Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. júlí 1963 M O R C tl IV B L 4 Ð 1 Ð 3 ÞAÐ var milt veður og logn í Keflavík árla laugardags- morguninn 29. júní. Ellefu trillubátar lágu við bryggjur og biðu sinna skipshafna. Trillurnar voru skreyttar nýjum númerum og skips- hafnirnar voru ný tegund fiskimanna, vopnaðir stöngum með hjólum og gegnsæjum nælonþráðum — það var að hefjast mót sjóstangveiði- manna frá Reykjavík, Vest- mannaeyjum og Keflavíkur- flugvelli, svo og Keflavík. unn Koff, Hákon Jóhannsson o g Haukur Clausen. Sleppti stöng - frekar en að fara á hafmeyjarfund Frá sjóstangaveiðimótinu í Keflavík Er líða fór yfir morgunmál tóku kapparnir að birtast. Þar mátti líta lítið, mikið og al- þekkta menn og skipstjórarn- ir virtu fyrir sér hópinn, en vissu þá ekki hverja þeir mundu fá í sína skipshöfn. Öllum veiðimönnunum hafði áður verið úthlutað númeri þess báts, sem þeir áttu að vera á, og varð því ekki breytt hvernig sem hverjum leizt á sitt skip. Fór nú hver að tína sitt hafurtask um borð í sinn bát og afla sér beitu, brýna goggana og opna sínar öngla- töskur og leita að þeim feng- sælasta. Gamanyrði og veiði- spár flugu milli bátanna og ósvikinn áhugi og ánægja lýsti af hverju andliti og kven keppendurnir töluðu mest um lognið og blíðuna. Eftir gefnu merki klukkan 10 voru landfestar leystar og 9 tíma sjóferð var hafin — því nákvæmlega kl. 6 urðu landfestar að vera aftur komn ar á sinn stað, annars var bát- urinn úr leik. Afli dagsins reyndist góður. Þegar komið var að um kvöld ið, var afli hvers veiði- manns flokkaður, vigtaður, talinn og mældur, og allt vandlega bókfært. Fékk hver afrit sinnar aflaskýrslu. Að landverkum loknum, sem menn önnuðust, var geng- ið til náða í hóteli Keflavík* urflugvallar. Hinn síðari veiðidagur hófst á sama hátt — allir mættu til skips og voru léttir í spori með sigurbros á vör-;— sólskin og blíða í höfninni og veðurspá- in fyrir Faxaflóa: Logn á mið- unum. Við landtöku á sunnu- dagskvöld var mótinu og keppninni lokið, en úrslit ó- kunn. Þau skyldu kunngjörð í veglegu lokahófi í stærsta klúbbhúsi flugvallarins og hugðu allir gott til lokahófs- ins, líka þeir, sem fyrirsjáan- lega áttu engra verðlauna von. Til þess að svala forvitni bæði minni og annarra um þessa nýju íþrótt, að veiða þorsk á stöng, ræddi ég lítil- lega við nokkra veiðigarpa og voru þeir allir skýrir og skjót- ir til svara. ............ i ■ >.■ ■ i Hauk Clausen spurði ég frétta af hafinu. — Ég missti dræsuna — setti í hafmey eða hákarl og sleppti stöng og öllu saman frekar en að fara á hafmeyj- arfund! — Fiskiríið? — Vafalaust nýtt Islands- met! Þar var Loftur Guðmunds- son, rithöfundur, sem var að veiða fisk á stöng. — — Veðrið var miklu betra en í Vestmannaeyjum, en afli hjá mér lítill. Ég ætla samt aftur, það er alveg öruggt — það þarf að afla lélega á sjó, svo maður vorkenni ekki laxa körlunum. — Hvað segir Kolbeinn Kristófersson læknir um sjó- stangaveiði? — Afar hressandi — ljóseff- ektarnir eru miklu sterkari á sjónum. