Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 23
Lau'gardagur 15. júní 1963
MORGtJNBLADIÐ
23
— Protumo
Framhald af bls. 1.
skipa sérstakan dómstól til þess
eð rannsaka Profumo-málið,
áður en umræður um það hefj-
ast í Neðri málstofunni n.k. mánu
dag. Fullvíst þykir, að Verka-
xnannaflokkurinn muni krefjast
þess á þingfundinum, ef stjórn-
in hefur ekki skipað dómstól-
inn áður en hann hefst.
Ekkert hefur verið skýrt frá
efni viðræðna Macmillans við
Brooke og Dilhorne í dag. Eins
og kunnugt er lagði Dilhorne
skýrslu sína um öryggishlið
Profumo-málsins fyrir ráðuneyt-
isfund s.L miðvikudag. Efni
skýrslunnar hefur ekki verið
gert heyrum kunnugt, en haft
er eftir áreiðanlegum heimild-
um, að niðurstaða hennar sé sú,
að samband Profumos og ung-
frú Keeler hafi ekki stofnað
öryggi landsins í hættu.
Sendiherra Sovétríkjanna í
London, Alexander Soldatov, gaf
í dag út yfirlýsingu þess efnis,
að Ivanov flotamálafulltrúi væri
é engan hátt riðin við mál Prof-
umos.
Lögfræðingurinn Michael Edd
owes, sem ritaði Macmillan bréf-
ið í gær, var lögfræðingur ung-
frú Keelar í sambandi við mál
Johns Edgecombe frá Vestur-
Indíum, en hann var dæmdur í
f angelsi fyrir árás á blökkumann-
inn Lucky Gordon.
1 bréfi sínu segist Michael
Eddwoes hafa spurt ungfrú Keel-
er að því, hvort hún hefði á
eama tímabili haft náin sam-
skipti við Profumo hermálaráð-
herra og Ivanov flotamálafull-
trúa, hafi hún játað því og hann
hafi skilið, að þetta gæti haft
alvarlegar afleiðingar Öryggi
landsins. Lögfræðingurinn seg-
ir: „Ég spurði ungfrú Keeler
hvort Ivanov hefði beðið hana
að fá einhverjar upplýsingar hjá
Profumo. Hún svaraði því ját-
andi og sagði, að Ivanov hefði
viljað vita hvenær Vestur-Þjóð-
verjum yrðu afhentir kjarna-
oddar á eldflaugar, en hún sagð-
ist ekki hafa fengið upplýsingar
um þetta".
Eddowes segist ekkert hafa að-
hafst varðandi mál þetta fyrr
en í marz s.l. Þá segist hann
hafa skrifað brezku leyniþjón-
ustunni bréf með upplýsingum
um allt, sem hann vissi varð-
andi Ivanov. Eddowes skrifaði
bréfið eftir að Profumo neitáði
í Neðri málstofunni nánum kunn
ingsskap við ungfrú Keeler. í
bréfi sínu til leyniþjónustunnar
lagði Eddowes til, að mennirnir,
sem staðið hefðu í nánu sam-
bandi við ungfrú Keeler á sama
tímabili og Profumo, yrðu kall-
aðir til yfirheyrslu. Hann sagði,
að leyniþjónustan hefði fullviss-
að hann um, að Macmillan yrði
skýrt frá efni bréfsins daginn
eftir að það barst. Hins vegar
virtist ekkert mark hafa verið
tekið á bréfinu og þess vegna
taldi harm rétt að skrifa Mac-
millan persónulega, ef ske kynni
að hann hefði ekki fengið fyrra
bréfið í hendur.
Meðal stjórnmálamanna í
Bretlandi þykir fullvíst, að Mac
millan verði krafinn sagna í þing
inu um hvort hann hafi vitað
um bréf lögfræðingsins til leyni-
þjónustunnar og hvers vegna
ekki, þar sem hann er yfirmaður
hennar.
