Morgunblaðið - 15.06.1963, Qupperneq 5
Laugardagur 15. júní 1963
HIORCUNBLAÐIÐ
5
Á hvítasunnudag, 2. júní
1963, var stofnfundur Banda-
lags íslenzkra St. Georgs-
skáta, haldinn í Skíðahótelinu
í Hlíðarfjalli við Akureyri.
St Georgsgildið á Akureyri
sá um undirbúning fundar-
ins, en fundinn sóttu, auk Ak-
ureyringa, félagar úr St. Ge-
orgsgildunum í Reykjavík og
Innri-Njarðvík, undir forystu
Hans Jörgenssonar, skólastjóra
formanns Reykjavíkurgildis-
ins. Dúi Björnsson, formaður
St. Georgsgildisins á Akureyri
setti fundinn og bauð gesti
velkomna en skipaði síðan
Sigurð Guðlaugsson, Akureyri
fundarstjóra, og Sigurbjörn
Þórarinsson, Reykjavík, fund-
arritara.
Hans Jörgensson flutti
skýrslu um stofnun nýrra St.
eru starfandi gildi í Hafnar-
Georgsgilda, en auk þeirra
sem fulltrúa áttu á fundinum
firði, Keflavík og Selfossi, og
teljast þau aðilar að banda-
laginu, þótt þau gætu ekki
sent fulltrúa að þessu sinni.
í stjórn bandalagsins til
nsestu 2ja ára voru kosin Dúi
Björnsson, Akureyri, formað-
ur; Sigurður Guðlaugsson,
Akureyri; frú AlJý Þórólfs-
son, Akureyri; og Kristján
Hallgrímsson, Akurevri.
Bandalag íslenzkra skáta
mun tilnefna fimmta mann í
stjórnina, en ekki var búið að
ganga frá þeirri tilnefningu.
Heillaóskir bárust fundin-
um frá Kai Korup, formanni
Landssambands St. Georgs-
gildanna í Danmörku, og
Frank Michaelsen, Reykjavík.
Að loknum fundarstörfum
sátu fulltrúarnir að sunnan
kvöldverðarboð heimamanna,
en síðan var sameiginleg
kvöldvaka með ýmsum varð-
eldaatriðum, og skemmtu
menn sér hið bezta fram eftir
kvöldinu.
Læknar fjarverandi
Árni Guðmundsson verður fjarver-
andi frá 5. júní til 8. júlí. Staðgengill
Björgvin Finnsson.
Arinbjörn Kolbeinsson verður fjar-
verandi frá 3. mai um óákveðinn tima.
Staðgengill: Bergþór Smári.
Friðrik Einarsson verður fjarver-
andi til 12. júní.
Gunnlaugur Snædal, verður fjar-
verandi þar til um miðjan júli.
Hannes Finnbogason verður fjar-
verandi frá 11. júní til 1 júlí. Stað-
gengill er Víkingur Arnórsson.
Jón Hannesson verður fjarverandi
frá 4.—15. júní. Staðgengill Kagnar
Arinbjarnar.
Jón Nikulásson fjarverandi júnímán-
uð. Staðgengill er Ólafur Jóhannsson.
Kristín E. Jónsdóttir verður fjar-
verandi frá 31. maí um áókveðinn
tíma. Staðgengill Ragnar Armbjarn-
ar.
Kristjana Helgadóttir verður fjar-
verandi til 3. ágúst. Staðgengill er
Einar Helgason, Lækjargötu 2, kl.
10—11 nema fimmtudaga kl. 6—7.
Símaviðtalstími kl. 11—12 (í sima
20442), og vitjanabeiðnir í síma
19369.
Kristján Hannesson verður fjarver-
fjarverandi frá 15. júní til júlíloka.
Staðgengill er Erlingur f>orsteinsson.
Skúli Thoroddsen verður fjarver-
andi 24. þm. til 30 júni. Staðgenglar:
Ragnar Arinbjarnar, heimalæknir og
Pétur Traustason, augnlæknir.
Stefán Ólafsson verður fjarverandi
til 1. júlí. Staðgengill: Ólafur Þor-
steinsson.
Þórarinn Guðnason verður fjarver-
andi til 18. júní. Staðgengill Magnús
Bl. Bjarnason, Hverfisgötu 50; kl.
1.30—3.
Á morgun verða gefin saman í
hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni, frk. Lilja Ólafsdóttir,
Drápuhlíð 15, og Guðmundur
Arason, Borgarnesi.
Gefin verða saman í dag, af
séra Jóni Auðuns, ungfrú Jó-
hanna Guðný Sigurðardóttir og
Gunnar Jón Árnason, rafvirkja-
meistarL
í dag verða gefin saman í
hjónaband í Árbæjarkirkju, Guð-
rún Kristín Hallgrímsdóttir og
Lárus Sigurðsson. Heimili þeirra
MENN 06
= MALEFNlx
EINN markverðasti maður-
inn, sem kom við sögu í seinni
heimsstyrjöldinni, brezki
flotaaðmírállinn A. B. Cunn-
ingham, dó síðastl. miðviku-
dag í leigubifreið í London.
Hann var 80 ára.
Andrew Cunningham var af
þekktri skozkri ætt, og bróð-
ir hans var herforingi í brezka
landhernum. Hann öðlaðist
ekki aðeins æðstu metorð inn-
an flotans, heldur var að stríð
inu loknu aðlaður sem lávarð-
ur af Hindhope.
