Morgunblaðið - 23.06.1963, Page 20

Morgunblaðið - 23.06.1963, Page 20
20 MORCVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 23. júnf 1963 MRT FOOTMER: H Æ T T L L E G U R FARMUR 18 Hann roðnaði af ánægju og settist á stól, rétt eins og hann væri alvanur að sitja í návist kvenna. — Úti á þilfari verður að halda uppi öllum aga, hélt hún áfram — en í einrúmi er engin ástæða til að vera með nein láta- læti. Ég hugsa mér yður alltaf sem yfirmann. Hann sagði ekkert, en frá þess- ari stundu var hann á hennar bandi. — Við verðum að vera stutt- orð, hélt hún áfram, — af því að við Bella verðum að sýna okkur við hádegisverðarborðið eftir nokkrar mínútur.... í morgun, þegar ég fékk Jim til að ná sambandi við yður, kom hann aftur með þau boð, að yður langaði að tala við mig; — Stendur heima, svaraði Les. — Um hvað? Hann svaraði með annarri spurningu: — Hefur húsbóndinn nokkuð nefnt, hvaða höfn við komum við í næst? — Nei. Það virðist vera öllum huiið. — Stendur heima, svaraði Les ..með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið i Kaup- mannahöfn, getið þér iesið Morgunblaðið samdægurs, — með kvöldkaffinu í störborg- inni. FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðið dagléjg, cg það er komið saádægurli blaða- söluturninn i aðaljámbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — Ilovedbanegardens Aviskiosk. FATT er ánægjule.gra en að lesa nýtt Mergunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvah*t þar. 1 hörkulega. — Hann vill halda okkur úti á reginhafi, þangað til við látum undan.... Getið þér fengið hann til að koma við í einhverri eynni — Það er ómögulegt að segja. Hversvegna spyrjið þér? — Eg vildi bara segja eitt við yður, sagði Les með mikilli á- herzlu. — Komið þér yður burt af þessari glæpafleytu! Þér og unga stúlkan, sem með yður er. Þið eruð ekki við neitt bundnar Þið hafið enga ástæðu til að 'hanga á Laghet. Látið þér hann komá einhversstaðar við og hypj ið ykkur þar í land. Sama þó að það sé á einhverri eyðieyju, þar sem skip koma aldrei við! Kom ið ykkur í land! — Hversvegna? spurði hún aft ur. — Spyrjið mig ekki að því, tautaði hann. — Eigið þér við að þér viljið ekki svíkja skipsfélaga yðar í "tryggðum? — Jæja, ég hef nú ekki held ur sagt, að ég sé á þeirra bandi. — Horace Laghet er viðskipta vinur minn, sagði frú Storey, eins og það kæmi ekkert málinu við. — Eða, ef vill, þá húsbóndi minn eins og er, og þar af leiðandi verð ég að tala varlega, þegar hann er annars vegar. En þér getið dregið yðar eigin ályktan- ir. Hann glotti. — Eg skil. Þér er- uð á minu máli, að hann sé fyrsta flokks.... ég vil ekki segja meira.... en þér getið ekki sagt það berum orðum. Hún hló. — Eruð þér fús til að segja mér, hvað fyrir yður hefur komið persónulega, hér um borð — Þó það væri,- Það er ekk- ert leyndarmál.... Frá því dag inn, sem við lögðum af stað frá New York hef ég fundið á mér ,að einhver vandræði voru að grípa um sig hér um borð. Það er einskonar glæpahringur innan skipshafnarinnar, en ég stend fyrir utan hann. Jæja, ég er ekki yfirmaður nú, og þetta kemur mér ekki við. Eg lokaði bæði aug um og eyrum og geri mitt verk. — Voruð þið Holder kunningj ar — Hann var ekki kunningi minn frekar en hinir. Það er viss hópur af mannskapnum, sem var ef ég svo mætti segja að gera gælur við Holder.... í gær þegar húsbóndinn skammaði mig á afturþilfarinu, var fréttin um það komin fram í á undan mér. Og þeir ætluðu að gera einskon ar hetju úr mér. Ekki að ég gefi túskilding fyrir það. Eg segi yður það bara eins og það gerð icl. Þeir fóru allir að klappa mér á bakið og segjast standa með sér, og svo framvegis. — En svo var það í gærkvöldi á bátadekkinu, hélt hann áfram. — Þér gerðuð rétt í því að taka 'byssuna af Holder. Það nægði. Þeir höfðu verið að gefa honum kókaín, þangað til hann