Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVISBLAÐIÐ Sunnudagur 21. júlí 1963. Flugvél frá Birni Pálssyni kemur með sporhundinn úr .eitinni skátar í Hafnarfirði eiga hundinn Át snjó og bruddi klakaá Stóra-Sandi Komst af eigin rammleik í Hveravallaskála EINS OG frá hjefir verið skýrt í fréttum fór Garðar Ólafsson tannlæknir í Keflavík frá fé lögum sínum þar sem þeir höfðu þrír saman tjaldað við Ullarkvísl norðan Seyðisár- draga inn af Auðkúluheiði. Garðar fór frá tjaldinu á miðvikudagskvöld en þá var svartaþoka. Um 20 mín. sið ar söknuðu félagarmr hans og þóttust vita að hann hefði villzt. Tóku þeir að hrópa á hann en án árangurs. Vegna þokunnar vildu þeir ekki hætta sér frá tjaldinu og höfð ust því ekki frekar að. Dag- inn eftir tóku þeir upp tjald sitt og héldu til Hveravalla og hófu síðan leit. * Það er af Garðari að segja að hann ráfaði um Öldur og fundust spor hans þar í gær en töpuðust í graslendi. Garð ar var á ferli allan tímann þar til hann rakst á veginn úr Þjófadöium á Hveravelli og kom í Hveravallaskála kl. 7 í gærmorgun. Kvað hann þorsta hafa hrjáð sig mest á göng- unni og bendir því allt til að Garðar hafi ráfað lengst af norðan og austan við Krák, en haldið síðan austur með Langjökli og komizt þangað á Þjófadalaveg. Við þorstan um bruddi Garðar klaka' og át snjó. Þegar Björn Pálsson kom í gær á Hveravelli og sótti leit armennina þrjá, sem farið höfðu í fyrrakvöld með spor hundinn Nonna, svaf Garðar í Hveravallaskála. Leitarmenn höfðu tal af Garðari og sagðist hann hafa heyrt í flugvél í fyrrakvöld sem getur hafa verið flugvél Björns Pálssonar eða flugvél flugmálastjórnarinnar, sem einnig var á þessum slóðum. En Garðar var þá hulinn 'þoku. Garðar taldi sig ekki kenna sér meins eftir volkið. MARTEINI LAUGAVEG 31 SUNDBOLIR Margar gerðir. Mikið úrval. Ný snið fyrir börn og fullorðna. HMDKLÆÐI Stór og lítil. Gott úrval. Flutt á fæðingar- deildina í flugvél TRYGGVI Helgason, sjúkraflug maður, kom til Reykjavíkur frá Siglufirði um kl-. 3 í gærdag með konu sem læknir taldi að nauð- synlegt væri að kæmist á fæð- ingardeild Landsspítalans. Kon- an er vanfær og varð ekki meint af fluginu suður. Tryggvi fór um kl. 4 í fyrri- nótt frá Akureyri til Raufarhafn ar og sótti þangað mann sem var með bráða botlangabólgu. Sjúklingurinn var fluttur á Fjórð ungssjúkrahúsið á Akureyri. Fyrsta gjöfin til lýo- háskóla í Skálholti FYRSTA gjöfin til lýðháskól- ans, sem kirkjan ætlar að reisa í Skálholti, er frá vestur-íslenzk um hjónum, búsettum í Winni- peg, Guðrúnu Grímsdóttur og Ágúst Eyjólfssyni. Guðrún er fædd og uppalin í Skálholti, dótt ir Gríms Eiríkssonar og Guðr- únar Eyjólfsdóttur, er þar bjuggu1 og eignuðust þar 11 börn, en alls voru börn þeirra fjórtán. Gjöfin, sem er 20 þúsund krón- ur, er gefin til minningar um þessi hjón. „Ég minnist foreldra minna“, skrifar frú Guðrún Grímsdóttir, „sem guðrækinna og góðra foreldra". Þau bjuggu góðu búi í Skálholti og komust vel af þrátt fyrir mikla ómegð, „reyndu eftir megni að láta okk ttr ekki vanta það nauðsyn- legasta". Hið eina, sem frú Guð- rún finnst, að hana hafi skort í uppvextinum, voru bækur. „Það hefðu verið góðar fréttir á þeim árum að heyra um skóla- bygginguna, sem nú á að fara að reisa“, skrifar Guðrún. Þessi höfðinglega gjöf aldraðra hjóna, sem dvalizt hafa langan aldur vestan hafs, er ánægjuleg og uppörfandi byrjun á stuðn- ingi, sem þessi áformaða stofn- un á vafalaust eftir að njóta frá góðum Islending.:* í. Sigurbjörn Einarsson Góð síldveiði við Eyjar