Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. júní 1963
MORCU1SBLAÐ1Ð
MIKIL vinnugleði ríkti á Frí
kirkjuvegi 11, er fréttamaður
og ljósmyndari Morgunblaðs-
ins komu þangað í heimsókn í
gær. Á skilti yfir inngangin-
um stendur: Skrifstofum Saka
dómara er lokað í dag vegna
flutnings að Borgartúni 7.
Fyrstan hittum við að máli
Aðalstein Guðlaugsson, skrif-
stofustjóra.
— Eruð þið ekki fegnir að
flytja
— Jú, mjög svo. Við fáum
til umráða 3. og 4. hæð í Borg
artúni 7. Húsnæðið þar er ó-
líkt rýmra og hentugra en
STAKSTEINAR
Ragnar Vignir, Aaðalsteinn Guðlaugsson og Kristmundur Sigurðsson fyrir framan kassahlaðann
sem hefur að geyma fingrafara- og myndasafn tæknideildarinnar.
Barnsfaðernísmál
flutt í Borgartún 7
hér, enda var orðið alltof
þröngt, sumsstaðar margir
menn í hverju herbergi.
— Hvað vinna margir hjá
embættinu?
— Um 45 manns.
— Hvé lengi hefur Saka-
dómari haft aðsetur sitt hér á
Fríkirkjuveginum?
— Allt frá stofnun embætt
isins, 1940. Eg hef unnið hér í
15 ár, og allan þann tímá
hefur staðið til að flytja. Það
hefur verið mjög áhættusamt
að reka þessa starfsemi í
timburhjalli, sérstaklega með
an sakaskráin var hér. Marg-
ir hefðu orðið fegnir, ef hún
hefði brunnið. Svo er hér
fjöldi af óinniheimtum sektum.
Rétt í þessu kemur Stein-
grímur Gautur Kristjánsson
inn, en hann sér einmitt um
innheimtu sekta.
— Hvernig eru heimturnar?
spyrjum við hann.
— Þær eru sæmilegar. Við
látum stinga þeim í steininn,
sem ekki borga. Um eitt skeið
var einn settur inn á dag.
Það var þegar verið var að
innheimta smásektirnar. Þeg
ar menn greiða ekki slíkar
sektir. er auðséð að það staf-
ar af vilja- en ekki getuleysi,
svo að sjálfsagt er að beita
valdi.
Frí í tugthúsinu til
að fara á síld
í næsta herbergi er Hauk-
ur Bjarnason að tala í sím-
ann. Hukur er flutningastjór-
inn.
— Heyrðu vinurinn, segir
Haukur í simann, þetta stend
ur hálf illa af sér með þig..
Nei, það borgar sig ekki að
áfrýja bara til þess að komast
á síld. Ef þú hagar þér eins
og maður, þá færð þú frí í
steininum þangað til í haust.
Það stendur alls ekki til að
setja þig inn í bráð .. Jú,
jú, við erum vinir. Vertu
blessaður.
Haukur leggur símatólið á
og snýr sér brosondi að mér.
— Þessi ætlaði að áfrýja dómi
til þess að tefja framkvæmd
hans og komast á síld. Ann-
ars stendur hann í fleiri mála-
ferlum. Hann réði sig nýlega í
vinnu hjá bónda nokkrum, er
lofaði honum tuttugu og fimm
hundruð krónum í kaup. Svo
þegar hann fékk ekki útborg-
aðar nema tvö þúsund og
fimm hundruð krónur, fór
hann í mái við bónda.
Þarna er einnig staddur Har
aldur Jóhannesson, sem sér
um óskilamuni. Hann segist
verða um kyrrt á Fríkirkju-
vegi í nokkra daga. 18.—21.
júní verða frá 2 til 6 e.h. af-
greiddir óskilamunir. Það,
sem eftir verður og orðið er
yfir ársgamalt, verður svo
selt á uppboði.
Á neðri hæðinni er Ragnar
Vignir, forstöðumaður tækni-
deiidar rannsóknárlögreglunn
ar, að raða niður í kassa alls
konar tækjum, sem notuð eru
við rannsóknir.
— Það verður geysilegur
munur að koma í nýja hús-
Halldór Þorbjömsson raðar bókum I nýju skrifstofunni ;;inni.
Hlín Torfadóttir ber út byss-
ur, sem gerðar hafa verið upp
tækar.
næðið, segir Ragnar. Við
þurfum taisvert husrými fyr-
ir söfn, sem við eigum. í
fingrafarasafninu erum við
komnir upp í númer 1080 af
afbrotamönnum, en við tökum
jafnóðum út fingraför þeirra,
sem deyja, og fæstir þessarra
manna verða langlífir, enda
lifa þeir yfirleitt mjög óheilsu
samlegu lífi. Við geymum
heldur ekki fingraför þeirra,
sem komast yfir áttrætt, því
þá teljast þeir orðnir skaðlaus
ir. Svo eigum við fingraför
af nokkrum hundruðum ung-
linga og 15—1600 saklesingj-
um. — Myndasafn af afbrota-
mönnum er einnig til hér og
mikið filmusafn. Við tökum
myndir af öllum slysum, elds
voðum og öðrum vofeiflegum
atburður. Allt þetta hafur-
task fyllti 30 stóra pappakassar
Umferðarmál þrefalt
fleiri en 1953.
Kristmundur Sigurðsson, yf
irmaður umferðardeildar, er
að taka við lyklunum að
nýju herbergjunum, þegar við
komum inn til hans.