var orð inn hálfbrjálaður. Og þegar Lag 'het fleygði honum fyrir hákall ana, sá ég rautt. En ég hefði átt að þegja. — Og það gerði yður enn meiri hetju meðal mannskapsins! tók hún fram í. — Vissulega. Og ég skammast mín fyrir það.... Eg var á vakt til morguns. Og svo rétt þegar fór að birta, kom húsbóndinn upp á dekk og skipaði Niederhoff að binda mig. Eg hefði getað æst mannskapinn upp þá, en gerði það ekki. Eg lofaði honum að 'binda mig. Niederhoff þorði ekki að andmæla. Húsbóndinn skipaði öllum mannskapnum upp á þilj ur. Hann var eins og vitlaus mað ur. — Eg veit, hvað seinna skeði, sagði frú Storey. — Skipstjórinn kom og reyndi að stöðva hann, eða að minnsta kosti lézt reyna það. Les sendi henni laumulegt augnatillit. — Jú, jú, sagði hann þurrlega. Og þegar ég fór í koj- una fann ég þar hlaðna byssu. Og það var festur miði við hana með teyjubandi. Og á hann var skrifað með blýanti í prentletri: „Hikaðu ekki við að nota hana. Við stöndum allir með þér“. . — Hafið þér þennan miða? — Nei, ég kastaði honum fyrir borð. — Hafið þér byssuna? — Þó það nú væri. Hann dró hana upp úr vasanum. Frú Storey athugaði hana og brosti. Mér þætti gott að mega hafa þessa sem sönnunargagn. Eg skal láta yður hafa mína í stað- inn. — Eg þarf hennar ekki með. Eg hef alltaf getað varið mig. Engu að siður fékk hún hann til að taka við skammfoyssu, sem hún tók upp úr borðstofuskúff- unni. — Þér getið vel þarfnast hennar til að verja aðra, sagði hún. Les leit fast á hana og stakk býssunni í vasann. Frú Storey rétti mér byssuna og sagði: — Mundu, að þetta er byssa afhent af Les Farman, og láttu hana hjá hinni, sem ég tók af Harry Holder. Við Les sagði hún: — Var það nokkuð fleira? — Eitt enn, svaraði hann ró- lega. — Þegar ég vakna, hef ég alltaf dálítið frí og nota það alltaf til að liggja í kojunni minni og lesa. Bókin liggur alltaf á grúfu á hillu við fótagaflinn á kojunni. Þegar ég tók hana upp í morgun, var önnur orðsending krotuð á blaðröndina. Þar stóð: „Stattu við gluggann á geymsl- unni kl. 6.30 í kvöld og hlust- aðu.“ — Hvað þýðir það? — Geymslan er síðustu dyr til hægri í ganginum þarna úti, sagði hann og benti þangað. Hún var ætluð fyrir káetu, en þótti ónotandi, af því að gluggarnir vita út að bátadekkinu í staðinn fyrir út til sjávar. Þessvegna hef ur brytinn tekið hana fyrir geymslu undir lök og þessháttar allt. — Og þér eigið að vera þarna klukkan hájf sjö og taka við einhverjum skilaboðum? — Já. Á þeim tíma er skips- höfnin við kvöldverð. Frú Storey sló öskuna af vindl ingnum sínum. — Jæja, og ætlið þér svo að ganga í lið með þess um óaldaflokki? spurði hún kæruleysislega. Farman hlaypti brúnum en svaraði engu. — Laghet hefur gefið mönnun um fulla ástæðu til að hata hann, hélt hún áfram, — en varla næga ástæðu til að gera uppreisn. Þér eruð skynsamur maður. Yður hlýtur að hafa dottið í hug, að einhver standi bak við þetta, sem hatar Laghet. — Auðvitað! — Og ætlið þér að falla fyrir því? Ekkert svar. — Þér hafið ekki spurt, hvers vegna ég sendi eftir yður, sagði hún. Hann leit á hana spyrjandi. — Það er grænt núna. — Horece Laghet vill rétta yður hönd og biðja yður að gleyma þessu, sem gerðist í morg un. — Hvað? spurði hann og starði á hana. — Þér hafið fengið hann til þess. Hún yppti öxlum. — Hvað ger ir það til eða frá. Hann er fús til að sættast. — Nei, svaraði Les. — Þetta er ekkert annað en hræsni og látalæti, sem ég læt ekki blekkj ast af. Eg þekki svona peyja. Um leið og hann réttir mér höndina mundi hann líta þannig á mig, að mig langaði mest til að slá smett ið á honum í kássu. Frú Storey hélt áfram að reykja, án þess að segja neitt. Les stóð upp. Hann var eins og risi þarna í litlu setustofunni okkar. Hann var stórkostlegur, þegar hann reiddist. — Eg hef verið til sjós, sem fullorðinn og unglingur í sautján ár, sagði