Morgunblaðið - 30.06.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.06.1963, Qupperneq 13
Sunnudagur 30. júní 1963 TUORGVISBL A Ð 1 Ð 13 Löghaldið á A Milwood helzt Hæstiréttur hefur nú ákveðið að „héraðsdómi“ sé „heimilt að hafa togarann Milwood, A-472, í haldi til 5. september 1963“. Dómsorð þetta byggist á lögun- um bann gegn botnvörpuveiðum, áralangri dómsvenju og eðli máls ins. Föst venja er, að þegar skip, sem talið er að hafi verið við ólöglegar veiðar, hefur verið fært til hafnar, þá hefur héraðsdóm- ur lagt hald á skipið og haldið því þar til dómur hefur gengið í héraði. Þá hefur héraðsdómur að jafnaði sleppt skipinu gegn hæfilegri tryggingu. Vegna und- ankomu skipstjórans á Milwood, John Smiths, verður ákæran gegn honum ekki tekin fyrir í sakadómi Heykjavíkur fyrr en 2. september n.k. Þessi dráttur er ekki að neinu leyti fyrir tilverkn að íslenzkra yfirvalda eða dóms- stóla heldur sök John Smiths og á ábyrgð brezku stjórnarinnar, Sunnutindur kemur drekkhlaðinn til Seyðisfjarðar. Ljósm, Leifi REYKJAVÍKURBREF sem hefur tekið á sig ábyrgð á mistökum Hunts skipherra. Það hefði verið með öllu óeðli- legt, ef misferli þessara manna hefði leitt til afbrigðilegrar með- ferðar á skipinu. Annað mál er, að ef ný atvik, sem héraðsdóm- ur telur hafa þýðingu, ber að, þá getur hann fellt úrskurð sinn úr gildi fyrir 5. september, með sama hætti og í hæstaréttar- dómnum var að því vikið, að með nýrri dómsákvörðun sé hægt að framlengja löghaldið eftir 5. sept ember, ef rök þættu þá vera til þess. Um þetta hafa dómsstólarn- ir einir ákvörðunarvald, en lík- legt mætti þykja, að ef allir aðil- ar kæmu sér saman, svo óvé- fengt væri, að ákæran skyldi fyrr tekin fyrir, þá yrði löghald- inu einnig fyrr aflétt. Ábyrgð brezku stjórnarinnar Tíminn og Þjóðviljinn nota báðir hinn sanngjarna dóm Hæstaréttar í ■ Milwoodmálinu til nýrra ýfinga við brezku stjórn ina. í því skyni hefur Tíminn alveg kúfvent frá því, sem hann í fyrstu hélt fram. Þá var því skýrt og skorinort haldið fram. í honum, að í þessu máli væri ekki að sakast við Breta heldur einungis yfirmenn íslenzku land- helgisgæzlunnar. Síðan reyndi Tíminn að gera sem minnst úr því, þegar brezka stjórnin við- urkenndi ábyrgð sína á atferli Hunts skipherra. Nú telur hann þá viðurkenningu að vísu vera fyrir hendi, en heldur því fram, að hún sé lítils eða einskis virði nema refsingu eða öðrum við- eigandi aðgerðum sé beitt gegn Skipherranum. Að sjálfsögðu var það eðlilegt, að íslenzka stjórnin krefðist að- gerða gegn Hunt á meðan viður- kenning á ábyrgð brezku stjórn- arkinar hafði ekki fengizt. En eftir að sú viðurkenning var berum orðum fengin, allsendis ótvíræð, þá er það innra mál Breta sjálfra, hvað þeir gera við þann, sem þessa ábyrgð hefur leitt yfir stjóm sína. Gegn ís- lendingum kemur ábyrgðin þá fyrst til greina, ef undankoma Smiths verður til þess að mál- sókn gegn honum verði ekki kom ið fram með eðlilegum hætti. Eins og nú horfir bendir ekkert til slíks. Þvert á móti hefur brezka stjórnin sýnt sig fúsa til að greiða fyrir eðlilegri máls- meðferð. Vandræðalaus taka, aun.k. þriggja brezkra togara eft- LaugarA 29. júní ir undankomu Smiths skipstjóra, sýnir og, að því fer fjarri, að meðferð Milwoodsmálsins hafi leitt til óvirðingar íslenzku land- helgisgæzlunnar. Þvert á móti hefur hún enn aflað sér trausts með því að beita í senn varúð og festu. Brot á landhelgis- samningnum? Segja má að Þjóðviljinn hafi verið samkvæmari sjálfum sér en Tíminn í aðfinningunum á meðferð Milwoods-málsins. Þjóð- viljinn heldur því fram, að þar sem brezka stjórnin beri ábyrgð á mistökum Hunts skipherra, þá hafi hún þar með rofið land- helgissamninginn frá 1961. Þess vegna sé hægt að fella hann úr gildi. Það er mál fyrir sig, að mistök Hunts áttu ekkert .skylt við framkvæmd eða gildi land- helgissamningsins. En látum það vera. Allar bollaleggingar um ógildingu hans verða fjarstæða þegar