Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID í>riðjudagur 27. ágúst 1963 Williám Drummond: MARTRÖÐ — Ég tek konuna mína alltaf með á veiðar, því að þá vantar mig aldrei skot. 20 Umferðin um þessa götu var óregluleg eins og vanalega. Stræt isvagninn, sem hún sá til yrði nokkrar mínútur að komast götuna á enda. En þegar hann var á síðasta sprettinum, var fólk þegar farið að hlaupa að honum síðustu þrjátíu metrana. En rétt þegar vagninn var að koma að, gerðist það, að annað hvort manngrúinn á gangstétt- inni eða einhver í þeim mann- grúa, hratt henni svo harkalega, að Kit datt fram af stéttarbrún- inni, missti jafnvægið og lá flöt fyrir framan vagninn, sem nálg- aðist óðum. Á einu skelfingar-augnabliki leit hún upp og sá digru hjólbarð ana, suðandi lúðuþurrkurnar. andlitið á ökumanninum, skelf- ingu lostið. Það hvein í heml- unum og vagninn rann á þeim í áttina til hennar. —Ó, guð! hugsaði hún. — Fyrirgefðu mér! Og svo lokáði hún augunum. Hún heyrði óp. Það var gamla konan. Hún leit upp og opnaði augun aftur og sá hjólin rétt fyrir framan sig og andlitið á ökumanninum, sem laut yfir hana og sagði: — Eruð þér meidd, frú? Var hún það? Hún vissi það ekki sjálf vissi ekkert nema að hendurnar á henni voru út- ataðar og hjarfað barðist í brjósti hennar um leið og hún tautaði þakkir til guðsr Afsakið, sagði hún. Ég vissi ekki hvernig þetta gerðist. Öku- maðurinn hjálpaði henni á fætur og lögreglumaður hélt mann- þrönginni frá og skipaði fólki að fjarlægja sig. Og umferðin suður eftir sniglaðist í hina átt- ina og hver ökumaður horfði for vitinn á hana, eins og hún hefði verið einhver skrípasýning, ókeypis sýning — eitthvað til að tala um yfir tebollanum. Enginn skaði hafði skeð nema hvað hún var aum í úlnliðnum og sokkurinn hennar eyðilagður og svo var hún öll útötuð í for. — Mér þykir þetta svo leitt, endurtók hún við ökumanninn, — það var ekki yður að kenna. En þá sá hún Peggy, sem ætl- aði að ryðjast gegn um þröng- ina en var stöðvuð af lögreglu- manninum. Hún var að rífast við hann og sagði: — Ég þekki þessa konu. Hún er vinkona mín. Lofið mér að hjálpa henni. Það tók lögreglumanninn dá- lítinn tíma að átta sig á þessu, svo önnum kafinn sem hann vai að halda reglu á umferðinni, en þegar hann loks áttaði sig, hleypti hann Peggy í gegn. — Þá ættuð þér að sjá um, að hún komist heim, heil á húfi. Og í sama bili vildi svo til, að laus leiguvagn kom úr hinni áttinni, sem stanzaði þegar Peggy æpti til hans og þær komust báðar upp í hann og burt frá þessu leiðinda-atviki. — Hvað var þetta? spurði Peggy. — Það var eins og hver önnur forsjónarinnar ráðstöfun, að ég skyldi vera þarna nærri Meiddirðu þig? Ég er hrædd um, að regnkápan þín sé ekki • ti! stórræðanna héðan af. Ég sá þennan mannsöfnuð og hljóp að og þar varst þú! Ef bíllinn hefði farið feti lengra! En við skulum nú ekki hugsa um það, úr því ekki varð úr þvi! Kit lofaði henni að vaða og reyndi að hugsa um það, sem raunverulega gerðist, því að hún hafði sagt, að hún hefði bara runnið til þess að forðast frek- ari málarekstur, enda gaf hún varla trúað þvi, að sér hpfði verið hrint viljandi. Einhver