Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSiudagur 27. ágúst 1963 * Johason á reiSskjóta sínum Sykurræktar-verkamenn fagna varaforsetanum Claudia Johnson sín. Hann sat á þingi, þar til hann var kosinn í Öldungadeildina ár- iS 1948. Samstarfsmenn hans kunnu vel að meta hæfileika hans, og von bráðar var hann kjörinn formað- og stundum vann hann fyrir sér í vegavinnu. Þegar hann útskrif- aðist úr framhaldsskóla árið 1924, vann hann sér inn einn dollar á dag með vegavinnuflokki, og ekki leið á löngu áður en hann fékk áhuga á að halda lengra vestur á bóginn. Hann komst alla leið til Kaliforníu, þar sem hann vann ýmisleg störf í Imperial Valley. Löngun hans til þess að kynnast vestrinu hafði nú verið sválað, og nú sneri hann aftur til úðarhugsjón, sem hann ann svo mjög, notaði hann fyrstu kaup- ávísun sína til þess að kaupa leikfimitæki handa mið-amerísk- um börnum í þorpinu, sem John- son þótti misboðið. Eftir árið átti hann næga peninga til þess að hefja nám að nýju, og árið 1930 útskrifaðist hann. Næstu tvö árin kenndi hann í skóla í Houston. Árið 1932 fór hann til Washing- ton og gerðist ritari repúblikan- ans Richards Kleberg. Það var Geitasmalinn, sem varö varaforseti Bantíaríkjanna LYNDON Baines Johnson fædd- ist 27. ágúst, 1908, á búgarði í nánd við Johnson City í Texas. Framtíðarvonir hans voru heldur rýrar í æsku, því að landið var fátækt, ekkert rafmagn, lélegir vegir og tækifærin af skornum skammti. Á laugardögum vann hann fyrir sér með því að bursta skó í Johnson City, líta eftir geit- um, eða þá hann hjálpaði móður sinni, sem vann -’ið vikublað eitt, Johnson City og vann þar að vegavinnu um hríð. Árið 1927 innritaðist hann í Southwest State kennaraskólann í San Marcos. Johnson bjó þá við lítil efni og varð því að vinna fyrir sér sem húsvörður, sölu- maður og fjölmargt annað, sem honum' bauðst jafnframt námi. Árið 1928 tók hann að sér kennslu í Cotulla, smáhéraði í Suður-Texas. Hollur þeirri mann LYNDON B. JOHNSON. VABAFORSETI BANDARÍKJANNA: „Ég er frjáls maður, Bandáríkjamaður, varaforseti Banda- ríkjanna og demókrati — í þessari röð“. „Það er í jarðvegi fáfræðinnar, sem fátæktin er gróðursett. Það er í jarðvegi fáfræðinnar, sem sjúkdómar dafna. Það er í jarðvegi fáfræðinnar, sem kynþátta- og trúardeilur skjóta rótum. Það er í jarðvegi fáfræðinnar, sem kommúnisminn gefur af sér beizkan ávöxt harðstjórnar", „Menntun er ekki vandamál. Menntun er tækifæri“. „í tímaglasi sögunnar fer þverrandi sandur þeirrar harð- stjórnar sem drottna vill í heiminum". „Þegar tirninn er mældur á kvarða sögunnar, er frelsið enn ungt, og land hinna frjálsu er enn ungt land. Aðeins harð- stjórnin er gömul“. „Við munum ekki tala um uppgjöf. Við munum ekki selja burt trelsið — hvorki frelsi okkar né annarra, nú eða nokk- urn tima“. „ . . . framtíð okkar byggist ekki á margslungnum hugmynd- um heldur einskorðuðum ásetningi. Þessi einskorðaði ásetningur verður að vera hollusta við þá hugsjón, að þessi veröld geti orðið betri og frjálsari öllum þjóðum“. „Heimili okkar í Ameríku getur því aðeins haldið áfram að vera virki írelsis, að það haldi áfram að vera musteri dreng- skapar". þarna, sem hann stundaði kvöld- nám við Georgetown lagaskól- ann. Árið 1934 kynntist hann Claudia (Lady Bird) Taylor, og 17. nóvember giftust þau. Frú Johnson á ávallt mjög annríkt, og ekki láta dætur þeirra hjóna, Lynda Bird, 19 ára, og Lucy Baines, 16 ára, heldur sinn hlut eftir liggja. Árið 