Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUISBLAÐIB Firrnntudagur 4. iúlí 1963 HlilBMT FOOTIVIER: H Æ T T U L E G U VI FARMUR 26 — í>ú talar eins og þetta væri greiði við mig, sagði hún hóg- lega. — Mitt starf er að vernda þi.g. Því meir sem við nálgumst höfn, því meiri hættu e tu í staddur. Fantarnir geta ekki hugsað til rannsóknarinnar. — Ég skal loka hann inni, tautaði hann. — En með hinum. Ég segi honum að halda sig inn- an veggja hjá sjálfum sér. — í>að væri nú eins gott að láta hann gan.ga alveg lausan. Þjónarnir hafa þjófalykla að öll- um hurðum á A-dekkinu, að und antekinni þinni íbúð. — Hvað get ég þá gert við hann? — Settu hann á B-dekkið. Þar er-u öll herbergi með stáihurðum, og ekki til nema tveir lyklar að hverri, annar í skráargatinu Og hinn í vörzlu vaktmannsins. Þeg- ar við vorum að tala um, hvað við ættum að gera við hina fan.g- ana, minntist Farman á herbergi aftan við eldhúsið, sem mat- reiðslumennirnir hafa. Það er hægt að flytja þá til. — Gott og vel, urraði hann. Eftir fáar mínútur komu Far- man og Adrian inn. Adrian var hlæjandi og áhyggjulaus á svip eins og hann var vanur, en aug- un litu samt með nokkrum á- kyggjusvip til Horace, til þess að vita, hvað hann vildi honum. — Við Soffía höfum verið í hári saman, sagði hann. — Ég er að reyna að koma kellu til, en___ — Hættu þessum bjánaiátum, sagði Horace. — Ég vil fá að vita, hversvegna þú slepptir Grober og Niederhoff út, eftir að ég hafði látið taka þá fasta. Þetta kom svo óvænt, að allur vindur fór samstundis úr Adrian. Andlitið varð algjörlega svip- laust, Og munnurinn gapti. Það leið andartak áður en hann gat komið upp orði. — Hvað, hvað.. hvað. . stamaði hann. — Og reyndu ekki að Ijúga neinu, sagði frú Storey. — Við kunnum alla söguna. Þú skarst á böndin á Grober með pennahnif, sem var í skúffunni, en í flýtin- un. skarstu þig á fingri. Adrian giápti á hana vandræða legur.. — Ég ætlaði ekki að fara að ijúga neinu. Ég leysti þá, það er ekki nema satt. Horace stökk á fætur. — Hel- vískur svikahrappurinn! Við héldum, að hann ætlaði að ráðast á Adrian og höfðum þvi góðar gætur á honum. En þegar Adrian náði andanum aftur, varð hann málugur og óðamála eins og kvenmaður. — Hvernig átti ég að vita þ-itta kveinaði hann. — Þú segir mér aldrei neitt. Ég heyrði, að það var öskrað eitthvað um upp- reisn á brúnni, og ég hljóp fram eftir. Ég sá skipstjórann bund- inn og ósjálfbjarga í kojunni sinni. Auðvitað leysti ég hann. Mér fannst, að ef þarna væri uppreisn um borð, stæði það hon um næst að fást við það. — Og hversvegna sagðirðu mér þá ekki strax frá því? Sagði Horace. Adrian varð niðurlútur. Nú.. ég var hræddur. Ég er engin hetja. Og þegar ég sá, 'að þetta hafði verið misskilningur hjá mér, var ég hræddur við að segja frá því. Horace leit á frú Storey. — Hvað heldur þú um þetta? urr- aði hann. Ég held, að hann sé að ljúga, svaraði hún rólega. — Það held ég líka. Ég ætla að læsa hann inni. Hún gekk að símanum Og hringdi í stýrishúsið. Spurði Les, hvort hann hefði tíma til að koma niður í nokkrar mínútur. Adrian öskraði eins og villidýr. — Nei, Horace, nei! Hlustaðu ekki á hana. Ég sver, að ég hef aldrei gert þér neitt í móti, vilj- andi. Ég er bróðir þinn! — Jú, heldur betur bróðir minn! tautaði Horace gremju- lega. — Mér er sama þó ég sé lok- aður inni, sagði Adrian. — Ég mundi gera hvað sem væri fyrir þig. En ég gæti dáið af tilhugs- ur.inni, að þú haldir, að ég sé að svíkja þig. Ó, guð minn góður, ég vildi, að þú hefðir aldrei eign azt þessa skítugu peninga! Við vorum hamingjusamir forðum, þegar við vorum fátækir. Þegar við vorum strákar saman, eima hjá okkur. Manstu hvernig ég elti þig og hafði allt eftir, sem þú sagðir og gerðir? Hvað ég var glaður, þegar þú lofaðir mér að koma að veiða með þér. Þú varst hetjan mín þá! Horace gekk burt og greip h "ndum um höfuðið. — Æ, hættu þessu, í herrans nafni! tautaði hann. Þessu vandræðaástandi lauk, þegar Les kom inn. — Læstu hann bróður minn inni! sagði Horace. — Sjálfsagt, sagði Les, án þess að depla augum. — Setjið þér hann í klefann á B-dekkinu, sem þér sögðuð mér frá, sagði frú Storey. — Á ég að setja hann í járn. eins og hina? — Nei.'