Morgunblaðið - 15.06.1963, Page 11

Morgunblaðið - 15.06.1963, Page 11
Lau'gardagur 15. júní 1963 MORGIJTSBLAÐ I Ð II m Hef mest gaman af sög- um Guðrúnar frá Lundi — Þetta er í fyrsta sinn, sera þið komið til ísiarxds, er það ekki? — Við hjónin höfum aldrei verið hér áður, segir Davíð, en Guðbjörg systir mín var fædd hér heima en var aðeins táu mánaða gömul er hún fór vestur um haf. — Þið búið núna í Vancou- ver? — Já, ég vinn þar við smíð- ar, aðallega húsamnréttingar. Annars er ég fæddur í Mani- toba og stundaði þar búskap ésamt smiðunum, þar til fyrir 6 árum, að ég fluttist vestur til Vancouver. — Þið aetlið að sjálfsögðu að nota tímann til að ferðast um landið? — Já, okkur langar mikið til að fara norður í land og hitta ættingja, sem við eigum í Skagafirði og EyjafirðL í Hrísey vissi ég um skyldfólk okkar, en veit ekki hvort það er enn á lífL — Þið talið merkilega góða íslenzku — og það meira að segja norðlenzku. — Við lærðum eðlilega ís- lenzku sem móðurmál og svo höfum við haldið henni við. Það er mikið af íslendingum í Vancouver og við höfum tækifæri til að hittast annað slagið. Auk þess fylgist maður með öllu sem á íslandi gerðist með lestri ísl. dagblaða. — En börnin ykkar, tala þau íslenzku? — Tvö þau elztu gera það, og það er eins með þau og okk ur hjónin, að íslenzkan var þeim kennd áður en enskan. — Hvað olli því nú öðru fremur, að þið ákváðuð að fara til íslands? — Auðvitað hefur okkur alltaf langað til að sjá ísland, og þar sem þetta einstaka tæki „Það var einmuna blíða á leiðinni hingað; hún minnti mig á íslenzu sumarnæturn- ar í Stafholtstungum í Borgar firði, þegar ég ungur strákur sat yfir kvíaánum. Það var líka fallegt á Grænlandi, en undan ströndum íslands tók aðeins að dimma.“ Þessi orð mælti Jón Mognús son frá Seattle. Við hittum hann á heimili Guðríðar Jóns dóttur, yfirhjúkrunarkonu, að Ljósheimum 11 (sími 36183) og konu hans, Guðrúnu Jak- obsdóttur Lindal, systir Valde mars Líndals, dómara frá Winnipeg, sem einnig er staddur hér á landi um þess- or mundir, og er þetta í fyrsta 6inn sem hún kemur til lands ins. „No, no,“ sagði Jón, ,ég hef aldrei komið hingað fyrr eftir að ég fluttist vestur fyr ir fimmtíu árum þá 27 ára gamall. Þetta er einskonar af- mælisferð.“ „Hvað hefur þú starfað fyr lr vestan?“ „Við smíðar. Eg lærði tré- «míði hjá Guðlaugi Torfasyni é Vesturgötu 42 á sínum tíma, og hef unnið við húsasmíðar, skipasmíðar og flugvélasmið- ar. Eg vann í 19 ár hjá Boeing-verksmiðjunum i Seatt le og smíðaði vængina á flug vélunum; þeir voru þá úr tré. Innréttingin var einr.ig úr tré. Nú er þetta allt breytt, engin þörf fyrir trésmiði leng ur við flugvélasmíði.“ „Bjóstu aldrei í Kanada?" „Jú, þrjú fyrstu árin. En loftslagið átti ekki vel við *nig, sumrin voru of heit og veturnir of kaldir. Þá fór ég til Seattle og hef verið þar í 47 ár. En ég náði í konuna í Kanada, hún var barnakenn- færi bauðst, fannst okkur sjálfsagt að taka því heldur en að bíða með þetta og láta kannski aldrei af því verða. Eins og ég sagði áðan höfum við fylgzt nokkuð vel með því, sem gerzt hefur á íslandi og í rauninni kemur okkur fátt á óvart. En ég hefi orðið var við mikinn misskilning í Kanada um fsland, og menn- irnir, sem með mér starfa héldu að ég væri ekki með öllum mjalla, þegar ég tjáði þeim, að ég ætlaðí til íslands. Þeir héldu sem sagt, að mér væri jafn vel borgið í ein- hverju frystihólfL ari áður en ég leiddi hana inn í hjónabandið." „Og eigið þið mörg börn?