Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 10
10 TUORGVWBL 4 Ð I Ð Sunnudagur 21. júlí 1963. ☆ vyxw-v.nwwi. í HUNGURVÖKU segir hinn ö- nafngreindi höfundur, að Teitur sonur Ketilbjarnar gamla væri sá gæfumaður, að hann byggði þann bæ fyrstur, er í Skálholti heitir, er nú er allgöfugastur bær á öllu fslandi". Þegar þetta er rit að, rétt eftir 1200, var Skálholt þegar orðið andlegur höfuðstað- ur íslands, og átti þá eftir að verða það margar aldir eða fram um 1800, þegar biskup fluttist þaðan og Skálholtskirkja hætti að vera dómkirkja. Skálholt hvarf í hinn mikla fjölda venju legra bændabýla, og þar var ekki meira um að vera eða miklu meira að sjá en á hverjum öðrum bóndabæ hvar sem var á land- inu. Og svo fór fram í hálfa aðra öld, unz nú eru aftur að verða aldahvörf í sögu þessa allgöf- Minnismerki um Jón biskup Arason og syni han s, er reist var, þar sem talið er, að þeir hafi verið höggnir 7. nóvember 1550. Kristján Eldjárn þjóðmlnjavörður: Fornar minjar á Skál- holtsstað hinum nýia ugasta bæjar á íslandi. Risin er ný kirkja á grunni hinnar gömlu dómkirkju, reist hefur verið í- búðarhús og bæjarhús með öðr- um mannvirkjum sem þarf til myndarlegs búskapar á staðn- um, mikil og góð ræktun teygir sig nú langt út yfir mörk hins forna Skálholtstúns. Allar eru þessar aðgerðir studd ar sögulegum rökum, vitundinni um það hvað Skálholt hefur ver ið lengst af sögu vorrar. Það er því ekki ófyrirsynju að spurt er hvaða menjar séu enn eftir hinn forna Skálholtsstað, hvaða merki tali nú sögunnar máli á þeim mikla sögustað, sem nú hef ur verið færður í búning vorra tíma að húsum, mannvirkjum og ræktun. Hér verður leitazt við að segja lítils háttar til vegar um nokkrar gamlar minjar, sem enn er að finna í Skálholti. Að stofni til er þetta útvarpserindi, sem flutt var í vikunni sem leið, og er á engan hátt tæmandi. ÖRNEFNI í landareign Skálholts er all- mikið af örnefnum, en ekki verða þau gerð að umtalsefni hér nema fáein þeirra, sem nákomnust eru staðnum, sem biskupssetri. í kirkjugarðinum sjálfum er Þor- láksbúð, snyrtileg og mjög skýr hústóft, sem hefur nafn af Þor- láki hinum helga eins og fleira í Skálholti. Þarna stóð lengi hús, sem víst hefur verið eins konar kirkjuskemma, en þó var það stundum notað í kirkju stað, eins og til dæmis á dögum Ögmundar biskups, meðan verið var að end urreisa dómkirkjuna eftir kirkj u brunann 1527. Rétt sunnan við suðurvegg hennar er sagður leg staður Brynjólfs biskups Sveins- sonar. Við kirkjugarðínn að aust an er Virkishóll, þar sem sjást nokkrar menjar virkis, sem Skál- holtsmenn gerðu til varnar gegn Jóni biskupi Arasym, er hann hugðist taka staðinn á sitt vald 1548, en fyrir norðan garð er minnisvarði sá, sem reistur var á þeim stað, sem helzt ertalið að aftaka Jóns biskups og sona hans hafi farið fram á. Norður þaðan er svo Skólavarðan, sem er ferhyrndur nokkuð har pallur, hlaðinn úr grjóti. Sagt er, að uppi á brúnum hennar hafi verið hlaðnir líkt og bekkir á alla fjóra vegu, og hafi skóiapiltar getað setið þar 12 í einu. En norð austur aí varða Jóns Arasonar er Þorlákssæti, þar sem Þorlákur helgi á oft að hafa setið. Til merk is um mannaferðir heim á stað- inn eru leifar af þrennum tröð- um, og voru einar þeirra, Norður traðir eða Biskupatraðir, norður með kirkjugarði. Fyrir neðan brekkuna við Vesturtraðir er Kyndluhóll, sem í rauninni er gríðarmikill grasi vaxinn ösku- haugur, og skammt þaðan var einnig Þorláksbrunnur áður fyrr. KIRKJUSTÆÐI OG BÆJARSTÆÐI Kirkjustæðið er miðdepill stað arins, og á þeim sama grunm hafa alla kirkjubyggingar í Skál holti staðið hver eftir aðra. Þar stóð hin fyrsta dómkirja á dög- um ísleifs biskups, þar stóðu hinar gríðarstóru kirkjubygg- ingar miðalda, þar stóð kirkja Brynjólfs