sínu
þarfnast samtökin enn meira
fjármagns, m.a. til að styrkja
starf héraðssambandanna úti um
land.
★ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ
I HVERJU HÉRAÐI
— Eru nokkrar nýjungar
á döfinni hjá ÍSÍ?
— Æskilegt væri að mínum
Frl á bls. 23