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég er með en von- andi ekki það síðasta. Sportið er gott og félagsskapurinn góð ur — sjónstangveiði er að- gengileg fyrir flesta, dálítið erfið, en erfiði er gott, þegar af því hlýzt góð þreyta. Þarna í hópnum er Björn Gunnlaugsson, skipstjóri, sem er búinn að vera búsettur í 26 ár suður í Florida í Banda- ríkjunum og spyr ég Björn, hvernig standi á því að hann sé komin á svona skak. — Ég hefi mikið stundað sjóstangveiði. Við Úlfar Jóns- son læknir áttum saman bát, og þegar hann dó tók ég við bátnum. Þegar ég kom hing- að heim, var ég að hugsa um hvernig ég gæti komizt út að fiska. Þá sá ég um þetta mót í blöðunum. Þetta hefur verið voða gaman. Ég hef aldrei fiskað eins mikið á ævinni. Það er meiri bardagafiskur fyrir vestan og bátarnir betur útbúnir. Þar á ég heima við sjó og tekur ekki nema 25 mínútur að komast á miðin. Hér hefur veður verið á- gætt og alltaf ánægjulegt að vera í íslenzkum félagsskap. Konan mín var líka að fiska, hún er dóttir Þórhalls Gunn- laugssonar úr Vestmannaeyj- um. í veiðiflokk kvennanna var Steinunn Roff greinilega afla- hæst þó óvigtað væri og spurði ég því Steinunni, hvern ig henni líkaði við sjóinn. — Alveg dásamlega! Ég hef alltaf áður verið sjóveik, en nú fann ég ekki til — og nú skil ég pínulítið betur keppn- ina, sem kemur í alvöru sjó- menn. — Mér finnst þessi stangaveiði skemmtileg — miklu skemmtilegri en laxinn. Ég fer áreiðanleg aftur, ef ég get. — Hvaða álit hefur Hannes Þórarinsson læknir á sjó- stangaveiði? — Allt það bezta. Fá sér hreint loft og vera úti — úti á sjó — og veiða, þó það sé meira átylla, því ekki er sér- lega sótzt eftir árangri veið- innar. Þetta er góður hópur, sem gaman er að vera í og þegar spenningur veiðiskap- arins ýtir undir, þá er sportið gott. Áður en verðlaunaafhend- ingin hefst, næ ég tali af Birgi J óhannssyni, tann- lækni, sem er formaður Sjó- stangveiðifélags Reykjavíkur og spyr hann um mótið í heild? — Það hefur allt verið með miklum ágætum -— veður hið bezta, sem hægt er að fá — mikill afli og öll fyrirgreiðsla í landi með mikilli prýði. Gestrisni amerískra veiðifé- laga mikil undir forustu Stan- ley Roff, sem er mikill áhuga- maður um sport. Undirbúning ur mótsins hvíldi að mestu á hans herðum, ásamt móttök- um hér og allri fyrirgreiðslu. UM hádegi í gær var enn víð- áttumikið háþrýstisvæði yfir norðanverðu Atlantshafi, loft- þrýstingur um og yfir 1020 millibar. Á öllu þessu svæði er stilla, þokusamt og ekki sér skilaðu þakklæti okkar allra til Stanley, ef þú hefur eitt- hvað eftir mér. Verðlaunaaf- hending var mikil og fjöl- breytt, því veitt voru verðlaun fyrir að detta í sjóinn, stærsta fisk af hverri tegund og mest- an afla einstaklinga og flokka, svo og aflahæsta bátnum. Þegar verðlaunaafhendingu var lokið, var fyrsti flokkur úr Reykjavík orðinn eins og sýningarstúlka i skartgripa- búð. í 1. fl. Reykjavíkur voru þeir Magnús Valdimarsson, Haukur Clausen, Birgir Jó- hannsson og Hákon Jóhanns- son. Þessi 1. flokkur hlaut far- andbikar Keflavíkur og far- andgrip Kristínar Roff fyrir mesta veiði flokks og Hákon annan farandbikar Keflavíkur fyrir mesta veiði einstaklings. Þá hlutu þeir allir persónu- leg verðlaun fyrir að hafa ver- ið í hæsta flokknum. Steinunn Roff hlaut verð- laun fyrir mestan afla í kvennaflokki. Verðlaun fyrir stærstu fisk- ana hlutu þessir: Axel Lárus- son, Vestm., fyrir stærsta þorsk, Reinhart Lárusson stærsta ýsu, Capt. Williams stærstu lúðu, Kolbeinn Kristó- fersson stærsta steinbít, Lúð- vík Eggertsson