biskups, sem hann byggði um og eftir 1650 og var síðasta dómkirkja í Skálholti, þar stóðu hinar litlu sóknarkirkj ur 19. aldar, og þar stendur loks hin nýja Skálholtskirkja, sem vígð er í dag. Áður en hafizt var handa ym að byggja þá kirkju, voru gerðar umfangsmiklar forn leifarannsóknir í kirkjugrunnin- um, og kom þar margt merki- legt i ljós um sögu dómkirkjunn ár. Það sem mönnum kom einna mest á óvart við þær rannsóknir var það, hve stórkostleg hús dóm kirkjurnar voru á miðöldum; með kór og stöpli var núðalda- kirkja sú, er skýrt mótaði fyrir í grunninum, 50 metrar að lengd. Athugull gestur, sem nú sækir Skálholt heim, getur séð móta fyr ir kór hennar austur af kór nýju kirkjunnar, og á þeim upphækk aða fleti, sem þar sést, var há- altarisstaður dómkirkjunnar öld um saman. Sunnan og vestan við dómkirkj una var biskupsbærinn og skól inn, og stóðu þessi hús miklu lægra en kirkjan, vegna þess hverni^ landslagi háttar í Skál- holti. Til er grunnmynd af Skál holtsstað eins og hann var undir lok 18. aldar, en enginn vottur sést nú af þeim húsum, sem þar eru sýnd, né nokkrum öðrum gömlum húsum. Þar sem bærinn var, er nú slétt grund, en þar eru undir sverði á víðáttumiklu svæði þykk mannvistarlög, því að þar hefur hinn mikli bær ver ið öldum saman og hlaðið undir sig, eins og gömlu torfbæirnir gerðu, þegar þeir voru endur- byggðir á sama staðnum kynslóð eftir kynslóð. Fróðlega rannsókn væri ugglaust hægt að gera á þessu svæði, en þar er um að ræða umsvifamikið fyrirtæki, sem vafalaust bíður enn lengi. En við uppbyggingu staðarins nú hefur þessu rústasvæði verið hlíft við öllu raski að öðru en því að yfirborð þess hefur verið sléttað. Upp úr grundinni stend ur einn stór og sögufrægur steinn, ferkantað bjarg, sem snýr upp sléttum fleti. Steinninn heit ir Staupasteinn og hefur lengi staðið á hlaðinu í Skálholti, og segja munnmæli að við hann hafi menn fyrrum drukkið hestaskál. UNDIRGANGURINN Hinn 25. júlí 1785 var hinn svo kallaði undirgangur í Skálholti boðinn upp til niðurrifs og fór fyrir iágt verð, því að ekki var í honum annað verðmæti en nokkrir gamlir viðir. En þar með lauk sögu ganga þeirra, sem lang an aldur höfðu tengt saman dóm kirkjuna og skólann og biskups bústaðinn. Þau göng voru að nokkru leyti jarðgöng, einkum hið næsta kirkjunni eða eftir að inn í kirkjugarðinn kom, en ann ars hlaðinn og uppgerð að við- um og þaki eins og hver önnur bæjargöng. Slök göng voru mjög eðlileg og nauðsynleg fyrir presta og prestefni, sem daglega áttu margar ferðir milli kirkju og húsa og sambærileg göng eru al þekkt víða. Göng þessi voru í Skálholti öldum saman nefnd undirgangurinn, og svo ætti að nefna þau nú, en í fornöld og fram eftir miðöldum voru þau kölluð forskáli. Þeirra er fyrst getið í'því sambandi, er Órækja Snorrason fór með her manns heim á staðinn hinn 2. jan. 1242 og settist um kirkjugarðinn, þar sem Gissur Þorvaldsson hafði bú izt um með allt sitt lið, en haust ið áður hafði Gissur látið drepa Snorra Sturluson föður Órækju. Skálholtskirkjugarður hefur sýnj lega verið hár og ætlaður til þess að nokkru leyti að þar mætti verj ast, ef ófrið bæri að höndum. Svo er að orði komizt í Sturlungu, að Órækju menn „sóttu áorður eftir forskálanum, þeim er til kirkju er“, og hafa þeir bersýnilega ætlað að nota hann sem brú upp á kirkjugarðsvegginn, en erfitt var að fóta sig á forskálaþekj- unni, sem bæði var mjó og svell uð. Eftir þetta er undirgangsins ekki getið í varðveittum heimild um fyrr en í virðingu staðarins 1541, en á 17. og 18. öld er hans margsinnis getið. Almennar likur mæla með því, að gangur þessi milli húsa og kirkju hafi verið á sama stað frá upphafi vega til hins síðasta. Lá hann frá bæjar húsunum í norðaustur til kirkju, og var þar gengið