Vestmannaeyjum, 20. júlí. UNDANFARNA viku hefir verið mjög góð síldveiði hér við Eyjar. Þeir bátar sem stundað hafa hana síðan í vor, þeir Kári og Ágústa, eru báðir komnir með góðan afla. Kári ^ hefir fengið 12000 tunnur en Ágústa um 8000 tunn- ur. Þá hafði Reynir um 11000 tunnur þegar hann fór norður, fyrir um hálfum mánuði. Nú stunda þessar veiðar 6 bátar og af þeim komu þrír hingað á föstudag af síldveiðum fyrir Norðurlandi. Bátarnir voru ekki fyrr komnir heim en þeir fengu afla frá 400 upp í 1000 tunnur. Inni voru í morgun Kristbjörg, Ágústa og Kári og voru að landa. Ágústa var með mest, um 1000 tunnur. Öll hefir þessi síld farið í Vígslan sem næst Þorláks messu á sumri ÞORLÁKSMESSA á sumri var í gær, 20. júlí. Að því er biskups- stofan tjáði Morgunblaðinu í gær var ákveðið, að vígja Skál- holt þann sunnudag, sem næstur væri Þorláksmessu á sumri. Þorláksmessa á sumri var öld- um saman haldin hátíðleg í Skál- holti, en bein Þorláks biskups Þórhallssonar hins helga voru tekin upp á þeim degi og sett í skrín, sem geymt var um alda- raðir sem helgur gripur í Skál- holti. Skrínið og beinin eru löngu glötuð. Skálholtshátíðir hafa oftast verið haldnar þann sunnudag, sem næst hefur borið 20. júlí, Þor láksmessu á sumri. bræðslu, nema hvað reynt hefir verið að frysta lítiisháttar, en það gengur illa sökum þess hve síldin er átufull. Síldin fæst rétt austan við Eyjarnar við Bjarnareyjarhorn- ið, í Hamradjúpinu og á Stakka- bótinni. Fiskimjölsverksmiðjan hefir tekið móti allri þessari síld og er nú búið að framleiða um 7000 tonn af fiski- og síldarmjöli frá áramótum, en heildarframleiðsl- an 1962 var um 5000 tonn af sömu vöru. — Björn. EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær tapaði ísland í 1. umferð á Evrópumótinu í bridge fyrir Belgíu með 78:134. — Úrslit í 1. umferð urðu þessi: Belgía — ísland 6-0 Finnland — Sviss 5-1 England — Líbanon 6-0 Frakkland — Holland 6-0 Danmörk — Austurríki 5-1 Ítalía — Egyptaland 6-0 Spánn — Noregur 6-0 Pólland — Svíþjóð 6-0 Þýzkaland — írland 6-0 Keppnin var afar spennandi og má t.d. nefna, að í hálfleik í leikn um milli Englands og Líbanons var -líbanon með 2 stig yfir. Allur aðbúnaður er góður og þrátt fyrir venjulega byrjunar- örðugleika gekk allt samkvæmt áætlun. Sýningartjald er notað og var fjöldi áhorfenda viðstadd- ur. — Talið, að samið hafi verið um nokkur atriði í IHoskvu Moskvu 20., júlí (NTB-AP) I MORGUN kl. 8 (ísl. tími) komu fulltrúar þríveldanna á ráð stefnunni, sem haldin er í Moskvu, saman til fundar. Stóð fundurinn yfir í klukkustund og þrjá stundarfjórðunga Að hon- um loknum var gefin út tilkynn- in,? þar sem sagði, að rætt hefði verið uppkast að samningi um hann við kjarnorkutilraunum í andrúmsloftinu, geimnum og neð ar.sjavar. Einnig segir, að rædd hafi ver- ið önnur mál varðandi sambúð Au-turs og Vesturs og viðræð- um um þau verði haldið áfram, er fundarmenn koma aftur sam an á mánudag. Fréttamenn í Moskvu telja, að áðurnefnd tilkynning bendi til þess, að þegar hafi náðst sam- komulag um ýmis ákvæði samn- ings um takmarkað tilraunabann. í morgun sendi Kennedy Banda ríkjaforseti U Thant fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna orðsendingu. í henni sagði m.a., að Bandaríkjamenn geri allt, sem í þeirra valdi standi til þess að árangur megi nást á þrí veldafundinum í Moskvu. Með samningi um takmarkað tilrauna hann verði skref stigið til auk- ins örygigis mannkynsins. HBiaiMIMEWAcÆ^te* STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.