Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 2
MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 21. júlí 1963. 2 Fjórir erlendir biskupar á Skálholtsháfiðinni Rætt við biskupana í Stokkhólmi og Hroarskeldu FJÓRIR Norðurlanda- biskupar eru staddir hér á Skálholtshátíðinni, en vísibiskupinn í Færeyjum gat ekki komið. Biskup- arnir eru dr. Per Juvkam frá Björgvin, dr. Gudmund Schipler frá Hóarskeldu, dr. Helge Ljunberg frá Stokkhólmi og dr. Osmo A1 aja frá Mikkeli í Finnlandi. Morgunblaðið hugðist ræða við biskupana alla í gær, en því miður kom dr. Per Juv- kam of seint til landsins í gær- kvöldi, til þess að hægt væri að ræða við hann, og dr. Osmo Alaja hefur dvalizt úti á Iandi, þar sem ekki náðist til hans. Dr. theol. herra Helge Ljungberg, biskup í Stokk- hólmi, sagði, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hann kæmi til íslands. Kynni sín af ís- landi og íslenzkri menningu væri þó orðin allgömul, eða allt að fjörutíu ára. — Fyrir fjörutíu árum lagði ég stund á íslenzku við há- skólann í Uppsölum, en ég er bæði málíræðingur og guð- fræðingur að menntun. Til lokaverkefnis valdi ég kafla úr Flateyjarbók, þýddi hann og skýrði. Andmælandi minn var á öndverðri skoðun um staðsetningu ýmissa örnefna á Vesturlandi. Hann fékk svo mikinn áhuga á þessu efni, að næsta ár gerði hann sér sér- staka ferð til íslands og athug aði staðhætti við Breiðafjörð. — Ég held íslenzkukunnátt unni við og hef lesið öll Elddu- kvæði og meirihluta fornsagn anna. Doktorsritgerð mín hét „Den nordiska religionen och kristendommen“. Studdist ég þá að miklu leyti við íslenzkar heimildir. Einnig hef ég skrif- að etymologiska ritgerðir um íslenzku sögnina „að trúa“. — í>ér skiljið því, að nú er fjörutíu ára gamall draumur minn að rætast. Hugsanir mínar á umliðnum árum hafa oft hvarflað til þessarar eyju í Atlantshafinu, þar sem blómi norrænnar menningar stóð. — Þegar ég var að nálgast fsland á þriðja tímanum í nótt, var gamalli þrá minni fullnægt. Ströndin reis úr sjó, ég sá jöklana og fljótin; mér fannst ég vera að koma til andlegs heimkynnis míns. — Mér er sönn og mikil gleði að því að sjá Skálholt- kirkjuna tilbúna. í Skálholti var mikilvægasta menningar- miðstöð á íslandi um aldir. Skálholt er gott dæmi um sam band kirkju- og menningar- lífs. — Að lokum óska ég Skál- holtskirkju og íslenzku kirkj- unni í heild alls hins bezta um alla framtíð. GILDI ENDURREISNAR SKÁLHOLTSSTAÐAR ER MIKIÐ — Við erum margir i Dan- mörku, sem fylgjumst af sér- stökum áhuga með þróun end- Dr. theol. Gudmund Schipler, biskup í Hróarskeldu. Dr. theol. Helge Ljungberg, biskup í Stokkhólmi. urreisnar Skálholts. Skálholts staður er sá sögustaðanna á ís- landi, sem Danir þekkja einna bezt. í>annig komst dr. theol. herra Gudmund Schioler, biskup í Hróarskeldu að orði, þegar blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við hann í gær- — Hvað segið þér um þá hugmynd að stofnsetja lýðhá- skóla í Skálholti? — Það mundi gleðja mig, ef lýðháskólahreyfingin festi rætur í Skálholti. Ég hef þá trú, að hún eigi eftir að gegna mikilvægu hlutverki á íslandi, en auðvitað er það íslendinga sjálfra að ákveða, á hvern hátt það verður framkvæmt. — Hafið þér komið til ís- lands áður? — Nei, en vonandi á ég eftir að koma hingað aftur. Vegna embættismanna verð ég því miður að fara heim á miðvikudag. Mér finnst sér- staklega ánægjulegt að koma til þessa lands, sem ég hef gert mér far um að fræðast um. Fyrsti íslendingurinn, sem ég hitti á lífsleiðinni, var dr. Jón Helgason biskup, en hann heimsótti föður minn, sem einnig var biskup, þegar ég var ungur. — Álítið þér, að hægt sé að „endurreisa“ gamlan og sögufrægan stað? — Sé það ekki hægt á fs- landi, er það sennilega hvergi hægt. Ég hef margar ástæður til að ætla, að endurreisn Skál holts hafi mikið gildi fyrir ís- lendinga. Það er hættulegt hverri þjóð að hlaupast brott frá fortíð sinni. Lýðháskólar hafa mikið uppeldislegt gildi; þar býr ungt fólk saman og lærir á beztu þroskaárum sín um; æskufólk úr ólíkum stétt um og landshlutum menntar hvert annað undir leiðsögn hæfra kennara og í kristilegu umhverfi. Sjálfur tel ég míni lýðháskóladvöl hafa verið mér ómetanlegan undirbúning und ir lífið. — Á morgun