í kvöld lagði Macmillan af
stað til sveitaseturs síns skammt
frá London. Þar mun hann dvelj
ast um helgina og undirbúa þing
ræðuna um Profumo-málið. For-
sætisráðherrann hefur boðað alla
þingmenn íhaldsflokksins á fund
klukkustund áður en þingið kem
ur saman á mánudag. Er talið að
hann ætli að kanna hve mikils
stuðnings hann nýtur meðal þing
mannanna.
— Geimferð
Framhald af bls. 1.
mila yrði á lofti allt að sólar-
hring.
Segja þeir, að hún verði send
út í geiminn á sömu braut og
Bykovsky, áður en hann lendir.
■jíf Krúsjeff skýrði Wilson
frá geimferðinni
Þeir fyrstu, sem fengu að
vita um geimskotið, utan þeirra,
sem við það störfuðu, voru Har-
old Wilson, formaður brezka
Verkamannaflokskins og brezk-
ir fréttamenn, sem voru ásamt
honum í skrifstofu Krúsjeffs for-
sætisráðherra.
Wilson hafði kvatt forsætisráð-
herrann og gengið til dyra ásamt
fréttamönnunum, þegar síminn á
skrifborði Krúsjeffs hringdi. —
Krúsjeff tók upp heyrnartólið og
bað gestina að doka við. Þeir
heyrðu, að hann sagði m.a. í sim-
ann: „Ágætt, ágætt, ég er mjög
ánægður og stoltur." Síðan sneri
hann sér að gestum sínum og
sagði: „Hér fáið þessa fregn tíu
mínútum á undan öllum öðrum.
Mannað geimfar er nú á braut
umhverfis jörðu. Þetta er ham-
ingjudagur fyrir þjóð vora.“
Wilson gekk til Krúsjeffs,
rétti honum höndina og sagði:
„Má ég vera fyrstur til að óska
yður til hamingju, Nikita Sergej-
vits j. “
Fréttamennirnir spurðu Krús-
jeff hvort geimfarinn væri karl-
maður eða kona. Hann sagði, að
geimfarinn væri karlmaður. —
Fréttamennirnir spurðu einnig
hvort senda ætti annað geimfar
á loft í dag. Krúsjeff vildi ekk-
ert fullyrða. Forsætisráðherrann
ræddi við Bykovsky í síma í dag.
Bykovsky talar til
stöðva á jörðinni
Mikið var um að vera í
Moskvu í dag vegna geimskots-
ins. Moskvubúar söfnuðuát sam-
an á götunum og fylgdust með
fregnum af geimfaranum. Var
útvarpað um hátalara, sem kom-
ið hafði verið fyrir á mörgum
húsum.
Heyrzt hefur til Bykovsky í
ýmsum löndum. í Danmörku
heyrði rannsóknarstöðin í Rude
Skov til geimfarans, sem nefndi
nafn sitt með stuttu millibili.
Önnur orð geimfarans gátu vís-
indamenn ekki greint. Vísinda-
menn í Jddrell Bank í Englandi,
heyrðu rödd Bykovskys kl. 5,30
Franzmenn um borð í togaranum
Brezkir froskmenn fara niður í sjóinn
athuga skemmdir.
— Togarinn
Frh. af bls. 24
ist svo, að það geti áhættulauat
siglt heim til Frakklands, þar
sem fullnaðarviðgerð fer fram.
— Ég er mönnum hér á Akur-
eyri mjög þakklátur fyrir hjálp
semi og fyrirgreiðslu í sambandi
við þetta óhapp og komu skips-
ins hingað. Það er alltaf erfitt
að verða fyrir slíku, svona fjarri
heimastöðvum, en gott að finna
vinsamlega greiðvikni Akureyr-
inga, sem ég vona, að við eig-
um eftir að hafa góð samskipti
við framvegis. — Sv. P.
í dag. Talsmaður stöðvarinnar
sagði, að greinilega hefði heyrzt
til geimfarans. Benti allt til þess,
að hann væri að senda athug-
unarstöðvum í Sovétríkjunum
upplýsingar. f Svíþjóð heyrðu
menn einnig rödd geimfarans.
