Morgunblaðið - 30.06.1963, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.06.1963, Qupperneq 23
Sunnudagur 30.iúní 1963 TMORGVHBLAÐ1Ð 23 Herdís Jónsdóttir - Minnigarorö HINN 23. þ. m. andaðist hér í Reykjavík frú Herdís Jónsdóttir. Hún var fædd 6. júlí 1884, og hefði því orðið 79 ára að aldri hinn 6. næsta mánaðar, ef henni hefði orðið lífs auðið. Foreldrar hennar voru Valgerður Jóhanna Jónsdóttir í Skipholti Ingimund- arsonar og Jón Sveinbjörnsson, bóndi á Bíldsfelli í Grafningi. Ólst hún upp í Bíldsfelli. 10. okt. 1908 giftist hún Sigurði Odds- syni, sem lengi var skipstjóri og síðar hafnsögumaður hér 1 Reykjavík. Hann andaðist 9.ap- ríl 1942. Bjuggu þau hjón, með- an samvistir entust, í húsinu nr. 30 við Laugaveg, og eignuðust 8 börn. Nöfn þeirra eru: Stein- unri, Jón, Elín (dáin), Oddur, Þórleif, Sveinbjörn, Málfríður Andrea og Sigríður Herdís. Sá, sem þessar línur ritar, kynntist Herdísi Jónsdóttur að vísu ekki mikið, en nóg til þess að kunna að mestu ýmsa góða kosti í fari hennar og skapgerð- areiginleika. Hún var kona skap- mikil, tíguleg í framkomu og var yfir henni reisn eigi alllítil, svo að segja mátti að sópaði af henni, eins og stundum er komizt að orði. Hún var hreinlynd og hrein skilin og sagði jafnan meiningu sína skýrt og skorinort, hver sem í hlut átti. Samt þoldi hún illa óhróður um náungann, og vék jafnan talinu að öðru, þegar last- yrði um fjarstadda menn tóku að falla í návist hennar. Það var og eitt einkenni hennar, að er börn hennar uxu úr grasi og stofnuðu sín eigin heimili, taldi hún sér skylt að leyfa þeim að lifa eigin lífi og vildi ekki koma þar mik- ið við sögu, en það hendir suma foreldra, eins og kunnugt er, að vilja hafa of mikil afskipti af börnum sínum fullorðnum og högum þeirra. Sýnir þetta heil- brigðan hugsunarhátt þessarar konu, sem þó mun í eðli sínu hafa verið stjórnlynd nokkuð og stórráð. Eins og títt er um þá menn, er tilheyra skapgerðarflokki Her dísar, sýndi húr oft sína beztu hlið, þegar erfiðleika bar að höndum og eitthvað reyndi á. Komu þá raungæði hennar í ljós. Þannig tók hún að sér uppeldi tveggja barna dóttur sinnar (El- ínar), er hún var burtu kvödd úr þessum heimi. í stuttu máli má segja, að Herdís hafi tilheyrt hinum góða, gamla „skóla“ ís- lenzkra eiginkvenna og hús- mæðra, er lifðu fyrir heimili sín og fjölskyldu og áttu þar bæði sinn heim og himin. Nokkur kynni hafði ég af manni Herdísar, Sigurði Odds- syni, hafnsögumanni. Hann var ólíkur konu sin:.i og að sumu leyti algjör andstæða, — ljúfur maður í viðmóti, gleðimaður, en þó við hóf. — Samt var hjóna- band þeirra með ágætum, og get- ur svo jafnan orðið, þar sem ólík- um lyndiseinkunnum er ekki att saman til orustu, heldur kennt að vinna saman og bæta hvor aðra upp. Og nú er þessi svipmikla kona gengin „veg allrar veraldar." Hún hafði lokið myndarlegu dags verki og hvergi níðst á því, er henni var til trúað. Það er ætl- un vor margra, að gott sé slíkum mönnum úr heimi að hverfa. Gretar Fells. Fædd 6. júlí 