fæ ég tæki- færi til að flytja Skálholti kveðjur frá Norðurlöndum. Ég á enga betri ósk íslandi til handa en að framtíðaráætl- anirnar um Skálholt rætist. Endurreisn þessa virðulega staðar er íslandi gagnleg, um leið og hún tengir íslendinga sterkari böndum við önnur norræn lönd. U 4 Skálholtsbiskupar I KAÞÓLSKUM SIÐ: ísleifur Gissurarson 1056—1080 Gissur ísleifsson 1082—1118 Þorlákur Runólfsson 1118—1133 Magnús Einarsson 1134—1148 Klængur Þorsteinsson 1152—1176 Þorlákur Þórhallsson hinn helgi 1178—1193 Páll Jónsson 1195—1211 Magnús Gissurarson 1216—1237 Sigvarður Þéttmarsson, norrænn 1238—1268 Árni Þorláksson (Staða-Árni) 1269—1298 Árni Helgason 1304—1320 Jón Halldórsson, nor- rænn 1322—1339 Jón Indriðason, nor- rænn 1339—1341 Jón Sigurðsson 1343—1348 Gyrður ívarsson, nor- rænn 1349—1360 Þórarinn Sigurðsson, norrænn 1363—1364 Oddgeir Þorsteinsson, norrænn 1366—1381 Mikael, danskur 1382—1391 Vilkin Henriksson, danskur 1391—1405 Jón, norskur (ábóti frá Munklífi) 1406—1413 Árni Ólafsson mildi 1413—1425 Jón Gerreksson, danskur Jón Vilhjálmsson Craxton Godsuin, hollenzkur Marcellus Jón Stefánsson Krabbe, danskur 1462—1465 Sveinn Pétursson, spaki Magnús Eyjólfsson Stephán Jónsson Ögmundur Pálsson I í LÚTHERSKUM SIÐ: Gissur Einarsson 1540—1548 1426—1433 1435—1437 1437—1447 1448—1462 1466—1476 1477—1490 1491—1518 1521—1541 1 NA /5 hmiltr | / 5V 50 hnúttr X SnjHtmt • ÚSi «*• 7 Sktirir K Þrumur W!%< KvUtthl ‘Zs' HHttkH H HmS L Lmtl í GÆR varð breyting vind- vindur varð í þess stað hægur stöðu hér. N og NA átt sem SA. Á Norður- og Vesturlandi rikt hefur að undanförnu var glampandi sól en skúrir færðist austur fyrir land, en á SA-landi og á Austfjörðum. Marteinn Einarsson 1549—1557 Gisli Jónsson 1558—1587 Oddur Einarsson 1589—1630 Gísli Oddsson 1632—1638 Brynjólfur Sveinsson 1639—1674 Þórður Þorláksson 1672—1697 Jón Þorkelsson Vída- lín 1698—1720 Jón Árnason 1722—1743 Ólafur Gíslason 1747—1753 Finnur Jónsson 1754—1789 Hannes Finnsson 1777—1796 Geir Jónsson Vídalín 1797—1801 104 ára MARÍA Andrésdóttir í Stykkis- hólmi, elzti núlifandi íslending- urinn, er 104 ára á morgun, mánu dag. Hún er enn hin ernasta. FRIÐRIK vann GLIGORIC Er nú efstur ásamt Keres Biðskákir á Los Angéles-mót- inu voru tefldar á föstudag og vann þá Friðrik Ólafsson bið- skákina úr 8. umferð við Glig- oric eftir 100 leiki. Hefir hann þá unnið þrjár skákir í röð, stórmeistarana, Gligoric, Naj- dorf og Reshevskyj1 og er efst- ur ásamt Keres. úimá í biðskákun- um í 9. umferð vann Petrosjan Gligoric og Ker- es Benkö. í 10. umferð vann Petrosjan Benkö Keres Panno en Gligoric og Naj- dorf gerðu jafn- tefli. Eftir 10 umferðir eru þeir Friðrik og Keres efstir með 614 vinning hvor, Petrosjan 6, Najdorf og Gligoric 5 hvor, Reshevsky 414, Panno 314, Benkö 3 vinninga. Nú eru fjórar igmferðir eft ir og verður 11. umferð tefld í dag, og hefir Friðrik þá svart á móti Keres, en síðan á hann eftir að tefla við Petrj osjan Benkö og Panno. Syndið 200 metrana A-Þjóðverjar og Russar ræða Berlínarmálið og framtíð Þýzkalands Moskvu 20. júlí (NTB). EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum kom austur-þýzk sendinefnd til Moskvu í fyrri viku til viðræðna við Sovét- stjórnina um utanríkismál. Formaður austur-þýzku nefnd- arinnar var Lothar Bolz, utan- ríkisráðherra, en auk hans áttu sæti í henni varnarmálaráð- herra A.-Þýzkalands og sérfræð- ingar stjórnarinnar um Berlínar- málið. Að fundunum í Moskvu lokn- um var gefin út sameiginleg til- kynning, þar sem sagði, að rædd hefðu verið ýms utanríkismál, er við kæmu bæði Sovétríkjunum og Austur-Þýzkalandi. Stjórnmálafréttaritarar f Moskvu telja, að framtíð Aust- ur-Þýzkalands og Berlínar hafi verið til umræðu á fundinum. Hafi þessi mál verið rædd frá því sjónarmiði, að griðarsáttmáli Atlantshafs- og Varsjárbandalags ins verði undirritaður. Einnig er talið, að viðræðurnar hafi snúizt um tillögu Krúsjeffs forsætisráð- herra Sovétríkjanna þess efnis, að eftirlitsnefndir yrðu í Aust- ur- og Vestur-Þýzkalandi til þess að koma í veg fyrir skyndiárás, í tilkynningunni, sem austur- þýzka og sovézka nefndin gáfu út segir, að samkomulag hafi náðst um öll mál, er rædd voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.