Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 8
8
MORCVNBLAÐID
Fimmtudagur 4. júlí 1963
— Kjaradómurinn
Framhald af bls. 1.
Höfuðrökum sóknaraðila að
því er varðar launakröfur, lýsa
umboðsmenn hans í greinargerð
m.a. þannig: „undanfarin ár hef-
ur sívaxandi óánægju gætt með-
al ríkisstarfsmanna með launa-
kjörin. Ríkisstarfsmenn eru yfir-
leitt verr launaðir en menn, sem
vinna sambærileg störf hjá öðr-
um. Lítið tillit hefur verið tekið
til ábyrgðar, menntunar og sér-
hæfni starfsmanna. Hefur þessi
óánægja m.a. leitt til þess, að
einstakir hópar ríkisstarfsmanna
hafa sagt upp störfum samtímis".
Að því er varðar höfuðrök
sóknaraðila fyrir kröfum sínum
um styttan vinnutíma, komast
umboðsmenn hans m.a. þannig
að orði: „Sóknaraðili telur eðli-
legt og sjálfsagt, að við kröfu-
gerð í þessu efni sé því gaum-
ur gefinn, hver þróunin er í öðr-
um menningarlöndum um vinnu-
öryggi og vinnuvernd, en þar er
vinnutími einn aðalþátturinn.
Virðist það hafið yfir deilur, að
raðandi grundvallarsjónarmið í
þeim efnum sé það, að tækni
og vinnuhagræðing eigi að koma
starfsfólki til góða á þann veg
einkum að létta erfiði eða á-
reynslu við störfin eða/og stytta
daglegan og vikulegan starfs-
tíma. Er þá um leið höfð í huga
sú staðreynd, að nauðsyn beri
til að lengja þann tíma, sem
launþegi getur notað til hvíld-
ar og menningarlífs".
Höfuðrök varnaraðila fyrir
kröfum sínum og gegn kröfum og
rökum sóknaraðila, að því er
varðar laun koma m.a. fram 1
neðangreindum ummælum um-
boðsmanna hans I greinargerð:
„Með þessum launastiga er rík-
isstarfsmönnum boðin launa-
hækkun, er nemur að meðaltali
um 23% og er þá ekki tekið til-
lit til kjarabóta, sem boðnar eru
fram í sambandi við vinnutíma
og yfirvinnu. I>á er óhætt að full-
yrða, að ríkisstarfsmönnum hafi
hér verið boðnar miklu meiri
kjarabætur en þeir hafa nokkru
sinni áður fengið, auk þess sem
sem hér er um sérhækkun til
ríkisstarfsmanna einna að ræða,
en ekki launahækkun í kjölfar
annarra stétta, eins og jainan
áður.....
Launastigi sóknaraðila felur í
sér kröfu um launahækkun, er
nemur að meðaltali 81%, eða
um 410 milljón króna hækkun
á ári....Að auki felst í kröf-
um sóknaraðila um vinnutímann
og yfirvinnugreiðsiur hækkun,
sem nemur tugum milljóna á ári.
Er því hér um margfalt stórtæk-
ari kröfugerð að tefla, en nokkru
sinni áður hefur þekkzt hér á
landi hjá nokkurri stétt, og
mundu slíkar kröfur, ef á þær
væri fallizt kalla fram risavaxn-
ar kröfur um kjarabætur frá
öðrum stéttum.
í launastiga sóknaraðila eru
ýmsum láglaunastéttum áskilin
mun hærri laun, en tíðkast hjá
hliðstæðum starfshópum sam-
kvæmt kjarasamningum stéttar-
félaga, en laun manna í hæstu
launaflokkum eru sett hærra en
nokkurs staðar þekkist í þessu
þjóðfélagi... Hafa verður í huga,
þegar kröfur sóknaraðila eru
kannaðar, að á undanförnum
áratug hafa opinberir starfsmenn
fengið svipaðar kauphækkanir
og aðrar stéttir þjóðfélagsins,
svo þeir hafa á þessu tímabili
ekki dregist aftur úr í launum,
a.m.k. ekki svo neinu nemi....