af því, að hann er íslend- ingum hagstæður og það mundi leiða Okkur til hinnar mestu óþurftar, ef hann væri felldur úr gildi. Því fjarstæðara er að tala um, að íslenzka stjórnin geri nú kröfu um slíkt, þar sem stjórnarand- stæðingar lögðu á það megin- áherzlu fyrir kosningar, að eitt af helztu málum, sem kosið væri um væri þessi samningur. Fram- sóknarmenn urðu raunar tvísaga í þeim efnum eins og ýmSum fleirum. Fyrst héldu þeir því fram, að samninginn ætti að ó- gilda af því hann hefði verið gerður undir þvingun, síðar vildu þeir einungis láta leita til Breta um niðurfellingu hans með gagn- kvæmu samkomuíagi. Kommún- istar aftur á móti héldu sínu striki, fullyrtu að samningurinn hefði verið ómark frá upphafi. Þeir töldu Milwood-málið ein- ungis eitt nýtt merki um gildis- leysi hans. Ekkert af þessu þýð- ir lengur að tala um. Stjórnar- flokkarnir fengu aukið fylgi meðal kjósenda, ekki sízt vegna framkomu sinnar í landhelgis- málinu. Héðan af verður ekki um það deilt, að yfirgnæfandi meirihluti íslenzkra kjósenda hefur með atkvæði sínu lýst samþykki á samningnum frá því i marz 1961. „Samkvæmt fyrir- mælum íslenzku ríkistjórnar- * n ínnar íslenzka þjóðin metur það, að þannig skuli haldið á ágreinings efnum við aðra, þ.á.m. Breta, að ekki sé efnt til varanlegrar og óþarfrar úlfúðar. Mistökin í landhelgismálinu 1958 voru þau, að þá var lögð meiri áherzla á að stofna til fjandskapar við Breta og kljúfa okkur úr Atlants hafsbandalaginu en fá viðurkenn ingu á 12 mílna fiskveiðilögsögu. Núverandi ríkisstjórn breytti um stefnu og tókst að leiða málið til farsællegra lykta með sættar- gjörð við brezku ríkisstjórnina. Síðan hefur verið þannig á mál- um haldið, að hvika hvergi frá rétti íslendinga og styrkja þó vináttutengslin við Breta, sem aldagömul reynsla sannar, að okkur er lífsskilyrði. Engum öfug uggum má takast að trufla þessa viðleitni. Slíkir öfuguggar finn- ast ekki einungis hér á landi heldur einnig í Bretlandi. John Smith er einn þeirra. Brezki þingmaðurinn, sem sagt var frá í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag, er sömu tegundar. Sá gat sér þess til, að Palliser hefði hag- að gerðum sínum samkvæmt fyrirmælum íslenzku ríkisstjórn- arinnar! Það er létt verk og löð- urmannlegt að reyna þannig að spilla á milli. Talsmaður brezka flotamálaráðuneytisins svaraði þessu svo, að Hunt skipherra hefði gert rétt, þegar hann stöðv- aði Milwood, og það hefði ver- ið gert til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Þrátt fyrir þau mistök, sem Hunt urðu síð- ar á, verður að viðurkenna, að þessi var tilgangur hans.. Þetta tókst og þar sem ætla verður að lögum verði komið yfir John Smith, áður en yfir lýkur, þá mega allir góðviljaðir menn vel við una. „Uppþoriiuð elli- ær gamalmenni“ f Þjóðviljanum á sunnudaginn var birtir Sigfús Daðason bréfa- skipti þeirra Arnórs Hannibals- sona. Samkvæmt grein Sigfúsar hljóðar fyrra bréfið svo: — „Afrit af bréfi frá Arnóri Hannibalssyni: Reykjavík, 1. febrúar 1963. Tímarit Máls og menningar. Sigfús Daðason Reykjavík. Virðulegi herra ritstjóri. Hér með leyfi ég mér að senda yður handrit af grein, sem ég hef ritað að beiðni yðar. Greinina hef ég nefnt: Frá ánauð til frelsis. Vænti ég þess að þér sjáið yður fært að birta ritgerðina í tímariti yðar. Hún yrði hollur lestur þeim uppþornuðu elliæru gamalmennum, sem efst tróna í síðasta hefti tímarits yðar og telja, að „fyrir öllu (sé) að eiga hugsjónina". — Trúna á hinn mikla glæpon, sem öllu kviku eyddi. Ævi þessara ritdrauga yðar líður nú* ekki aðeins „að hausti“, þeir eru fyrir löngu stirð frosnir á helvegum Stalíns. Brýn asta verkefnið er að husla þá. Virðingarfyllst Arnór Hannibalsson“. „Sviftur löngun eftir samvinnu við talent“ „2) — Afrit af bréfi til Arnórs Hannibalssonar. 