Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 3
Súrirnidagur 21. júlí 1963. m O R G V 1S B L 4 Ð 1 Ð 3 Yfirlitsmynd úr turni Skálholtskirkju. Séð ti suðurs. Fyrir miðju rís Vörðufell og vestar og utar Hestfjall, en nær rennur Hvítá. (Ljósmynd Mbl. Sv. Þ) taðhættir í Skálholti VAFALAUST háttar svo Jtil, að margir gestanna, sem verða í Skálholti í dag, koma þangað í fyrsta sinn og eru því lítt kunnugir staðháttum. Þessir gestir, sem flestir eru langt að komnir, munu aka til Skál holts eftir tveimur leiðum, sumir koma að Skálholti norð an frá, upp Grímsnes og Bisk- upstungur og yfir gamla brú á Brúará, aðrir koma að Skál holti að sunnan, upp Skeið og yfir nýja hengibrú á Hvítá hjá Iðu. En það er sama hvaða leið farin er, Skálholt blasir alls- staðar við langt að. Allt í kring er láglendi, en Skálholt stendur á hól og ber allhátt yfir umhverfið. Árnar Hvítá og Brúará renna saman skammt sunnan við Skálholt, þannig að staðurinn er á tungu 'milli þessara. tveggja straumþungu failvatna, Skál- holtstungu. Enginn gest.anna, sem stend ur á hátíðarsvæðinu í Skál- holti þarf að vera áttavilltur, því í hásuðri frá staðnum er Vörðufell, sem rís upp úr lág lendinu handan Hvítár. Á sama hátt og sést til Skálholts langt að, er einnig víðsýnt það an og fagur fjallahringur. Rétt vestan við Vörðufell og sunn ar blasir Hestfjall við, í vest- ur er Mosfell og lítið eitt norð ar sjást fjöllin, sem girða af Laugarúaginn. Austan við Vörðufell sést Eyjafjallajökull, síðan Tinda fjallsjökull, austar er Hekla, sem í dag er hvít niður fyrir miðjar hlíðar og loks Hrepps fjöllin. En það er fleira í Skálholti Fögur er hlíðin — sagði frú Bodil Begtrup í stuttu samtali við MbL í gær 66 MEÐAL gesta á Skálholtshá- tíöinm er írú Bodil Begtrup, am bassador Dana í Sviss, en hún var ambassador hér á landi 1949 56. Hún er boðin til hátíðarinn- ar af forseta og biskupi. Frú Begtrup var mjög vinsæl og far- sæl í starfi og eignaðist hér fjölda vina. Mbl. ræddi stundarkorn við frú Begtrup í gær á heimili frú Önnu Guðmundsdóttur, ekkju Jóns heit ins frá Kaldaðarnesi. Bodil Begtrup. Það er mjög skemmtilegt að vera komin hingað aftur, sagði frú Begtrup. Ég var á Skálholts- hátíðinni 1956 og hlakka mjög mikið til þess að vera við guðs- þjónustuna fyrir austan á morg- un. Skálholt er gamall norrænn helgistaður. Frú Begtrup kom hingað fyrir viku og hefur ferðast nokkuð í vikunni. Mig langaði til Jþess að aka Kaldadal, en til þess gafst ekki tími. En ég fór í Land- mannalaugar með Ragnari í Smára og það var fjarska skemmtilegt. Við borðuðum í sæluhúsinu. Það er einstak fyr- irkomulag þessi sæluhús. Það er eins og allir hafi þekkzt í fjölda ára. Ég var á Þingvöllum og hitti þar Bjarna Benedikts- son og í vikunni heimsæki ég Pál ísólfsson og konu hans aust- ur á Stokkseyri. Hér hefur mikið verið byggt og húsin hér inn i bæ eru mjög falleg. Við sparðum frú Begtrup um starf hennar í Sviss, en hún hef- ur verið ambassador Dana í Bern í fjögur ár. Það er gott að vera þar, sagði frúin, en Sviss er mjög