Launastigi varnaraðila er
grundvallaður á þeim meginregl-
um, sem koma fram í 20. gr. laga
nr. 55/1962, þ.e. kjörum laun-
þega, er vinna við sambærileg
störf hjá öðrum en ríkinu, kröf-
um, sem gerðar eru til mennt-
unar, ábyrgðar og sérhæfni og
afkomuhorfum þjóðarbúsins.1*
Höfuðrök varnaraðila gegn
vinnutímakröfum sóknaraðila,
eru þau m.a. „Slik stytting vinnu
tímans, sem hér er farið fram á
mundi kosta ríkissjóð stórfé og
leiða til mikils ósamræmis milli
ríkisstarfsmanna og annarra".
★
Hinn 12. nóv. 1959 skipaði fjár-
málaráðherra nefnd til að at-
huga um undirbúning löggjafar
um samningsrétt opinberra starfs
manna. Nefnd þessi vann að mál
inu um tveggja ára skeið og skil-
aði áliti til ríkisstjórr.arinnar í
nóvembermánuði 1901.
Af hendi ríkisstjórnarinnar
var síðan lagt fram á Alþingi á
árinu 1962 frumvarp til laga um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna. Er frumvarp þetta byggt
að nokkru á tillögum fyrr-
greindrar nefndar. Frumvarp
þetta hlaut samþykki Alþingis
og var gefið út sem lög nr. 55/
1962.
Með lögum þessum var í fyrsta
sinn hér á landi lögfestur samn
ingsréttur opinberra starfsmanna
gagnvart rikisvaldinu um laun
og kjör.
Samkvæmt ákvæðum 1. gr.
laganna taka þau til starfsmanna
sem skipaðir eru, settir eða ráðn
ir i þjónustu ríkisins, ríkisstofn-
ana eða atvinnufyrirtækja þess,
með föstum launum og minnst
þriggja mánaða uppsagnarfresti,
enda verði starf þeirra talið að-
alstarf. Þó taka lögin eigi til iðn-
aðarmanna, sjómanna, verka-
fólks né starfsfólks í iðjuverum,
ef um kaup þeirra og kjör fer
eftir kjarasamningum stéttarfé-
laga þeirra og vinnuveitenda sbr.
lög nr. 80/1938. Ekki taka lögin
heldur til bankastarfsmanna og
starfsmanna Alþingis.
1 2. gr. laganna er tekið fram,
að fjármálaráðherra fari með
fyrirsvar ríkissjóðs að því er
varðar kjarasamningana, og í 3.
gr. er sagt, að Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja fari með
fyrirsvar rikisstarfsmanna um
kjarasamninga og aðrar ákvarð-
anir.
í IV. kafla laganna er fjallað
um Kjaradóm, er skera skuli úr
ágreiningi milli aðila.
í 20. gr. laganna segir, að
Kjaradómur skuli við úrlausn
sína m.a. hafa hliðsjón af:
1. Kjörum launþega, er vinna
við sambærileg störf hjá öðrum
en ríkinu.
2. Kröfum, sem gerðar eru til
menntunar, ábyrgðar og sér-
hæfni starfsmanna.
3. Afkomuhorfum þjóðarbús-
ins.
Dómur Kjaradóms, sá er nú
gengur, gildir skv. ákvæðum 4.
til 2. mgr. 29. gr. laganna, frá
1. júlí 1963 til ársloka 1965.
Samkv. lögum nr. 97/1962 gildir
dómurinr. þó, að því er sjúkra-
húslækna varðar, frá 1. ágúst
1962 til ársloka 1965.
« ★
Kjaradómur hefur kynnt sér
framlögð sóknar- og varnargögn
aðila og kallað fyrirsvarsmenn
þeirra fyrir sig til að svara
spurningum, er dómurinn hefur
talið rétt að leggja fyrir þá til
skýringar málinu og þá fyrst og
fremst um þau atriði, er dóm-
inum ber samkvæmt 20. gr. lag-
anna m.a. að hafa hliðsjón af.
Kjaradómur sjálfur hefur einn
ig eftir föngum aflað sér gagna
og upplýsinga í samræmi við á-
kvæði 18. greinar laganna.
