Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 24
,Milwood6 sleppi
gegn tryggingu
í úÆR var tekin fyrir í Saka-
dómi Reykjavíkur krafa frá um
boðsmanni útgerðar 'skozka to?-
arans „Milwoods“, um að togar-
anum yrði sleppt úr haldi gegn
bankatryggingu. Féll úrskurður
inn á þá leið, að togaranum
skuli sleppt úr þaldi, eftir að
véiðarfæri hafa verið metin og
bankatrygging sett.
Eins og kunnugt er af fyrrl
fréttum, kvað Hæstiréttur upp
dóm um það, að héraðsdómur
hefði rétt á að halda togaranum
þar til 5. sept. nk. Málið sjálft
verður þingfest 2. september,
oCT hefur skipstjóra togarans,
John Smith, verið birt ákæran.
Sterk vín og vind-
iingar hækka í veroi
Séð ofan í baðhúsrústirnar. Of ninn í horninu efst til hægri.
Merkur fornleifa-
fundur í Hreppum
Baðhús frá 10. eða 11. öld
(Ljósm. Þór Magnússon).
t
ar. Nú þegar er hægt að segja,
að sýnt sé, að bær hafi staðið
á þessum stað í fornöld, en senni
lega ekki verið lengi í byggð, og
álítur dr. Sigurður Þórarinsson,
að hann hafi verið komin í eyði
árið 1 ip4, er vikurlagið féll, sem
eyddi Þjórsárdal. Forngripir
hafa fundizt nokkrir, en vonum
færri. Meðal þeirra eru nokkur
brot úr þykkum klébergsgrýt-
um, sem alls staðar benda til
sögualdar- eða landnámsbyggð-
ar, taflmaður, perla af fornri
gerð, ennfremur brýni, hnífblöð,
naglar, kljásteinar, rauðagjall,
allt minjar, sem algengar eru á
fornum bæjarstæðum. Af því,
sem þegar er fram komið, telur
Þór Magnússon baðstofuna óhik-
Framh. á bls. 23.
UM HELGINA hækkuðu sterk
vín og vindlingar í verði. Brenni
vín, hvannarótarbrennivín, bitt-
Afmælissýning
á verkum Gunn-
laugs Blöndals
KL. 5 í dag verður opnuð í Boga-
sal Þjóðminjasafhsins afmælis-
sýning á verkum Gunnlaugs
Blöndals, listmálara, í tilefni
þess, að listamaðurinn hefði orðið
sjötugur á þessu hausti.
Á sýningunni verða mikið af
yngri og eldri myndum Gunn-
laugs, sem ekki hafa verið sýnd-
ar áður. Sýniní 'n verður opin í
10 daga.
erbrennivín og ákavíti hækka
um 10 kr. flaskan, genever og
vodka um 15 kr. flaskan og
brandy, átappað hér, um 30 kr.
Koníak hækkar ekki í verði.
Öll létt vín, matar- og borð-
vín hækka ekki.
Vindlingar hækka í smásölu
um kr. 2,40 pakkinn, nema teg
undirnar Salem, Viceroy og Roy
um kr. 2,70,-
Vindlar, neftóbak og eldspýtur
hækka ekki í verði.
Ilmvötn lækka í heildsölu-
verði því sem nemur tollalækk-
uninni. *
Þess skal getið, að hið nýja
smásöluverð leggst eingöngu á
vindlinga, sem keyptir eru af
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis
ins eftir að hækkunin gekk í
gildi á mánudagsmorgun. Ströng
viðurlög eru við því að selja
gamlar birgðir á nýja verðinu.
Dóttur brezka sendiherrans
bjargad á síðustu stundu
ásamt þremur öðrum unglingum
Á SÍÐASTLIÐNU vori urSu þeir
Guðmundur Jónsson stúdent á
Kópsvatni og Sigurður Sigur-
mundsson í Hvítárholti í Hruna-
mannahreppi þess varir, að forn
minjar voru í jörðu á holtinu suð
ur frá bænum í Hvítárholti, og
vissu menn ekki áður ttl, að þar
hefði verið byggð.
Undanfarnar vikur hefur Þjóð
minjasafnið verið að láta gera
rannsókn á þessum stað, og
hefur Þór Magnússon, fornleifa-
fræðingúr, staðið fyrir rannsókn
inni fyrir safnið, en með honum
hefur allan tímann verið Guð-
mundur Jónsson á Kópsvatni, en
starfsmenn safnsins hafa einnig
verið á staðnum tíma og tíma,
og einnig hefur dr. Sigurður Þór
Sáttafundur
1 farmanna-
deilunni
KL. 20.30 í gærkvöldi hófst fund-
ur hjá sáttasemjara ríkisins um
kaup og kjör farmanna. Fundur-
inn stóð enn, þegar Mbl. fór í
prentun.
arinsson gert þar aldursrannsókn
ir á grundvelli öskulaga. Rann-
sókninni er nú lokið í bili, en
verður væntanlega haldi# áfram
næsta sumar.