— Mikið verð ég feginn að
flytja, segir Kristmundur, við
vorum 3 hérna í sama herberg
inu. Það var alveg óvinnandi.
í Borgartúni fáum við 4 her-
bergi til umráða og fögnum
við bæði því, að fá bætt vinnu
skilyrði og ekki síður bættri
aðstöðu þeirra, sem mæta
þurfa hjá okkur. Það var
þannig hérna, að hver fylgd-
ist með annars yfirheyrslum.
Verkefni umferðardeildarinn-
ar hafa vaxið geysilega. Þau
mál, sem við fáum nú til með
ferðar, eru þrefalt fleiri en
fyrir 10 árurn. Það er ekki
einungis árekstrum, sem fjölg
ar, heldur einnig slysum. Or-
sökin er bæði aukin umferð,
hraði og tillitsleysi fólks við
aðstæður.
Nýja húsið vígt með
barnsfaðernismáli.
Nú förum við og skoðum
nýja húsnæðið. Það er á 2 hæð
og mjög vistlegt. Við hittum
Halldór Þorbjörnsson, saka-
dómara, í skrifstofu sinni.
— Eg er búinn að koma öllu
fyrir hér á nýja staðnum og
kann ágætlega við mig, segir
Halldór. í morgun kl. 10,45
kvað ég upp eina dóminn, sem
kveðinn hefur verið upp hér
Hann var í barnsfaðernismáli
og fór svo, að stefndi var
dæmdur faðir.
Búslóðin borin út í bifreið. Ilaukur Bjarnason er lengst til
hægri. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
Einar tekur undir
með Hannibal
Eftir þá yfirlýsingu Hannibafs
Valdimarssonar að ioknum kosn-
ingum, að flokkur hans boðaði
nú stríð en ekki frið, hafa menn
ekki farið í grafgötur um, að
kommúnistar hyggjast enn einu
sinni stofna til pólitískra verk-
falla í þeim tilgangi að „hnekkja
viðreisninni“ og svífast þess ekki
að ganga algerlega í berhögg við
yfirlýstan vilja þjóðarinnar í
j kosningunum. Einar Olgeirsson,
formaður Kommúnistaflokksins,
skrifar svo grein í málgagn sitt
í gær um kosningaúrslitin, þar
sem hann áréttar hótanir Hanni-
bals og boðar „hörð átök“, sem
kommúnistar ætli að standa fyr-
ir. Leynir sér því ekki, að
kommúnistar hafa hleypt í sig
kjarki að kosningunum loknum,
þrátt fyrir fylgistapið, og telja
nú óhætt að opinbera verkfalls-
fyrirætlanir sínar, þó að þeim
af ótta við kjósendur hafi ekki
þótt ráðlegt að flíka þeim fyrir
kosningarnar. Enginn þarf að
ganga þess dulinn, hver tilgang-
ur þeirra er. Kommúnistar játá
nú sjálfir, að fyrir þeim vaki að
æsa tii pólitískra verkfalla, sem
þeim er jafnljóst og öðrum, að
aðeins geta orðið til tjóns.
Ný vinnubrögð
nauðsynleg
Alþýðublaðið ræðir káup-
gjaldsmálin í forystugrein í gær
og segir m.a.:
„Kjaramál verkalýðsfélaganna
eru nú eitt stærsta verkefnið,
sem ieysa þarf á farsælan hátt.
Árum saman hafa verkalýðsfé-
lögin hér fetað kauphækkunar-
leiðina nær eingöngu og upp-
skorið sáralitla kjarabót. Á sama
tíma hafa verkalýðsfélögin á
Norðurlöndum fetað nýjar leið-
ir, samið um aukna ákvæðis-
vinnu og vinnuhagræðingu sam-
hliða því sem þau hafa samið
um tiltölulega Iitlar kauphækk-
anir, sem reynzt hafa raunhæf-
ar. Vinnubrögðin hafa verið allt
önnur í nágrannalöndum okkar
en hér. Og árangurinn hefur
einnig orðið annar. Verkalýðsfé-
lögum á Norðurlöndum hefur tek
izt að bæta kjör launþeganna
mun meira en tekizt hefur hér.
Það mun áreiðanlega verða
farsælast fyrir íslenzka launþega
að taka stéttarbræður sína á
Norðurlöndum sér til fyrirmynd
ur. Fyrsta skrefið í þá átt verð-
ur að vera það að íslenzka verka-
lýðshreyfingin leysi kommúnista
frá störfum úr forystu samtak-
anna. Að því ber að stefna.“
Mundu taka unp sams
konar harðstjórn
f viðtali því, sem birtist hér í
blaðinu ’fyrir skömmu við einn
af fyrrverandi flokksmönnum
Kommúnistaflokksins, Ragnar
Gunnarsson, ræðir hann m.a. við-
horf flokksforystunnar til lýð-
ræðisskipulagsins og segir: •
„Flestir eiga að vonum erfitt
með að trúa því, að forystumenn
„Sósíalistaflokksins“ hér á Iandi
mundu falla fyrir þeirri freist-
ingu, ef þeir kæmust til valda,
að taka upp sömu stjórnarhætti
og upp hafa verið teknir í komm
únistaríkjunum. Þetta er þó hinn
mesti misskilningur, því að full-
víst má telja, að þeir fetuð'u troðn
ar slóðir, ef þeir kæmust til
valda, enda bendir fátt til þess,
að þeir séu svo frumlegir í hugs-
un, að þeir færu að fitja upp á
nýjungum í framkvæmd hins
kommúniska skipulags".