Þá hefur Kjaradómur sérstak-
lega talið þörf á að afla gagna
og upplýsinga um, hver séu raun
veruleg laun opinberra starfs-
manna, einstaklinga og/eða hópa
og í hvaða mynd þau séu greidd,
hver sé raunveruleg launabyrði
ríkisins nú og í hvaða mynd.
Gagna og upplýsinga um þessi
efni hefur dóminum reynzt tor-
velt að afla á þeim skamma
tíma, sem hann hefur haft til
umráða, en telur þó á grundvelli
þeirra takmörkuðu upplýsinga,
er aðilar hafa aflað og dómur-
inn sjálfur, að ljóst sé, að auk
fastra launa, njóti ýmsir rikis-
starfsmenn viðbót.artekna frá
ríkinu, auk greiðslna fyrir venju
lega yfir- og aukavinnu. Enn-
fremur er ljóst, að launabætur
þessar koma misjafnt niður og
ná ekki til allra starfsmanna.
Ekki er ljóst, að hve miklu leyti
þessar launabætur muni niður
falla með breytingum á launa-
kerfi ríkisins. Kjaradómur get-
ur ekki kveðið á um þetta atriði,
enda hlýtur framkvæmd öll í
þessu efni að hvíla á fram-
kvæmdavaldinu.
Þá hefur dómurinn, að því
leyti sem kostur er á, gert sér
grein fyrir fyrirkomulagi launa-
mála opinberra starfsmanna í
nágrannalöndunum, að því leyti
sem slíkt er sambærilegt, en
vegna mismunandi þjóðfélags-
hátta í hverju landi, er erfitt
að draga traustar ályktanir af
slíkum samanburði.
Viðfangsefni Kjaradóms al-
mennt falla í þrjá meginflokka:
1. Fjöldi launaflokka og skipt-
ing starfsmanna í þá.
2. Föst laun í hverjum launa-
flokki.
3. Vinnutími, yfirvinnugreiðsl-
ur og önnur starfskjör.
Um fyrsta viðfangsefnið ligg-
ur fyrir samkomulag málsaðila
um fjölda launaflokka og röðun
starfsmanna í þá, og leggur dóm-
urinn það samkomulag til grund
vallar og miðar við það í dóm-
inum.
Varðandi upphæð fastra launa
eru báðir aðilar sammála um, að
nauðsyn beri til að auka launa-
mismun milli flokka til að
tryggja, að ríkið eigi kost hæfra
starfsmanna og sé um það sam-
keppnisfært við einkareksturinn.
Dómurinn er þeirrar skoðunar,
að nauðsyn sé verulegrar hækk-
unar á launum rikisstarfsmanna,
ef leiðrétta á það misræmi, sem
orðið er og tryggja þeim viðun-
andi launakjör með tillit til
þeirra launþega, er vinna sam-
bærileg störf hjá einkaaðilum.
Þessi launahækkun hlýtur að
verða mest í efri launaflokkun-
um bæði vegna samanburðar við
launakjör í einkarekstri og þeirr
ar menntunar Og ábyrgðar, sem
störf í þessum flokkum krefjast.
Við ákvörðun launa ríkisstarfs-
manna hefur Kjaíadómur haft
til hliðsjónar launakjör sam-
kvæmt gildandi kjarasamning-
um, þ. á m. þær breytingar, sem
almennt hafa orðið á þeim nú
nýverið, er margir hópar laun-
þega fengu hækkuð laun sín um
7,5%. Varðandi samræmingu
kjara ríkisstarfsmanna og ann-
arra launþega hefur dómurinn
einnig litið til þess, að atvinnu-
öryggi ríkisstarfsmanna er meira
en launþega í einkarekstri, og
þeir njóta auk þess ýmissa rétt-
inda 'og hlunninda umfram aðra
launþega. Samræming sú á laun-
um rikisstarfsmanna og annarra,
sem að er stefnt, takmarkast einn
ig að nokkru af þeirri launa-
flokkun, sem liggur dóminum til
grundvallar, en hún bindur að
verulegu leyti launahlutföllin á
milli einstakra starfshópa.