“ „Við eigum þrjú börn,“ sagði frú Guðrún, „einn son, sem er byggingaverkfræðing ur og tvær dætur, sem báðar eru giftar. Barnabörnin eru nú orðin sjö.“ „Hvernig er með íslenzka matinn,“ spyrjum - ið frúna, „er hann ekki sjaldgæf vara í Seattle.“ „O, það læt ég nú vera. Við íslenzku konurnar bökum pönnukökur, vínartertur og kleinur. Og á matarsamkom- -:m, sem kvenfélagið stendur fyrir, höfum við bæði slátur, hangikjöt og dýrindis skyr, sem við búum til úr áfum. NeL það eru öðru visi áfir en smjöráfirnar hérna, þær eru þykkar og með meiri drafla. Annars segja mér ís- lenzkar konur, að við bökum meira fyrir vestan en húsmæð ur hér, en hinsvegar notum við ekki eins mikið rjóma með kökunum. Okkur dettur ekki í hug að setja sultu -g rjóma í pönnukökurnar, held ur berum þær fram með sykri.“ „Þið talið svo góða íslenzku. lesið þið eitthvað á móðurmál inu, blöð eða bækur “ „Við sjáum einstöku sinnum íslenzk blöð, sagði Jón en annars fáum við allar fréttir úr Lögberg-Heimskringlu. Við eigum um eitt þúsund íslenzk- ar bækur og svo höfum við geymt bókasafn Lestrarfélags ins síðustu 36 árin.“ „Þið eruð með öðrum orðum bókasafnverðir “ „Já, við fáum titilinn fyrir ómakið,“ hló Jón, „Lestrar- félagið Vestri er eitthvert elzta félag sinnar tegundar í skýtur Guðbjörg inn í. Ég starfa sem kennslukona, kenni tónlist í barnaskóla, og sam- kennarar mínir hafa hvatt mig til þess að verða mér úti um góðar myndir af landinu og úr þjóðlífinu, sem leiðrétta mættu margan þann misskiln- ing sem nemendurnir í skól- anum hafa um ísiand. — Þar sem ég hefi fengizt við húsfoyggingar, segir Davíð, hefur það vakið athygli mina, hve margar byggingar eru í smíðum hérna í nágrenninu. Þetta er nokkur tilbreyting, þar sem svona steinsteypt hús eru fremur sjaldgæf vestan hafs, nema þá helzt í verzlun- arhverfum stærri borga. Vesturheimi 63 ára gamalt, en er því miður í dauðateygjun- um, því það lesa nú orðið svo fáir íslenzku.“ „Jón er líka ritstjóri mán- aðarblaðsins Ge,ysi,“ skaut Guðrún inn í, „það er lítið blað sem flytur fréttir að heiman og er lesið upp á fs- lendingasamkomum í Seattle.“ „Eru margir íslendingar í Seattle? „Ekki nú orðið, en þangað kóma margir íslendingar, bæði til stuttrar dvalar og náms, sérílagi fiskifræði. Se- attle er um 650 þúsund manna bær, og flestir vinna við flug vélaverksmiðjurnar, eða um 60 þúsund manns, en einnig eru þar viðarframleiðslá, gríð arstór rjómabú, ávaxtarækt og laxveiðar. „Og hvernig lizt ykkur nú á ísland?“ „Það hefur breyzt mikið á þessari hálfu öld,“ sagði Jón. „Eg fór með móður minni vestur um haf 1913 og var þá öll fjölskyldan komin þangað, nema ein systir mín, sem varð eftir og dó í Reykjavík fyrir nokkrum árum. — En svo virð ist sem framkvæmdir hér hafi byrjað strax og ég fór úr landf svei mér þá.“ „Við ætlum að ferðast um landið,“ sagði Guðrún, „fara upp í Borgarf jörð og Vatnsdal þar sem foreldrar minir bjuggu. Og helzt að koma til Akureyrar og hitta þar ævi- skrárritarana sem hafa verið að skrá ættir Vestur-íslend- inga.“ „Já,“ sagði Jón, „ættir okk ar beggja eru raktar í ævi- skránum. Það eru bændur og prestar í báðum ættum svo langt sem ættartalan nær.