Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 27. ágúst 1963 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Lyndon Johnson Framh. af bls. 8. „Lady Bird“ kynntist Lyndon Johnson stuttu eftir að hún út- skrifaðist, og þau giftust tveimur mánuðum síðar. Stjórnmálaferill Johnsons var þá þegar hafinn. í fyrst bjuggu þau hjónin við lítil efni, en þegar „Lady Bird“ erfði móður sína, keypti hún útvarps- stöð, sem þá lá undir þungum skuldum. Með mikilli seiglu og kænsku tókst henni smám saman að gera þessa stöð að arð- vænlegu fyrirtæki, og fór svo að lokum, að hún eignaðist myndar lega sjónvarpsstöð. „Lady Bird“ er gædd óvenju þroskuðu kaup- sýsluviti, og virðist sem allt það fé ávaxtist, sem hún kemur ná- lægt. Margir halda því fram, að Johnson hefði aldrei náð svo langt á framabraut sinni, ef ,Lady Bird hefði ekki notið við. Hún var honum ómetanleg hjálp kosningabaráttunni — og ekki létu dætur þeirra hjóna sitt eftir liggja. Heimili þeirra hjóna má segja, að sé tvískipt — þegar þau eru Skreiðast þurfti inn eftir þröngri gjá við Þingvallavatn til að ná í úrin. (Ljósm. Mol.). Aðeiris grennstu fyrir menn Litið á gjána þar sem úrin voru falin í flösku 4 þröngri Morgublaðsmenn skruppu í gær til Þingvalla til að líta á gjána við Vatnsvík, þar sem úraþjófurinn faldi hluta þýfisins. Gjáin er fremst á litlum tanga, sem gengur út í Vatnsvíkina og nokkrum metrum frá vatninu hverf- ur hú;n inn í berg. Gjáin er mjög .þröng, frá 25 til 60 sentimetra að breidd, all hlykkjótt og vatnið í henni er um 1 til 1% fet að dýpt. Þjófurinn hafði kastað úr- unum inn í gjána, þar sem hún hverfur í bergið. Eftir að hann hafði viðurkennt þjófnaðinn, og var færður austur af þeim Ingólfi Þor- steinssyni og Nirði Snæhólm til að vísa þeim á felustað- inn, kom 1 ljós, að það var ekki auðvelt verk að ná úrunum úr gjánni aftur. Dæmdist á Njörð Snæ- hólm að gera tilraun til að skreiðast inn eftir úrunum, enda er hann með grennstu rannsóknar lögreglumönnum. Kastaði Njörður nú klæðum unz hann stóð á nærfötunum einum, því ekki var að vita hvort yfirvöldin myndu borga viðgerð eða hreinsun á fötunum. Fór lögreglumað- urinn nú niður í gjána fikraði sig varlega innar innar unz aðeins sá í iljarn ar. Þreifaði hann fyrir sér í vatninu og viti menn! Úr! Eitt, tvö og þrjú. Þau urðu tuttugu áður en Njörður gat farið upp úr gjánni aftur, hruflaður, út- ataður og hrollkaldur. Á svipaðan hátt var blaða- maðurinn útleikinn í gær eft ir stutta veru í gjánni. Ljós- myndarinn vildi endilega fá hann niður í gjánna á nær- fötunum svo að myndin yrði sem líkust því er Njörður var á úraveiðunum. Blaðamaðurinn ætlaði að andmæla kröftuglega þess- ari ósk ljósmyndarans og heimta að hann færi sjálfur ofan í gjána, en gerði sér þó í tíma grein fyrir, að hann myndi sitja fastur eins og tappi gjánni. Það fór því eins fyrir blaða manninum og Nirði Snæhólm Hann skreiddist upp úr gjánni, hruflaður, skítugur og hrollkaldur. —■ Allt þetta vegna þess að innbrot var framið í úraverzlun í Reykja vík. — Úraþjófurinn Framh. af 'bls. 10 lét reikningsnúmer og undir- skrift útgefanda standa óbreytt. Útgefandinn er trú- verðugur viðskiptavinur bankans, og nóg fé var inni á reikningi hans, þannig að engan grunaði neitt. if Gjaldkerinn vildi ekki trúa Eftir að pilturinn viður- kenndi þetta