Innan flotans hafði hann
viðurnefnið ABC, og annað
nafn var ekki notað um hann
þar, hvorki af óbreyttum her-
mönnum né yfirmönnum. í
byrjun seinni heimsstyrjaldar
innar var hann yfirmaður
flotans í Alexandríu, Miðjarð
arhafsflota Breta. Hann réðist
snemma í stríðinu inn í höfn-
; ina í Matapan á Ítalíu, þar
sem hann sökkti þremur
ítölskum beitiskipum og
tveimur tundurspillum og
skemmdi mörg skip, þannig
' að ítalski flotinn náði sér
aldrei eftir það.
Næst stjórnaði hann brott-
flutningi Bretanna frá Krít
sem var talin mikil dirfska.
Þegar herstjórn hans varaði
hann við að leggja út í hætt-
una, svaraði hann þeim með
hinum frægu orðum: „Það
þarf þrjú ár til að byggja
Skip, en það þarf þrjú hundr-
uð ár til að byggja upp hefð.“
Frá Alexandríu fór hann til
Washington, þar sem hann
var formaður brezku flota-
nefndarinnar, sem var mynd-
uð þar eftir að Bandaríkja-
menn drógust inn í striðið
1941. Síðan stjórnaði hann
innrás flotans í Norður-Af-
ríku. Hann varð síðan full-
trúi flotans í herstjórn Banda
manna, sem undirbjó og stjórn
aði innrásinni í Frakkland, á-
samt Allanbrook, sem var full
trúi landhersins og Tedder,
fulltrúa flughersins.
Síðastliðinn laugardag voru
gefin saman í hjónaband af séra
Árelíusi Níelssyni ungfrú Guð-
finna Kristjánsdóttir, kennari,
Njörvasundi 35 og Einar Ólafs-
son, kennari. Heimili þeirra er
að Ölduslóð 46 í Hafnarfirði.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Bjarna Sig-
urðssyni, ungfrú Svanhildur Ja-
kobsdóttir og Ólafur Gaukur Þór-
hallsson. Heimili þeirra er að
Bólstaðarhlíð 10.
Gefin voru saman í hjónaband
í gær, af séra Jóni Auðuns, ung-
frú Sigrún M. Ragnarsdóttir og
Gísli Árnason, endurskoðandi.
Gefin voru saman í hjónaband
í gær, af séra Jóni Auðuns, Jón-
ína Karlsdóttir og Jakob Óskar
Jónsson, skrifstofumaður. Heim-
ili þeirra er að Sigluvogi 12.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Guðrún Jónsdóttir
Frakkastíg 10, og Hlöðver Dið-
riksson, búfræðingur, Kana-
um, A-Landeyjum.
verður að Hlaðhömrum í Mos-
fellssveit.
...með kvöldkaffinu
ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup-
mannahöfn, getið Jiér lesið
Morgunbiaðið samdægurs, —
með kvöldkaffinu í stórborg-
inni.
FAXAR Flugfélags fslands
flytja blaðið daglega cg það
er komið samdaegurs í blaða-
söluturninn í aðaljámbrautar-
stöðinni við Ráðhústorgið —
Hovedbanegardens Aviskiosk.
FÁTT er ánægjule.gra en að
lesa nýtt Morgunblað, þegar
verið er á ferðalagi vtra eða
dvalizt þar.
Ódýr vinnuskúr
til sölu, Upplýsingar
síma 24991.
LÍTIÐ HÚS
3 herbergi og eldhús á hæð
með góðum iðnaðarkjall-
ara, til leigu í Þingiholtun-
um. Upplýsingar í síma
34750.
Fyrir
17. júní
Drengjaskór - Telpuskór
— IVIikið úrval —
Skóhúsið
Hverfisgötu 82.
Sími 11-7-88. •
Utboð
Tilboð óskast í að byggja Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins á Keldnaholti. Útboðslýsinga og teikn-
inga má vitja á skrifstofu Rannsóknarráðs ríkisins
Atvinnudeild Háskólans, háskólalóðinni, gegn kr.
2000,00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama
stað þriðjudaginn 25. júní n.k. kl. 11:00 f.h.
Rannsóknaráð ríkisins.
Ibúð
1—2 herb. íbúð óskast sem fyrst, fyrir ein-
hleypa stúlku í fastri atvinnu. — UppL
í síma 36464 eftir kl. 2 í dag.
Heimavinna
Stúlkur vanar karlmanna- og dömubuxnasaum
óskast. — Einnig vantar stúlku vana kápusaum
á verkstæðið.
YLUR HF.
Skúlagötu 26, III. hæð — Sími 13591.
Síldarstúlkur
Ráðum síldarstúlkur til Ásgeirsstöðvar, Siglufirði,
Óskarsstöðvar, Raufarhöfn og Haföldunnar, Seyðis-
firði. Saltaðar voru á þessum stöðvum 31 þúsund
tunnur sl. sumar. Stúlkurnar verða flúttar á milli
stöðva til að salta sem mest.
Upplýsingar gefa Ólafur Óskarsson, Engihlíð 7,
simi 12298 og skrifstofa Sveins Benediktssonar,
Hafnarstræti 5, sími 14725.