hefði líka séð það, ef svo hefði verið, til dæmis gamla konan, sem stóð rétt að baki henni. Legiuvagninn hafði verið að fara í öfuga átt til að komast tii Grosvernortorgsins, og þegar hann beygði fyrir síðustu húsa- samstæðuna, varð stanz á um- ferðinni og Kit hallaði sér aftur í sætið og hlustaði á skrjáfið í rúðuþurrkunum á glerinu og regnið. á þakinu. — Ég rann ekki, sagði hún, — heldur hrinti mér einhver. — Hrinti þér? Hvað áttu við’ sagði Peggy. Enginn færi að hrinda þér — ég á við viljandi. — Hann gerði það, sagði Kit Ég sá hann ekki, en ég fann, að hann var þarna einhvers staðar nálægur. Hann var að elta mig. Ég varð þess vör oftar en eirru sinni. Peggy klappaði á arminn á Kit, en gætti þess að fora sig ekki á regnkápunni. — Ertu viss? sagði hú lágt. — Ég á við, úr því þú sást hann ekki. En þú fannst virkilega, að þér var hrint? — Það var maðurinn, sem hefur verið að hringja, sagði Kit. — Það er ég alveg viss um. Bíllinn losnaði út úr þvögunni og beygði yfir í hliðargötu, þar sem hann komst greiðlega áfram svo sem fimmtíu metra. — Þú fyrirgefur, að ég segi það, sagði Peggy, - en ég skil ekki hvernig þú getur verið svona viss um þetta, ef þú gazt ekki, séð, hver hrinti þér, og svo hef- urðu aldrei séð manninn, sem hefur verið að hringja. Ég er hrædd um, að þetta væri lítils virði fyrir rétti, eða hvað finnst þér. — Æ, farðu nú ekkj að tala eins og þessi lögreglustjóri! Kit var alveg að því komin að sleppa sér. öllum fannst .þeim þetta vera eitthvað, sem hún væri skyldug til að sanna. Þau höfðu aldrei reynt að skilja, hvað það væri að vera undir morðhótun, og aldrei, að þessi hætta, sem hún var í stödd, væri raunveru- leg hætta. Þau voru góð og nær- gætin, rétt eins og hún væri sjúklingur. Þau gerðu sér það ekki ljóst, að með því að trúa henni ekki, voru þau að gera hana að sjúklingi. — Þetta þýð- ir ekkert, sagði þún. Þú skilur þetta ekki. Enginn skilur það. Og til hvers ættuð þið líka að vera að skilja það? Bíllinn fór framhjá nýbygg- ingunni og litla hættumerkinu, sem þar var og stanz^ði fyrir framan húsið. — Ég veit, að þetta er vitleysa. Peggy, sagði hún, — en vildirðu koma upp og vera hjá mér þang- að til Tony kemur heim. Það er svo komið, að ég get ekki verið ein í þessari hræðilegu íbúð. 15. kafli Peggy bjó til te meðan Kit fór í bað og hafði fataskipti. Þegar keðjan var á hurðinni og Peggy í íbúðinni, var húntkkert hrædd. Meira segja óskaði hún þess, með an hún lá í baðinu og þvoði af sér götuforina, að síminni vildi hringja, svo að Peggy gæti sjálf heyrt sönglröddina og kynnzt henni. Enda þótt Tony væri ekk- ert hrifinn af Peggy og útliti hennar, bar hann mikla virðingu fyrir dómgreind hennar. — Hún kann að þjást af fjarveru haiis Roy síns, en hún ber það að minnsta kosti vel. Þetta var hlægilegt. En ef Peggy staðfesti, að það væri raun verulega til rödd, sem væri með hótanir í símanum, mundi Tony strax trúa henni, enda þótt hon- um dytti ekki í hug að trúa kon- unni sinni. Nei! Þetta var nú ó- sanngjarnt! Tony tortryggði kon- una sína sumpart vegna þessa andstyggilega Byrnes lögreglu- stjóra og kannske enn meir vegna þess, að