fals í gærmorg- un, hringdi Ingólfur til bank- ans, og skýrði frá málinu. Gjaldkeri bankans skoðaði ávísunina í krók og kring, bæði með berum augum og stækkunargleri en gat á eng- an hátt séð að hún væri föls- uð. Vildi hann helzt ekki trúa því að svo væri. Var það ekki fyrr en ávísunin var skyggð og með sólarljósi að' lítilsháttar og litbrigði sáust í henni; svo vel var fölsunin úr garði gerð. Eins og fyrr getur, er rann- sókn málsins ekki lokið, enda er hér um að ræða umfangs- mikið og flókið þjófnaðar- og fölsunarmál. En nokkurn lær- dóm mega bankamenn af þessu draga, og undarlegt ma heita að menn geti gengið inn í banka, opnað þar ávísana- reikning undir fölsku nafni, svikið fé af bankanum með falskri ávísun til þess að i leggja inn tilskilda lágmarks- upphæð, án þess að uppvíst verði. Víðast erlendis er sá háttur á að menn eru í það minnst krafðir um persóuskil ríki til þess að sanna að þeir séu sá, sem þeir segjast vera. Fyrr er ekki hægt að opna þar ávísanareikning undir neinu nafni. ekki í Washington, búa, þau í gömlu húsi í Texas, sem þau keyptu fyrir rúmum tíu árum. Gestrisni þeirra er við brugðið og vinir þeirra óteljandi — og er það ekki sízt að þakka „Lady Bird“. Adlai Stevenson lýsti eitt sinn „Lady Bird“ þannig, að hún væri bæði „heillandi og dugleg“. Þessi orð lýsa vel frú Johnson. Hún heilla alla með látlausri og fágaðri framkomu sinni og er forkur duglegur við allt það, sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort heldur sem það er kosn- ingabarátta fyrir mann sinn, kaupsýsla og rekstur fyrirtækja sinna eða venjuleg heimilisstörf. Ætla mætti, að konu varaforset- ans gæfist lítill tími til þess að sinna heimilinu, en það er eins og „Lady Bird:: vinnist tími til alls. (Frá Upplýsingaþjónustu - Bandaríkjanna) stuldur AKRANESI, 26. ág. — Pening- um, 14 þús. krónum, var stolið af rosknum manni í ölver á laugardag. Var málið kært til lögreglunnar. Hefur henni tek- izt að finna þann er stal, en að því búnu faldi hann veskið tómt sunnan undir skálanum. — Oddur. Bílvelta í Bisk- upstungum SÍÐDEGIS á sunnudag var Volkswagen á ferð austur í Biskupstungum. Skammt fyrir sunnan Torfastaði skrikaði bíll- inn í lausamöl í beygju, valt út af veginum og fór heila veltu. Fernt v.ar í bílnum og slasað- ist eitthvað, þó ekki alvarlega. Bíllinn skemmdist nokkuð. Trésmiðir — Trésmiðir Vinnuflokkur óskast í mótauppslátt á 4. hæða stiga- húsi við Kaplaskjólsveg. Sigurjón Guðjónsson, sími 33395. Nýkomið: M O S A I K á gólf og veggi og fugusement frá V-Þýzkalandi. Glæsilegt úrval. ENSKUR LINOLEUM GÓLFDÚKUR Bezta tegund. IFÖ W. C. OG HANDLAUGAR á fæti Sænsk úrvalsvara. VINYL GÓLFFLÍSAR sænskar og amerískar. Bezta tegund. HARÐPLAST á borð Hálfmatt og gljáandi. Einnig lím. ARMSTRONG hljóðeinangrun í 12“ x 12“ hvítum plötum og lím. Gjörið svo vel að líta inn í verzlunina að Suðurlandsbraut 6. Þ. Þorgrímsson & Co. byggingavöruverzluri, Suðurlandsbraut 6 — Sími 222 35. Kúlupennar frábær sænsk gæðavara ★ Stórt og vandað blekhylki. ★ Létt og jöfn skrift. ýf Blek-kúla, sem er nýjung á heimsmarkaðinum. ýf Blek, sem fölnar ekki. ýt Skrifar um leið og oddur- inn snertir pappírinn. 1ao£> * epoca Reynii Ballograf Seldir um allt land. Heildsaala: Þórður Sveinsson & Co. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.