1884. Dáin 23. júní 1963 Af konum fara litlar sögur. Mönnum yfirsést oft yfirlætis- laus hetjuskapur unninn dag eft- ir dag alla ævina, innan veggja heimilisins, þolinmæði, iðjusemi, góðvild — og af öllu þessu er góðvildin mest og það sem gefur lífinu mest gildi. í Geografisk Tidsskrift 9. bindi 1887 er lýsing A. Feddersen á Reyniviðarhríslunni á Bíldsfelli í Grafningi, sem einna frægust var hér á landi fyrir hæð og feg- WRANGLER Buxurnar 1. Ósvikin Western snið. 2. Framleiddar úr hinu sterkofna 133/4 OZ Sanforized Denim. S. Styrktarsmellur á öll- um vasaendum. 4. Framleiðslugæði eru tryggð frá hinum þekktu Blue Beil verksmiðjum í Bandarikj- unum. 5. Allar stærðir fáanlegar. VINNUFATABÚÐIN REYKJAVÍK Verzlun BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR V estmannaey jar KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Keflavík, Sandgerði. VERZLUNIN ÁSGEIR Siglufirði VERZLUNIN SKEMMAN Ólafsvík urð. Hæð hennar var 19 fet og stóð hún í brekku austan í svo- nefndri Sauðhúsahæð. Upp af rótinni komu 8 stofnar. Líkt og fjöllin gefa sveitunum svip, fá byggðamenn einatt svip umhverfis og æskustöðva. Heil- steyptar og glæsilegar persónur rísa upp úr láglendi hvers- dagslifsins og ein þeirra var Her dís Jónsdóttir. Herdís var dóttir þeirra Val- gerðar Jónsdóttur, Ingimundar- sonar í Skipholti og Jóns Svein- björnssonar á Kluftum í Ytri- hrepp í Árnessýslu. Hún ólst upp á Bíldsfelli hjá föður sínum Jóni Sveinbjörnssyni og stjúpu sinni Málfríði Kolbeinsdóttur við venjuleg kjör á sveitarheimili, þar sem allir vinna og allir vinna saman. f ytra skilningi var lífs- saga hennar alveg samhljóða sögu þúsunda annarra góðra kvenna í landinu. Hún vex á þeim tíma, þegar konum var bæði með lögum og venjum varnað alls náms og váxtarskil- yrða, nema þeirra sem heimilin og vinnan veittu. Hin góðu áhrif heimanað bar hún inn á sitt eigið heimili er hún árið 1908 giftist Sigurði Oddssyni, skipstjóra og síðar leiðsögumanni dönsku varðskip- anna hér við land. Eignuðust þau 8 börn og eru sjö þeirra á lífi, öll gift og búsett hér í bæn- um. Þau eru: Steinunn gift Gunn ari Hall, Jón giftur Ástríði Jóns- dóttur, Oddur giftur Guðfinnu Björnsdóttur, Þórleif gift Hirti Jónssyni, Sveinbjörn giftur Helgu Kristinsdóttur, Málfríður gift Herði Þorgilssyni, Herdís gift Sveini Finnssyni. Elín dóttir þeirra hjóna var búsett í Dan- mörku og gift Axel Bisp og eru þau bæði látin fyrir mörgum ár- um, en tvö börn er þau áttu, Nanna og Niels ólust upp hér heima hjá ömmu sinni. Mann sinn missti Herdís árið 1942 er hann fórst með norsku skipi. Var hann leiðsögumaður þess hér við land, en það fórst á tundurdufli út af V,estfjörðum. Barnabörn Herdísar og Sigurðar eru orðin 25 og barnabarnabörn 8. f bæ eins og Reykjavík á þeim tíma, sem börn Herdísar og Sig- urðar ólust upp var starf hús- móður með stóran barnahóp þrot laus vinna. Það kom heimilinu því að miklu liði hve dugmikil og óvenjulega fjölhæf Herdís var til allra starfa og var þess enn meiri þörf þar sem