“ Á HEIMILI Eggerts ísaksson- ar, Arnarhrauni 39 í Hafnar- firði hittum við Stefán Schev- ing, eiginkonu hans, Önnu, Ingibjörgu Seheving, mág- konu hans, og þrjár systur frú Önnu, þær Kristínu John- son, Jenný Sophusson og Hall- dóru Rosweck. Þær systurnar og frú Ingibjörg sátu í stofu ásamt húsfrúnni og sem gef- ur að skilja voru þær í fjör- ugum samræðum. Stefán hafði lagt sig eftir langa vöku á leiðinni til íslands, en brást vel við ónæðinu, sem frétta- maðurinn gerði honum og leysti úr spurningum, sem fyr ir hann voru lagðar. — Því var eins farið um foreldra mína og svo marga aðra íslendinga, er fluttust vestur um haf, segir Stefán, að þeir héldu í fyrstunni til Manitoba í Kanada, en flutt- ust svo búferlum innan nokk- urra ára og settust að sunn- an landamæra Bandaríkjanna, í N. Dakota. foreldrar mínír voru ættaðir úr S. Múlasýslu og héldu vestur 1875. — Hvernig er það, StefáiL áttu íslenzku landnemarnir ekki erfitt með að semja sig að staðháttum í Dakota? — Jú, að sjálfsögðu var og er aðalatvinnuvegurinn land- búnaður, en hann er mjög frábrugðinn því er tíðkast hér heima og má sem dæmi nefna, að mikill hluti hans byggist á hveitirækt. Urðu því ís- lendingarnir að temja sér al- gjörlega nýja siði í nýju landi. — Og þú ólst upp í N. Da- kota? — Já, ég bjó þar til ársins 1938, er ég fluttist ásamt Önnu, konu minni, og börn- um, vestur á Kyrrahafsströnd, þar sem við búum nú í ná- grenni Seattle í Washington- ríki. Ég er nú orðinn 81 árs og vinn hluta af deginum í járnvöruverzlun hjá tengda- syni mínum. — Hefur nokkurt ykkar komið áður hingað til íslands? — Jú, ég var hér fyrir tíu árum, svarar frú Anna. — Svo að segja má, að yður séu vel kunnar þær gjörbreyt ingar, sem orðið hafa á flest- um sviðum hér heima? — Ja, ég fór ásamt for- eldrum mínum og systrum vestur um haf árið 1912 og ég held að mér sé óhætt að segja að það hafi ekki verið nema nokkrir tugir húsa hérna í Hafnarfirði á þeim tímum en nú er hann orðinn stórbær. Mér fannst vissulega athyglis vert a(5 sjá stærð Reykjavík- ur fyrir tíu árum og mér leik ur mikill hugur á að vita, hvernig umhorfs er þar nú og vonast til þess að komast þang að í kvold. — Eigið þið systurnar marga ættingja hérna á ís- landi? — Tvær systur okkar eru búsettar í Reykjavík og fýsir okkur að sjálfsögðu mjög að sjá þær eftir 50 ár. Við erum fæddar á Sauðárkróki og ætl- um auðvitað að bregða okk-' ur norður í land á bernsku- stöðvamar. — Hafa ekki Islendingar í Seattle' öfluga félagsstarfsemi? — í Seattle er starfandi ís- lendingafélagið Vestri og kvenfélagið Eining. Þar er ágætt safn íslenzkra bóka, sem eru mikið lesnar og ég fyrir mitt leyti á auðveldara með að lesa langar íslenzkar skáldsögur en þær ensku. — Njóta einhverjar vissar íslenzkar bækur meiri vin- sælda en aðrar? — Það tel ég mjög senni- legt, og ég persónulega hef mest gaman af að lesa verk Guðrúnar frá Lundi. — Já ég segi hið sama, Jón Magnússon og Guðrún Jakobsdóttir Líndal. Ég er í afmælisferð Þessi mynð var tekin að Amarhrauni 39 í gær af þeim Kristínu Johnson, Halldóru Rosweck (fædd Johnson) Önnu Scheving, (fædd Johnson) Stefáni Scheving, Jenny Sophusson (fædd Johnsson) og Ingibjörgu Scheving. Skrúðgarðavinna ÞÓRARINN INGI JÓNSSON Sími 36870. — Sumarúðun að hefjast. Akureyri og nágrenni Barna-, ferminga-, stúdenta- og fjölskyldumynda- tökur að Túngötu 2. — Bílasölu Höskuidar 16., 17. og 18. júní. STJÖRNULJÓSMYNDIR Elías Hannesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.