Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. júlí 1963. MORCVISBLAÐIÐ 15 Kaupmannahöfn upp úr ýmsum brotnum gömlum koparhlutum, sem til voru í kirkjunni, en hon- um þótti vera til einskis gagns. Nútímamenn mundu ef til vill fúslega skipta á þessum ljósa- hjálmi og hinum gömlu og brotnu koparhlutum, sem til hans var varið, en samt er hjálmurinn á- gætur gripur og sómir sér vel, enda er hann beinlínis smíðaður til að vera í stórri kirkju. Á tím- um Brynjólfs biskups var barokk stíllinn í algleymingi á Norður- löndum, og allt sem smíðað var í Skálholti á hans dögum eða lagt til kirkjunnar af listgripum, var að sjálfsögðu mótað af þeim stíl. Þannig er ljósahjálmurinn og stjakarnir, þannig er það litla sem til er af útskurði úr <ióm- kirkju Brynjólfs, enda var yfir- smiður hennar Guðmundur Guð- mundsson einf lærði fullgildi meistari á barokk hér á landi. Til forna Iá hellulögð tröð frá Skálholtssetri niður fljóti. I baksýn er Hekla. tún, jafnvel alla kiS að vaðinu á Tungu- (Ljósmynd Mbl. Sv. Þ.) — Skálholt Framh. af bls. 10. Ekki er nú til á Norðurlöndum nein steinkista frá miðöidum, er jafnazt geti við þessa, og meðal íslenzkra minja mun nú naum ast hægt að benda á áhrifa- meira sögulegt tákn en þetta hvílurúm hins glæsilega Odda- verja frá gullöld íslands. Þrónni er nú þannig fyrir komið í Skál- holti, að hún blasir við og nýtur sín vel hvort sem að ofan er kom ið inn í salinn ellegar að framan úr undirganginum. LEGSTEINAR Með veggjum á þrjá vegu í minjasalnum ei'u reistir upp leg steinar sex Skálholtsbiskupa og tveir að auki, annað miðalda- steinn með áhöggvinni krossfest ingarmynd, og kann hann að hafa verið legsteinn, þótt ekki sjáist nú á honum letur, og hinn legsteinn Sigfúsar Þórðarsonar staðarráðsmanns, sem andaðist ár ið 1702. Af biskupalegsteinunum sex er steinn O’dds biskups Einars sonar elztur eða frá því um 1630. Hann er ekki heill, en hefur ver ið úr íslenzku grágrýti og með íslenzku verki mjög snotru. Graf letrið er á latínu og fylgja nokkr ar ritningargreinar úr Davíðs sálmum: Lát sál mína lifa, að hún megi lofa þig. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mín- um. Hinir steinarnir eru allir mjög stórir, útlendir að efni og verki. lítið sem ekki skemmdir. Það eru steinar biskupanna Þórð ar Þorlákssonar, Jóns Vídaiíns, Jóns Árnasonar, Finns Jónsson- ar og Hannesar Finnssonar. Á þremur elztu steinunum eru graf letrin á latínu og mærðarmikil, svo sem siður var, en á steínum þeirra feðga, Finns og Hannesar, sem voru síðastir Skálholtsbisk- upa, eru letrin á íslenzku. Graf- skrift Hannesar biskups hefur Magnús Stephensen samið, enda er steinninn jafnfrarrit yfir fyrri konu Hannesar, frú Þórunni, systur Magnúsar. Á steininn er þetta höggvið meðal annars: „Hann var lærðra ljós / íslands unan / allra góðra sómi / því mun og angrátt / ísland spyrja / að líka hans / en lengur þreyja. Hún var honum samvalin / að hvörri dygð / og atgjörvi öllu / jöfn að ástsæld og eftirsýnd / — Báðum lík ekkjufrú / biskups Hannesar / Valgerður Jónsdótt- ir / vífa prýði / vonar að hvíla / hér við hans síðu / undir þess- um / úthöggna steini / sem hún þeirra / setti moldum. — Sú von rættist þó ekki. Ekkjan frú Val- gerður giftist síðar Steingrími Jónssyni, sem seinna varð sjálf ur biskup og einn af ágætustu mönnum sinnar tíðar eigi síður en Hannes Finnsson, og hún hvíl ir við síðu hans. — Allir eru þessir legsteinar fallegir og virðulegir gripir, sem vel sóma minningu þeirra merk ismanna, sem þeir eru helgaðir, og þeir njóta sín vel í minja- salnum undir gólfi hinar nýju