Á móti þeirri leiðréttingu, sem
dómurinn telur nauðsynlega og
réttláta á launakjörum ríkis-
starfsmanna, hefur hann reynt
að meta áhrif hennar á afkomu
þjóðarbúsins, þ. á m. á fjárhag
ríkissjóðs. Er í þessu sambandi
Krafan:
Fl. Byrjun- Kaup á Kaup á Kaup á Eftir
1 arkaup 2. ári 3. ári 4. ári 10 ár
1. 4800
2. 5050
3. 5330 5620 5930 6260 6600
4. 5620 5930 6260 6600 6960
5. 593C 6260 6600 6960 7350
6. 6260 6600 6960 7350 7750
7. 6600 6960 7350 7750 8180
8. 6960 7350 7750 8180 8630
9. 7350 7750 8180 8630 9100
10. 7750 8180 8630 9100 9600
11. 8180 8630 9100 9600 10130
12. 8630 9100 9600 10130 10690
13. 9100 9600 10130 10690 11270
14. 9600 10130 10690 11270 11890
15. 10130 10690 11270 11890 12550
16. 10690 11270 11890 12550 13240
17. 11270 11890 12550 13240 13970
18. 11890 12550 13240 13970 14730
19. 12550 13240 13970 14730 15540
20. 13970 14730 15540 16400
21. 14730 15540 16400 17300
22. 15540 16400 17300 18250
23. 17300 18250 19260
24. 19260 20320
25. 22610
26. 23860
27. 25170
28. 26550
Tilboðið:
Eftir Byrj- Kaup Kaup Kaup
15 ár unar- eftir eftir eftir
kaup 1 ár 3 ár 10 ár
3750
4000
6960 4750 5000 5250 5500
7350 5000 5250 5500 5750
7750 5250 5500 5750 6000
8180 5450 5700 5950 6250
8630 5650 5900 6150 6450
9100 5850 6100 6350 6650
9600 6050 6300 6550 6850
10130 6250 6500 6800 7150
10690 6500 6750 7100 7400
11270 6750 7050 7350 7650
11890 7000 7300 7600 7900
12550 7250 7550 7850 8200
13240 7500 7800 8150 8500
13970 7750 8100 8450 8900
14730 8050 8400 8900 9400
15540 8400 8900 9400 9950
16400 9200 9700 10250 10850
17300 9600 10150 10750 11350
18250 10050 10650 11250 11850
19260 10550 11150 11750 12350
20320 12300 12900
21430 12850 13450
13400 14000
14500
15000
15500
Uómuiinn:
Byrjun- • Eftir Eftir Eftir Eftir Eftir
arlaun 1 ár 3 ár 6 ár 10 ár 15 ár
4800
5000
5220 5510 5730 5960 6200 6450
5430 5730 5960 6200 6450 6710
5650 5960 6200 6450 6710 6970
5880 6200 6450 6710 6970 7250
6110 6450 6710 6970 7250 7540
6360 6610 6870 7150 7430 7730
6610 6870 7150 7430 7730 8040
6870 7150 7430 7730 8040 8360
7150 7430 7730 8040 8360 8700
7430 7730 8040 8360 8700 9040
7730 804C 8360 8700 9040 9410
8040 8360 8700 9040 9410 9780
8360 8700 9040 9410 9780 10170
8700 9040 9410 9780 10170 10580
9040 9410 9780 10170 10580 11000
9410 9780 10170 10580 11000 11440
9930 10470 11050 11660 12300
10470 11050 11660 12300 12980
11050 11660 12300 12980 13690
12300 12980 13690 14440
13690 14440 15240
14440 15240 16070
15240 16070 16960
16960 17890
18870
19910
rétt að benda á, að á móti hækk«
un fastra launa virðist geta kom-
ið verulegur sparnaður útgjalda
með niðurfellingu a n n a r r a
greiðslna, hagkvæmari rekstri
vegna betri aðstöðu til að fá
hæft starfslið og með fastari
framkvæmd um skipun manna i
launaflokka.
Að því er varðar þriðja flokk
viðfangsefna dómsins, vinnutíma,
laun fyrir yfirvinnu og önnur
starfskjör, hefur dómurinn talið
rétt að líta fyrst til þeirra reglna,
sem um þetta hafa gilt til þessa.
