Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð taugardagur 15. júní 1963 GARÐAR GÍSLASON H F 11500 BYGGINGAVÓRUR Loftkæld bátavél með skiptiskrúfu 3 ha............. kr. 6.340,00 5 y4 — .............. — 10.640,00 7 — — 10.750,00 9 — — 11.400,00 Guvtnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35-200. BJARNHEIÐUR GUÐMUNDSSON Hverfisgötu 83 lézt á Vífilsstaðahæli 13. júní. Ragnar Guðbjömsson, Rakel Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, Ingólfur Guðmundsson. Eiginmaður minn EGGERT ÓLAFSSON BRIEM frá Álfgeirsvöllum lézt að Landsspítalanum að kvöldi þess 13. júní. Guðbjörg G. Briem. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar VIGDÍSAR EIRÍKSDÓTTUR Vesturgötu 7, Keflavík Sérstaklega þökkum við Kjartani Ólafssyni, lækni, fyrir hans hjálp í veikindum hinnar látnu. Guð blessi ykkur öll. Böra og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför mannsins mins, föður og tengdaföður ÓLAFS GUÐJÓNSSONAR fyrrverandi vélstjóra á Grettisgötu 72 Fyrir hönd barna og tengdasonar. Emelía Einarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur GUÐMUNDU LÍNBERG ÓLADÓTTUR Georg Jónsson Gerða Eyjólfsdóttir og börn, Halldór Ólason, Lára Jóhannesardóttir. Garðyrkjuáhöld fjölbreytf úrval • Garðslöngnr Slönguvindur Garðkönnur Slöngudreifarar Vatnsúðarar Vatnskranar með slöngutengi Slöngutengi Slönguklemmur HABDSIÁTTUVELAR 16“ og 18“ Grasklippur Heyhrífur Orf — Ljáir Greinaklippur Blómaklippur Úti — Inni Málningarvörur alls konar Flaggstangahúnar Flagg'Iínur Flagglínufestlar Verzlun 0. Ellingsen — Utan úr heimi Framhald af bls. 12. en af því varð ekki vegna ferðalags forsetans til vestur- strandarinnar. Frumvarpið er þó talið væntanlegt einhvern næstu daga. Tilgangur þess er fyrst og fremst talinn vera sá, að blökkumönnum verði gert kleift að leita til dómstólanna, er þeir þurfa að fá úrskurð um réttindi sín á ýmsum svið um. Þá er ætlunin, að kveðið verði á um rétt blökkumanna til að sækja öll veitingahús, gistihús og kvikmyndahús. Þá mim frumvarpið einnig fjalla um rétt blökkumanna til skóla setu. Ráðgjafar Kennedys eru þó taldir vera á þeirri skoðun, að þótt slík lagasetning nái fram að ganga, þá sé enn langt í land, þar til kynþáttavanda- málið verður úr sögunni. Robert Kennedy, dómsmála- ráðherra, hefur lýst afstöðu stjórnarinnar með þessum orð um: Við erum að reyna að bæta fyrir syndir fortíðarinn- ar. Dómsmálaráðuneytið hefur látið þessi mál mikið til sín taka. M.a. hefur það veitt Wallace, ríkisstjóra í Ala- bama, áminningu, vegna fram komu hans og afstöðu til blökkustúdentanna tveggja, James Hood og Vivian Mal- one, sem nú hafa fengið inn- ritun í ríkisháskólann þar. Kennedy, forseti, hafði sjálf ur afskipti af því máli. Er Wallace óhlýðnaðist fyrirskip unum, og vildi ekki láta skrá stúdentana til náms, lét hann setja ríkisher Alabama undir stjórn sambandsstjórnarinnar. Deilan stendur þó enn um réttindi blokkumanna í Ala- bama, og hefur ríkisstjórinn lýst því yfir, að hann muni halda áfram baráttunni fyrir aðskilnaði hvítra og þel- dökkra. Forsetinn hefur haft meiri afskipti af þessu máli. í síð- ustu viku kvaddi hann til fundar við sig kaupsýslumenn frá suðurríkjunum, og beiddi þá hafa forgöngu um aukin réttindi blökkumanna. Þá fór forsetinn til vesturstrandarinn ar, og ræddi þessi mál þar, auk þess, sem hann hélt alla leið til Hawaii, þar sem hann lýsti vandamálinu. Þrátt fyrir þessi persónu- legu afskipti forsetans, er al- mennt gert ráð fyrir, að stjórn in ætli sér fyrst og fremst að fást við málið með nýrrl lagasetningu. Þótt kaupsýslumenn vestra séu nú almennt taldir gera sér grein fyrir því, að aðskiln- aður kynþáttanna sé óhugs- andi til frambúðar, þá munu þeir ekki vilja beita sér í því máli, nema aðrir taki saman við þá höndum. Því er lagasetning talin muni hafa hagkvæmari af- leiðingar, þrátt fyrir að ann- marka, sem henni kunna að fylgja. Lagasetning myndi fyrst og fremst stuðla að þvi að gera blökkumönnum ljóst, að hvítir menn hafa ekki i heild sinni lagzt gegn auknum réttindum þeim fyrrnefndu til handa. Ný lagasetning, sem nú kann að fara fyrir öldunga- deildina, er þó ekki talin lík- leg til að ná fram að ganga. Samskonar tilraun mistókst í fyrra. Bjartsýnustu menn f hópi demókrata telja, að i mesta lagi 40 eða 42 öldunga- deildarmenn úr þeirra hópi muni greiða frumvarpinu át- kvæði. Því myndi þurfa a.m.k. 25 atkvæði öldungadeildar- manna repúblikana, sem eru þó aðeins 33 talsins. Sakir þess klofnings, sem ríkir inn- an raða beggja, er útlitið ekki talið gott. Álit margra sérfræðinga á sviði stjórnmála er þó það, að örlög frumvarpsins séu i höndum repúblikana. Sú skoð un hefur verið látin í ljósi, að vera kunni, að þeir vilji aðeins ræða aukin réttindi blökkumanna, en muni minna aðhafast. Leiðtogi repúblikana í öld- ungadeildinni, Everett Dirk- sen, hefur lýst því yfir, að hann sé að vísu fylgjandi aukn um réttindum til handa þel- dökkum, en bendir hins veg- ar vandræðalega á, að mjög fáir blökkumenn hafi veitt sér fylgi í síðustu kosning- um. Demókratar eru taldir njóta það mikils fylgis blökku- manna, að þeir muni ekkl afla sér fleiri kjósenda úr þeirra hópi, svo nokkru nemi, þótt þeir veiti frumvarpinu fylgi. Líti stjórnmálamenn vænt- anlegt frumvarp stjórnarinn- ar þeim augum, þá má gera ráð fyrir, að það nái ekki fram að ganga, frekar en mörg fyrri frumvörp Kennedys, for- seta, sem ekki hafa hlotið nægilegt fylgi, einkum fyrir klofning innan raða hans eig- in flokksmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.