fyrir einhverja einkenni lega tilviljun hafði hún alltaf verið ein„ þegar hringingarnar komu. Var það þá einkennileg tilvilj? un? Eða var það af ásettu ráði? Var það hugsahlegt, að sá sem var að hringja, vissi alltaf, hve- nær hún væri ein? Ef svo væri þá hlyti þetta að vera einhver, sem hefði tök á að horfa á hús- ið að staðaldri, einhver sem byggi eða ynni í húsinu eða þar rétt hjá. En hver? Á þriðju hæð bjó Carl Krumpaeker, prófessor, mið aldafræðingur frá Iowa, sem var við einhverjar vísindarannsóknir. Fyrir neðan hann var einhver iðjuhöldur frá Wales, sem var heima svo sem fjórar uætur á mánuðf, en var annars sífellt á einhverju ferðalagi vegna at- vinnurekstrar síns og skipti sér víst lítið af öðru. Svo gæti það verið einhver af þeim mörgu, sem voru að vinna við nýbygginguna þarna við hlið ina á húsinu — einhver kynóra- seggur. En þó ekki hver sem væri, því að maðurinn í símanum var menntamaður, þrátt fyrir all an óþverrann, sem hann lét út úr sér. Og eini menntamaðurinn við bygginguna var Bryan Younger. En það kom þó að minnsta kosti ekki til nokkurra mála! Og þó, hugsaði hún meðan hún var að fara í fötin. Hver sem of- eóknari hennar kynni að vera, hlaut hann að vera einhver kleyf hugi, sennilega einhver, sem hún hefði hitt og þá verið alveg al- mennilegur að sjá, en gæti feng- ið þessi hræðilegu köst. Og Younger hafði sjálfur sagt henni, að það gæti komið fyrir, að hann hefði enga hugmynd um, hvað hann væri að gera! Hún vissi, að honum leitzt vel á hana — gæti það snúizt upp í djöfullegt hat- ur? Hún var alveg í vandræðum. f Bandaríkjunum hefði hún máske vitað, hvernig hún ætti að snúast við slíku sem þessu, jafn- vel án hjálpar vina sinna. Hún skildi andann í amerísku mann- lífi, að hve miklu leyti hverjum einum var að treysta, hvað lá að baki orðum fólks. En í London var þetta allt öðruvísi. Bretar sögðu aldrei nema hálfan sann- leikann og leyndu þannig svo miklu af hugsunum sínum. Það kom meira að segja fyrir, að henni fannst hún ekki skilja mann sinn. Allur hugsanagangur hans var henni svo framandi, til dæmis eins og það, hvernig hann hafði talað við Malcolm í leikhús- inu, rétt eins og hann væri ein- hver óæðri manntegund. Og þó — hver vissi nema þetta væri alveg rétt hjá Tony, að Malcolm væri raunverulega óæðri manntegund, sem gæti vel fundið upp á öllum þeim skepnuskap, sem Tony bar honum á brýn. í London var hún alveg ósjálf- bjarga án nokkurs bandamanns, án einhvers, sem tryði sögu henn- ar og gæti neytt lögregluna til að hafast eitthvað að. Hún hugsaði um ségulbandsupptökurnar, sem hún hafði hlustað á hjá Scotland Yard. Þessar upptökur höfðu ver- ið gerðar þegar lögreglan hlust- aði í einkasíma. Ef svona upptöku tæki hefðu verið sett hjá henni, eftir viðtalið við Byrnes, hefði hún getað sannað þeim, að saga hennar væri sönn, og kannski væri maðurinn þá þegar á bak við lás og slá. En ef þeir hefðu á réttu að standa og hún væri raunverulega með ímyndanir -— þá væri hún að minnsta kosti viss um það og gæti leitað viðeigandi læknishjálpar! En nú hafði þetta allt dregizt úr hömlu og árásirnar á hana voru svo óútreiknanlegar, að hún virtist æ minna trúverðug. Það virtist ómögulegt að sannfæra Tony, nema þá þessi sími vildi hringja meðan Peggy væri stödd inni í íbúðinni. ailltvarpið Þriðjudagur 27. ágúst 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 1^00 TóTileikar ai plötum. 