stærstu keilu og Halldór Snorrason stærsta háfinn. Mac Donald hlaut gallsúra sítrónu í verðlaun fyrir að detta í sjóinn, bæði á Vest- mannaeyjamótinu og Kefla- víkurmótinu. Verðlaun fyrir aflahæsta bát hlaut Auðun Karlsson skipstjóri á Silfra. Sveinn Jónsson, bæjarstjóri, afhenti bikara Keflavíkurbæj- ar en yfirmaður varnarliðsins önnur verðlaun. Lokahófið var fjörugt, sem alvöru lokadagur væri og sjó- stangveiðimennirnir farnir að hlakka til næstu vertíðar. — hsj. lega hlýtt, nema þar sem sólar nýtur, t. d. í innsveitum norð- an lands og austan. Á Egils- stöðum var 18 st. hiti um há- degi og 16 á Akureyri. í Kaup- mannahöfn var 24 stiga hiti og 19 í London. STAKSTEI^AR „Friðarráðstefna'* Rússa og Kínverja Á morgun á að hefjast I Moskvu ráðstefna helztu hug- myndafræðinga rússneska komm- únistaflokksins og hins kín- verska, sem kölluð hefur verið saman til þess að lería sátta með þessum tveim stórveldum hinnar kommúnísku heimshreyfingar. Opinherlega hefur deila þeirra snúizt um kenningu rússneskra kommúnista um „friðsamlega sambúð“ við Vesturveldin. í aug- um Rússa er hún bezta tækið til að ganga af kapítalismanum dauð um án þess að til kjamorkustyrj- aldar þurfi að koma, en Kínverj- ar hafa hins vegar haldið því fram, að framkvæmd hennar jafn gildi uppgjöf kommúnismans fyrir kapítaUsmanum og benda á, að kommúnisminn hafi hvergináð völdum í sínar hendur með frið- samlegum hætti. Enda þótt hinn alvarlegi ágreiningur rússneskra og kinverskra kommúnista snúist þannig á ytra borðinu um hug- myndafræðileg efni, hafa menn á Vesturlöndum fremur hallazt að því, að hinar raunverulegu ástæð ur hans séu annars eðlis; kjami deilunnar sé sá, hvort foringjar rússneska kommúnistaflokksins skuli áfram hafa á hendi þá for- ystu fyrir kommúnistaflokkum heimsins, sem hann hefur haft á undanförnum áratugum, eða hvort foringjar kommúnista- flokks hinnar geysifjölmennu kín versku þjóðar skuli taka stjóm- artaumana í sínar hendur. Von um sættir? Hvemig sem menn líta á þessa mögnuðu deilu og hvaða af- stöðu sem menn vilja taka til deiluaðila, þá verður því ekki neitað, að áhrif hennar á komm- únistaflokka heimsins eru feiki- leg. Hún hefur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum klofningi í alþjóðahreyfingu kommúnism- ans og innan allra kommúnista- flokka heimsins eiga skoðanir beggja sér málsvara. Á Vesturlöndum er ekki talið líklegt, að sú „friðarráðstefna“, sem nú hefur verið boðað til með Rússum og Kínverjum, muni bera verulegan árangur eða verða til þess, að sættir takist og jafnvel deiluaðilar geri sér ekki vonir um meira en skammvinnt vopna- hlé. Bréfaskipti rússneskra og kín verskra kommúnistaforingja síð- ustu dagana fyrir ráðstefnuna eru ekki talin bera vott um mikinn friðarvilja þeirra, enda ásakanirn ar á báða bóga jafnvel hatramm- ari á sumum sviðum en áður. Und anfarið hefur víða skorizt í odda milli Rússa og Kínverja, svo sem á kvennaþinginu í Moskvu á dög- unum, Rússar hafa vísað kín- verskum sendiráðsmönnum úr landi fyrir að dreifa kínversk- um áróðri í Moskvu og ráðizt hefur verið á sendiráð Kínverja í Moskvu með grjótkasti. AUir þessir atburðir rétt fyrir ráðstefn una eru ekki taldir benda til þess, að „friðarsamningar" séu á næsta leiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.