ólíkt land íslandi. Ég fagna því, að samband íslands og Danmerk- ur virðist alltaf vera að verða nánara. Ég vann nokkuð að hand ritamálinu og fagna því, að það virðist nú vera að leysast. Eftir- maður minn hér í sendiráðinu hefur unnið gott starf. „Fögur er hlíðin“, sagði frú. Begtrup á góðri íslenzku. Hér er alltaf fallegt. Að lokum sagði frú Begtrup, að sig hlakkaði mjög til þess að koma í Heiðmörk og sjá þar tréð, sem hún gróðursetti þar fyrir nokkrum árum. Þetta tré er í hupti n okkar hjónanna tákn um tengsl okkar við ísland. Ég vona að þetta verði stórt tré. Frú Begtrup fer utan eftir viku. en fjallasýnin. Staðurinn úir og grúir af örnefnum og minj um sögu liðinna alda. Kirkjan sem í dag er vígð, stendur á sama grunni og allar fyrri kirkjur í Skálholti, en þeirra stærst var kirkja Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem að lokum var rifin og viðir henn ar seldir á uppboði, þegar bisk upsstóll í Skálholti lagðist nið ur. Bæjarhús voru mörg í Skál holti á fyrri velmektarárum staðarins; Guðmundur Kamb an áætlar í Skálholti tölu þeirra á tíma Brynjólfs Sveins vsonar ekki færri en 50, og sést enn í dag móta fyrir leif um þessarar byggðar, og vafa laust eru rústirnar fullar af fornminjum, þar eð hvert hús ið á fætur öðru hef- ur risið á sama grunni. Það lágu traðir til norðurs og aust urs, Biskupatraðir til norðurs að þeim stað er Jón biskup Arason og menn hans tjölduðu er þeir gerðu aðförina að Skál holti. Traðirnar til suðurs lágu niður túnið og yfir mýr- ina. Hólar hafa flestir sitt nafn. Virkishóll, þar sem staðar- menn bjugguzt til varnar gegn Jóni Arasyni, Kyndlu- hóll og Öskuhóll sem eru gamlir öskuhólar og Söðul- hóll, þar sem talið er að gestir á staðnum hafi geymt reiðtýgi sín. Rétt norðan við veginn hef- ur verið reist minnismerki um þá feðga Jón Arason, Björn og Ara. Á þeim stað sem talið er að þeir hafi verið höggnir. Skammt fyrr norðan eru leif ar af Skólavörðu. sem skóla- sveinar hlóðu, en hefur nú látið mikið á sjá sakir þess, að steinar hafa verið teknir úr henni til húsbjygginga. Starfsmaður A-þýzku leyniþjón- ustunnar gefur mikilvægar upplýsingar í V-Þýzkalandi Berlín 20. júlí (AP). HAFT var eftir áreiðanleg- um heimildum í Vestur-Ber- lín í dag, að starfsmaður aust- ur-þýzku leyniþjónustunn- ar hefði flúið til borgarinnar og gefið lögreglu hennar mik- ilvægar upplýsingar. Fregnir heima, að maður þessi hafi verið háttsettur innan leyni- þjónustunnar. Honum tókst að flýja 28. júní, en ekkert hefur spurzt um flótta hans fyrr enn í dag. Talið er, að maðurinn (nafn hans hefur ekki verið birt) hafi flúið um göng undir Ber- línarmúrnum, sem Austur-Þjóð- verjar hafi látið gera til þess að þeir ættu auðveldara með að koma útsendurum sínum til Vest- ur-Berlínar. í skjölum þeim, er maðurinn hafði meðferðis á flóttanum, var m.a. skrá yfir fjölda útsendara kommúnista í Vestur-Berlín. Flóttamaðurinn var fluttur til ónafngreinds staðar í Vestur- Þýzkalandi og þar mun hann gefa frekari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.