Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 1
24 síður
50. árgangur
132. tbl — Laugardagur 15. júní 1963
PrentsmiSja Morgunblaðsins
To//ð oð geimfari með konu innan- j
ðorðs verð/ skotið á loft i dag
frá Siberiu
Moskvu, 14. júní — (NTB-AP) —
í D A G skutu sovézkir vísindamenn á loft mönnuðu
geimfari, Vostok 5. — Geimiarinn, Valeri Bykovky, er 28
ára ofursti í sovézka flughernum. Þegar síðast fréttist af
geimfaranum, var bann við góða heilsu og tæki geimfarsins
í fullkomnu lagi.
+ Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu, að á
morgun eða síðar en þó áður en Bykovsky lendir, verði
annað geimfar sent á loft og geimfarinn verði kona.
+ Ekki hefur verið skýrt frá því hve lengi Bykovsky eigi
að vera á lofti, en Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, að
gera mætti ráð fyrir að ferðin yrði löng. Óstaðfestar fregnir
herma, að áætlað sé, að Bykovsky verði á lofti í viku. Lengstu
geimferð, sem farin hefur verið til þessa, fór sovézki geim-
farinn Adrian Nikolayev, en hann fór 64 hringi umhverfis
jörðu og var tæpa fjóra sólarhringa í ferðinni.
Vostok 5 var skotið á loft kl.
12 á hádegi í dag eftir ís-
lenzkum tíma frá ónefndum stað
í Sovétríkjunum, sennilega í
Síberíu. Geimfarið fer umhverf-
is jörðina á 88 mínútum og fjór-
um sekúndum, og munar litlu
að það sé sami tími og gert var
ráð fyrir, áður en því var skotið
á loft. Jarðfirrð geimfarsins eru
233 km., en jarðnánd 181 km.
Samkvæmt fregnum Tass
fréttastofunnar, er geimferðin
farin til þess að afla nánari upp-
lýsinga um áhrif slíkra ferða á
mannslíkamann og til þess að
reyna stjórntæki geimfarsins.
Skömmu eftir að Bykovsky
var skotið á loft, heyrðist frá hon
um og tilkynnti hann, að öll tæki
væru í fullkomnu lagi og sér liði
vel. Sjónvarpað var úr geimfar-
inu og sást Bykovsky að störf-
um. Voru myndirnar af honum í
sjónvarpinu þær skýrustu, sem
sézt hafa af sovézkum geimfara.
Næsti geimfari heitir
Ludmila
Sovézkir fréttamenn skýrðu
vestrænum fréttamönnum í
Moskvu svo frá í dag,að kona,
Ludmila að nafni, væri nú við
eldflaugaskotpall í Síberíu, við-
búin að fara í geimfari á braut
umhverfis jörðina. Sögðu frétta-
mennirnir, að blöðin í Sovétríkj-
unum hefðu þegar reiðubúna
ævisögu Ludmilu, sem er 25 ára.
Við þjálfun til geimferða hefði
hún reynzt hæfari til slíkra
ferða, en nokkur þeirra geim-
fara, sem Sovétríkin þegar hafa
sent út í geiminn. T.d. þyldi hún
þyngdarleysi betur en þeir. —
Fréttamennirnir töldu, að Lud-
Framh. á bls. 23
BRÚÐHJÓNIN á myndinni
búa sem sjá má í Vestur-
Berlín. Brúðurin Christel Wel
sch, sem er 18 ára, flýði frá
Austur-Berlín fyrir ári ásamt
14 öðrum. Komust þau í
fljótabát yfir ána Spree. Faðir
Christel býr enn í Austur-
Berlín og í von um að sjá
hann héldu brúðhjónin að
múrnum.
Dilhorne lávarður.
