Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 4. júlí 1963
VORnriVBLIÐIS
23
Kennedy íhugar
tillögur Krúsjeffs
■Washington, 3. júlí. NTB-AP.
K E N N E D Y Bandaríkjaforseti
átti í dag viðræður við nánustu
samstarfsmenn sína um tillögur
þær um takmarkað bann við til-
Hestamannamót
á Egilsstöðum
Fjórðungsmót hestamanna í
Austfirðingafjórðungi verður
haldið laugardaginn 20. og sunnu
daginn 21. júlí á Egilsstöðum.
Að mótinu standa hestamanna-
félag Fljótdalshéraðs og Hesta-
mannafélagið Hornfirðingur í
Hornarfirði, en hestamannafélag-
ið Freyfaxi sér um mótið og
framkvæmd þess.
Á mótinu fara fram kappreið-
ar og góðhestasýning. Búnaðar-
félag Islands og búnaðarsambönd
in í fjórðunginum sjá um þá hlið
mótsins, er við kemur hrossa
kynbótum. Sýndir verða stóð-
hestar og úrvalskynbótahryssur.
Allar upplýsingar varðandi
þátttöku og annað veitir Pétur
Jónsson á Egilsstöðum.
— Brezkur togari
Framhald af bls. 24.
hætta. Hann sagðist fara inn á
Seyðisfjörð og samþykkti Bret-
inn að fara þangað. Síðan sáu
menn á Guðbjörgu togarann á
eftir sér í radarnum, en út af
Dalatanga hvarf hann og hélt
Ásgeir bara að hann færi svona
hægt. En togarinn kom aldrei til
Seyðisfjarðar.
Þegar Guðbjörg kom til Seyðis
fjarðar kom í ljós að þar gat
viðgerð ekki farið fram ogsigldi
skipið þá til Norðfjarðar. Þar
verða réttarhöld í dag.
Ásgeir sagðist búast við að við-
gerð tæki hálfan mánuð, sem er
slæmt um hásíldarvertíðina. —
Við vorum engan afla farnir að
fá, sagði hann, aðeins 650 mál.
Guðbjörg er 70 lesta eikarbát-
ur frá ísafirði, byggður 1959. Eig-
andi Hrönn hf.
Brezki togarinn Ephesian er
dieseltogari, 350 lestir að stærð,
byggður 1959. Eigendur eru Rob-
inson & Sons í Grimsby.
— Krúsjeff
Framhald af bls. 1.
«ð sósíalistísku ríkin mættu ekki
lýsa stríði á hendur kapitalistum.
Kvaðst Krúsjeff vona að verka-
menn í kapitalísku ríkjunum
hefðu mátt til þess að færa
stéttabaráttu sína fram til sigurs
w— þeir verða sjáifir að ákveða
hvaða aðferðum þeir beita í
þeirri baráttu, það er þeirra mál,
6agði Krúsjeff, og bætti því við,
að Rússar stæðu alltaf með verka
mönnum hvar sem væri og
myndu aðstoða þá eftir föngum.
Á hinn bóginn myndu þeir ekki
hlutast til um innanríkismál ann-
arra ríkja, því að afleiðing þess
yrði styrjöld og Rússar væru and
yígir styrjöld.
— Það sjá þetta ekki allir,
sagði Krúsjeff, — en þeir um það,
reynslan á eftir að kenna þeim.
En reynslan kennir bara ekki allt
í einu, — ekki allt í einu, bætti
hann við og otaði vísifingrinum
af ákefð framan í áhorfendur
sína.
★ ★ ★
Aðaltorg borgarinnar var
skreytt fánum, myndum og veif-
um og mannfjöldinn var geysi-
legur. Leið yfir nokkrar stúlkur
í þrönginni undir ræðu Krúsjeffs.