kirkju. í þeim sal verða annars, þegar fram líða stundir, fleiri minjar um Skálholt og sögu þess, þótt enn sé þar ekki annað en það, sem nú hefur verið talið, enda er það í sjálfu sér ærið til að gera þennan sal að merkileg um viðkomustað allra þeirra, sem láta sig sögu vora einhverju varða. GRIPIR DÓMKIRKJUNNAR Ekkert land stendur íslandi jafnfætis að sögulegum heimild- um um búnað kirkna sinna á miðöldum, og er þar einkum átt við hinn mikla fjölda máldaga, sem varðveitzt hefur úr biskups- dæmunum báðum. Þeim mun hastarlegra er það, að sjálf Skál- holtskirkja skuli á þessu sviði hafa goldið hið mesta afhroð. Engir máldagar eða aðrar skrár eru til um gripi hennar fyrir siða skipti. Um skrúða og gripi Hóla- dómkirkju eru hins vegar til mikl ar og merkar heimildir Þær sýna, að ótrúleg auðlegð var þar sam- an komin í ýmsum góðum grip- um, og má öruggt telja að Skál- holtskirkja hafi sízt verið ver búin. Ber þess þó reyndar að minnast, að tveir kirkjubrunar hafa höggvið stór skörð. En þrátt fyrir allt er óhugsandi, að ekki hafi verið í Skálholtskirkju fjöldi kirkjulegra listaverka í skrúða og gripum, þegar siða- skiptin gengu í garð. Þegar fram líða stundir og farið er að telja upp eigur dómkirkjunnar í' af- hendingarbókum biskupa, sjáum vér enn töluvert eima eftir af hinum fyrri auði. í bókum þess- um er síðan hægt að fylgja grip- unum eftir alla 17. og 18. öld, og þegar á allt er litið er ekki hægt annað en viðurkenna, að biskup- ar þessara tíma hafi haldið fast utan um þessar eigur dómkirkj- unnar. Einn og einn gripur hverf- ur, enda margir hverjir lítt not- hæfir til kirkjulegrar þjónustu, aðrir koma í staðinn, nýir. Það er ekki fyrr en undir lok 18. aldar, þegar biskupsstóll er fluttur úr Skálholti, að sú upplausn hófst, sem grandaði mörgum góðum hlutum kirkjunnar eða dreifði þeim út um allar jarðir, svo að ekki er nú hægt um vik að rekja feril þeirra. Þarflaust er að kasta steinum að neinum í þessu sam- bandi, það er hin sögulega rás viðburðanna, sem þarna var að verki og réði atgerðum einstakra manna. Og á 19. öld týndust fáir hlutir í Skálholti, þótt þess séu að vísu dæmi. Eftir að Forngripa- safnið var stofnað í Reykjavik árið 1863, voru nokkrir gripir teknir með biskupsleyfi úr kirkj- unni og gefnir eða seldir safninu, og nú eru í Þjóðminjasafninu allmargir hlutir frá Skálholti, sumir merkir og lítt skemmdir, aðrir leifar einar. Tilkomumestur þeirra er stor gylltur silfur- kaleikur, sem stundum var kall- aður kaleikurinn góði, og talinn er frá um 1300. Hann er stærstur þeirra miðaldakaleika, sem varð- veitzt hafa á íslandi, og er aðeins einn af mörgum, sem dómkirkjan átti fyrrum. PRÉDIKUNARSTÓLL OG ALTARI En þrátt fyrir allt sem glatazt hefur og allt sem varðveitt er í Þjóðminjasafni, er þó hitt all- nokkuð, sem aldrei hefur úr kirkjunni farið og hefur nú feng- ið virðulegan stað í hinni nýju kirkju. Brynjólfur biskup Sveins- son reisti hina síðustu dóm- kirkjubyggingu í Skálholti um 1650 og var að búa hana að grip- um það sem hann átti eftir emb- ættistíðar sinnar, en hann andað- ist 1675. Þessi kirkja var merki- legt hús, þótt ekki væri hún eins mikil og hinar eldri dómkirkju- byggingar. Þessari kirkju sinni útvegaði biskup marga góða gripi til viðbótar þeim sem áður voru til. Prédikunarstóllinn í kirkj- una og reyndar sitt hvað fleira gaf Islands Compagnie, þ.e. ís- landsverzlunarfélagið danska. Hann er enn lítt skemmdur og hefur verið lagfærður og settur sem prédikunarstóll í nýju kirkj- una. Ur þessum prédikunarstóli hefur meðal annars meistari Jón flutt þær ræður, sem