maður henn- ar vegna starfa síns var fjarver- andi um lengri eða skemmri tíma. Einnig var hún þeim móðurlega eiginleika gædd, að henni var auðvelt að skilja og ná þeim á- hrifum á börnin að þau elskuðu hana og virtu samfara góðum uppeldisáhrifum. Áhrif hennar urðu þeim gott veganesti til full orðinsáranna. Sama gildir um tengdabörn hennar og barnabörn, sem kveðja hana með söknuði, en þó í þeirri vissu, að þannig Ijúki fögru lífi. Persóna hennar og saga verður þeim ávalt falleg endurminning. Sjálf gekk hún örugg til móts við hið óráðna í trúnni á Guð vors lands — á lands vors Guð. Gunnar Hall ÞEGAR Herdís Jónsdóttir hverf- ur af sviði okkar jarðarbarna þá lætúr að líkum að þeir, sem henni voru kunnugastir láta hug- ann reika yfir farinn veg. Ég þekkti hana í 30 ár. Ég ber til hennar mikinn góðhug og liggja margfaldar ástæður til þess. Hennar vegna þarf ég ekki að lýsa hug mínum til hennar í blaðagrein, en það eru margir sem þekkja hana minna eða ekk- ert og þessi kona var slík, að ef mér tækist að bregða upp örlítilli svipmynd af henni, sannri svip- mynd, þá gæti það orðið ein- hverjum til gagns að lesa. Ég tel að hún hafi verið um margt fyrirmyndarkona. Fyrir nálega 30 árum kom ég fyrst á heimili þeirra hjóna Herdísar og Sigurður Oddssonar, hafnsögu- manns. Heimilið var stórt, börn- in mörg, myndarbragur og reisn yfir öllu. Vegna starfa Sigurðar á sjónum lentu búsáhyggjurnar mest á húsmóðurinni. Það var mikið starf, en Herdís var alin upp í hörðum skóla, svo sem títt var um það leyti, sem hún ólst upp, og hún stjórnaði heimilinu af meðfæddum skörungsskap og rausn. Þótt maður hljóti að dást að því hversu geysilegu starfi þessi kona gat afkastað í þágu heimilis og barna, þá verður mér nú, á þessari kveðjustund, ennþá. starsýnna á ýmislegt annað í fari hennar, gott og fagurt. Hún átti 8 tengdabörn, sem öll virtu hana og þótti vænt um hana. Ég hygg að þar hafi aldrei borið nokk- urn skugga á. Þetta eitt segir æði mikla sögu af þessari konu. Hún var mikil búkona, hrein- lynd og höfðingi að eðlisfari. Hún hlustaði aldrei á hallmæli um nokkurn mann og hafði í heiðri fornar dyggðir. Hún var góðviljuð og sterk. Þessi áhrif fylgdu börnunum, sem vorú sam- hent og komu oft til hennar á bernskuheimilið. Þar var hátt undir loft og vítt til veggja. Þar bauð hún okkur veizlu, bein í baki og tíguleg. Þannig mun ég minnast hennar alla stund. Her- dísi Jónsdóttur fylgir góður hug- ur margra manna. Veit nokkur betra nesti í þessa ferð? Hjörtur Jónsson. Kventöskur og veski frá Englandi Tökum upp í fyrramálið stórkostlegt úrval af Kventöskum og Veskjum frá Englandi. 50 — 60 tegundir og litir. Skoðið gluggaútstillingu 8KÓVAL Austurstræti 18, (Eymundssonarkjallara). Ódýrir Karlmannaskór Frá Póllandi Seljum á morgun og næstu daga. Ódýra Karlmannaskó gataða með gúmsóla. Mjög vandaðar gerðir. Verð aðeins kr: 265.— og 269.— Karlmannasandalar með svampinnleggi í sóla. — Verð aðeins kr: 187.— ' Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.