Fundur þessi var sérstaklega
skipulagður sem „vináttusam-
samkoma þjóða Sovétríkjanna,
Póllands og A-Þýzkalands“.
raunum með kjamorkuvopn, sem
Nikita Krúsjeff forsætisráðherra
Sovétríkjanna boðaði í ræðu
sinni í A-Berlín í gær.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
sagði, að farið yrði vendilega yfir
ræðu Krúsjeffs og athugað hvað
í tillögum hans fælist. Meðal
þeirra er ræddu sérstaklega við
Kennedy voru Robert Mcnamara,
landvarnarráðherra, George Ball,
aðstoðarutanríkisráðherra, og Av
erell Harriman aðstoðarutanríkis
ráðherra.
Fyrr í dag átti Kennedy fund
með ráðherrum sínum og skýrði
þeim frá gangi Evrópuferðarinn-
ar, en hann var þá nýkominn
heim úr ferðinni. Jafnframt
skýrðu ráðherrar forsetans frá
gangi kynþáttadeilnanna heima
fyrir og viðtökum hins nýja
frumvarps forsetans um aukin
réttindi blökkumanna. Kennedy
mun halda útvarps- og sjónvarps
ræðu næstkomandi föstudag og
gera grein fyrir árangri Evrópu-
ferðarinnar.
Heyskapur
á Ytra Hólmi
Akranesi, 2. júlí.
Tvær sláttuvélar eru í gangi í
í dag á Ytra-Hólmi. Byrjað var
að slá fyrir réttri viku, og er á-
gætlega sprottið. Votheysturninn
var fylltur þar í gær í fyrsta
skipti á sumrinu. Öflugur gný-
blásari létti þeim verkið, með
því að þeyta heyinu upp í turn-
inn. — Oddur.
Syndið 200 metrana
Þýzkolonds-
dvöl Krúsjefis
ú endo
Berlín, 3. júlí — AP — NTB
t SENN líður að lokum
heimsóknar Nikita Krús'
jeffs, forsætisráðherra Sov
étríkjanna, í A-Þýzkalandi.
Var staðfest í A-Berlín
morgun að hann færi það
an heimleiðis snemma
fyrramálið.
í morgun heimsótti hann
Krankfurt an der Oder ásamt
Walter Ulbricht, leiðtoga a-
þýzkra kommúnista, og í
kvöld hélt hann ræðu á
opinberum fundi, þar sem
þeir voru einnig Ulbricht og
Josef Curankicz, forsætisráð-
herra Póllands. Sjá bls. 1.
Forsætisráðherra Búlgaríu,
Todor Zhivkov, fór heim til
Sofia frá Berlín í dag.
Meðfylgjandi mynd var tek
in sl. sunnudag, afmælisdag
Ulbrichts, en þá bauð hann
gestum sínum í skemmtisigl-
ingu. Lengst til vinstri er Nov-
otny frá Tékkóslóvakíu og
milli hans og Krúsjeffs situr
Gomulka, leiðtogi pólskra
Hesloferðir frú Lougorvatni
ú Þingvöll, Gullfoss og Geysir
ÞORKELL Bjarnason á Laugar-
vatni efnir í sumar til hestaferða
í hverri viku, og hafa einkum
í stuttu máli
AKRANESI, 3. júlí. — Sænskt
skip kom hingað kl. 2 e. h. í dag
og lestar á annað hundrað tonn
af lýsi. Vélbáturinn Ólafur Magn
ússon landaði í dag 3 lestum af
humar Og Ásbjörn 2,2 lestum.
— Oddur.
Nú hafa bændur og Akurnes-
ingar bundizt samtökum um að
eyða veiðibjöllunni í Akrafjalli.
Hafa þeir sent 4 menn, tvo frá
hvorum aðila. Eiga þeir að skjóta
veiðbjölluna, brjóta veiðibjöllu-
eggin og bana veiðibjölluungun-
um. — Oddur.
fjölmargir útlendingar pantað
hesta hjá honum. En með í ferð-
unum er fylgdarmaður og túlkur.