áhrifamest- ar hafa heyrzt í íslenzkri kirkju Altarið úr kirkju Brynjólfs bisk- ups er einnig i nýju kirkjunni, en ekki sem háaltari, heldur auka altari í norðurstúku, sem sam- svarar norðurstúku gömlu kirkn- anna, þeirri^ • sem kölluð var Maríustúka. Á lofti þeirrar stúku hafði Brynjólfur biskup bókasafn sitt. Altari þetta er íslenzk smíð og í ágætu standi, á sinn hátt engu verri gripur en prédikunar- stóllinn nema síður sé. Það er allt smíðað úr þykkri eik, og mun fyrst hafa verið málað um 1690, en þá málaði Hjalti Þorsteinsson, síðar prestur og prófastur í Vatnsfirði, margt í dómkirkj unni. Utan af altarinu hefur nú verið losuð ósmekkleg málning frá seinni tíð, og kom þá í ljós græn og rauð málning, mjög líf- leg, þótt nú sé harla slitin. En hún fer þessum gamla hlut vel og gaman er að hafa þarna þessi merki eftir handaverk sér Hjalta. ALTARISSTJAKAR OG LJÓSAHJÁLMAR I kii’kjunni eru tveir mjög veg- legir altarisstjakar úr kopar, gefn ir af Islands Compagnie 1651, og stór og mikill ljósahjálmur úr kopar, með 16 örmum í tveimur hvirfingum. Þennan ljósahjálm lét Brynjólfur biskup steypa KLUKKUR í turni nýju kirkjunnar eru ásamt nýju klukkunum þrjár gamlar klukkur, tvær sem keypt ar voru handa dómkirkjunni 1726, steyptar í Kaupmannahöfn, og hin þriðja merkileg miðalda- klukka, sem borizt hafði héðan af landi til Noregs einhvern tíma þessari öld, en var fyrir nokkrum árum keypt af Norðmanninum Johan Faye og gefin til Skálholts kirkju. Leiða má að því nokkrar líkur, að hún kunni jafnvel að hafa verið ein af þeim fjölmörgu klukkum, sem til voru á sínum tíma í Skálholti sjálfu, en full- víst er þetta ekki. Til er sitthvað fleira af göml um kirkjugripum í Skálholti, smærri í sniðum og ómerkari, enda skal nú ekki hafa upptaln- inguna lengri. Þegar hinn gamli góði fræði- maður Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi lýsti Skálholti árið 1904 komst hann svo að orði: „Staupasteinn er nú hið eina, að kalla má, sem minnir á hinn forna Skálholtsstað“. Þarna mun Bryn- jólfur hafa átt við staðinn sjálf- an, staðarhúsin, enda mun vænt- anlega vera ljóst af því sem hér hefur verið sagt, að enn er í Skál holti ýmislegt, sem rækilega minnir á dómkirkjuna og hina gömlu Skálholtsbiskupa. Við upp byggingu staðarins nú hefur ver- ið reynt að halda öllu til haga, sem eitthvert gildi hefur fyrir sögu hans. Allir sem hlut eiga að máli, haft vakandi skilning á því að taka varð fullt tillit til hinna gömlu minja og leitazt við að fella þær smekklega og virðu- lega inn í þá nýju umgerð, sem staðurinn hefur nú fengið. Hið nýja setur að sjálfsögðu allan svip á staðinn, en við nánari kynni sést hvernig hið gamla á einnig sinn ríka þátt. Á þvílík- um stað, sem Skálholt er, veltur á miklu að vel takist sambúð hins gamla og hins nýja, og að því hefur verið stefnt. Nýja kirkjan er minnisvarði, reistur á 20. öld og bar vitni um list og tækni henhar. En minnisvarðinn stend- ur á traustum grunni hinnar fornu dómkirkju, og hinar sýni- legu minjar, sem nú hefur verið lýst, munu gera sitt til þess að hinn forni staður með sínum nýju mannvirkjum, hljóti í vitund þjóðarinnar þann sess, sem hon- um ber meðal sögustaða landsins. Og þá minnist ég orða Björnsona Fler end vi aner, ja aander af döde, vugges i kvaeld i vort festlige kor. En fyrst og fremst minnist ég Brynjólfs biskups, sem nauðug- ur lét skinnbækurnar af höndum. Hann vildi fá þær prentaðar á ^slandi, en biskupinn á Hólum neitaði og hann hafði vald á einu prentsmiðjunni á landinu. Og svo höfnuðu handritin í Ðan- mörku . . . Eg minnist einnig Jóns