Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 24
£)W©1TTrA^ 147. tbl. — Fimmtudagur 4. júlí 1963 FERBAPJÖNUSTA OG FARMiÐASALA An ENDURGJAIOS liappsaltað á Raufarhöfn I FYRRINÓTT veiddu 40 síldar- skip rúm 20 þús. mál, mest af því 50 sjómílur A að N frá Raufar- höfn og var kappsaltað á Raufar- höfn á öllum stöðvum í gær og fram á nótt. Skip fóru einnig , með afla á aðrar hafnir, þar sem hann var saltaður.,, í gærkvöldi var veður ákaflega gott, og skip byrjuð að verða síldar vör, en' lítið farið að veiðast. Suður í Reyðarfjarðardýpi, þar sem hóp- ur skipa var í fyrrinótt, varð vart mikils kolmunna í gær. Fréttaritari blaðsins á Raufar- höfn símaði: Kappsaltað var á öllum stöðvum í dag. Bátar hafa verið að koma allan daginn og bíða alltaf 2—4 eftir losun. Síldin er ágæt. í>eir sem ekki komust að hér fóru arinað. Eftir kl. 7 í gærmorgun til ki. 10 í gærkvöldi tilkynntu þessi skip um afla: Fiskaskagi 250, Har aldur 350, Halkion 300, Jón Finns son 600, Hugrún 350, Steinunn 700, Friðbert Guðmundsson 120, Björgúlfur 350, Eldey 300, Fákur 200, Helgi Helgason 1500, Akra- borg 500, Sæfari BA 850, Þor- björn 1300. Sigifirðingar bjartsýnir Fréttaritarinn á Ólafsfirði sím- aði að þangað heíðu komið Guð- rún Þorkelsdóttir og Sigurpáil og hefði síldin úr þeim verið söltuð. Fréttaritarinn á Siglufirði símaði: Hér hafa nú borizt á land um 40 þús. mál bræðslusíldar, 11000 til Rauðku og 28.200 til SR. Salt- aðar hafa verið rúmar 5000 tunn- ur síldar og nokkur þúsund tunn- ur farið í frystingu. í dag mun Jón Finnsson koma með söltun- arsíld til Pólstjörnunnar, Har- aldur til Haraldar Böðvarsson & Co og Svanur RE til Kristins Óvön á nýjum bíl f GÆRKVÖLDI var kona ein svo óheppin að skemma glænýjan Volkswagen bíl. Hún hafði ekki ekið bíl í mörg ár, en haldið við ökuskírteini sínu. Svo fékk hún sér bíl og ók af stað í honum í gær- kvöldi. Er hún kom niður Skál holtsstíginn rann bíllinn hjá henni út í Fríkirkjuveginn, sem er aðalbraut. Þá vildi svo til að þar kom ungur og óþol- inmóður ökumaður í sínum bíl og ók á nýja bílinn hjá henni. Urðu nokkrar skemmd ir á honum, en fólk sakaði ekki. Halldórssonar, Gjafar til ísafold- ar. Frekar dauft er yfir Vestur- svæðinu þrátt fyrir ágætisveður, en vonir manna studdar nokkrum líkum standa til góðs síldarsum- ars. Á Austfjarðahöfnum var salt- að smávegis í gær, en síldin úr Reyðarfjarðardýpinu var mjög blönduð og ekki nema sumt af henni söltunarhæft. Brazk.iiv1 to|jan *»g sildarbátur rákust á Sá brezki sigldi brott I GÆRMORGUN rákust brezki togarinn Ephesian GY 604 og Guðbjörg ÍS 14 á í svarta þoku um 11 mílur SA af Norðfjarðar- horni og skemmdust bæði skip- in. Guðbjörg kom inn til Seyðis- fjarðar, en brezki togarinn, sem hafði líka ætlað þangað, hvarf íslenzka skipinu í þokunni upp undir Dalatanga, og hafði ekki komið fram í gærkvöldi, og ekki náðzt samband við hann. Mbl. átti símtal við Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóra á Guð- björgu og skýrði hann frá árekstr inum. Guðbjörg var á leið inn með slatta af síld í gærmorgun. Stýri- Eyðibýli Kristins bjornarbana í Horncz vík brann til ösku ÍSAFIRÐI, 3. júlí. — Sl. sunnu- dag kviknaði í íbúðarhúsi Krist- ins Grímssonar á eyðibýlinu Horni á Hornvík. Brann húsið til kaldra kola á skammri stundu. Þrír af bjarnarbonunum frá um daginn fóru aftur til Horna- víkUr eftir eggjum, en Kristinn Grímsson var annar síðasti ábú- andi á Horni. Héldu þeir félagar til í öðru íbúðarhúsi, en Kristinn var að öðrum þræði í sínu gamla húsi. Á sunnudaginn var Kristinn einn heima við og kveikti upp í eldavél, til að hita upp húsið og þurrka það, því raki var í því. Skömmu eftir að hann hafði kveikt upp, sá hann tófu nokkuð undan, náði sér í byssú og var að elta hana í um klukkustund, en missti af henni. Þegar Kristinn kom heim, sá hann að eldhúsið var fullt af reyk. Eldurinn komst í olíubrúsa og húsið fuðraði upp á tæpum klukkutíma. Brann það til ösku. Þetta var einlyft timburhús, »<£- Skýrsla um vítis- sódamálið inrtan tíðar RANNSÓKN heldur áfram á ástæðum fyrir því, að verkstjóri í Reykjavik fannst aðbrunninn af vítissóta skammt frá Hafnar- búðum fyrir rúmri viku, en hann lézt aðfaranótt laugardags sl. Rannsóknarlögreglan telur, að maðurinn hafi orðið fyrir árás og benda til þess m. a. áverkar á höfði. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni má búast við skýrslu um málið innan tíð- ar. járnklætt, um 35 ára gamalt. Það var vátryggt. Þeir félagar tóku á annað þús- und egg í ferðinni og Kristinn, sem er 68 ára gamall, seig í bjarg ið. Þeir töldu sig hafa séð spor eftir annað bjarndýr, en engin önnur merki sáust um annað dýr. — H.T. Hrukku af bílpalli VESTMANNAEYJUM, 3. júlí — Nokkrir unglingspiltar úr Tý voru í fyrrakvöld að byrja að undirbúa þjóðhátíðina inni í Herjólfsdal og voru með vöru- bíl. Hrukku fjórir þeirra af bíl- pallinum, er bíllinn lenti utan í moldarbarði. Var farið með þá í sjúkrahúsið, en meiðsli þeirra reyndust minni en á horfðist. Upplýsinga- bæklingur um SÞ FÉLAG Sameinuðu þjóðanna á íslandi hefur gefið út upplýs- ingabækling um starfsemi SÞ og verður honum einkum dreift meðal skólanemenda í iandinu fyrir milligöngu fræðslumála- skrifstofunnar. Er í honum að finna haldgóðar upplýsingar um hin margþættu og víðtæku störf, sem SÞ vinna af hendi á sviði stjórnmála, menningar- og mann- úðarmála. maðurinn var við radarinn, en Ásgeir var sjálfur aftur á. Svarta þoka var. Er klukkuna vantaði 15 mínútur í 6 var skipið statt 10,8 mílur SA af Norðfjarðar- horni, er skipin stímdu allt í einu hvort á móti öðru og rákust bakborðskinnungarnir á. — Við sáum hann ekki, segir Ásgeir. Stýrimaðurinn hafði radarinn á þriggja mílna fjarlægð og missti hann of nálægt. Ásgeir sagði að skellurinn hefði verið talsverður, en Guð- björg var á 9 mílna ferð. Hann hljóp strax fram á. Bakborðs- kinnungurinn var talsvert skemmdur, og stefni brotið, en skemmdirnar voru fyrir ofan sjó. Ellefu manna óhöfn er um borð, en engan sakaði. Eftir 8 mínútur nóðu skipstjórarnir tali hvor af öðrum. Fundust með radarnum og Guðbjörg keyrði upp að tog- aranum. Brezki skipstjórinn spurði hvort allt væri í lagi, og Ásgeir svaraði að skip sitt væri skemmt, en það væri engin Framhald á bis. 23. ! A MÁNUDAGSKVÖLD komu I fimm fulltrúar frá Stokk- | hólmsborg hingað í heimsókn í boði Reykjavíkurborgar. — Ferð þessi er liður í gagn- kvæmum heimsóknum full- trúa frá höfuðborgum Norð- urlanda, og munu fulltrúarn- ir dveljast hér til laugardags- morguns og kynna sér ýmis konar starfsemi borgarinnar. Myndin var tekin á flugvell- inum er þeir komu. — Nöfn þeirra, sem sjást þar eru, talið frá vinstri: Hans Calmfors borgarritari, Knútur Brunn fulltrúi borgarstjóra, Bengt Lind varaforseti borgarstjórn- ar Stokkhólms, Geir Hall- grímsson borgarstjóri, Gösta Wennström varaforseti borg- arráðs og fyrrv. borgarstjóri, frú Vera Söderström borgar- ráðsmaður, Gunnar Dalgren borgarstjóri menntamála og j Páll Líndal skrifstofustjóri borgarstjóra. Hart í bak á Hvammstanga Hvammstanga, 2. jú’í. LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýndi sjónleikinn „Hart í bak“ að Laug arbakka í kvöld, húsfyllir var og undirtektir áhorferida með ágæt- um. — str. Haiskip iær nýtt Hutnintyaskip HAFSKIP h.f. á í smíðum nýtt vöruflutningaskip í Vestur-Þýzka landi og er það væntanlegt til landsins um mánaðamótin sept- ember—október í haust, að því er Sigurður Njálsson, framkvæmda stjóri, tjáði blaðinu i gær. Þetta er um 150 lesta skip, nokkru stærra en Rangá og svip að, enda smíðað á sama stað. Kirkconnel flyt- ur fyrirlestur í dag DR. WATSON Kirkeonnel, for- seti Acadia-háskólans í Kanada, flytur fyrirlestur í háskólanum kl. 5.30 síðdegis í dag. Fjallar fyrirlesturinn um ís- lenzkan skáldskap í Kanada í 4 áratugi. Dr. Watson Kirkconnel er kunnur hér á landi fyrir þýðing- ar sínar á ensku á skáldskap Vestur-íslendinga. Ölium er heimill aðgangur á fyrirlesturinn. Þetta verður þriðja flutninga- skip Hafskips, sem á Rangá og Laxó, en ekki vildi Sigurður segja hvaða nafn nýja skipið fengi. Skipin hafa að undanförnu verið í flutningum til Póllands og Sviþjóðar og sagði Sigurður að nýja skipið yrði notað svipað, ákveðið hverju sinni hvaða ferðir það tæki. Kvöldfagnaður á Akureyri Kvöldfagnaður verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu Akureyri fyrir starfsfólk og stuðningsmenn D-listans í Norðurlandskjördæmi eystra, laugardaginn 6. júlí og hefst kl. 9 e.h. Aðgöngumiðar verða afhentir eftir því, sem húsrými leyfir, í skrifstofu flokksins Hafnarstræti 101, kl. 4-7 sama dag. Kjördæmisráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.