Morgunblaðið - 21.07.1963, Side 20

Morgunblaðið - 21.07.1963, Side 20
20 MORCVISBLAÐIO Sunnuclagur 21. júlí 1963. HlfLBÍRl FOOIMER: H Æ T T U L E G U R FARMUR En svso eru alltaf einhverjir, sem bíða eftir tækifæri til að sneypa eftirlætisgoð almennings álitsins, og sum blöðin tóku á sig krók til þess að benda á, að nú loks hefði hlé orðið á hinni glæsilegu áfrekabraut frú Storey Horace Laghet hefði ráðið hana til að venda sig fyrir samsæris- mönnunum, og henni hefði mis- tekizt það. Þetta var næstum meira en ég gæ-ti þolað. Eg brann í skinn- inu að setjast niður og skrifa blöðunum allan sannleikann í málinu, hvernig húsmóðir min hefði tekið að sér verkið með vissum, ákveðnum skilyrðum. hvernig Horace Laghet hefði æ ofan í æ svikið samninginn, og h ernig hann hefði með þver- höfðaskap sínum gert henni ó- kleift að framkvæma verk sitt og bjarga honum. En hún vildi ekki jPWcjamMaðid A Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla blaðsins í Kópa- vogi er að Hiiðarvegi 35, sími 14947. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir kaupendur þess i Garða- hreppi, er að Hoftúnj við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Árbæjarbl. og Selási UMBOÐSMAÐUR Morg- unbiaðsins fyrir Arbæjar- bletti og Selás býr að Ar- bæjarbletti 36. , leyfa mér að skrifa þetta bréf. Lofum þessum ásökunum að falla niður dauðum af sjálfu sér.... þetta gleymist fljótlega! Allir þeir. sem höfðu verið um t ð í skipinu voru umsetnir af biaðasnápum Adela Holder og Frank Tanner höfðu sínar gildu ástæður til að vera fámál. Emil og Celia voru rugluð af öllum þessum óskapagangi, en Soffía naut hans til fullnustu. Málæði hennar var eins og ótæmandi gull æði fyrir blaðamennina. Miriam var komið burtu, svo að blaðamennirnir gátu ekki of- sótt hana. Hún hafði ásett sér að sjá ekki Martin oftar, og það stóð hún við. Og vitanlega gat hann ekki komið við þessu djöf ullega áhrifavaldi jínu á henni, meðan hann var í fangelsinu. Þegar málið loksins kom fyrir réttinn, vildi hvorugur aðilinn kalla hana sem vitni: sækjand- inn vegna þess, að hann vildi ekki en verjandinn vegna þess, að hann þorði ekki. Einhvernvegin tókst Martin að róða dýrasta málfærslusnilling landsins, en samt hefur hann lík- lega sjálfur verið klókasti mað- urinn, sem þarna kom við sögu. Hann stjórnaði sjálfur aðgerðum í vörn sinni og fór það snilldar- lega úr hendi. Hann reyndist að- dáanlegt vitni sér í hag. Rólegur og í góðu skapi og að því er virt ist hreinskilinn eins og bezt varð á kosið, og sækjandanum tókst aldrei að snúa á hann eða flækja hann í mótsögnum um neitt at- riði, sem máli skipti Alla dagana sem réttarhöldin stóðu yfir, var salurinn fullur af þúsundum kvenna. Það var sagt að hann hefði fengið hlaðana af bréfum frá þeim daglega. En sækjandinn hafði heldur ekki legið í letinni Líkskoðun lc'ddi í ljós, að Horale Laghet hafði fengið miðtaugakerfið lam að af innspýtingu meðals, sem hafði sömu verkanir og curare. Kafarar voru fengnir til að rann saka flakið af Sjóræningjanum, og með myndatökum neðansjávar leiddi þeir í Ijós, að skipið hafi eyðilagzt af sprengju, sem komið var fyrir undir þiljum. En vitanlega hafði upprunaleg ætlun Martinis verið að sprengja það upp í einhverri erlendri höfn, en ekki svo að segja við sínar eigin bæj ardyr. Frú Storey fór skyndiferð til Hollands og með hjálp hin dug lega hr. Joannots, gat hún kom izt nákvæmlega á .;noðri um at- hafnir Martins þar í landi. Auk vitneskjunnar um demantakaup Martinis þar, komst nán að því að hann hafði einnig keypt þar strigabát, og efni í tímasprengju og heimsótt illrændan grasalækni sem hann gat hafa fengið eitrið hjá. En sá grasalæknir var horf- inn. Adrian hafði róazt um það leyti eem- réttarh(l.din nófust og leysti fúslega frá skjóðunni og virtist ákafur að gera það. Fyrir réttinum var hann í sýnilegu jafnvægisleysi og taugaveikiaður, og vitnisburður hans varð Martin að miklu ógagni. Morðið var sannað á Martin. Síðar meir lét einn kviðdómand- inn þess getið, að hann og félag ar hans hefðu orðið fyrir einna mestum áhrifum af þeirri stað- reynd, að Miriam hefði reynt að aðvara Horace um samsærið gegn honum, enda þótt vitnisburður um það kæmi ekki beint fram fyrir dómnum. Ef það væri ósatt, hversvegna hafði Miriam þá ekki verið kölluð sem vitni? spurðu kviðdómendurnir sjálfa sig. Þann ig varð Miriam honum til falls j. 