Riðið er á mánudögum frá
Laugarvatni til Þingvalla yfir
Lyngdalsheiði, sem er mjög
falleg leið, gist á Þingvöllum og
riðið til baka á þriðjudögum. Þá
er verið um kyrrt á Laugarvatni
einn dag, en á fimmtudögum er
haldið að Geysi, gist þar, á föstu
dögum farið að Gullfossi og á
laugardögum aftur að Laugar-
vatni. Sem fyrr er sagt hefur
mikið verið pantað í þessar ferð-
ir í sumar, en enn munu þó ein-
hverjir hestar lausir í flestum
ferðunum.
Auk þess leigir Þorkell ferða
mönnum hesta á Laugarvatni
bæði um helgar og virka daga.
Lítill cifli, en grasspretta
sæmileg á Vestfjörðum
ÍSAFIRÐI, 3. júlí. — Að undan-
förnu og i júnímánuði hefir verið
mjög tregur afli hjá minni bát-
unum, sem róa með línu og hand-
færi. Gæftir voru stopular í júlí,
og virðist enginn fiskur hafa
gengið á miðin.
Grasspretta er víðast orðin
sæmileg, en mikill afturkippur
kom í allan gróður á norðanverð-
um Vestfjörðum og í Stranda-
sýslu í hretinu, sem kom í kring-
um þjóðhátíðina, en þá snjóaði
víða niður í fjöru.
Stöku bændur misstu lömb
hretinu, en yfirleitt mun sauð-
burður hafa gengið vel, þrátt
fyrir kuldatíðina í vor.
Undanfarna daga hefur verið
ágæt tíð á Vestfjörðum, yfirleitt
sólskin og hlýindi og gróðri farið
mikið fram. Sjólæðu hefur dreg-
ið inn á firðina sum kvöldin og
þokan haldizt eftir nóttu. — H.T.
- Kjaradómurinn
Framhald af bls. 13
nema reglulegur vinnutími hans
hefjist innan tveggja klukku-
stunda, frá því hann fór til
vinnu.
Hafi maður unnið að minnsta
kosti 6 klst. í næturvinnu, og
haldið áfram vinnu á föstum
venjulegum vinnutíma sínum,
ber honum næturvinnuáiag fyrir
þann tíma.
9. grein.
Skyit er starfsmanni að vinna
þá yfirvinnu, sem yfirmaður
hans telur nauðsynlega. Þó er
engum starfsmanni, öðrum en
þeim, sem gegnir öryggisþjón-
ustu, skylt að vinna meiri yfir-
vinnu í viku hverri, en nemur
þriðjungi af tilskildum, viku-
legum vinnutíma. Yfirvinnu-
skylda póstmanna haldist þó ó
breytt frá því sem nú er.
10. grein.
Þar t sem unnið er á reglu
bundnum vinnuvökum, skal varð
skrá, er sýni vinnutíma hvers
starfsmanns, samin fyrirfram
fyrir a.m.k. einn mánuð í senn.
Við samningu varðskrár skal
þess gætt, að helgidagavinna
skiptist sem jafnast á starfsmenn.
11. grein.
Hámarkslengd hverrar vinnu-
vöku skal vera 9 klst., og skulu
þá liða minnst 9 klst. til næstu
vinnuvöku. Núgildandi sérreglur
um vinnuvökur skulu haldast ó
breyttar.
Þeir, sem vinna á reglubundn
um vinnuvökum, skulu fá 33%
álag á þann hluta láuna, sem
greiddur er fyrir unnin störf á
þeim tíma, er fellur utan venju-
legs dagvinnutíma. Við útreikn-
ing á álagi þessu skal miða við
föst mánaðarlaun í viðkomandi
launaflokki miðað við 6 ára starfs
aldur og deila í mánaðariaunin
með 150 til að finna dagvinnu-
tímakaupið.
Þeir, sem vinna vinnuvökur á
sunnudögum, eiga rétt á leyfi í
sömu viku, þannig að næturfri
komi jafnan fyrir og eftir frídag-
ir.n eða eigi minna en 36 klst.
samfleytt.