14.00 Frá prestastefnunm að Hólum í Hjaltadal: Biskup íslands set- ur prestastefnuna og flytur á- varp og yfirlitsskýrslu um störf og hag íslenzku þjóðkirkjunnar á synidusárinu. íHljóðritað á Hólum í Hjaltadal s.l. sunnud.), 15.30 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar. 16.30 Veðufregnir. — Tónleikar. 17.00 Fréttir. —« Endurtekið tónlistar- efni). 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Teresa Berganza syngur ítölsk lög. Felix Lavilla leikur með á píanó. ' 20.20 Frá Afríku: III. erindi: Austur Nigeria (Elín Pálmadóttir). 20.50 Karlakór Vestur-íslendinga í Vancouver syngur nokkur lög undir stjórn 'Sigurbjörns Sig- urðssonar. 21.00 Synoduserindi: Róðólfur biskup í Bæ (Séra Einar Guðnason. Reykholti). 21.30 ..Dumbarton Oaks** —- konserts í Es-dúr fyrir kammerhljóm- sveit eftir Stravinsky Ensk kammerhljómsveit leikur. Colin Davis stjórnar. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnii. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 28. ágúst 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Zara Leander syngur. 20.15 Vísað til vegar: Frá Vatnsfirði að Núpi (Ingimar Jáhannesson), 20.40 Lög eftir Bjarna Þorsteinsson. 20.55 Upplestur: ,3káldið“, smásaga eftir Karel Capek (Hallfreður Örn Eiríksson þýðir og flytur), 21.15 Frá tónleikunum í Austurbæjar- bíói 27. maí s.l. — Poul Bireklund- kvartettinn leikur kvartett i D-dúr, K. 285 eftir Mozart. 21.35 Þýtt og endursagt: þjóðgerðir og þjóðareinkenni eftir H. J. Eysenck (Eiður Guðmundsson, blaðamaður). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelly Roos; VII. (Halldófa Gunnarsdóttir þýðir og les). 22.30 Nðeturhljómleikar: Frá útvarpinu í Israel. — Hljóðritað á tónleik- um 31. janúar s.l. — Kol Israel hljómsveitin leikur undir stjóm Dr. Róbert Abrahams Ottósson- ar: a) Forleikur að óperunni „Töfraskyttan,“ eftir Weber. b) Rímnadanslög eitir Jón Leifs, c) Sinfppia nr. 2, — „Skapgerð- irnar fjórar“ eftir Carl Nielsen, 23.15 Dagskrárlok. KALLI KUREKI •*” Teiknari; FRED HARMAN WELL, COJSSATLlLATlOMS* WE'LL HAVE THE WEPDINS- CIS-HT HEE£ OM TH6 EANCH/ WHEM'S IT SOMMA BE ? - WE WEED TIME TO S-ET ACCUJAINTED AMD ALLTHAT* AFTER ALL, WE ONLY, MET THIS MOEWIWGs WHEN MY FlANCE PULLED A GUM ON ME AND I KWOCKED HIM FLATWITH MY SUITCASE.' ALEEADY X SEE TLL HAVE TO MAKE 1 SOME CHANGES' MY OEAR BCY WILL HAVE TO DRESS NEATEE, AND THAT BEARD HASTOGO' bacheloes aee . SOSLOPPY'/ — Eg óska ykkur þá til hamingju. Við höldum brúökaupið hérna á bú- garðinum. Hvenær á það að verða? við fyrst í morgun og þá miðaði kærastinn minn á mig byssu en ég iamdi hann í höfuðið með ferðatösk- — Við þurfum einhvern tíma til að unni. kynnast. Þegar á allt er litið hittumst — Ég sé strax að hér verða að verða einhevrjar breytingar. Þessi elska verður að hverfa. Piparsveinar ta’u svo hirðulausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.