Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 4. júlí 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 Jóhann Olafsson stór- kaupmaður — Minning Jón Björnsson — Kveðja HINN 27. f. m. andaðist Jóhann Ólafsson, stórkaupmaður, að heimili sínu, Öldugötu 18, Reykja vík. Með Jóhanni er fallinn í val- inn einn af merkustu brautryðj- endum á sviði íslenzkrar utan- ríkisverzlunar. Mér vefst tunga um tönn þeg- ar ég vil minnast þessa mæta vinar míns, en get samt ekki lát- ið það hjá líða, þar eð ég mat hann meir en flesta aðra þá, sem við viðskipti hafa fengizt síðustu áratugi, og eg hefi haft kynni af. Jóhann var fæddur að Hallgils- Stöðum í Hörgárdal 3. okt. 1891. Foreldrar hans voru Ólafur Jóns- son, bóndi á Hallgilsstöðum, og kona hans, Jórunn Jóhannsdótt- ir. Sjö ára gamall missti Jóhann móður sína. Leystist heimilið þá upp og ólst Jóhann að mestu upp hjá ömmu sinni. 14 ára gamall fór Jóhann til Akureyrar og réðst til Karls Hanssonar, trésmíðameistara, sem nemandi í húsgagnasmíði. Því námi lauk hann á tæpum þremur árum. Prófsmíði hans, var dömuskrifborð, hefi ég skoð- að nýlega og minnist ég ekki að hafa séð vandaðri smíðisgrip. Eftir þetta stundaði hann nám í úrsmíði, en féll það ekki og hvarf frá því. Síðan gerðist hann nemandi í ljósmyndasmíði og lauk því námi. Allt sem hann snerti við lék 1 höndum hans, en ekkert af þessu tók þó hug hans svo að hann gæti sætt sig við að gjöra það að lífsstarfi. Þegar hér var komið sögu var vaknaður hjá honum áhugi á verzlun og viðskiptamálum og hafði hann, þá þegar, aflað sér talsverðrar þekkingar á því *viði. Haustið 1914 hélt hann til Reykjavikur og settist í 2. bekk Verziunarskólans, þá lágu leiðir okkar fyrst saman, er við lent- um sem sessunautar í litlu skóla- stofunni á Vesturgötu 10. Fljótt varð okkur bekkjarsystkinum Jó hans, svo og kennurum skólans, það ljóst að andlegur þroski þessa unga manns, var meiri en almennt gerist. Það var því ekki talið annað en sjálfsagður hlut- ur að hann yrði þar í efsta sæti. Því sæti hélt hann allan skóla- tímann, án verulegrar samkeppni og ekki öfundaður af neinum. Árið 1916 stofnaði hann, ásamt Sigfúsi og Sighvati Blöndahl, heildsölufirmað Jóhann Ólafsson & Co. Hafði hann þá um vorið lokið, með ágætum, prófi úr Verzlunarskólanum. Ráku þeir fyrirtækið til ársins 1919, en þá gengu þeir bræður úr firmanu. Jóhann hélt hins vegar rekstr- inum áfram og tók í félag með sér vin sinn, sem hann kynntist á Akureyri, Björn Arnórsson, frá Bjarnastöðum í Húnavatns- sýslu. Ráku þeir fyrirtækið í fé- lagi til ársins 1953, er Björn dró sig út úr því, sakir heilsubrests. Siðan hefir Jóhann rekið fyrir- tækið einn, þar til nú fyrir skömmu að synir hans tveir, Ólafur og Jóhann, gjörðust með- eigendur og samstarfsmenn hans. Árið 1916 ríkti fullkomin ó- vissa um íslenzk utanlandsvið- skipti, Ennþá hrikti í hlekkjum hins danska afturhalds (arftaka einokunarinnar), þegar holskefl- ur fyrri heimsstyrjaldarinnar flæddu yfir Evrópu. Nokkrir framtakssamir og dug •ndi menn, þar á meðal nokkrir Danir, sem gjörðust góðir þegn- ar íslands, höfðu þá fyrir nokkru stofnað örfá heildsölufyrirtæki, *em unnu að því, í harðri sam- keppni við danska selstöðukaup- menn, að koma utanlandsvið- skiptunum á innlendar hendur. Þannig var viðhorfið þegar Jó- hann Ólafsson hóf sitt raunveru- lega lifsstarf og haslaði sér völl í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir því að gjöra innflutnings- verzlunina íslenzka. Fyrsta verk Jóhanns eftir að hann stofnaði firmað Jóhann Ólafsson & Co., var að fara til Ameríku að afla viðskiptasam- banda. Tókst sú för svo vel að segja má að þá