Minjarnar eru á fleiri en ein-
um stað á holtinu. Lokið er við
að rannsaka sérstakt lítið hús,
sem verið hefur baðhús með ofni
í einu horninu, en bekk við hitt
gaflhlaðið, og lokræsi er undir
hliðveggnum hjá bekknum. Þessi
húsgrunnar er um 3.80x2.60 m
að ,stærð og er ákaflega skýr.
Það, sem er einna eftirtektar-
verðast, er, hve geysimikið þetta
hús hefur verið niðurgrafið, eða
um 90 sm. Það hefur verið sann-
kallað jarðhús, og kemur það vel
heim við baðhús það, sem gert
er ráð fyrir í Eyrbyggju, þar sem
sagt er frá drápi berserkjanna í
baðinu.
Mikill tími hefur farið í að
rannsaka annan húsgrunn, sem
ekki er eins Skýr og hinn, en
allar líkur benda til að þar sé
um að ræða fornan skála. Á
þriðja stað er einnig búið að
grafa nokkuð, en of snemmt að
segja, hvað þar er á seyði.
Væntanlega munu allar þessar
minjar skýrast enn betur, þegar
rannsóknir verða lengra komn-
MBL. bárust í gær fregnir um
að Evelyn Boothby,, 14 ára
gamalli dóttur sendiherra Bret
lands í Reykjavík, E. B.
Boothíby og frú Susan konu
Evelyn Boothby
hans, hafi verið bjargað ásamt
þremur öðrum unglingum, eftir
að þau hafði flætt inni undir
klettum í Cornwall. Höfðu
strandverðir og - sjálfboðaiiðar
leitað í marga klukkutíma að
hinum týndu ungmennum og
voru tveir menn látinr síga nið-
ur til þeirra kl. 5 um morguninn
og björguðu þeir þeim úr sjálf-
heldunni.
Mbl. átti í gær símtal við
Erelyn Boothby í bænum
Clovelly í Cornwall, þar sem
hún dvelur í sumarleyfi með for-
eldrum sínum, en frú Boothby
er þaðan ættuð.
— Þetta gerðist aðfaranótt
sunnudagsins, sagði Evelyn. Við
vorum fjögur saman, tvær stúlk-
ur og tveir piltar, hin svolítið
eldri en ég, 17 ára og 20 og 21
árs. Við vorum að ganga eftir
ströndinni á leiðinni til að hitta
foreldra okkar, þegar flóðið kom
og króaði okkur af.
— Kom það svona hratt inn?
— Það kom ákafiega hratt og
eftir ströndinni. Við reyndum að
vaða yfir, en tókst það ekki, því
vatnið var of djúpt.
— Hefði flóðið náð ykkur, ef
lengri stund hefði liðið áður en
ykkur var bjargað?
— Nei, því við vorum á svo-
lítilli syllu. Við vorum þar alla
nóttina, í 9—10 klukkustundir.
Flóðið kom beint inn, en við
vorum sfolítið fyrir ofan sjóinn.
’— Var ykkur ekki kalt?
— Jú, mjög kalt, því við vor-
um blaut. Við hnipruðum okk-
ur saman á syllunni, til að halda
á okkur hita.
HERAÐ8MOT
Sjálfstæðismanna
á Siglufirði 31. ágúst n.k.
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Siglufirði verður haldið
laugardaginn 31. ágúst kl. 8.30 síðdegis.
Jónas G. Rafnar, alþingis-
maður, og Einar Ingimundar-
son, alþingismaður, flytja ræð
ur. —
Leikararnir Árni Tryggva-
son og Jón Sigurbjörnsson
skemmta. Ennfremur syngur
Guðmundur Guðjónsson,
óperusöngvari, með undirleik
Skúla Halldórssonar, píanó-
leikara.
Jónas G.
Rafnar
Einar
Inginiundarson
Dansleikur verður um kvöldið.
Framh. á bls. 23.
fiÉRAÐSIVIÓT
Sjálfstæðismanna
á Ólafsfirði 31. ágúst n.k.
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Ólafsfirði verður haldið
laugardaginn 31. ágúst kl. 9. síðdegis.
Ólafur Björnsson, prófessor,
og Magnús Jónsson, banka-
stjóri, flytja ræður.
Til ‘ skemmtunar verður
einsöngur og tvísöngur. —
Flytjendur verða óperusöngv-
ararnir Kristinn Hallsson og
Sigurveig Hjaltested, undir-
leik annast Ólafur Vignir
Albertsson. — Ennfremur
skemmtir Brynjólfur Jóhann- Bjórnsson
esson, leikari.
Dansleikur verður um kvöldið.
>