úr honum upp tröppur upp á kirkjugólfið fram anvert. Við fornleifagröf'tinn í Skálholti var hann rannsakaður eftir því sem kostur var á. Hann hefur verið rösklega 20 metrar að lengd og um 1,25 metra breiður og sjálfsagt það hátt undir loft. að vel væri manngengt. Gólf hans fannst óhreyft með öllu og var lagt hellum, en undir þeim er haglega útbúið lokræsi til að taka við veggjaruna og jarðvatni, sem þarna getur látið mikið að sér kveða, því að vatni steypir af klöpp þeirri, sem allur austurhluti Skálholtskirkju stend ur á, en göngunum hallar mikið frá kirkju til bæjar, sökum hæð armismunar í landslagi. Auk gólfsins stóðu miklar leifar af veggjum gangsins, svo að enginn vafi er á, hvernig þefta hvort tveggja hafði verið. Allmikill sal ur er undir framanverðu gólfi hinnar nýju kirkju, og þótti rétt að gera hinn forna gang þannig úr garði, að hægt væri að ganga eftir honum frá hinu forna bæjarstæði og inn í þennan kirkjusal. Haustið Í958 var gang urinn því hlaðinn upp, hið gamla gólf látið haldast óbreytt og allt sem nýtilegt var af gömlu úndir stöðunum, og síðan reist þar þak eftir því sem bezt varð við kom ið, og svo búinn er nú þessi forni gangur til sýnis í Skálholti, gólf og veggir mjög eins og áður var, en þak öðru vísi upp gert af hagkvæmdarástæðum. Þykir mörgum nokkurt ævintýri að ganga þennan langa gang úr kirkju eða í og stíga fótum á þær sömu hellur, sem frægðar- menn staðarins á fyrri öldum hafa gengið. Ef marka má þjóð- sögur, hefur mönnum stundum ekki verið rótt innanbrjósts þeg ar þeir voru að paufast þennan skuggalega gang með lítið eða ekkert ljós, og sagnir eru til um ýmislegt, sem þar á að hafa gerzt. Svo segir til dæmis séra Jón Halldórsson, er hann getur staðarbrunans 1630, þó að Oddur biskup Einarsson geti þess raun ar ekki sjálfur, að tildrög þessa hörmulega bruna hafi verið þau, að allt fólk staðarins hafi verið í kirkju að hlýða messu, nema kerling sú, er Guðrún hét, síðar auknefnd brenna; átti hún að kynda kakalofn í biskupsbaðstof unni, kvekiti upp í honum og fór síðan upp í kirkju til þess að hlýða nokkru af predikuninni, settist við undirgangströppurnar, en þá fór ekki betur en svo, að hún féll í svefn. Vissi enginn fyrri til en kirkja fylltist af reyk og staðurinn var alelda. STEINÞRÓ PÁLS BISKUPS Salur sá, sem undirgangurinn opnast nú inn í, verður eins konar forngripasafn eþa minja- safn staðarins. Er þar mestur grip ur og virðulegastur steiþró sú hin mikla eða steinkista, sem fannst í dómkirkjugrunninum 1954, eins og flestum er kunnugt. Hún fannst þar sem verið hafði suðurstúka í miðaldakirkjunni. Kista þessi er steinþró sú, sem sagt er frá í sögu Páls biskups Jónssonar, að hann hafi sjálfur látið úthöggva ágæta haglega og verið í lagður eftir andlát sitt. Páll biskup var sonur Jóns Loft sonar í Odda og systursonur og eftirmaður Þorláks biskups helga, mikill höfðingi og glæsi- menni. Hann andaðist árið 1211. Steinþró Páls biskups er ein- steinungur, höggvin í móberg og yfir henni þykkt lok úr svipuðu efni. Hún er 210 sentimetrar að lengd og vegur með lokinu 735 kíló. Hún er breiðust framan við miðju, en dregst mikið að sér aftur eftir og bogadregin fyrir báða enda. Fremst á henni eru tveir myndarlegir sívalir stuðlar, sem líklega hafa í senn verið til hagkvæmra nota, er færa þurfti þróna úr stað, og til fegurð arauka. Ekkert skrautverk og engi áletrun er á þrónni, en form ið er fagurt, hreint og stórt í sniðum. Víða sjást meitils- eða axarför, sem bera vitni um gott handbragð steinhöggvarans, hver sem hefur verið, en án efa er þró in úthöggvin heima á staðnum. Framhald á bls. 15. Staupasteinn, þar sem drukkin var hestaskál áður en gestir og heimamenn lögðu upp í ferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.