Fyrir vinnuvöku á almennum
frídögum, öðrum en sunnudög-
um, komi jafnmargir frídagar, og
er heimilt að veita þá á öðrum
árstíma en hinum venjulega or-
lofstíma. Njóti starfsmenn nú
betri kjara haldast þau.
12. grein.
Fyrir hlverjar þrjár klst. á
gæzluvakt komi einnar klukku-
stundar frí eða greiðsla, er þeim
tíma nemur, miðað við dagvinnu
kaup.
Sé starfsmaður á gæzluvakt
kallaður til starfa, fær hann
greitt yfirvinnukaup fyrir þann
tíma.
13. grein.
Árslaun kennara skulu miðuð
við 9 mánaða kennslutíma minnst
en lækka um 1/12 heildarárs-
launa fyrir hvern mánuð, sem
kennslutíminn er skemmri.
Laun skólastjóra og kennara
við gagnfræðaskóla og aðra fram
haldsskóla, og skólastjóra barna-
skóla, sem starfa í
8 mánuði, skal miða við 9 mán-
aða starf,
7 mánuði, skal miða við 8 mán-
aða starf, ag
6 mánuði, skal miða við 7 mán-
aða starf.
Eigi skal þessi lenging tímans
sem laun eru miðuð við, hafa á-
hrif á daglega eða vikulega
kennsluskyldu kennara frá því,
sem nú er, en tilkall á skólinn
til starfa kennara fyrir og eftir .
hinn árlega, reglulega kennslu-
tíma, sem þessari lengingu tím-
ans nemur, ef þörf krefur.
Eé árlegur starfstími skóla
styttri en 6 mánuðir, skulu laun
vera hlutfallsleg miðuð við 6
mánaða skóla.
14. grein.
Menntamálaráðuneytið ákveð-
ur í samráði við fjármálaráðu-
neytið og Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja, sérstaka þóknun
þeim skólastjórum, sem hafa á
hendi stjórn í tví- eða þrískipuð-
um skólum.
15. grein.
Ríkisstarfsmenn, aðrir en þeir
sem um getur í 2. málsgrein,
eiga rétt til greiðslu þóknunar
fyrir yfirvinnu, hafi hlutaðeig-
andi yfirmaður sérstaklega ósk-
að þess, að sú vinna yrði af
hendi leyst.
Forstöðumenn stofnana eiga
ekki rétt á yfirvinnugreiðslu
samkvæmt 1. málsgrein. Þurfi
þeir þó að vinna verulega yfir-
vinnu vegna embættisanna, er
heimilt að greiða þeim sérstaka
þóknun til viðbótar mánaðar-
launum þeirra. Slíka greiðslu
ákveður fjármálaráðuneytið með
samkomulagi við viðkomandi
starfsmann og vitund Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja.
16. grein.
Þegar aldurshækkanir eru á-
kveðnar, skal taka tillit til starfs
aldurs hlutaðeigandi starfsmanns
við sambærileg störf hjá öðrum
en ríkinu.
Sveinbjörn Jónsson
Ben. Sigurjónsson
Svavar Pálsson
Jóhannes Nordal
Eyjólfur Jónsson.
Rétt endurrit staðfestir.
Kjaradómur, 3. júlí 1963.
Sveinbjörn Jónsson, formaðnr.
Leiðrétting
BJARNI Benediktsson biður
þess getið, að frásögn Morg-
unblaðsins af ræðu hans 1
Varðarferðinni s.l. sunnudag sé
ekki alls-kostar nákvæm. Hann
hafi t. d. ekki nefnt að andstæð-
ingarnir héldu því nú fram „að
það skipti engu máli hvar Smith
væri niðurkominn" heldur rætt
um hitt, að þeir teldu nú annað
skipta meira máli en hvað um
málið gegn honum yrði og hvort
hann hlyti hér dóm samkvæmt
íslenzkum lögum. Þá kvaðst
Bjarni ekki hafa minnzt á kröfu
um, að forseti íslands ætti að
„svíkjast um að efna heit“ heldur
eitthvað á þann veg, að hann
rifti heiti sínu.