hann, — og hef orðið að gera mér sitt af hverju að góðu. Eg get þolað óheflaðan rudda, því að hann meinar venju lega eitthvað með ruddaskapn- um. Ef heflaðan rudda — aldrei! Mann, sem heldur, að skítugir aurar hans gefi honum rétt til að þurrka skítinn af fótunum á sér á öðrum mönnum — aldrei! Mann gekk til dyra. — Farið þér ekki! sagði frú Storay ísmeygilega. Hann sneri við, en reiðin sauð enn niðri í honum. — Eg ætla ekki að fara að skjóta hann, sagði hann. — Ef þér haldið það, er yður betra að taka aftur við þessari byssu yðar. En ef einhver annar ætlar að skjóta hann, ætla ég ekki að hreifa hönd eða fót. — Þá hefur mér mistekizt, taut aði frú Storey og rómurinn var vesældarlegur. En eins og allir karlmannlegir menn, var hann veikur fyrir bón konu. Hann leit á hana órólega. Hún stóð upp Og svörtu augun hennar leituðu að hans bláu aug um. — Viljið þér gera það fyrir mig? sagði hún lágt. Hann hopaði á hæl, næstum hræddur á svipinn. — Þetta er ekki rétt af yður.... stamaði hann. — Eg veit, að það er ekki rétt sagði hún, blátt áfram, en hvað get/ur kona gert? Eg hef tekið að mér þetta verk og ég verð að synda eða sökkva með Horace Laghet. Sannast að segja er ég hræddur við það, sem fram und an okkur er. Eg vil hafa yður okkar megin. Þér eruð karlmennL Viljið þér gera þetta fyrir mig..j skipstjóri... .?• Svipurinn á honum mýktist ó- trúlega og hann horfði á hana með velþóknunarsvip. -— Víst vil ég það, sagði hann lógt með djúpri rödd. Eg held ég tæki í framlöppina á ljóta karlinum, ef þér biðuð mig þess. Þau hlógu bæði. — Takið þér fyrst í höndina á mér, sagði hún og rétti fram höndina. ffllltvarpiö Sunnudagur 23. júní: 8:30 Létt morgunlög. 9:10 Morguntónleikar. 11:00 Messa í safnaðarheimili Lang<» holtssóknar (Prestur: Séra Árel- íus Níelsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar. 15:30 Sunnudagslögin. — 16:30 Veðurfr 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 18:30 ,,Ljósið loftin fyllir*4: Gömlu lögin leikin og sungin. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Svipast um á suðurslóðum: Séra Sigurður Einarsson flytur níunda erindi sitt frá ísrael. 20:20 Frá 9. söngmóti „Heklu**, sam- bandi norðlezkra karlakóra, 7, þ.m. 21:00 Jónsmessuhátíð bænda: j, a) Ávarp (Sverrir Gíslason). b) Borgarbúi ræðir við búfræð- ing. c) Búnaðarþingsfulltrúar taka lagið. d) Með mjólkurbíl um Land- eyjar. e) Karlakór Kjósarsýslu syngur þrjú lög. 22:00 Fréttir og veðurfr. — 22:10 Dana- lög. — 23:10 Dagskrárlok. Mánudagur 24. júní: 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Danshljómsveitir leika. — 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn, Stefán Júl íusson, rithöf.). 20:20 Franskir listamenn syngja of leika létt lög. 20:35 Á blaðamannafundi (Stjórnandl dr. Gunnar G. Schram). 21:10 Japönsk tónlist (Keisaralega fí!- harmóníusveitin í Tókíó leikur). 21:30 Útvarpssagan: „Alberta ©g Ja- kob" eftir Coru Sandel; IX. 22:00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og vfr, 22:20 Búnaðarþóttur: í varplandi. 22:40 Kammertónleikar. 23:15 Dagskrárlok. KALLI KÚREKI — —• ~7< — Teiknari: Fred Harman — Heyrðu gamli minn . . . Annað skothríðinni eða hann er of æstur til — Kannski dó Sam Aiken af slysi, hvort heyrir hann ekki í mér fyrir að þekkja röddina. en ég ætla það ekki. Þriðjudagvr 25. júní: 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurír. 19:30 Fréttir, 20:00 Einsöngur, Grace Bumbry syngur franskar óperuaríur. 20:20 Frá Mexikó; II. erindi: Innrás Spánveja, nýlendutímabilið og baráttan fyrir sjálfstæðinu. (Magnús Á. Árnason). 20:45 Tónleikar: Píanókonsert í Es- dúr (K449) eftir Mozart. 21:10 Upplestur: Guðmundur Frímann les frumsamda smásögu. 21:45 Tónleikar: Laurindo Almeida gítarleikari og fleiri flytja létt lög. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.