æpti Horace. — Ég legg það nú samt til, sagði frú Storey. — Ég vil það ekki. Hvað getur hann gert af sér ef hann er inni- lokaður? Fáið þér mér svo annan lykilinn að klefanum og geymið sjáifur hinn. — Allt í lagi. Les benti á hurðina. — Komið þér þá! Horace var orðinn ræfilslegur, þegar öllu þessu var lokið. Ég gat séð, að húsmóðir mín vor- kenndi honum, en vildi bara ekki 3áta hann sjá það, af hræðslu við, að hann mundi ieggja of mikla merkingu í það. —Komdu, þú þarft að fá þér einn gráan, sagði hún. Við fengum okkur hressingu í ganginum, af því að við héld- um, að hitt fólkið væri í vetrar- garðinum, og vildum ekki hitta það. Á eftir gengum við öil fjög- ur um þilfarið. En brátt sendi frú Storey mig niður. Ég fór ekki að hátta, af því að mig grunaði, að verki okkar væri enn ekki lokið. Og það stóð líka heima, þvi að eftir tiu mín- útur komu frú Storey og Horace inn í setustofuna okkar. Undir eins og ég var farin frá þeim, sendi Horace Martin burt, í þeirri von að geta verið nokkrar mín- útur með henni einni. Þannig hafði hún losnað við Martin, án þess að á því bæri. Síðan bauð hún Horace niður til okkar. Hann setti upp vonbrigðasvip, þegar hann sá mig þar. — Nú, þarna er Bella! Ferðu aidrei í rúmið. Bella? — Það gerir ekkert til, sagði frú Storey. — Við þurfum að tala alvörumál. — Eru nú fleiri alvörumál á ferðinni? tautaði hann. — Já, ég hef leiðinlegt mál að leggja fyrir þig. — Jæja, það getur aldrei verið eins bölvað og það, sem komið er. Láttu mig heyra! Hún kveikti sér í vindlingi til aö fá tóm til að hugsa út, hvern- ig hún gæti komizt _hjá því að gera hann reiðan. — Ég vil halda því fram, að við höfum ekki komizt til botns í þessu máli enn sem komið er, sagði hún hægt — Hversvegna ekki? — Af því að mér finnst ekki Adrian hafa mannsmóð í sér til að halda neinu til streitu hjálpar laust, gegn svo mörgum erfið- leíkum. Mig grunar, að einhver standi að baki honum og spani hann upp. Ef til vill kona. — Ha? Áttu við Soffíu? æpti Horace. — Það er ekki nema satt, að það hefur ekki gengið hnífurinn milli þeirra upp á síð- kastið. En það ætti nú að batna, þegar hann er lokaður inni. — Já. Annaðhvort Soffía eða Adela, sagði hún? — Adela át hann eftir og glápti. — Það gæti hugsazt, að hún vildi festa hönd á þessum arfi, áður en þú gerir nýja erfðaskrá. Eða þá hún sé hrædd um, að þú neyðir hana til að skila aftur þessum demanti. Hver sem til- gangurinn kann að hafa verið í fyrstunni, er hún nú utan við sig af afbrýðisemi og hefndarþorsta, svo að hún veit ekki sitt rjúk- andi ráð. — Hvað áttu við með hefndar- þorsta? — Hún elskaði manninn slnn — á sinn hátt. — Ekki þarf hún þessvegna að vera afbrýðisöm vegna þess, að ég hef yfirgefið hana. — Býstu við, að svona kona sé sjálfri sér samkvæm? spurði frú Storey þurrlega. Hann starði aðeins og saug vindilinn sinn og hleypti brún- um. — Það þarf að losa hana frá Tanner, hélt húsmóðir mín á- fi m — Hann er alveg kominn á hennar vald, og guð má vita, hvað þau eru að brugga í félagi. — Hann má hafa hana fyrir mér.. Hvað viltu, að ég geri í málinu? — Loka báðar konurnar inni í herbergjum sínum þangað til við komum til New York. Eða, ef þú vilt það heldur, þá að loka alla gestina inni, svo að þeim sé gert jafnt undir höfði. — A ég að fara að fangelsa gestina mína!? sagði Horace og glápti. — Þú hlýtur að vera al- veg frá þér. Hugsaðu þér bara, h að yrði, þegar blöðin næðu í það! — Það getur ekki hjá því far- ið, að þetta veki athygli, hvort sem er, og þá munar þetta engu til eða frá. Ef þú kemst að því seinna, að þú hefur gert ein- hverjum rangt til, er alltaf hægt að bæta þeim það. Horace varð eldrauður af reiði. — Það geri ég aldrei! sagði hann. Þú ert farin að ganga nokkuð langt! Frú Storey fyrtist