1937 var örlagaríkt ár í ævi Lyndon B. Johnson. Þá losn- aði sæti tíunda þingdæmis Texas í Bandaríkjaþingi, og Johnson af- réð að bjóða sig fram til þings. Sigur hans várð svo glæsilegur, að Roosevelt forseti hreifst af og sóttist eftir nánari kynnum við þennan unga athafnamann. Aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að hann greiddi því at- kvæði, að Þýzkalandi og Japan skyldi sagt stríð á hendur árið 1941, var Johnson kominn í ein- kennisbúning sinn, fyrsti þing- fulltrúinn, sem skráður var í her- inn. Hann var framúrskarandi hermaður, hlaut silfurstjörnuna fyrir hreysti í flugleiðangri yfir Nýju-Guineu. .Árið 1942 tók hann aftur sæti á þingi, þegar Roose- velt forseti skipaði öllum þing- fulltrúum að snúa aftur í embætti skap Lyndon B. Johnson ur sérstakrar nefndar, sem hafði það hlutverk með höndum að spara skattgreiðendum þjóðarinn ar nokkrar billjónir dollara. Árið 1951 var hann einróma kjörinn löggjafarráðunautur demókrata og hlaut óskerta viðurkenningu fyrir einurð sína og festu í starfi. Árið 1953 mjsstu demókratar meirihlutann í Öldungadeildinni, og Lyndon Johnson var kjörinn leiðtogi minnihlutans — yngsti leiðtogi í Öldungadeildinni til þessa dags. Þegar demókratar unnu aftur meirihlutann árið 1954, var Johnson kjörinn leið- togi meirihlutans. í júlí 1955 fékk Johnson hjarta- slag, og héldu þá margir, að starfs ferli hans væri lokið. En sú varð alls ekki raunin. Johnson fékk fulla heilsu á skömmum tíma. Talið var, að Johnson hefði of- gert sér með vinnu, en þeir, sem þekkja til hans og hafa séð hann vinna að meðaltali fjórtán klkku- stundir á sólarhring og stundum allt að 23 klkkustundum, vita, að hann er jafnhraustur ef ekki hraustari, en hver meðal Banda- ríkjamaður. Þar til Johnson var kjörinn varaforseti árið 1960, vann hann öttullega að baráttumálum demó krata í Öldungadeildinni, og er ávöxtur þeirrar elju ómetanleg- ur. Síðan hann tók við varafor- setaembættinu, hefur hróður hans enn aukizt. Vinsældir hans hafa farið sívaxandi, því að hann er trúr landi sínu og hugsjónum. Johnson segir sjálfur: „Ég er frjáls maður, Bandaríkjamaður, varaforseti Bandaríkjanna og demókrati — í þessari röð“. CLAUDIA Alta Taylor Johnson — kona Lyndon B. Johnson vara forseta Bandaríkjanna — ■ fékk gælunafnið „Lady Bird“ þegar tveggja mánaða gömul, og nú er svo komið, að hún þekkist ekki undir öðru nafni. Þótt „Lady Bird“ eigi sífellt mjög annríkt, gefst henni ávallt tími til þess að sinna hinum fjöl mörgu hlutverkum sínum. Hún er og hefur ávallt verið manni sínum stoð og stytta á löngum starfsferli hans; hún er framúr- skarandi húsmóðir og þægileg heim að sækja — og þótt annir steðji að úr öllum áttum, gefst henni ávallt tími til þess að sinna dætrum þeirra hjóna, Lynda Bird og Lucy Baines. „Lady Bird“ er eigandi út- varps- og sjónvarpsstöðvar, þar sem vinna um hundrað manns, og enn. iætur hún sig rekstur stöðvarinnar mjög varða. „Lady Bird“ ólst upp í austur- hluta Texas, þar sem faðir henn- ar var kaupmaður og landeig- andi. Æskuár hennar voru frem- ur tilbreytingarsnauð. Hún stund aði nám sitt af mikilli seiglu og útskrifaðist úr framhaldsskóla aðeins 15 ára gömul. Þá fór hún úr kvennaskóla í tvö ár og síðan -í Texasháskóla og lauk þaðan B. A. prófi og blaðamennsku- prófi. Hún lærði ennfremur vél- ritun og hraðritun, og enn gríp- ur hún stundum til kunriáttu sinnar, þegar maður hennar þarf á að halda. Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.