íraksher brýtur Kúrda á
bak aftur af mikilli grimmd
Damaskus, 14. júní — (AP)
E I N S og kunnugt er lagði
nær helmingur alls herliðs
íraks til atlögu við skæruliða
Fyrrv. iögfræðingur Keeier segir
ivanov hafa beðið hana að njósna
Macmillan efnir til skyndi-
fundar vegna Profumo-málsins
London, 14. júní (NTB-AP)
HAROLD Macmillan forsætisráð
herra Breta, ræddi i dag við
tvo nána samstarfsmenn sina,
Henry Brooke, innanríkisráð-
herra og Dilhorn lávarð, einn
æðsta mann á sviði dómsimála í
landinu. Sem kunnugt er, fól
Macmillan Dilhorn lávarði að
gera skýrslu um hlið þá á máli
Profumos, er varðaði öryggi
landsins. Brooke innanríkisráð-
herra var kallaður heim úr leyfi
til þess að sitja fundinn og er
talið, að til hans hafi verið boð-
að vegna þess að í gær barst
forsætisráðherranum bréf frá
Michael Eddowes, fyrrv. lögfræð-
ingi Christine Keeler. í bréfinu
segir Eddowes, að ungfrú Keel-
er hafi sagt honum, að sovézki
flotamálafulltrúinn Yevneni Ivan
ov hafi farið þess á leit við
hana, að hún fengi Profumo til
þess að upplýsa hvenær Vestur-
Þjóðverjum yrðu afhent kjarn-
orkuvopn í sambandi við kjam-
orkuher Atlantshafsbandalags-
ins.
Núverandi lögfræðingur ung-
frú Keeler hefur fyrir hennar
hönd neitað þessum ummælum.
í kvöld var opinberlega skýrt
frá því í London, að bréf Edd-
owes hefði verið rannsakað ná-
kvæmlega og niðurstaðan væri
sú, að þar væru engar nýjar
upplýsingar. Stjórninni hefði
áður verið kunnugt um allt, sem
þar er skýrt frá.
Talið er að Macmillan muni
Framh. á bls. 23
Kúrda í norðurhéruðum
landsins um helgina, og í dag
var skýrt frá því, að herinn
hefði nú á valdi sínu nær allt
það landssvæði við landa-
mæri Tyrklands, sem áður
var í höndum Kúrda. Fregn-
ir frá Beiruth herma, að ír-
aksher hafi sýnt mikla
grimmd í baráttunni við
Kúrdana. Þorp hafi verið
jöfnuð við jörðu, bóndabæir
brenndir til ösku og óbreytt-
ir borgarar miskunnarlaust
drepnir, þar á meðal konur
og börn.
Áður en fraksher lagði til at-
lögu gegn Kúrdum, hafði stjórn
landsins skorað á þá að leggja
niður vopn og lýsa hollustu sinni
við hana. Kúrdarnir neituðu að
verða við þessum kröfum.
Þegar stjórn Arefs tók við
völdum í febrúar sl., eftir að
Kassem hafði verið ráðinn bani,
féllust Kúrdar á að gera vopna-
hlé og viðræður um sjálfsstjórn
þeirra hófust í Bagdad. Ekkert
samkomulag náðist og boðað var
til fleiri funda. Þegar allt kom
fyrir ekki, tóku Kúrdar upp vopn
að nýju.
Foringi Kúrda er, sem kunn-
ugt er Mustafa Barzani. Óstað-
festar fregnir hermdu um miðja
vikuna, að hann hefði verið hand
tekinn af stjórnarhernum, en
engin staðfesting hefur enn feng-
izt. —
115 Vestur-
íslendingur
í heimsdkn
KEFL A VÍKURFLU G VELLI,
14. júní. —
Kl. 11,30 í morgun lenti hér
Britannia-vél frá Canadian-
Pacific Airlines með 115 far-
þega, sem allir voru Vestur-
Íslendingar í heimsókn til ætt
landsins. Flugvélin kom frá
Vancouver, og var ætlunin að
fljúga beint til Keflavíkur, en
vegna mótvinda þurfti flug-
vélin að Ienda í Syðra-Straum
firði í Grænlandi og taka þar
benzín. Starfsmenn Ferða-
skrifstofu ríkisins tóku á móti
farþegunum. Meðal þeirra eru
níu Sigurdson og tólf John-
son. Fólkið er á öllum aldri,
allt frá ungbörnum upp í gam
almenni. __b. Þ.
— Sjá bls. 10.
Sovézkur geimfari á braut umhverfis jðrðu