líka. — Ég? Mitt hlutverk er ekki annað en það, að sjá um, að þú komizt heill á húfi heim. Eftir það verð- urðu að sjá um þig sjálfur. — Jú, ætli maður viti það ekki svaraði Horace gremjulega. — Ég veit, að þú hatar mig. En hvers vegna þarftu að vera að endur- taka það æ ofan í æ? Ef þú færir almennilega með mig, gætirðu fengið mig til hvers sem er. Frú Storey andaði djúpt með- an hún var að átta sig. En allt í einu brosti hún. — Ég hata þig ekki. En það er ómögulegt að umgangast þig. Þú fyrirlítur þá, sem smjaðra fyrir þér og rifst við hina, sem gera það ekki. Hann tók ekki eftir þessu. — Ég fer ekki að berjast við kven- fólk, sagði hann önuglega. — Ég ætla að hætta á það, sem Soffía og Adela kunna að taka upp á. — Gott og vel, sagði hún og veifaði hendi til merkh um, að þá væri málið útrætt. — En svo er annað atriði.... — Annað? sagði hann og var sýnilega hræddur við það, sem hún ætlaði að segja. — Já, það er hann Martin, svaraði hún festulega. Hann roðnaði aftur. — Ertu nú farin að ofsækja Martin? Má ég engan vin eiga í friði fyrir þér? Ég vil ekki hlusta á eitt orð.... — Þegiðu! skipaði hún og svO einbeittlega, að hann stanzaði i miðri setningu og horfði á hana með galopinn munn. Hún opnaði dyrnar og gægðist fram í ganginn. — Til allrar hamingju var enginn þarna til að hlusta, sagði hún. — Þú ættir ekki að hafa of hátt. — Ég vil ekki heyra eitt orð Martin til hnjóðs, hélt hann á- fram, ólundarlega. — Við Martin s’.iljum hvor anna. Ég mundi trúa honum fyrir síðasta skild- ingnum mín-um. Hann er svei mér miklu meira en vinnukind hjá mér. Hann er vinur minn, og stundum finiist mér hann vera eini vinurinn, sem ég á. Að minnsta kosti er hann eina sálin um borð í þessum óheilladalli, sem er ekki sama um mig. Hinir hafa ekkert annað í huga en aur- ana mína. Martin sækist ekki eft- ir peningum. Hann vildi ekki láta mig nefna sig í erfðaskránni minni. Martin er sá eini, sem tal- ar hreinskilnislega við mig.... — Allt er það nú í hófi, taut- aði hún. — Hvað áttu við? SUÍItvarpiö FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ: 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Á frívaktinni, sjómannaþáttur. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Danshljómsveitir leika. — 18:9§ Tilkynningar. — L8 50 Veðuríx. 19:30 Fréttir. 20:00 Úr ferðaminningum Sveinbjarn« ar Egilssonar. 20:20 Samsöngur: Kórinn Concordia f Minnesota syngur bandarísk íög. 20:40 Erindi: Lúðvíg Harboe og störf hans á íslandi. 21:10 Haydn: Sinfónía nr. 45 í fis-moll, 21:35 í heimsókn hjá Salla sérvitringi, smásaga eftir Jón Kr. ísfeld. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: Keisarinn í Alaska, eftir Peter Groma; VII. 22:30 Djassþáttur (Jón Múli) 23:00 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 5. JÚLf: 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:2a5 Við vinnuna: Tónleikar. 16:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Harmonikulög — 18:50 Tilkynn* ingar. — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi. 20:30 Himsky-Korsakov: Píanókonsert í cis-moll, op. 30. 20:46 í ljóði: Um sumardag er sólin skín, — þáttur í umsjá Baldur* Pálmasonar. 21:10 íslenzk sumarlög, eungin og leikin. 21:30 Útvarpssagan: Alberta og Jakob, eftir Coru Sandel; XII. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: Keisarinn í Alaska, eftir Peter Groma; VII. 22:30 Menn og músik; I. báttur; Ohopi# 23:15 Dagskrárlok. KALLI KUREKI — * — — Teiknari* Fred Harman th'oc-timek hit sam œ TH’JAW AW' SRABBED SAW S , .45 AW' SH0T HIM1 ^ — Gamli maðurinn sló Sam á kjálkann, náði byssu hans, sem var nr. 45, og skaut Sam. — Þetta gerði ég ekki! — Nú vil ég fá botn í þetta mál. Ég skal leika Sam Aiken og þú gamla manninn. Síðan sýnir þú mér ná- kvæmlega hvernig þetta gekk fyrir sig. — Jæja, fyrst sló hann Sam, skil- urðu? Síðan.... — Gættu þín Kalli! — Þegar Sam féll greip gamli mað- urinn til byssu hans.... svona!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.