11. febr. 1963. Hr. Arnór Hannibalsson. Ég sendi yður nú aftur grein yðar Frá ánauð til frelsis, ásamt bréfi yðar, sem ég held sé-rétt- ast að þér varðveitið sjálfur. Þér getið nú líklega nærri að ég mun ekki — jafnvel þó ég væri einn ritstjóri — þiggja til- boð yðar um aðstoð við að husla höfunda Tímarits Máls og menn- ingar, enda hlýtur bréf yðar að vera til þess eins ritað að tryggja yður skjóta endursendingu grein ar yðar. Reyndar furðar mig álíka mik- ið á því hvað destalinisatorarnir sumir hverjir halda mikið upp á stalinístískt orðalag og hinu, hvað andtidogatistarnir eru yfir- takelskir að dogmatískum hugs- unarhætti. Hvorug þessara eiginda er mér kær, og er það full ástæða til að svifta mig löngun eftir sam- vinnu við talent, sem þar að auki virðist einkar ósýnt um sam- skipti við aðra menn. Sigfús Daðason“. „Stirðfrosnir rit- draugar á hel- vegum“ „Uppþornuð elliæru gamal- mennin“ — „ritdraugarnir, sem fyrir löngu eru stirðfrosnir á helvegum Stalíns" eru að sögn Sigfúsar Daðasonar taldir „í sömu röð og hér“: „Kristinn E. Andrésson, Hall- dór Kiljan Laxness, Snorri Hjart- arson, Jóhannes úr Kötlum, Guðmundur Böðvarsson, Gísli Asmundsson, Björn Jóhannesson, Sigurður Blöndal, Skúli Guð- jónsson, Baldur Ragnarsson, Gunnar Benediktsson, Kristinn Reyr, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Guðmundur Thoroddsen, Hannes Sigfússon, Guðbergur Bergsson, Þorsteinn' frá Hamri, Dagur Sig- urðsson, Skúli Magnússon, Björn Franzson, Björn Þorsteinsson.“- Ekki er nú fallegt hvernig flokksbræðurnir talnst við né ís- lenzkulegt málið hjá Sigfúsi Daðasyni, æðsta aðstoðarmanni Kristins E. Andréssonar, manns- ins, sem fyrsti rússneski sendi- herrann hér sagði um, að Sovét- stjórnin gæti treyst á hverju sem gengi. Tímabær skoðun eyðir hættu Fróðlegt var að hitta forystu- menn norrænu krabbameinsfélag anna, sem hér þinguðu nú í vik- unni undir forystu prófessors Niels Dungals. Þeirra á meðal var Svíinn, prófessor Breven, elztur, 78 ára gamall, samstarfs- * maður og kunningi dr. Gunn- laugs Claessens frá fyrri tíð. Prófessor Breven sagðist senni- lega hafa meðhöndlað um 40 þúsund krabbameinssjúklinga. Hann sagði krabbamein vissulega vera hættulegan sjúkdóm, en þó væri hægt með nægri aðgæzlu og varúð að draga stórlega úr hættunnni. Þess vegna mætti ekki hliðra sér hjá að tala um krabbamein. Sín reynsla væri sú, að bezt væri að segja sjúkling- um hiklaust frá því,' hvað að þeim gengi. Næg aðgæzla í upp- hafi væri þó aðalatriðið. Ef nógu snemma væri við brugðið, þá mætti lækna 90% allra, sem sjúk dóminn tækju. Allir voru þessir forystumenn sammála um að rækileg skoðun gæti verulega dregið úr sjúkdómshættunni. íslendingar væru ekki fleiri en svo, að þvílíkri skoðun mætti hér vel koma við með reglulegum hætti. Þess vegna töldu þeir það mikið fagnaðar- efni, að Krabbameinsfélag ís- lands hefði nú með gjaldi á sígar ettur fengið traustan tekjustofn. Með því fé væri unnt að vinna stórvirki, ekki sízt af því að hér hefði almenningur þroska til að skilja gildi slíkrar skoðunar. Þetta hefði þegar sýnt sig 1 berklaskoðuninni, sem dr. Sigurð ur Sigurðsson, landlæknir, á sín- um tíma veitti forstöðu með ágætum árangri. Hér er vissu- lega mikið í húfi. Vonandi tekst svo vel til sem hinir ágætu vís- indamenn ætla. Vaxandi andúð á ríkisafskiptum í Noregi og í Danmörku Ríkisstjórnirnar í Noregi og Danmörku hafa nýlega lent í óvæntum örðugleikum. Til beggja landa hefur löngum verið vitn- að um hóflega framkvæmd sósíalismans. Því athyglisverðari eru örðugleikarnir, sem á báðum stöðum eru upp komnir. Fyrir rúmri viku var sagt frá stjórnarkreppu í Noregi. Orsak- irnar voru tvær og svo skammt á rnilli, að ýmsir rugluðu sam- an. Fyrst var gerð hörð hríð að iðnaðarmálaráðherranum fyrir, að byggingarkostnaður verk- smiðju einnar hefði farið langt fram úr kostnaði. Forsætisráð- herrann setti þá málið á oddinn og fékk vantraust á iðnaðarmála- ráðherrann fellt með tilstyrk hinna svokölluðu þjóðlegu sósíal- istá, sem fengu tvo fulltrúa Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.