'nvel fjarverand. Hann fór í rafmagnsstólinn, tin andi og iðrunarlaus. Úti fyrir fangelsishliðinu var hópur kvenna grátandi. Næst tóku við réttarhöldin yfir Adrian. Hann játaði sig sekan um að hafa tekið þátt í samsæri til að drepa Horace, og fékk langa fangelsisvist. Eg hef heyrt, að heilsu hans fari ört hnign- andi og að hann muni aidrei lifa það að taka út alla fangavist ina. Adela Holder fékk arfinn, sem henni var ætlaður, samkvæmt erfðaskránni og hún giftist Frank Tanner. En það hjónaband stóð ekki lengi. Milljónarar voru það, sem Adela sóttist eftir og bráð lega fann hún einn í viðbót, en Tanner fékk álitlega fjárupp- hæð til þess að geta dregið fram lífið, án þess að þurfa að snerta á verki, og hann verður feitari og úteygari með degi hverjum. Þegar réttarhöldunum var lok ið gátum við frú Storey og Soff ía laumað ungu elskendunum til EtLkton í Maryland, þar sem hægara er að komast í hjónaband en á nokkrum öðrum stað í Bandaríkjunum. í Elkton standa prestarnir úti í dyrum og lyfta fingri að þeim, sem framhjá fara í bíl. Síðar sama dag komum við nýgiftu hjónunum um borð í ó- merkt skip í Baltimore, undir gervinöfnum. Leyndarmál þeirra var varðveitt þangað til þau voru sloppin burt. — Guð minn góður, að geta hugsað sér að sleppa svona burt í ró og næði! sagði Emil. — Eg held ég sé búinn að mölva einar tíu myndavélar, en það spruttu alltaf tvær upp fyrir hverja eina, sem mér tókst að eyðileggja. — Já, en sjáðu nú til, sagði Celia, sem nú var orðin eigin- konuíeg. — þú verður nú að læra að haga þér vel, þegar við kom um innan um hina farþegana. Við skulum láta eins og við séum buin að vera gift árum saman. Þú verður að sýna mér kæru- leysi, og við gætum meira að segja rifizt dálítið. — Eg gæti aldrei haldið því áfram til lengdar, sagði Emil. — Nú, jæja, þegar vð hættum að geta haldið það út, getum við alltaf komið hingað niður og lát ið eins og bjánar. Þegar þau komu aftur frá út- löndum lá næst fyrir að ákveða, hvernig fara skyldi með öll auð- æfin. Hverniig sem Soffía grét og bað voru þau ófáanleg til að lifa eins og auðkýfingar. Frú Storey stakk upp á að festa nægi lega upphæð handa þeim að lifa á, en afganginn skyldi leggja í sjóð, sem kenndur væri við Hor ace Laghet og ætlaður væri til að hjálpa bágstöddum í öllu land inu. Emil og Celia samþykktu þessa tillögu með gleði. Þannig hefur nafn Horace Lag het komizt í meðvitund almenn ings, sem nafn eins af velgjörða mönnum þjóðarinnar. Fyrir okk ur sem erum öllum hnútum kunn ug, er ekki laust við, að dálítil kaldhæðni sé í sambandi við þessa sjóðsstofnun. Les Farman hafði sýnt sig þann afreksmann í sambandi við þetta mál, að hann fékk óðar en varði skipstjórn á skipi, sem gekk til Florida. Aðra hvora viku er hann þrjá daga í New York og er þá venjulega að hitta í íbúð Miriam, þar sem hann sit ur og brosir til hennar með undr un og aðdáun. Henni hlýtur að vera það mikil tilbreyting frá Martin. Eg býst við, að hún giftist honum áður en lýkur, þótt ekki væri nema í þakklætis skyni Og ef hún gerir það, mun hún komast að raun um, að enn er ekki öllu lokið hjá henni. Les kann að koma konum á óvart. Meinhægur maður kann að vera ekki eins skemmtilegur og fant ur, en hann endist betur. Frú Storey segir. — Stúlkur eru svoddan bjánar, þegar karl- menn eru annars vegar. Ef þær bara vissu það, þá eru það feimnu mennirnir, sem eru svo skemmtilega miklir prakkarar, innst inni við beinið. (Sögulok). aiUtvarpiö SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ. 