Erlendssonar, afritara' Bryn jólfs biskups, hans sem bjargaði efni margra þeirra sXinnbóka, sem nú eru glataðar. Bara að skinnbækur Brynjólfs biskups hefðu verið hér í dag, endurreisn Skálholtsdómkirkju er ekki fuU komnuð fyrr en þær eru komnar. — Hvað viljið þér segja að lokum? — Að lokum er það svo hin nor ræna útsýn frá Skálholti, frá kirkju og skóla, boðskap og fræðslu. Útsýn til Færeyja, Nor- egs, Finnlands, Svíþjóðar og einn ig til gamla bróðurlandsins Dan- merkur. Og það er hér sem ég vil minna á vort norræna hjartans mál: suðurslesvíska málið. Eg minnist hinna mörgu íslendinga, sem hafa verið með oss í þessu dansk-þýzka deilumáli: Gríms Thomsen, Jóns Sigurðssonar og Bjarna Gíslasonar. En fyrst og seinast vil ég þó minnast séra Matthíasar og kvæðis hans um Suðurjótana og baráttu þeirra fyr ir dönskum málstað. Sú barátta er nú háð fyrir sunnan Selbæk. Snorri segir frá því að í orrust- unni á Hlýrskógaheiði þar nærri hafi Magnús konungur góði heyrt hljóm klukknanna í dómkirkj- unni í Niðarósi. Megi nú hljóm ur dómkirkjuklukknanna í Skál- holti einnig heyrast þangað með al þeirra, sem lifa undir erlendu valdi, og síðan berast þaðan aft ur sem bergmál til íslands. — Jörgen Bukdalh Framh. af bls 8 Skálholt fái mál til að sameina anda feðranna og nútíðina. En Skálholt er einnig norrænn stað ur með norrænni útsýn, eins og Niðarós í Noregi, Naadendal i Finnlandi, Sigtuna í Svíþjóð, og eigum við að segja Skamlings- banken í Danmörku en ekki Askov. Það er og norrænn stór- viðburður er hin endurreista dómkirkja er nú vígð. Önnur nor ræn lönd hafa lagt fram skerf til endurreisnarinnar, þar hefir ver ið framrétt norræn bróðurhönd til hins frjálsa íslands. Það verð ur hátíðleg stund þegar dóm- kirkjuklukkunum verður hringt. — Reykjav'ikurbréf Framh. af bls. 13. sinni, ef þeir hlytu nægilegt fylgi til þess. Dómur kjósenda var sá, að stjórnarflokkarnir hlutu sameig- inlega aukið fylgi frá fyrri kosn- ingum og hlutu um p6% allra at- kvæða. Svo mi' ið fylgi og ávinn- ingur eftir harða baráttu heilt kjörtímabil mundi hvarvetna tal- ið til stórtí'ðinda. Enda hafa stjórnir í lýðræðislöndum óvíða stærri hluta kjósenda á bak við sig, þar sem á annað borð er veru legur ágreinir.gur og allir megin- flokkar standa ekki að sam- steypustjórn. Að þessu athuguðu sést hversu fjarstæðukent er skraf Tímans og Framsóknar- manna ^um, að ríkisstjórnin hafi hlotið aminningu við kosningarn- ar og verði að teljast veik stjórn. Þar er veik stjórn Til samanburðar er fróðlegt að íhuga ástandið í Danmörku. Þar fara tveir flokkar með stjórn. — Samanlagt hlutu þessir flokkar tæplega 48% atkvæða. Þeir lafa að vísu við stjórn á því að hafa meirihluta á þingi með stuðningi — óvissum þó — frá Færeyjum, Grænlandi og þýzka þjóðarbrot- inu í Slésvík. Sá stuðningur er þó, sem sagt, harla óviss og fer mikið eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni hverju sinni. Mesti styrkur stjórnarinnar er fólginn í því, hversu stjórnarand- staðan er klofin, enda fengu tveir stærstu andstöðuflokkarnir ekki nema 38% atkvæða. Hitt dreifist á ýmsa. Að svo vöxnu máli var það mikill ósigur fyrir ríkisstjórn ina þegar hennar eigin frum- vörp, sem hinir smærri stjórnar- andstöðuflokkar einnig studdu, hlutu við þjóðaratkvæðagreiðslu ekki fylgi nema 27—28% kjós- enda, þar sem andstæðingarnir fengu allt að 45% atkvæða. Þau úrslit voru vissulega áminning fyrir dönsku stjórnina. Enda má með sanni segja að þar sem svo hagar til sé veik stjórn. Er það vissulega með allt öðrum hætti en hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.