hafi verið lagður grundvöllur að því brautryðj- andastarfi, sem hann vann, næstu áratugi. Hann fékk þá einkaum- boð fyrir ýms verksmiðjufyrir- tæki, meðal annars General Mot- ors, og var firmað Jóhann Ólafs- son & Co., stórvirkasti innflytj- andi biíreiða og alls þess sem bifreiðum viðkom, allt þar til að lög um einkasölu ríkisins á bif- reiðum komu til framkvæmda og öll starfsemi einstaklinga á því sviði þar með stöðvuð. Ekki hóf Jóhann bifreiðainn- flutning að nýju þegar hann var aftur gefinn frjáls, og lágu til þess ástæður, sem ekki verða raktar hér. Jóhann hóf fyrstur hérlendra manna bein viðskipti við Japan. Fór hann tvisvar sinnum kring- um hnöttinn og gerði þá viðskipti við Japan og flutti þaðan vörur, sem reyndust mjög vel. Ekki batt Jóhann ávallt bagga sína sömu hnútum og samferðamenn- irnir. I viðskiptamálum var hans fyrsta boðorð að flytja aðeins inn beztu vörur, sem fáanlegar voru á hverjum tíma, með hagkvæm- asta verði. Hann keypti ekki lé- legar vörur þó hann vissi að hægt væri að selja þær með miklum hagnaði. Slikt taldi hann rangt gagnvart viðskiptamönnum sín- um og þjóðinni allri. Þegar svo þær hömlur voru settar, með milliríkjasamningum, að kaupa varð vissar vörutegundir frá á- kveðnum löndum, dró hann sig í hlé, ef hann taldi vörugæðin ekki fullnægjandi. Ekki sóttist Jóhann eftir völd- um né metorðum á opinberum vettvangi. Þó komst hann ekki hjá því að taka að sér nokkur störf í þágu ríkisins og Reykja- víkurborgar. Hann átti sæti í Sjó- og verzlunardómi Reykja- víkur til dauðadags. Hann var skipaður í stjórnarnefnd Raf- tækjaeinkasölu ríkisins og Bif- reiðaeinkasölu rikisins og síðan skipaður í skilanefnd beggja þessara fyrirtækja, þegar þau voru lögð niður. Hann var for- stjóri Strætisvagna Reykjavíkur um margra ára skeið og Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborg- ar stjórnaði hann frá því hún tók til starfa og þar til rekstri hennar var breytt í það horf að hann taldi forstöðu hennar ekki samrýmast einkarekstri sínum, þá dró hann sig í hlé. Jóhann var um skeið í stjórn Verzlunarráðs íslands, og átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur, eitt kjörtímabil, og var þá vara- forseti bæjarstjórnarinnar. Ekki gaf hann þess kost að vera oft- ar í framboði. Af því sem hér hefur verið talið má sjá að Jóhann hefur ekki verið iðjulaus um dagana, enda virtist vinnuþreki hans lítil tak- mörk sett og vinnuafköst hans með ólíkindum. Það er ljúft að minnast langra kynna við Jóhann Ólafsson, en hugljúfustu myndina geymi ég frá okkar fyrstu kynnum. Með heiðríkju í svipnum og ólgandi lífsþrótt í augum, hóglátt öryggi og festu í fasi og framkomu, heillaði hann hug minn svo að ég þá þegar gjörði mér fulla grein fyrir yfirburðum hans og miklu mannkostum. Öll okkar siðari kynni hafa staðfest þær hugmyndir sem ég þá gjörði mér um hann, ég bjóst við miklu af honum og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ætti ég að lýsa Jó- hanni í fáum orðum, mundi lýs- ingin verða eitthvað á þessa leið: Hann var bjartsýnn, framsynn og djarfur, en gætni hans og gjör- hygli hélt þessum góðu kostum innan hæfilegra marka. Kvæntur var Jóhann Margréti Valdimarsdóttur, útvegsbónda og kaupmanns i Hnífsdal, Þorvarðs- sonar, mikilhæfri mannkosta- konu^ sem hefur verið honum mjög samhent, og er heimili þeirra með miklum glæsibrag. Þau eignuðust 4 börn, þrjá sonu og eina dóttur, sem enn eru í heimahúsum, og vinna tveir syn- irnir við fyrirtæki fjölskyldunn- ar og munu nú taka við stjórn þess. Um leið og ég kveð vin minn Jóhann Ólafsson, bið ég ástvin- um hans allrar blessunar í fram- tíðinni. Sonum hans, sem nú eiga