Gáfaðastur
Sovétgeimfara
Fimmti geimfari Sovétríkj-
anna, Valeri F. Bykovsky, er 28
ára, fæddur 2. ágúst 1934 í smá-
borginni Pavlova-Pasad, nálægt
Moskvu. Faðir hans er járnbraut-
arstarfsmaður. Bykovsky gekk í
félagsskap ungkommúnista árið
1952, og árið eftir gekk í flug-
herinn. 1955 lauk hann prófi við
skóla flughersins. Næstu fjögur
árin var hann orustuflugmaður
í einni flugdeilda hersins. Hann
hefur verið sæmdur heiðursmerk
inu „Rauðu stjörnunni", en mjög
sjaldgæft er að menn séu sæmd-
ir því heiðursmerki á friðartím-
um. Síðustu árin hefur Bykovsky
stundað nám við verkfræðinga-
háskóla hersins ásamt öðrum
geimförum.
Bykovsky er kvæntur Valen-
tínu Mikhailovnu, 25 ára aðstoð-
arstúlku á rannsóknarstofu. Þau
eiga þriggja mánaða gamlan son.
Þegar Tass-fréttastofan skýrði
frá frá geimferð Bykovskys
sagði hún m.a., að hann væri gáf-
aðastur þeirra geimfara, sem
Sovétríkin hefðu sent umhverfis
jörðina. Rólegur flugmaður, en
snarráður ef vanda bæri að hönd
um og fljótur að taka ákvarð-
anir, mikill íþróttamaður og
framúrskarandi fallhlífarhermað
11. geimfarinn
Eins og áður segir, er By-
kovsky fimmti geimfari Sovét-
ríkjanna. Bandaríkin hafa sent
sex geimfara á loft, en tveir
þeirra fóru ekki umhverfis jörð-
ina og voru aðeins stutta stund
úti í geimnum.
Bandaríkjamenn hafa tilkynnt
að þeir muni ekki senda fleiri
geimför af gerðinni Mercury út
í geiminn. Næst sendi þeir geim-
far af gerðinni Gemini. Verður
það væntanlega í árslok 1964.
Gemini geimfarið mim hafa tvo
menn innanborðs.
Fundur æðstu manna árlega
Krúsjeff tekur tillögu Wilsons vel
Moskvu, 14. júní — (NTB)
HAROLD Wilson, formaður
brezka Verkamannaflokks-
ins, ræddi við Krúsjeff for-
sætisráðherra í Moskvu í dag,
en eins og kunnugt er hefur
Wilson dvalizt í borginni und
anfarna daga. Að fundi
þeirra loknum ræddi Wilson
við fréttamenn og sagði m.a.,
að Krúsjeff hefði tekið vel til-
lögu sinni um, að æðstu
menn Sovétríkjanna, Banda-
ríkjanna, Bretlands og Frakk
lands, kæmu saman til fund-
ar árlega í sambandi við
fundi Allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanan.
Wilson sagði, að hann og
Krúsjeff væru sammála um, að
nær óhugsandi væri, að algert
bann við tilraunum með kjarn-
orkuvopn yrði samþykkt, án þess
að haldinn yrði fundur æðstu
manna. Einnig sagði hann, að
eining hefði ríkt á fundi þeirra
um fleiri mál. Þar á meðal upp-
töku Kína í SÞ og ýmsar endur-
bætur á starfsháttum samtak-
anna.
Hins vegar sagði Wilson, að
sjónarmiðin hefðu verið ólík,
þegar rætt var um málefni Ber-
línar og Þýzkalands. Þó virtist
ýmislegt, sem fram kom við við-
ræðurnar, benda til þess, að von
væri nýrra viðræðna um þessi
máL
Byggingarlóð — íbúð
Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð, ásamt byggingar-
lóð til sölu á einum fegursta stað í Kópavogi. —
Samþykkt teikning af einbýlishúsi getur fylgt.
Upplýsingar í síma 24647 eftir kl. 5.
Ltanborðsmótorar
Viðgerða- og varahlutaþjónusta.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16.
Sími 35-200.