Þó hefur hann ákveðið ýmsar
breytingar starfmönnum til haga
bóta og hefur þá einkum verið
st.fnt að því að leiðrétta mis-
ræmi og koma á réttlátari og
hagfelldari skipan í ýmsum efn-
um en verið hefur.
Að þessu öllu athuguðu ákveð-
ur dómurinn laun og kjör ríkis-
starfsmanna, er hér skipta máli,
þannig:
(Hér er sleppt niðurröðun I
launaflokka, sem Mbl. hefur birt
áður í heild. — Varðandi ákvörð-
un dómsins um laun hvera
flokks, sjá neðst á síðu 8.)
Til glöggvunar má geta þess,
að í 1. flokki eru t.d. nýliðar á
skrifstofum, í 5. flokki t.d. dyra-
verðir, húsverðir, saumakonur
Þjóðleikhúss og vinnumenn á
ríkisbúum, í 10. flokki t.d. að-
stoðarmenn á Veðurstofu, At-
vinnudeild og rannsóknarstofum,
afgreiðslumenn Á.T.V.R., birgða-
verðir, leiktjaldasmiðir og leik-
sviðsmenn Þjóðleikhúss, í 15.
flokki t.d. barnakennarar, varð-
stjórar lögreglu, slökkviliðsstjórl
á Rvk. flugvelli, þulir Og örygg-
isskoðunarmenn, í 20. flokki t.d.
aðstoðarlæknar II, menntaskóla-
kennarar, sendiráðsritarar I,og
ræðismenn, skrifstofustjórar IL
yfirumferðarstjóri Keflavík (að-
flugsstjórn), í 25. flokki t.d.
bæjarsímastjóri í Reykjavík,
deildarlæknar, deildarstjórar i
Stjórnarráði, ríkisiféhirðir, sendi-
ráðunautar og skattstjórar utan
Reykjavíkur.
★
Eftirfarandi reglur skulu gilda
um vinnutíma ríkisstarfsmanna,
yfirvinnu, yfirvinnukaup og önn
ur kjör, er hér skipta máli:
1. grei
Vikulegur starfstími starfs-
manna ríkisins, sem hin föstu
laun eru greidd fyrir, skal vera
sem hér segir:
A. 48 stundir.
Verkstjórar og verkamenn við
hvers konar útivinnu, starfsmenn
á ríkisbúum, ráðsmenn og ráðs-
konur, fólk við eldhússtörf, bif-
reiðastjórar og þeir, ?em vinna á
reglubundnum vinnuvökum og
ekki eru taldir annrs staðar.
B. 44 stundir.
Lögreglumenn, fangaverðir,
tollverðir, slökkviliðsménn, hjúkr
unarfólk, aðstoðarfólk við hjúkr-
un, starfsmenn á verkstæðum,
við birgðavörzlu, vöruafgreiðslu,
iðnað og iðjustörf, vélgæzlu og
önnur hliðstæð störf.
C. 38 stundir.
Starfsmenn á skrifstofum,
teiknistofum, rannsóknarstofum.
eftirlitsstofnunum, söfnum og
aðrir, sem hliðstæð störf stunda.
D. 36 stundir.
Sjúkrahúslæknar, sjúkraþjálf-
arar, starfsfólk við röntgen. eða
geislavirk efni. Ennfremur eftir-
taldir starfsmenn, er vinna á
reglubundnum vinnuvökum: Tal-
símamenn, símritarar, loftskeyta
menn, veðurfræðingar, flugum-
ferðarstjórar og aðrir, er hlið-
stæð störf stunda.
E. Kennarar.
1. Barnaskólakennarar: allt að
36 kennslustundir, er fækki í 3tt
stundir á því skólaári, sem kenn-
ari verður 55 ára, og í 24 stundir,
þegar hann verður sextugur.
Lengd hverrar kennslustundar
skal vera 45 mínútur.
2. Gagnfræðaskólakennarar,
húsmæðraskólakennarar, iðn-
skólakennarar: allt að 30 kennsltt
stundir, er fækki í 25 stundir, er
Framhald á bU. 13.