8:30 Létt morgunlög. — U:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar. 10:10 Veðurfregnir. 10:15 Útvarp frá Skálholti: Vígð kirkju byggingin nýja. (Sjá dagskrá hátíðahaldanna á öðrum stað í blaðinu). 12:30 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: ,,Hnotubrjót- urinn“ eftir Tjaikovsky (hljóm- sveit og kór Bolshoj leikhúss- ins í Moskvu flytja; Hosedest- vensky (Hljómsveit og kór Bols- hoj leikhússins 1 Moskvu flytja; Hosdestvenskij stjórnar). 15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 Veður- fregnir). 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Sendibréf svarað. b) Framhaldsleikritið „Ævin- týri Rikka Nikka og Pikka" eftir Ingibjörgu Jónsdóttur; II. hluti. — Leikstjóri: Klemens Jónsson. c) Áttúnda kynning á verkum Jóns Sveinssonar (Nonna): Haraldur Hannesson talar um Nonna og Steindór Hjörleifsson les úr bókinni „A Skipalóni.44 13:30 „Ó blessuð vertu, sumarsól"; Gömlu lögin sungin og leikin. 18:55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:15 Organleikur: Chaconne eftir Pál ísólfsson um stef úr Þorlákstíð- um (Höfundur leikur). 20:30 Erindi: Byggingar og búskapur 1 Skálholti (Vilhjálmur Þ. Gísla son útvarpsstjóri), 21:05 „Segðu mér að sunnan": Ævar R. Kvaran sér um þáttinn. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. —- 23:30 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Lög úr kvikmyndum — 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Guð- brandur Magnússon- fyrrverandi forstjóri). 20:20 Kórsöngur: Söngvitnisflokkur- inn frá Þórshöfn í Færeyjum syngur andlega söngva. Söng- stjóri: Össur Berghamar. 20:40 Erindi: Býflugur (Ingimar Ósk- arsson náttúrufræðingur). 21:05 íslenzk tónlist: Verk eftir Helga Pálsson. 21:30 Útvarpssagan: „Alberta og Jak- ob“ eftir Coru Sandel; XVI. (Hannes Sigfússon). 22:00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veð- urfregnir. 22:20 Búnaðarþáttur: Heyskapur að Meðalfelli í Kjós (Gísli Kristjáns son ræðir við heimamenn). 22:40 Kammertónleikar í útvarpssal; Dönsku listamennirnir Poul Birkelund og félagar hans ^ leika. 23:25 Dagskrálok. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna"; Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. — 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Eileen Farrell syng- ur ,Wesendonck söngva4 eftir Wagner, við undirleik Fílhar- moniusveitar New York borgar undir stjórn Leonards Bern- stein 20:20 Frá Japan; II. erindi: Haldið frá Tokíó til Kobe (Kjartan Jóhanns son verkfræðingur). 20:45 Tónleikar: Tríó í a-moll fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu eftir (Artur Rubinstein, Jascha Heif- etz og Gregor Piatigorsky leika) 21:10 „Alþýðuheimilið", bókarkafli eftir Guðrúnu Jacobsen (Brynj- ólfur Jóhannesson leikari). 21:30 Ný íslenzk tónlist: Píanósónata eftir Leif Þórarinsson; — frumflutt (Rögnvaldur Sigur- jónsson leikur). 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins Gerður Guð- mundsdóttir). 23:00 Dagskrárlok, uorur K.artöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó AÐALKJÖR Grensásveg KALLI KÚREKI -k - * — Teiknari: Fred Harman —Nú veit ég hvað! Ég sendi mynd- ina af Rauði. Svo þegar ekkjan kem- ur hingað, get ég virt hana fyrir mér, án þess hún viti í rauninni, hver ég er! — Ho, ho! Það væri dálaglegt, ef hún léti telja sér trú um, að Rauður væri ég. En ef ég þegi eins og steinn, þá getur hann ekki átt neitt sökótt við mig. — Enginn sá, þegar ég tók hana. Ég hef eiginlega aldrei áttað mig á því, hve ég er geðfeldur náungi! Vita- skuld er ég það — undir skegginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.