að halda áfram starfi því er hann hverfur frá, óska ég af alhug að þeim hlotnist sú sam- ingja að taka í arf skapgerð síns ágæta föður, dugnað hans, sam- vizkusemi og alla hans beztu kosti. Það mun verða þeim dýr- mætara en nokkrir fjármunir. Jón Arinbjörnsson. Nú sefur jörðin sumargræn nú sér hún rætast hverja bæn, hún dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júnínótt. Davíð Stefánsson. JÓN Björnsson var fæddur I Reykjavík hinn 29. maí 1942. Snemma fór að bera á hinum góðu námshæfileikum hans, og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík í fyrra vor. Jón hugðist leggja fyr- ir sig langskólanám, en vann hjá Mjólkursamsölunni, meðan hann var að gera upp við sig hvað myndi henta honum bezt. Jón var drengur góður, hjálp- samur og mátti ekkert aumt sjá. Ég átti því láni að fagna að kynn ast honum vel, og betri vin er vart hægt að hugsa sér. Nonni, eins og við vinir hans kölluðum hann, var mjög barn- góður, og börn hændust fljótt að honum, litlu bræður hans tveir syrgja nú stóra bróður sárt, hann var þeirra hetja og fyrirmynd. Annars held ég að hver sá er kynntist Jóni félli vel við hann, það var ekki hægt annað, hann vildi öllum vel, og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkurri manneskju, það var líka stór vina hópurinn sem fylgdi honum síð- ustu sporin. Það er ekki mikið hægt að segja um þennan góða dreng, í fáum fátæklegum línum. Tuttugu og eitt ár er ekki löng ævi, en Nonni fór vel með sína fáu daga. Hann hafði ávallt eitthvað fyrir stafni. Jón var mikið í knatt- spyrnu, og góður Valsmaður, annars var það sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann gekk að öllu með dugnaði og áhuga, hvort sem það var í námi, starfi eða leik. Stórt skarð er höggvið í vina- hópinn, skarð sem enginn getur fyllt. Við eigum svo bágt með að trúa því að Nonni sé horfin okkur, hann sem var svo hraust- ur, glaðvær og góður. vinahópur- inn verður aldrei eins, það er svo mikið misst. Ef eitthvað var að, eða eitt- hvað var erfittí hugsaði ég alltaf Nonni getur hjálpað, og það gat hann ávallt, alltaf átti hann til huggunarorð og hlýtt handtak. Það var gott að vera nálægt hon- um, hann var svo öruggur og traustur. Drottinn gaf og drottinn tók, en við vinir hans hefðum svo gjarnan viljað hafa hann hjá okkur lengur. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að þekkja hann, og njóta vináttu hans. Ég er þakklát fyr- ir allar góðu og björtu minning- arnar, sem munu ávallt geymast. Oft hef ég hugsað um, af hverju hann var tekinn, sem átti svo margt framundan, Nonni, með alla sína fögru framtíðar- drauma, en þeirri spurningu get- ur enginn maður svarað. Jón var bjartur yfirlitunj, hraustlegur, vel gefinn og skemmtilegur félagi á allan hátt. Hann var sannur vinur. Drottinn blessi minningu vin- anna tveggja, sem urðu sam- ferða. Vinkona. VIKAN Er bókmenntaþjóðin rugluð í ríminu? Vikan hefur látið búa til ljóðabók, en siðan var farið með handritið til nokkurra menningarvita og það lagt fyrir þá sem prófraun. í þessu blaði er skýrt frá undirbúningnum — og árangrinum. í Aldarspegli. Hér kemur einn Aldarspegillinn enn. Að þessu sinni fjallar hann um Ármann Snævarr. háskólarektor og ber nafnið: Kemst þó hægt fari. Hnappurinn. Ný afbragðs góð framhaldssaga, sem hef»t í þessu blaði. Þessi sag er, að okkar dómi einhver allra mest spennandi framhaldssaga, sem komið hefur í nokkru íslenzku blaði. Allt um hárkoltur, sem bráðlega verða fáan- legar hér á landi. 2 smásögur. Grein um baráttuna við huglægu sjúkdómana. Margt fleira er í blaðinu. VIKAN er alltaf 52 síður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.